Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 2. desember 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson 'Áuglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. ískyggilegar horfur Það var ófögur mynd, sem Kristján Ragnars- son formaður LÍU dró upp af afkomu sjávarút- vegsins á þessu ári, i setningarræðu sinni á aðal- fundi sambandsins nú á dögunum. Ennþá iskyggilegri eru þó áætlanirnar um afkomuna næsta ár. Er talið að á þessu ári verði halli báta- flotans um 450 milljónir króna og togaranna yfir 100 milljónir. Ekki er verðlagsþróun á erlendum markaði hér um að kenna. Verðmætaaukning útfluttra sjávar- afurða hefur orðið um 10% og heildarútflutning- urinn rúmlega 11 millj. kr. Aflamagnið hefur hins vegar orðið minna en menn gerðu sér vonir um. Eftir upplýsingum Kristjáns minnkaði t.d. þorskaflinn um 54 þúsund lestir frá árinu á und- an, og nemur sú rýrnun 11.5% Á sama tima varð aukning á sókninni um 4%. Svo sem kunnugt er var loðnuaflinn mjög góður á siðustu vertið, eða 283 þúsund lestir og var aukningin þar um 95 þúsund lestir. Þetta bætti að sjálfsögðu mikið úr rýrnun á veiði annarra teg- unda, svo að útkoman i heild var ekki eins afleit og ætla mætti i fljótu bragði, ef t.d. er litið á þorskaflann einan. Samkvæmt upplýsingum formanns LÍÚ er það verðlagsþróunin hér innanlands og afnám 11% kostnaðarhlutdeildar, sem áður rann óskipt til út- gerðarinnar, er hefur valdið þvi, að afkoman er svona slæm. Ekki kváðu fiskifræðingar gera ráð fyrir aflaaukningu á næsta ári, en hins vegar er reiknað með aukinni sókn um 3-4%. Verður þvi ekki annað sagt en að útlitið sé iskyggilegt hjá þessum höfuðatvinnuvegi íslendinga, sem lifsaf- koma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á. Þá má ekki gleyma þvi, hvaða áhrif þetta hefur á rekstur hraðfrystihúsanna og þeirra, sem eiga lifsafkomu sina undir fiskiðnaði. Alkunna er að hraðfrystihúsin hafa tapað hundruðum milljóna á þessu ári og tapa i sivaxandi mæli með hverri viku, sem liður. Þannig er þá komið málum strax á öðru ári þessarar vinstri stjórnar. Hún fór geist af stað. Það átti að gera allt fyrir alla. En ætli ýmsum sé ekki farið að finnast fátt um efndirnar? Trúir þvi nokkur, að þegar svona er komið, og enn verr horfir fyrir aðal atvinnuvegi landsmanna, að þá sé hægt að standa við loforðið um 20% aukningu kaupmáttar? Allir hljóta að sjá i hendi sér að stórkostleg kjaraskerðing hlýtur að vera á næsta leiti. Annar er óhugsanlegt, hvað sem samþykkt var á Alþýðusambandsþingi af hrósi og þakklæti til þessarar „stjórnar hinna vinnandi stétta” fyrir afrek hennar i þágu launafólksins. Rikisstjórnin treystir sér ekki lengur til að leyna almenning þvi, að illa horfir i efnahags- málum. Hún reyndi það eins lengi og hún sá sér framast fært, en hið sanna er, að allt tók að snú- ast á ógæfuhliðina jafnskjótt og hún settist að völdum. Sjálf er stjórnin ráðþrota fyrir löngu, engin samstaða innan hennar um úrræði, sem til bjargar megi verða, fremur en forðum þegar vinstri stjórnin gafst upp. Nú eru þó bjargráð boðuð og þau eiga að koma frá hinni svokölluðu valkostanefnd og útvegs- menn biða. Liti sú nefnd raunhæft á aðstæðurnar, sem ekki er að efa, hlýtur að verða erfitt fyrir stjórnina að fara eftir tillögum hennar og mjög óliklegt að hún geri það i öllum atriðum. Hún á ef- laust ekki auðvelt með að ná samstöðu um þær fremur en annað. Hyssumorð. ,,Frá þvi á árinu 1967 hefur þeim morðum fjölgað aðallega, sem framin hafa verið með byssuskotum, og sama hefur orðið uppi á teningnum á þessu ári”, sagði dr. Michael Baden, næstæðsti yfirmaður þeirrar stofnunar i New York, sem ann- ast likskoðunina af hálfu þess opinbera. — Það var i sumar, þegar likskoðunin kunngjörði þessar tölur. Hann skýrði frá þvi að 443 höfðu verið skotnir til bana frá upphafi janúar til júniloka á þessu ári, miðað við 367 hins vegar á sama tima i fyrra. Á hinn bóginn 16 verið kyrktir á fyrrihluta þessa árs miðað við 19 á sama tima i íyrra. Annars lita þessar óhugnanlegu tölur likskoðunarinnar svona út: Sá, sem lifir af byssunni, fellur sjálfur fyrir byssunni — segir einhvers slaðar, og sannaðist t.d. á þessum glæpamanni i Rio De Janeiro. Manndráp i I. jan.—30. Skotnir Stungnir Kýrktir Karðir „Aðrir” New York júni ’72: 443 247 16 57 47 En þessi rúmlega ellefu prósent aukning manndrápa er ivið lægri tala, heldur en lögregla New York-borgar tindi til yfir þetta sama timabil. Samkvæmt hennar tölum höfðu manndráp aukizt um 13,6 prósent, en þar i liggja lika tölur yfir manndráp af gáleysi. Þegar likskoðunin birti sinar tölur i haust, lágu ekki fyrir tölur Milton Helpern, er hvergi vikið að orsökum þessara manndrápa, enda hlutverk stofnunarinnar að- eins að greina dánarorsökina, en ekki rannsaka hvatirnar að baki glæpnum, þvi að það annast lög- reglan. Hins vegar kemur það fram, að 684 fórnardýranna voru karlar, meðan aðeins 126 voru konur. Dr. Milton Helpern nýtur mikils álits meðal læknisfróðra manna þarna vestanhafs, og sumir þeirra segja, að sambærilegar tölur i öðrum stórborgum mundu verða hærri, ef þar gengju að þessum rannsóknarstörfum jafn- ingjar Helperns. Við rannsókn margra dauðsfalla er afar auð- velt að láta sér yfirsjást, að þau hafi verið af mannavöldum, eins og t.d. ýmis kæfingarmorð. Eitt er undanskilið. En i þessum skýrslum er eitt undanskilið. Þar eru ekki taldir með þeir, sem hafa fallið fyrir skotvopnum lögreglunnar. Að visu eru þeir afbrotamenn, sem lögreglan að skyldustörfum hefur neyðzt til að skjóta, taldir með i skýrslu dr. Helpners (hins vegar ekki i skýrslum lögreglunnar), en þeir eru ekki tilgreindir sérstak- lega. Engar skýrslur liggja fyrir um fjölda þeirra. Þrátt fyrir að hér eru höft á innflutningi skotvopna og strangt eftiriit á meðferð þeirra, reyndust vera til i hundraðatali ólögleg skotvopn, þeg- ar islenzka lögreglan gerði gangskör i þvi á árinu 1968 að ná þeini inn. þvi, að reyna að fá borgarráðið til þess að flýta afgreiðslu laga um eftirlit með framleiðslu og heild- söludreifingu á skotvopnum yfir- leitt”, sagði Lindsay borgar- stjóri, og hélt svo áfram: „En New York-borg ein getur ekki stöðvað það flóð lifshættu- legra vopna, sem ógna öryggi borgara okkar. Til þess þarf sam- stöðu allrar þjóðarinnar. Og ætti reyndar að verða nú þegar fyrir tilstilli Hvita hússins. Yfirsaksóknarinn hér i borg, (Richard G. Kleindienst) mun bráðlega efna til ráðstefnu með lögreglustjórum viðs vegar af landinu, og ég treysti þvi, að efsta mál á dagskrá þar verði tak- mörkun á meðferð skotvopna og byssueign manna. Við ættum ekki að þurfa oftar að hafa svo hryllilegar tölur vof- andi yfir okkur”. Byssuleyfi og inntlutningsbann. Eftirlit það með skotvopnum, sem Lindsay borgarstjóri hrópar á i sinu heimalandi, er nokkuð, sem við höfum búið við lengi. Að visu eru skotvopn ekki framleidd hér á landi, og að þvi leyti til er einfaldara að fram- fylgja eftirliti með þeim hér heima. Þau eru flutt inn til lands- ins, og það er á þvi stigi málsins, sem okkar hömlur koma til sög- unnar. T.d. er innflutningur á skammbyssum og vélbyssum bannaður. En þessu er jafnframt fylgt eftir með þvi, að engum er heim- ilt að hafa undir höndum skot- vopn, nema þeim, sem fengið hefur til þess sérstakt leyfi — svo- nefnt byssuleyfi — lögregluyfir- valda. Að visu er ekki ýkja erfitt að afla sér þess, en þó liggur i þessu visst öryggi. Allar byssur eiga þannig að lenda á skrá hjá lögreglunni, sem um leið hefur i hendi sinni að neita u.n byssuleyfi umsækjanda, sem ei forhertur afbrotamaður. i ljós kom þóá árinu 1968, þegar lögreglan skoraði á alla, sem höfðu óskráð vopn eða ólögleg undir höndum, að skila þeim, áð- ur en hún sækti þau til þeirra — að slik vopn voru til i hundraðatali. Ýmist verið smyglað inn til landsins, keypt af varnarliðs mönnum.eða voru minjagripir úr seinni heimsstyrjöldinni. Þar eru þrír myrtir ó dag og rúmlega það Mönnum þykir nóg um Ijölda afbrota, sem Iraminn eru hér i lleykjavik. En hvernig þætti þeim að búa i borg, þar sem drepnir eru að ineðaltali fjórir menn á dag — og rúmlega það? Af þeim dauðsföllum, sem lik- skoðun New York-borgar fékk til rannsóknar á fyrstu sex mánuð- um þessa árs, höfðu 810 menn verið sviptir lifi, ýmist skotnir, -stungnir hnifi, kyrktir eða ráðnir af dögum á einhvern annan óhugnanlegan máta. En frá fyrsta janúar til 30. júni á árinu 1971 höfðu 729 verið drepnir i New York, og á sama tima árið 1970 höfðu 548 verið sviptir lifi. — Aukningin frá þvi i fyrra nemur 11,1%. Dhugnanleg þróun það. Það er þvi með sanni að við hrósum happi yfir þvi, að enn sem komið er, hefur Reykjavik ekki tekið á sig þennan náblæ stór- borga, eins og hann þekkist t.d. i New York. Og það eigum við sennilega að þakka sæmilega ströngu eftirliti með skotvopnum, og banni við innflutningi á skammbyssum. frá lögreglunni, nema yfir fyrstu fimm mánuði ársins. Orsakir aukningarinnar ekki ljósar. Svo einkennilega vill þó til, að af skýrslum lögreglunnar i New York má sjá, að stórglæpum hefur fækkað á þessum fyrstu 5 mánuðum um 21%. En fjölgun morða og manndrápa vegur þarna upp fækkun rána og ann- arra slikra auðgunarbrota. 1 skýrslu yfirlikskoðarans, dr. IIIIIIIIIIII Umsjón: Guðmundur Pétursson Ylirlýsing borgarstjórans Eftir að skýrsla dr. Helpners hafði verið lögð fram i borgarráði New York, lét John Lindsay, borgarstjóri, frá sér fara eftirfar- andi yfirlýsingu: „Þessar tölur eru frekari sönn- un þess — ef sliks þykir þá þörf — að i okkar landi er nauðsyn að strangri lagasetningu um með- ferð og sölu léttra skotvopna, og. það strax. New York býr við ströngustu lög um meðferð á skammbyssum, sem þekkist hér i landi! Og vand- að hefur verið til reglugerðar um stærri skotvopn. Eg er ráðinn i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.