Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 5
5 AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson MORÐVARGAR ENN Á KREIKI Í ÍRLANDI Létu vélbyssukúlum rigna yfir kráargesti Jane Fonda liefur ásamt tilvonandi manni sinum, Tom Hayden, og fleiri félögum úr Vietnam-hreyfing- unni, verið á ferðaiagi til stuðnings málstað þeirra, og þessi mynd var tekin af þeint á fundi i Osló á dög- unura, en þaðan fóru þau til Stokkhólms. JANE FONDA MÁLUD RAUÐ í MÓTMÆLUM í STOKKHÓLMI Tveir nienn, vopnaðir vélbýssum, ruddust inn i krá kaþólskra i Belfast og létu kúlnahriðina rigna yfir gestina. Kjórir menn biðu bana sainstundis, en sá fimmti lézt af sárum sínuin á leiðinni i sjúkrahús. Enn einn kaþólskur maður var skotinn til bana, þar sem hann stóð skammt frá heimili sfnu i gærmorgun, og beið þess, að honum byðist i'ar. Einn mótmælandi, félagi i Ulster-hreyfingunni, var skotinn i bakið af leyniskyttu i London- derry, og beið hann sömuleiðis bana. Alls hafa þvi 670 beðið bana i óeirðunum á Norður-írlandi á sið- ustu þrem árum. Hermdarverk- unum virðist alls ekkert linna, og sprengjur sprungu i Belfast, Portadown, Lurgan og London- derry i gær, en engan sakaði þó af þeirra völdum. t Dublin, höfuðborg Irska lýðveldisins, hefur iitið sem ekkert borið á hermdarverkum þrátt fyrir hótanir öfgasinna úr hópi IRA, eftir að irska þingið samþykkti sérstök lög til höfuðs hermdarverkamönnum. Brezka útvarpið skýrði frá þvi i morgun, að vitnazt hefði um tvo menn úr brezku leyniþjónustunni, sem starfað hafi i Dublin að njósnum um irska lýðveldisher- inn og stjórnmálaílokk lýðveldis- sinna, Sinn Fein. Mennirnir höfðu dvalið á hóteli i Dublin og i félagi við þriðja mann njósnað um ÍRA. Mermdarverkamenn halda enn uppi eldflaugaárásum á brezka herbila og varðstöðvar, en með litlum árangri. El'tir að i ljós kom, að eldflaugar þessar eru af rússneskri gerð, skoruðu Bretar á Rússa að aðstoða þá við að upplýsa, hvaðan eldllaugarnar eru komnar, en Rússar leggja ýmsum bandalagsrikjum sinum og skjólstæðingum svipaðar eld- flaugar i té. Rússar hafa svarað þessari áskorun með þvi að visa henni á bug sem lævisum áróðri. Þúsundir manna söfn- uðust saman á Sergels torginu i Stokkhólmi i gærkvöldi til að mót- mæla sprengjuárásum Bandarikjamanna á Norður-Vietnam. Kvikmyndaleikkonan, Jane Fonda, var meðal aðalræðumanna, og réðst hún harkalega á Nixon Bandarikjafor- seta. Meðal annars sagði hún, að Nixon, með hendur flekkaðar blóði, gæfi heimsálitinu langt nef. Að fundinum loknum var farin mótmælaganga að bandariska sendiráðinu, og að sögn lögregl- unnar i Stokkhólmi munu um 10.000 manns hafa tekið þátt i þeirri göngu. 350 lögreglumenn slógu hring um sendiráðið til þess að varna þvi, að mannfjöldinn kæmi of nærri, en leyfðu Jane GLEYMDU FANGANUM í NÍU VIKUR Fyfir tveimur og hálfum mánuði var látin niður falla ákæra á hendur Paul nokkrum Garrett I Nashville i Tennessee riki, en hann hafði verið sak- aður um að stela einum pakka af vindlingum. — Hins vegar var hann ekki látinn laus úr fangelsi fyrr en núna á þriðju- dag. Lögregluyfirvöld upplýstu, að mistök hefðu átt sér stað i skýrslugeröunum, og hefði þar ranglega verið bókfært, að Garrett gengi laus gegn trygg- ingu. Þvi var Garrett ekki sagt, að hann mætti yfirgefa fang- elsið. Upp komst um mistökin, þegar Garrett fór að forvitnast um það hjá fangavörðunum, hvenær mál hans yrði tekið fyrir. Fonda og tveim öðrum aðgöngu til þess að afhenda mótmæla- skjal. Á göngunni til sendiráðsins urðu mótmælendurnir fyrir að- kasti, og meðal annars skvetti ein kona rauðri málningu i andlit Jane Fonda. Lögreglan handtók þessa óeirðarseggi. Menn hafa viða risið upp til þess að mótmæla auknum sprengjuárásum Bandarikja- manna á Norður-Vietnam, eftir að slitnaði upp úr samningavið- ræðunum i Paris. t Danmörku lýsti Anker Jörgensen þvi yfir, að danska stjórnin mundi fordæma sprengjuárásirnar og mótmæla þeim. Dönsk blöð hafa verið mjög harðorð i garð Bandarikjamanna. „Stjórn Nixons ætlar að sprengja smáþjóð alla leið aftur i steinöld. En hver sprengja, sem látin verður falla, sýnir aðeins steinaldarsjónarmið hennar sjálfrar,” sagði B.T. ,,Það er ánægjulegt, að Nixon forseti skuli ekki ætla að hafa við- komu i Danmörku i fyrirhugaðri Evrópuferð sinni,” sagði Aktuelt. Norskir bændur hafa margir átt i erfiðleikum vegna vatns- skorts eftir þurrka i haust, og kemur það sér verst núna, eftir að skepnur hafa verið teknar i hús og þurfa brynningar við. Viða má sjá hjá bæjum eins og öygardsgrend, hvar grafið hefur ver ið eftir nýjum brunnum. FENGU LAUSNARGJALDIÐ GREITT Konald Charles Grove, brezki kaupsýslumaðurinn, sem rænt var i BuenosAires, var látinn laus fyrir að minnsta kosti hálfrar milljón dollara lausnargjald (5 milljónir islenzkar krónur). Einn fulltrúa Vestey-fyrir- tækisins, sem Grove er fram- kvæmdastjóri fyrir i Buenos Aires, skýrði AP-fréttastofunni frá þessu i gær, en hann vildi ekki láta nafns sins getið, eftir að fyrirtækið hafði neitað að láta uppi, hve mikið hafði verið greitt i lausnargjald fyrir Grove. Einn aðaleigandi fyrirtækisins hafði þó áður viðurkennt, að „auðvitað hefði fyrirtækið greitt ræningjunum lausnargjald”. Þessi fulltrúi Vestey-fyrir- tækisins sagði, að Grove hefði verið rænt af „Byltingarher al- þýðunnar”, sem er skæruliöa- hreyfing kommúnista í Argen- tinu, og þótt hann vildi ekki til- taka nákvæmlega upphæðina, sagði hann, aö lausnargjaldið heföi verið hærra en þeir 500.000 dollarar, sem önnur skæruliða- hreyfing fékk fyrir J. J. van de Panne, yfirmann Philipsfyrir- tækisins i Argentinu. Honum var rænt i ágúst. Lögreglan i Argentinu hefur ekkert látið frá sér fara um málið, en forráðamenn Vestey- fyrirtækisins sögðust ekki hafa þorað að kæra mannrániö til hennar vegna hótana ræn- ingjanna um að myrða Grove. Stórverzlun hrundi r • r ■ •• • • i jolaosinm m Ottast um nœr 100 manns Óttazt er um lif nær hundrað manna og kvenna, sem urðu undir rústum stórverzlunar i Rio de Janeiro. Var unniö i alla nótt við að grafa i rústunum með aöstoð stórra krana, sem lyftu stærstu stein- steypubjörgunum ofan af. Verzlunarhúsið hrundi niður i gær eins og spilaborg, rétt sex vikum eftir að það hafði verið tekið i notkun. i jólaösinni i gær er álitið, að nær 350 manns hafi verið að innkaupum i verzluninni, þegar húsiö byrjaði að riða. Um 150 manns tókst að skriða út úr rústunum, hjálparlaust, en fæstir sluppu skrámulaust. Björgunarmönnunum hafði tekizt aö ná út lifandi um hundrað manns, þegar siðast fréttist. Þúsundir manna þustu á vett- vang, þegar skyndilega mynd- uðust sprungur i húsveggina, og horföu á, þegar húsið féll saman. Margir urðu fyrir múrsteinum og spýtnabraki, þegar þeir héldu sig of nærri. Ekki er vitað með vissú, hve margir eru eftir inni i rústúnum. Ennþá hefur fáum starfsmönnum verzlunarinnar verið bjargað, en þeir voru flestir niðri i kjallara hússins. Meðal þeirra, sem þegar hafa fundizt látnir, en það voru ellefu, er verzlunarstjórinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.