Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 11
Visir. Miövikudagur 20. desember 1972 Visir. Miövikudagur 20. desember 1972 Umsjón: Hallur Símonarson Gott í kringlu og kúlunni! Góð afrek voru unnin i kast- greinum i sumar og bar þar hæst islandsmet Erlends Valdimars- sonar i kringlukasti og árangur Hreins Halldórssonar i kúlu- varpi. Erlendur kastaði 60.82 metra og bætti met sitt úr 60.06 in. Ilreinn náði öðrum bezta árangri íslendings i kúluvarpi frá upphafi, varpaði 17.99 m og er aðeins íslandsmet Guðmund- ar Hermannssonar 18.48 betra. Hreinn bætti árangur sinn um 1.46 m frá i fyrra. Þá hafði hann fjórða bezta árangri íslendings i kringlukasti frá upphafi — kast- aði 51.58 metra. Betri eru Er- lendur, Hallgrimur Jónsson (56.05 m) og Þorsteinn Löve (54.28). Þá komst Páll Dag- bjartsson upp i sjötta sæti á af- rekaskránni frá upphafi. Hér á eftir fer svo afrekaskráin i köst- unuin. Kringlukast metrar Erlendur Valdimarsson, tR 60,82 Hreinn Halldórsson, HSS 51,58 Páll Dagbjartsson, HSÞ 50,28 Guðmundur Hermannsson, KR 45,88 Erling Jóhannesson, HSH 45,10 Elias Sveinsson, ÍR 44,38 Hallgrimur Jónsson, A 43,68 Grétar Guðmundsson, KR 43,56 Þorsteinn Alfreðsson, UMSK 43,42 Jón Þ. Ólafsson, 1R 42,93 Guðmundur Jóhannesson, tR 42,86 Valbjörn Þorláksson, Á 41,14 Sigurþór Hjörleifsson, HSK 41,12 Sveinn Sveinsson, HSH 21,12 Óskar Jakobsson, 1R 40,94 Guðni Halldórsson, HSÞ 40,72 Arnar Guðmundsson, KR 40,22 Kúluvarp metrar Hreinn Halldórsson, HSS 17,99 Guðmundur Hermannsson, KR 17,62 Erlendur Valdimarsson, 1R 16,86 Páll Dagbjartsson, HSÞ 14,97 Sigurþór Hjörleifsson, HSH 14,27 Erling Jóhannesson, HSH 13,99 Guðni Sigfússon, A 13,80 Guðni Halldórsson, HSÞ 13,62 Grétar Guðmundsson, KR 13,24 Skarphéðinn Larsen USÚ 13,10 Þóroddur Jóhannsson, UMSE 12,91 Sigurður Jónsson, HSK 12,67 Óskar Jakobsson, 1R 12,46 Valbjörn Þorláksson, A 12,45 Elias Sveinsson, 1R 12,42 Sigurður Sigurðsson, UMSK 12,40 Ásbjörn Sveinsson, UMSK 12,11 Sleggjukast metrar Erlendur Valdimarsson, 1R 56,42 Óskar Sigurpálsson, A 50,18 Jón H. Magnússon, 1R 48,28 Þórður B. Sigurðsson, KR 45,08 Björn Jóhannsson, IBK 41,64 Jón ó. Þormóðsson, 1R 40,74 Guðmundur Jóhannesson, 1R 36,60 Hreinn Halldórsson, HSS 36,12 Páll Dagbjartsson, HSÞ 35,78 Guðni Sigfússon, A 35,74 Stefán Jóhannsson, A 35,48 Jón Þ. Ólafsson, 1R 34,16 Elias Sveinsson, 1R 33,38 Marteinn Guðjónsson, 1R 32,54 Óskar Jakobsson, 1R 32,08 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 31,94 Spjótkast metrar Óskar Jakobsson, 1R 62,80 Elias Sveinsson, 1R 62,62 Stefán Jóhannsson, Á 61,34 Ásbjörn Sveinsson, UMSK 58,34 Sigmundur Hermundsson, UMSB 57,28 Gréta.r Guðmundsson, KR 55,86 Valbjörn Þorláksson, Á 55,08 Snorri Jóelsson, 1R 54,88 Skúli Arnarson, 1R 54,06 Stefán Hallgrimsson, KR 52,08 Guðmundur Teitsson, UMSB 51,29 Jón Jósefsson, USAH 48,30 Kristján Sigurgeirsson, UMSK 47,92 Adolf Steinsson, HSH 47,12 Pétur Högnason, HSH 46,74 Halldór Valdimarsson, HSÞ 46,74 Jóhannes Bjarnason, UMSE 46,58 Helgi Benediktsson, HSK 46,54 Finnbjörn Finnbjörnsson, 1R 46,54 Leiknum frestað þegar þrjór mín. voru eftir! - og Norwich hafði þó yfir samanlagt 5-2 gegn Chelsea - Tottenham vann Úlfana Það lá við uppþoti i Norwich i gærkvöldi, þegar dómarinn varð að fresta leik Norwich og Chelsea í undanúrslitum deildabikarsins, þegar aðeins þrjár minútur voru eftir. Þá sást litið sem ekkert vegna þoku. Staðan i leiknum var 3-2 fyrir Norwich og liðið hafði þvi yfir 5-2 saman- lagt og úrslitaleikurinn i deildabika rnum á Wembley blasti við. Þar hefur Norwich aldrei leikið til úrslita — en draumur allra brezkra leikmanna er að leika á Kanzlarasonur í knattspyrnu Hinn ellefu ára Mathias Brandt, sem heldur þarna á knetti á myndinni, cr með sama marki brenndur og milljónir stráka viðs vegar um heim — hann hefur gifurlegan áhuga á fótbolta þó hann sé kanslara- sonur. Mathias — sonur Willy Brandt og hinnar norsku eigin- konu hans — gengur í skóla i Bonn og leikur fótbolta með SSV Plitterdorf liðinu í Bonn-Bad Godesberg. Faðir hans er siður cn svo á móti þvi, að Mathias eyði tima sinum i fótbolta, enda var hann sjálfur á yngri árum ágætur iþróttamaður og skilur vel áhuga sonarins á iþróttum. Fischer sló lið Pele út Internacional frá Porto Alegre, Corinthians og Palmeiras frá Sao Paulo og Botafogo frá Rio keppa til úrslita um meistaratitil Brazi- liu i knattspyrnu. Lokaleikirnir i riðlunum voru háðir sl. sunnudag og þar sló Fischer lið Pele, Santos frá Sao Paulo, úr keppninni! Það var á lokaminútunni á stærsta velliheims — Marcana- leikvanginum i Rió - að argentiski miðherjinn hjá Botafogo, Rodolfo Fischer, kom liði sinu iúrslitmeð þvi að skora hjá Santos — og þar með voru Pele og Co. úr keppn- inni. Botafogo sigraði 2-1. Jafnt var i hálfleik 1-1. Zequinha skoraði fyrir Botafogo, en Nene jafnaði minútu siðar fyrir Santos eftir sendingu frá Pele „kóngi”. Markvörður Santos, Claudio, hélt liði sinu á floti með afburða- leik, þar til á lokaminútunni, að Skíðadeild VÍKINGS aðalfundur deildarinnar verður haldinn i félagsheimilinu i kvöld kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel Stjórnin Jairzinho gaf knöttinn milli tveggja mótherja á Fischer. Og Fischer sýndi snilli sina- drap knöttinn niður með brjóstinu, lék á fyrirliða Santos Carlos Alberto og sendi knöttinn framhjá Claudio i mark. Honum var fagnað mjög af tugþúsundum áhorfenda ogdreifðifingurkossum i allar áttir. Þá fékk Fischer að eiga boltann, sem leikið var með. Með þessum sigri sigraði Boga- foto i riðli 4 — hlaut fimm stig af sex mögulegum, en Gremio frá Sao Paulo, sem sigraði Santos óvænt i fyrri viku i Sao Paulo 1-0, varð i öðru sæti með þrjú stig. Gremio tapaði óvænt fyrir Santa Cruz á sunnudag 2-1 i Recife. Leikirnir i úrslitum hefjast i dag og er um útsláttarfyrirkomu- lag að ræða. Þá leika Corinthias gegn Botafogo og Palmeiras gegn Internacional. Sigurvegararnir úr leikjunum leika svo til úrslita laugardaginn 23. desember (AP) Tveir sigrar Önnu-Maríu! Anne-Marie Pröll, Austurriki, sigraði öðru sinni i keppninni um heimsbikarinn i gær, þegar hún varð I fyrsta sæti i stórsvigi i Saalbach i Austurriki. A þriðju- dag sigraði hún i bruni keppninn- ar. Pröll — þessi frægasta skiða- kona heims — hafði mikla yfir- burði á þessum mótum og hefur nú fjörutiu stigum meira, en næsti keppandi i keppninni um heimsbikarinn. Skegg, skegg, skegg, — Þeir eru margir hár-og skeggprúðir ieik- mennirnir i 1. deildinni i handboltanum, og þegar Bjarnleifur smellti af á dögunum i leik ÍR og Hauka i Laugardalshöliinni, komu þessir þrir „skeggjar” á filmuna hjá honum. Það er Ólafur Tómas- son. ÍR, sem sloppið hefur framhjá Svavari Geirssyni, Haukum og sendir knöttinn með niiklum tilburðum i mark — enda var þetta f.vrsta mark hans i I. deildinn i nú. Lengst til hægri er svo Sigurgeir Marteinsson, Haukum. hinum fræga leikvangi Lundúnaborgar. En dómarinn gerði það sannar- lega ekki af gamni sinu að fresta leiknum og stofna þar með til annars leiks milli liðanna. Hann hafði lengi reynt að þrauka — en þokan varð stöðugt svartari. Hætt var i stundarfjórðung, þegar búið var að leika 87 min. og beðið — i tvennum skilningi — að þokunni létti. Aðeins rofaði til um tima og leikmenn hófu leikinn á ný — en nær samstundis varð allt skyggni úr sögunni og ekkert annað að gera fyrir dómarann en fresta leiknum. Hann sá ekki leikmenn — hvað þá heldur boltann. Þetta hafði verið skemmtilegur leikur. Terry Anderson, fyrrum Arsenal-leikmaður, náði forustu fyrir Norwich strax á fimmtu minútu og má segja, að eftir það hafi útlitið verið vonlaust hjá Chelsea, sem hafði tapað fyrri leik liðanna i undanúrslitum á heimavelli sinum 0-2. Alan Hud- son jafnaði fyrir Chelsea, en á 40 min. náði Norwich aftur forustu með marki Cross. Þegar niu min. voru af siðari hálfleik jafnaði Hudson aftur, en það stóð ekki lengi — Norwichi skoraði sitt þriðja mark og allt lék i lyndi fyrir liðið, þar til þok- an, sem streymdi inn frá Norður- sjónum yfir Norfolk, setti strik i reikninginn. Liðin verða þvi að leika þennan leik að nýju i Norwich. 1 vor komst Chelsea i úrslit i deildabik- arnum, en tapaði þá óvænt úr- slitaleiknum á Wembley gegn Stoke. Þá var fyrri leikur úlfanna og Tottenham i undanúrslitum deildabikarsins háður i gærkvöldi og eftir hann má segja, að leik- menn Tottenham séu komnir með Valdir gegn Hollandi Enski landsliðseinvaldurinn, Sir Alf Ramsey, hefur valið landslið leikmanna 23ja ára og yngri, sem leikur gegn Ilollandi 2. janúar næstkomandi. Liðið er þannig skipað. Parkes, QPR, Stevenson, Burnley, McDowell, West Ham, Tominy Taylor, West Ham, Pejic, Stokc, Mortimer, Coven- try, Beattie, Ipswich, Whymark, Ipswich, Towers, Manch. City, Cantello, WBA, Currie, Sheff. Utd., George, Arsenal, Kennedy, Arsenal, Thomas, QPR, — Þeir McDonald og Barrowglough frá Newcastlc voru báðir valdið upphaflega en dregnir til baka, þar sem Newcastle mun leika við Leicester i 1. deild 3. janúar — það er leikinn, sem frestað var á dögunum vegna veikinda Leicester—leikmannanna. Kennedy og Thomas voru valdir i þeirra stað. annan fótinn í úrslit. Leikið var i Wolverhampton og sýndi Lundúnaliðið mjög góðan leik. Þeir voru nú komnir aftur á sinn stað eftir flenzuna — Martin Chivers, Mike England og Cyril Knowles. Tottenham komst tveimur mörkum yfir, þegar þeir Martin Peters og John Pratt skoruðu. Úlfunum tókst aðeins að laga stöðuna undir lokin, þegar liðið fékk vitaspyrnu, sem skorað var úr. Síðari leikur Tottenham og Wolves verður á velli Totten-’ ham, White Hart Lane, i byrjun janúar og geta leikmenn þessara liða þvi ekki leikið i úrvalsliði Bretlands, Danmerkur og Ir- lands gegn öðrum EBE-löndum, sem verður á svipuðum tima. Beztur í Noregi Olympiumeistarinn i4 km hjólreiðum, Knut Knudsen, hlaut gullvcrð- laun Morgcnbladets norska fyrir bezta afrek Norömanns árið 1972 og sésl hér méð þau. AUGLYSINGASTOf A KRISTINAR L Scu'icolux sloppar Forsberg pels kuldakúfur McCaull peysur Pringle peysur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.