Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 2
2 Yisir. Kimmtudagur 21. desember 1!(72 nhQtsm-. Er laufabrauð bakað á þinu heimili? Gisli Magnússon, stud phil: Já, það hefur verið fastur liður á minu heimili fyrir jólin i allmörg ár, en var ekki áður. Ég held að þessi siður eigi vaxandi vinsæld- um að fagna. Sigriður Pálsdóttir, skrifstofu- stúlka: Já sannarlega, það eru engin jól án laufabrauðs. Þetta heíur verið siður heima hjá mér alla tið. Kjartan Kjartansson, ucmi: Nei, það er það nú ekki. Það var stundum verið með laufabrauð þegar ég og systkini min voru yngri, en þvi var hætt fyrir löngu. Bergþóra lleynisdóttir, nemi: Já. t minum augum eru engin jól ef ekki er laufabrauð. Heima hjá mér taka allir þátt i laufabrauðs- skurði og bakstri. Þetta hefur veriðsiður hjá okkur eins lengi og ég man eftir mér. Kristinn Gunnlaugsson, nenii: Já, það er gert á minu heimili, en það eru aðallega manna og krakkarnir, mér þykir það ekki sérlega skemmtilegt. Björg Nielsdóttir, afgreiðslu- stúlka: Nei, það tiðkast ekki á minu heimili. Það var reynt eitt árið fyrir löngu, en þvi var ekki haldið áfram. Annars er svo langt siðan að ég man varla eftir þvi. Þeir eldri fagna jólum — litið við í jólaboði eldri Kökurnar voru girnilcgar og kaffið gott, enda i nógu að snúast hjá þeim, sem gcngu um beina. borgaranna í Reykjavík í gœr Það eru ekki ein- göngu barnaskólarnir sem halda jólafagnað, heldur gerir gamla fólkið það einnig, þó ekki sé beint hægt að segja að eldri borgararnir haldi Litlu jól eins og gert er i skólanum. Borgarstjórinn, Birgir ísl. Gunnarsson, ásamt konu sinni Sonju Buckmunn, Geirþrúði Ilildi Bernhöft og Ilelenu llulldórsdóttur yfir kaffiborðiuu. Björnsdóttir, Guðrún Pálsdóttir og Heiðar Ástvaldsson sem sýndu nokkra dansa. Boðið var upp á kaffi og aðrar veitingar og gerðu allir sér gottt af þeim. A meðan á kaffi- drykjunni stóð, voru lesnar upp visur sem ýmsir aldraðir borgarar hafa samið og sent, en mikið berst til Félagsstarfs eldri borgara af slikum visum. Að kaffidrykkjunni lokinni, ávarpaði borgarstj. Birgir tsl. Gunnarsson, viðstadda. Lýsti hann ánægju sinni yfir þvi, hvað félagsstarf eldri borgaranna nýtur mikilla vinsælda og þakkaði hann öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn. Þá var sunginn samsöngur, og voru þar viðstaddir menn sem konur, sem sáu um sönginn. t byrjun stóðu nokkrar konur saman i hóp, en alltaf risu fleiri og fleiri úr sætum sinum og tóku þátt i söngnum. Var þarna myndaður kór, sem flestir voru sammála um að gæti sómt sér vel á hvaða söngskemmtun sem væri. Rut Magnússon söng einsöng, Þær mættu iskrautlegum islenzkum búningum frúrnará jólafagnað eldri borgaranna. Félagsstarf eldri borgaranna hélt hinn árleg'a jólafagnað sinn i Súlnasal Hótel Sögu, miðviku- daginn 20. þessa mánaðar. Mikill fjöldi fólks var við- staddur, þó færri en búist var við að kæmu vegna hins slæma veðurs, sem þá rikti. Mest bar á fullorðnum konum sem báru islenzka búninga, þó ekki væru þær einar viðstaddar. Fagnaöurinn hófst á þvi, að Helen Halldórsdóttir setti sam- komuna, en hún hefur starfað mikið að málefnum aldraða fólksins. Margt var á dagskrá til skemmtunar fólkinu. Barnakór Háteigskirkju söng, Sigriður Auðuns lék á pianó og siðan var danssýning. Það-voru Ingveldur Lesendur hafa Viðurgjörningur flugfarþega Kinar Adolfsson hringdi: ,,Það hefði þurft að koma á framfæri við Flugfélag islands tveim tillögum. Önnur snertir þjónustu við farþega i utanlands- ferðum, þegar slikt hendir — eins og kom fyrir mig á dögunum, þegar ég var að koma frá Kaup- mannahöfn — að brottför seinkar um rúmar sex klukkustundir. Eftir að hafa beðið úti á Kastrupfiugvelli vegna þessarar tafar, voru farþegunum afhentir ávisanamiðar, sem giltu fyrir hressingu — kaffibolla og litilli snittu eða smáköku. Eftir rúm- lega sex stunda bið! Margur þarna hefði þegið kaffi- hressinguna fyrr, og jafnvel eitt- hvað riflegra en þessa smásnittu. Hin tillagan viðkemur þvi að engar veitingar er að fá i innan- landsferðunum. Væri ekki hægt að gefa farþegunum kost á að kaupa sér einhverja hressingu, eins og t.d. i morgunferðunum austur á Egilsstaði, þegar lagt er af stað frá Reykjavik, áður en nokkur greiðasala opnar? — Hvarvetna þar sem ég hef áður flogið með erlendum flugfélögum á innanlandsferðum þeirra, er farþegum boðnar veitingar — að visu ókeypis.” Ekki hœttulaus kerti Jóna Kjartansdóttir hringdi: „Hvergi hef ég séð eða heyrt sagt frá slysi, sem varð fyrir utan Alaska um siðustu helgi, en það væri þó ástæða til — svona öðru fólki til viðvörunar. Þessi svonefndu „útikerti" — vaxkeéti i blikkdósum, sem látin eru loga utan dyra — eru ekki alveg hættulaus. Sex ára drengur varð fyrir þvi hjá Alaska, að fá brennandi heitt kertavaxiðiandlitið, þegar annar drengur sparkaði blikkdósinni um koll. Hann hlaut annarrar gráðu bruna af. Blikkdósin hafði hitnað svo út frá kertaljósinu, að hún hélt bráðnuðu vaxinu brennandi heitu, og kom i veg fyrir að það næði að kólna og’Storkna aftur.” Fóum við þó að sjó ökuprófið? Gisli bringdi: ,,Ég vorkenni ekki svo mjög þessum strætisvagnabilstjóra, sem skrifaði ykkur i lesenda- þáttinn á dögunum. Mér sýnist að minnsta kosti sumir bilstjórar SVR vera ekki of vel að sér i meginundirstöðureglum um- ferðarinnar. Mér er efst i huga, þegar ég um helgi var staddur niður i Aðal- stræti, en þar höfðu safnazt saman hátt á þriðja hundrað börn til að sjá jólasveininn. Strætó kom eftir strætinu, og þótt mér og öðrum sýndist alltof mikil áhætta að reyna að aka þarna i gegnum hópinn. þá vilaði hann það ekki fyrir sér. Annar kom svo á eftir og geröi slikt hið sama. Renndi sér — að visu rólega — i gegnum þvöguna. Það er vægt til orða tekið, að segja, að þeir hafi sýnt fádæma bjartsýni. Annars vakti það undrun okkar, sem á horfðum, aðþarna hjá voru lögregluþjónar, sem létu þetta til- tæki vagnstjóranna gott heita. Það var ekki fyrr en einn á bif- hjóli kom þarna að sem reyndist nógu skeleggur að benda á, að þetta næði ekki nokkurri átt. Hann stöðvaði þriðja vagninn, og beindi honum burt úr strætinu. Annars vildi ég spyrja umferðaryfirvöld að þvi, hvort þau viljiekki birta þetta ökupróf, sem reyndir atvinnubílstjórar eru að fallera á? Ef ekki, þá vildi ég spyrja, hvers vegna ekki? — Mér sýnist augljóst, að þorri manna mundi kanna getu sjálfs sin til að svara prófspurn- ingunum, og sjálfsagt fletta upp i umferðarreglunum, ef hann vissi ekki svarið”. Einn blaöamaniia Visis sótti fund, sem lögregla og umferðar- ráö efndu til með fréttamönn- um, þegar skýrt var frá þessari könnun lögreglunnar. Ilann bað um að fá prófið til birtingar, en þvi var tekið fjarri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.