Vísir - 02.12.1972, Síða 10

Vísir - 02.12.1972, Síða 10
Vfsir. Laugardagur 2. desember 1972 Fjórði leikur FH og fjögurra stiga forusta í 1. deild — Tveir leikir í Islandsmótinu í Hafnarfirði ó sunnudag FH-ingar leika sinn fjórða leik i 1. deildar- keppni íslandsmótsins á sunnudagskvöld i iþróttahúsinu i Ilafnar- firði. Þeir vinna þá áreiðanlega sinn íjórða sigur i mótinu — og liafa þá eftir leikinn Ijögurra stiga forskot á næsta lið i dcildinni. t»að verður erfitt fyrir önnur lið að vinna það upp, þó svo FII leiki sinn liinmta leik fyrr en 17. desember. Niðurröðun í mótið virðist talsvert tilviljanakennd. Á sunnudagskvöld hefur FH leikið fjóra leiki i mótinu, en Vikingur tvo. Hins vegar leikur Víkingur fimmta leik sinn 13. desember — fjórum dögum áður en FH leikur sinn fimmta leik. Viking- ur leikur sem sagt þrjá leiki á sama tima og FH-ingar eiga al- gjört fri. Valur leikur sinn 5. leik i mótinu eftir áramót — sömu- leiðis IR. Annað dæmi. Vikingur leikur þrjá leiki á 10 dögum — IR-ingar fá einn leik frá leikn- um við FH á miðvikudagskvöld 29. nóvember þar til 7. janúar 1973. Þarna er ekkert samræmi. Og enn eitt. Eftir að hafa leikið þrjá leiki á tiu dögum fær Vik- ingur svo ekki leik i mótinu i rúman mánuð. Sama er uppi teningnum hjá Val. Eftir leikinn við KR 6. desember fær Valur ekki leik fyrr en 7. janúar 1973 — en kannski sætta Valsmenn sig við að horfa á Fram, Hauka, og Viking leika tvo leiki hvert félag meðan þeir eru sjálfir aðgerð- arlausir? En nóg um það. Það verða tveir leikir i iþróttahúsinu i Hafnarfirði annað kvöld, sunnu- daginn 3. desember. Fyrst mæta Haukar Islandsmeistur- um Fram. Leikurinn hefst kl. 8.15. Bæði liðin eru með tvö stig eftir tvo leiki — Haukar töpuðu fyrir Viking, Fram tapaði fyrir FH. Liðin hafa sama þjálfara, Karl Benediktsson, og auðvitað þekkir enginn betur galla lið- anna en hann — einnig kosti þeirra. Hvernig fer hann að ákveða leikaðferðir beggja lið- anna með það fyrir augum að liðin, sem hann þjálfar sigri? Þetta hlýtur að vera versta staða, sem komið hefur upp hjá islenzkum þjálfara. Hvað gerir Karl? Síðasti leikurinn verður svo milli FH og Ármanns og eins og liðin hafa leikið að undanförnu kemur ekkert annað til greina en stórsigur FH-inga. Þeir léku æfingaleik við Ármann ekki alls fyrir löngu i Hafnarfirði og unnu með miklum mun. Á myndinni sést efnilegasti leikmaður, sem komið hefur fram hjá FH um langt árabil — hinn 17 ára nemi, Gunnar Ein- arsson, sem er að verða einn bezti handknattleiksmaður okk- ar. Ljósmynd Bjarnleifur. Draumnum stóra nú endonlega lokið — Bob Foster verður aldrei heimsmeistari í þungavigt eftir tapið gegn Cassiusi Clay Heimsmeistarinn i létt- þungavigt, hinn 33ja ára Bob Foster, hefur nú end- anlega veriö sleginn niöur í þungavigtinni. Fallið var mikiö og draumurinn hans stóri, aö verða heimsmeist- ari i mesta þyngdarflokki hnefaleikanna, er úr sög- unni. Cassius Clay sá fyrir þvi. Hann undirstrikaði, sem haföi komið i ljós áður, að Foster er of léttur til þess að ná árangri i þungavigt. Átta sinnum var hinn 16 kilóum léttari Foster sleginn niður af Cassiusi — Múhamed Ali. 1 áttundu lotu var þvi lokið. Bob Foster var talinn út. En þegar i 2. lotu var glampi hins minnimáttar kominn i augu Fosters. Bob Foster hefur alltaf verið metnaðargjarn. Fyrir hann er ekki nóg að vera ósigrandi ,,kóng- ur” i léttþungavigt. Metnaður hans beindist að æðsta titli hnefa- leikanna — heimsmeistaratjtlin- um i þungavigt. En það er ekki nóg að hafa hæfileika og leikni i hinni „eðli list sjálfsvarnar” —ef ekki mikill þungi er einnig að baki hnefa- leikahönskunum. Bob Foster hefur reynt það áður — en án árangurs. Á atvinnuferli sinum hefur hann tekið þátt i 54 leikjum. Fimm sinnum hefur hann tapað — fimm sinnum fyrir þekktustu „nöfnum” þungavigtarinnar. Hann fékk fyrst að kynnast muninum á þessum tveimur þyngdarflokkum 1962. Doug Jones sendi hann þá i gólfið i átt- undu lotu. — Það var tilviljun, muldraði Foster þá. En staðan var alveg jafn von- laus. begar hann skoraði á Ernie Terrell 1964. Hann lá i roti i sjö- undu lotu. Þá fór hann að einbeita sér að hnefaleikaköppum i sama þyngd- arflokki og hann er i sjálfur — léttþungavigt. Þeir féllu eins og flugur, þegar Bob Foster sveiflaði vinstri arminum. Eftir sigur gegn Dick Tiger á rothöggi 1968 fór Foster aftur að kikja eftir þýðing- armestu skörfunum i þungavigt- inni. Og þá sá hann Joe Frazier — núverandi heimsmeistara — 1970, þvi miður fyrir hann sjálfan. Það var ekki nóg að hafa kjark — nei, kjarkurinn hafði ekkert að segja gegn undirforingjanurn Frazier frá Nýju-Mexikó. I annarri lotu lá áskorandi ósjálfbjarga i hnefa- laikahringnum. Þrátt fyrir meðferðina var draumur Bob Fosters enn ekki úr sögunni. Eftir ellefu sigurleiki i léttþungavigtinni fór Foster ótrauður inn i hnefaleikahringinn gegn Cassiusi Clay. Þar með lauk draum hans endanlega að verða heimsmeistari i þungavigtinni. Arndís kastaði lengst — Lóra var fjðlhœfust Þá fara hér á eftir tvær síöustu grein- arnar á afrekaskrá kvenna i frjálsum iþróttum 1972 — spjótkast og fimmtar- þraut. Arndís Björnsdóttir, UMSK, hafði mikla yfirburði i spjótkastinu, en árangurinn þar er samt ekki nógu góður miðað við það, sem nú gerist á alþjóðavettvangi. I fimmtarþrautinni bætti Lára Sveinsdóttir íslandsmetið mjög — eins og í svo mörgum greinum i sumar. Og þá eru það afrekin i greinunum: Spjótkast. metrar Arndis Björnsdóttir, UMSK..................39.60 Þóra Þóroddsdóttir, KA.....................35,80 Sif Haraldsdóttir, HSH.....................35.64 Alda Helgadóttir, UMSK ....................34.98 Ólöf E. ólafsdóttir, Á.....................34.30 Svanbjörg Pálsdóttir, IR...................32.04 Hólmfriður Björnsdóttir, ÍR...............31.30 Halldóra Gunnlaugsd., UIA.................30.86 Anna Þorvaldsdóttir, KA...................30.10 Friða Proppé, IR..........................29.88 Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ.................29.38 Arnþrúður Karlsdóttir, HSÞ................28.78 Lilja Guðmundsdóttir, IR .................26.62 Kolbrún Hauksdóttir, USAH.................28.42 Margrét Sigurðard., UMSE..................28.08 Særún Jónsdóttir, HSK.....................27.74 Emilia Sigurðardótir, KR 27.32 Björg Jónsdóttir, HSÞ.....................27.04 Ingibjörg Einarsdóttir, HSK...............26.78 Björg Jónsdóttir, HSÞ.....................26.64 Fimmtarþraut stig Lára Sveinsdóttir, Á.......................3493 Kristin Björnsdóttir, UMSK.................3291 Sigrún Sveinsdóttir, Á.................... 3075 Ása Halldórsdóttir, Á......................2575 Lilja Guðmundsdóttir, 1R...................2002 Bjarney Árnadóttir, 1R ....................1801 Ásta Urbancic, Á...........................1493

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.