Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 20
vísm Laugardagur 2. desember 1972 Opnunartími verzlana í jólaösinni Opnunartimi ver/.lana mun breytast nokkuð nú i desember, þar scm jólin ganga senn i garð. Verður opnunartími verziana nú eins og tiðkazt hcfur áður fyrr. Kyrsta laugardaginn i desember- mánuði, það er að segja I dag, verða vcrzlanir opnar til kiukkan fjögur. Annan laugardag i mán- uðinum verða þær opnar til klukkan scx, en þriðja laugardag- inn verða þær opnar til klukkan 1(1. A l>orláksmessu verða verzl- anir svo opnar til miðnættis, til kiukkan 12. öllum verzlunum er svo heimilt að hafa opið á þriðjudögum og föstudögum til klukkan 10, en það hefur reyndar tiðkazt áður, þó að kaupmenn muhi sennilega nota sér þá heimild meira nú en áður. Mun það lika koma mönnum vel i allri jólaösinni. — EA Enn bíður Vindsvalur Nú er það aðeins veðrið sem getur ráðið þvi hvenær loftbelg- urinn Vindsvalur gctur hafið sig til l'lugs. i gærmorgun fóru menn frá loftferðaeftirlitinu upp á Sandskeið og litu á beiginn þar sem bann lá á jörðinni og athug- uðu livor ailt væri i lagi. Ekki er nóg að skoða belginn samanlagðan, og verður þvi að biða eftir hagstæðu veðri, til þess að hægt sé að blása belginn út og yfirfara hann. Reynist allt i lagi, geta loftbelgsmenn reiknað með að fá nauðsynleg flugleyfi, og þá geta þeir lagt upp i flugið, þegar veður og vindar leyfa. Að sögn þeirra loftbelgsmanna, á plastið i belgnum að þola allt að 190 gráðu frost, en þeir reikna með, að i mesta lagi megi búast við 30 gráðu frosti i þeirri hæð sem þeir vonast til að ná. Það er þvi veðrið sem allt velt- ur á núna, og vonast loftbelgs- menn að geta lagt upp i flugið nú um helgina. — ÞM „Brýn þörf fyrir geð- deild barna og unglinga — segir formaður Hringsins. Mólið enn ó umrœðustigi ,,Það er brýn þörf fyrir geðdeild fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 ára og nokkru eldri. Fyrir þennan aldursflokk fyrirfinnst engin slik deild, en það hefur ver- ið rætt um að koma slikri á stofn. Er málið þó aðeins á umræðu- stigi og ekki nokkrar framkvæmdir hafnar”, sagði Ragnheiður Ein- arsdóttir, formaður Kvenfélags Hringsins, i viðtali við blaðið. Sagði hún ennfremur að að nauðsynlegt væri að stækka barnaspitala Hringsins, en hann er nú á tveimur hæðum i nýbyggingu Lands- spitalans. Barnaspitalinn virðist þó nógu stór enn sem komið er, en á biðlista nú, eru þó 200 börn. Núverandi geðdeild Barna- spitala Hringsins tekur sem áður segir aðeins við börnum til 12 ára aldurs, en sagði Ragn- heiður að nokkur hörgull hefði verið á sérfræðingum eða sér- lærðu fólki á deildina. Hefur þvi kvenfélagið styrkt nokkrar konur til framhalds- náms erlendis á þessu sviði. „Bæði Barnaspitalinn og Geð- deildin eru búin fullkomnustu tækjum, og á geðdeildinni eru til dæmis tæki, sem eru alveg ný af nálinni. En það verður þó að halda áfram tækjakaupum, og munum við nú reyna að vinna að þvi með ýmsu móti að hægt verði að koma þvi i verk”, sagði Ragnheiður ennfremur. Og þá skal þess getið að á sunnudag heldur Kvenfélag Hringsins kaffisölu á Hótel Borg kl. 3, þar sem verður jólamark- aðurogeinnig skyndihappdrætti með ágætustu vinningum — EA Hér fara 40 þús. bílar um ó sólarhring Ein mestu slysagatnamót borgarinnar eru gatnamótin Miklabraut-Kringlumýrarbraut, enda er umferð um þau gifurieg. Þrátt fyrir umferðarijósin myndast oft langar raðir bila við gatnamótin. Þegar mest um- ferðin er um þessi gatnamót, myndast þar stundum háifgert umferðaröngþveiti. Sérstaklega myndast iangar raðir af bilum, sent ætla að beygja af Miklu- braut inn á Kringlumýrarbraut, en oft komast aðeins örfáir bilar yfir á grænu ljósi. Blaðið hafði samband við gatnamálastjóra, og tjáði hann blaðinu, að ráðgert væri að hafa þessi gatnamót á tveimur hæðum. Ekki er enn afráðið, hvenær ráðizt verður i þær fram- kvæmdir, né hvort gatan verður hækkuð. Kostnaður við slikar framkvæmdir yrði mikill, og er alls óráðið, hvernig breyt- ingunum yrði hagað. Að sögn gatnamálastjóra er umferðarálagið mest á þessum gatnamótum af öllum i borginni, fyrir utan Miklatorgið. Að meðal- tali munu um 40 þúsund bilar fara um þessi gatnamót á sólarhring. —ÞM Fengu blindra- ritvél að gjöf Kyrir skömmu barst Blindra- vinafélagi isiands dýr og kær- komin gjöf frá I.ionsklúhbi lteykjavikur Gjöfin er i.B.M. raf-ritvél með „Spurning um að halda fiskistofnum" — segir William P. við Rogers blindraletri, en venjulegu letur- borði. Vél þessi er hinn mesti kjörgripur, sem auðveldar mjög prentun bóka á blindraletri, þar sem hraðinn við prentunina verður mun meiri og véiritarinn þarf ekki að kunna púntietrið, enda kostar slik vél um sextiu þúsund krónur. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Blindravinafélaginu berast stór- gjafir frá Lionsklúbbi Reykja- vikur. Bandarikin ætla að ieggja fram fjölda af tillögum fyrir alþjóð- lega ráðstefnu, scm haldin verður i Kóm i byrjun næsta árs, og munu þær lúta að þvi að draga úr sókn fiskiskipa á miðin að norð- vestaverðu Atlanzhafsins. „Standard-Times”, dagblað i New Bedford i Messachusetts, skýrir frá þvi. að rikisstjórnin liafi undirbúið átta-liða tillögu, sein lögð verði fyrir ráðstefnuna. 1 greinargerð með tillögunum er fullyrt að mjög hafi gengið á stofna ákveðna fisktegunda á landgrunninu frá Nova Scotia til Maryland, og þegar i stað þurfi að gera ráðstafanir til verndar þeim. „Hér er ekki lengur um að ræða, að þýðingarmesta spurn- ingin sé, hvernig skipta eigi þessum hafsgæðum á miili þjóða, heldur er þetta orðin spurning um, hvort unnnt sé að halda fiski- stofnunum nægilega við, til þess að þeir tryggi þýðingarmiklum atvinnuvegum afkomu”, hefur blaðið eftir William Rogers, utan- rikisráðherra. Tillögurnar fela i sér að settur verði kvóti, sem takmarkar fjölda veiðidaga fyrir ýmsar stærðir togara sem stunda veiðar á þessum slóðum. En hins vegar er ekki gert ráð fyrir þvi i tillögunum, að veiðifloti Bandarikjamanna og Kanada- manna dragi úr sinni sókn á Ruglaðist á götum — lenti í árekstri ,,Ég liélt að ég væri að aka yfir Lindargötuna” sagði bílstjóri bils, sem var að koma norður Krakkastig og oili mjög hörðum árekstri á Hverfisgötunni upp úr hádegi i gær. Bilstjórinn var að aka norður Frakkastig og ók viðstöðulaust i veg fyrir Saab bil, sem var að koma eftir Hverfisgötunni. Saab billinn hentist til við áreksturinn, og fór tvær veltur, en skall siðan á þriðja bilnum, sem stóð mann- laus ofar i Hverfisgötunni. Saab billinn er talinn alveg ónýtur, en hann mun hafa kastast eina 30 metra áður en hann stöðvaðist. Meiðsli urðu ekki teljandi á mönnum, en konan sem ók SAABbilnum, skarst á hendi og kvartaði einnig yfir eymslum i fæti. Allir skemmdust bilarnir mik- ið. — ÞM SAAB-billinn fór tvær veltur, og var talinn ónýtur eftir áreksturinn. miðin, heldur er þessu fyrst og fremst beint að erlendum fiski- skipum. Fiskiskip frá Sovét1 rikjunum, Póllandi, Austur- Þýzkalandi og öðrum löndum sem hafa fjölgað veiðiferðum sinum á þessi mið, eru sérstak- lega tilgreind i tillögunum. „Standard-Times” segir, að i ágripi, sem sent hafi verið 16 þátttökurikjum þessarar ráð- stefnu, haldi Rogers utanrikis- ráðherra þvi fram, að talning á erlendum fiskiskipum á þessum miðum sýni 20% fjölgun á fyrstu 7 mánuðum ársins 1972 miðað við sama tima i fyrra. En Rogers áætlar að veiðisóknin hafi aukizt um 33% Blaðið skýrir frá þvi, að opin- berar rannsóknir, siðan 1963, sýni stöðuga og alvarlega þurrð á fiskitegundum, eins og ýsu, flundru, þorski, silfurlýsing og rauðlýsing. Samkvæmt skýrslunni, sem vitnað er til, hefur ýsunni fækkað um 90% en minnsti samdráttur á einni fisktegund á þessum slóðum yfir siðustu 9 árin nemi um 34%. Á sumum miðum út af New Englands-ströndum segir blaðið, að þorskur hafi minnkað um 60% siðan 1963. fsland á fulltrúa á ráðstefnunni, sem hefst um miðjan janúar i Róm. —GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.