Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 8
8 Jólobók Rökkurs: Ástardrykkurinn eftir Sabatini og aörar sögur eftir heimskunna höfunda. Ummæli: ,,Um sögur sem þessar má segja, að þær séu hver annarri betri, ólikar eins og höfundarnir, en vel valdar eins og búast mátti viðaf þýðanda.” (Dagur, Akureyri) ,,I heild sinni eru sögur þessar vel valdar og smekklega. Þar gætir fjöl- breytni um innihald, þær eru sér um svip og blæ, en allar meir en lestrar verðar, vel sagðar og sumar með snilldarbrag. Þær eiga sammerkt um það að halda hug lesandans vakandi..þýðandi er samur við sig um látlaust, en einkar vandað og geðfellt islenzkt mál, sem gerir þýðingar hans enn geðþekkari lestur” ( Dr. II. Beck i Timanum) Af öðrum bókum forlagsins skulu nefndar Lcar konungur, eftir Shakespeare, i þýðingu Steingrims Thor- steinssonar, sérstæð bók, en fyrir þýðingu sina var þýðandinn gerður að heiðurs- félaga Brezka Shakespearefélagsins, og Óx viöur af visi, saga Visis i (>() ár, með mörgum myndum, en báðar þessar bækur verða innkallaðar um áramótin og m.fl. Allar bækurnar i helztu bókabúðum og hjá forlaginu. Bókaútgófan Rökkur Flókagötu 5 (innri hjalla) simi 18-7-68, opiö frá kl. 4 til jóla. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR BÍ )S L jr 0 Ð BORGARTUNI 29 HOSGAGNAVERZLUN SÍMI 18520 HVÍLDARSTÓLAR margar gerðir SÓFASETT, RAÐSTÓLASETT, NORSKU KORNSÓFASETTIN SVEFNBEKKIR SKRIFBORÐSSTÓLAR HJÓNARÚM nýjar gerðir ALLT Á GAMLA VERÐINU Auglýsið í Vísi cTMenningármál Visir. Fimmtudagui' 21. dcsembcr l»72 Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir Með skósto móti Frc'dcrick Forsyth: OAGUR SJAKALANS llcrstcinn Pálsson þýddi bókina isaíoldarprcntsmiftja 1972. 2S2 bls. Auðvitað veit hver og einn lesandi þessarar bókar það fullvel að de Gaulle Frakklandsfor- seti var aldeilis ekki myrtur, svo að þvi leyti til að minnsta kosti er það fyrirfram ljóst hvernig sagan ,,fer”. Engu að siður er þetta spennandi reyfari, ugg- laust einhver hinn læsi- legasti á jólamarkaðn- um. Ennfremur hefur Dagur sjak- alans þaö sér til ágætis að hún þykist vera „sönn saga” að minnsta kosti i öllum meginatrið- um efnisins. Og hún er ný: kom út á frummálinu i fyrra. Miklu er það viðíelldnara að fá sögur nýjar af nálinni en fimmtuga eldhús- reyfara eða þaöan af eldri for- gyllta til jólanna. Sagan þykist vera sönn, og það má vel vera að hún sé það, hvað veit ég. í verunni skiptir það ekki máli. Hitt skiptir máli að hún er sögð eins og sönn saga væri: bók- menntatizka dokúmentarisma hefur einnig náð til skemmti- sagna og reyfara. isafold hefur lagt nokkra stund á útgáfu slikra sagna undanfarin ár, gaf út fyrir nokkrum árum nafntogaða sögu eftir Truman Capote, Með köldu blóði, um dagsatt morðmál frá Texas, og siðan glannalegan póli- tiskan reyfara, Tópas. Vafalaust fáum við lika að sjá sjakalann á bió áður en langt liður, rétt eins og fyrri sögurnar. Dagur sjakalans er saminn um og upp úr fréttaefni frá þvi fyrir tiu árum siðan eða svo, en raunar gerist sagan sjálf nokkru siðar. OAS-hreyfingin, hryðjuverka- samtök franskra hermanna eftir ósigur þeirra i Alsir, er i andar- slitrunum. Þá er gerð úrslitatil- raun til að ryðja de Gaulle forseta úr vegi. Eftir aö mörg fyrri til- ræði hafa mistekizt bregða for- ustumenn OAS á það ráð að fá leigumorðingja, atvinnumann til að vinna verkið, mann sem enginn veit hver er. En sagan segir frá aðdraganda og undir- búningi þess af hálfu samtakanna og morðingjans, frá viðbúnaði yfirvalda og lögreglu i Frakk- landi eftir að njósn hefur þrátt fyrir allt borizt þeim, og endan- legri viðureign við hinn ókunna ægivald. Vitanlega er þessi frásögn færð i skáldsögustil, samin að þörfum afþreyingarmarkaðar fyrir i fyrsta lagi spennandi atburðarás sem sé i öðru lagi krydduð svaka- fengnu ofbeldi og kitlandi kyn- ferðisefnum. Allt er þetta prýði- lega af hendi leyst i þessari bók. Og sagan hefurallatið á sér mjög svo trúlegt yfirskin þess að hún sé samin eftir raunverulegum heim- ildum. Þannig hliðrar höfundur sér hjá þvi að kafa i sálardjúp sögufólksins, dramatisera per- sónuleik eða örlög þess umfram þarfir eða að öðru leyti á kostnað söguefnisins. Beinlinis vegna þessarar aðferðar að efninu tekst honum að gera lýsingu hins óþekkta morðingja svo óhugnan- lega og spennandi sem raun ber vitni: lesandi er i lengstu lög til með að trúa þvi að hann sé þess umkominn að sigrast á and- stæðingum sinum, ef ekki beinlin- is að vinna verkið sem honum var falið. A móti honum teflir sagan, að sið hinna beztu sakamálasagna, anzi miklum hversdagsmanni þar sem er lögreglufulltrúinn sem málið er falið. Einmitt þetta hetjugervi á sinn hlut i þvi að gera söguna svo trúlega sem hún er með öllum reyfarabrag sögu- efnisins. En bakgrunn atburða myndar að sinu leyti forvitnileg lýsing meginandstæðinga: OAS- hreyfingarinnar og forustumanna hennar annars vegar, hins vegar lögregluliðsins sem út er boðið gegn þeim og yfirboðara þess allt upp til æöstu manna. Það þarf ekki að spyrja að þvi hvernig fer... En meðan beðið er eftir þvi að þannig fari veitir Dagur sjakans hressandi dægra- dvöl. Meir að segja þýðing Her- steins Pálssonar er með skásta móti. Fjórtán sögur Pearl S. Buck Jólabóka m arkaðurinn fær a.in.k. eina bók eftir erlent Nóbelsskáld. Það er bókin i huliöshtæ, eftir handarisku skáld- konuna Pearl S. Buck. Eins og kunnugt er dvaldi Buck i Kina i æsku, og þaðan hefur hún sótt efni sitt að verulegu leyti. Skáldsögur licnnar eru 25 talsins, en auk þess hcfur hún ritað fjöldan allan af smásögum. Þessi bók, sem Guðjón Ó hefur gefið út heitir á ensku „Fourteen Stories”, eða fjórtán sögur og er ineðal nýjustu bóka höfundar. Sagan Ilerforinginn og fulltrúinn, cr talið eitt frægasta verk skáld- konunnar, hrikaleg mynd af hernaði i austri og af innræti Austurlandabúa. 1972 MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegi 12 — Simi 22804. MUNIÐ RAUÐA KROSSINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.