Vísir


Vísir - 21.12.1972, Qupperneq 17

Vísir - 21.12.1972, Qupperneq 17
N'isir. Finimtudagur 21. desember 1972 17 | í DAG |í KVÖLD| í DAG | í KVOLD| í DAG | María Stúart frumsýnd annan í jólum Þetta er fólk sem flestir kannast við, bæði leikararnir og persónurnar sem þau leika. Brfet Héðinsdóttir leikur Elisabetu fyrstu og Gunnar Eyjólfsson leikur Róbert Dudley, greifa af Leicester. María Stúart er eftir þýzka stórskáldið Friedrich von Schiller. Þetta verður jólaleikrit Þjóðleikhússins oe frum- sýningin er annan i jólum. Fjallað verður um leikritið i þættinum „Glugginn”, i kvöld, eins og kemur fram annars staðar á síðunni. Hljóðvarp kl. 19.40 í kvöld María Stúart og Kópamaros Sigrún Björnsdóttir fjallar um leikritið Spjaiiað verður við Þráin Bertelsson rithöfund i þættinum „Glugginn”, sem verður á dagskrá i kvöld. Mariu Stúart i glugganum i kvöld. Hún mun fræða hlustendur um leikritið sjálft, leikstjórann Ulrich Erfurth og Mariu Stúart sjálfa, það er að segja sögu hennar. Lesnir verða þrir kaflar úr leikritinu og eru það leikarar úr Þjóðleikhúsinu, sem þar fara með sömu hlutverk og þeir leika i þessu jólaleikriti Þjóðleikhúss- ins. GuðrúnHelgadóttir mun ræða við Þráinn Bertelsson ,væntan- lega um bók hans, „Kópa- maros”, sem kom út núna fyrir jólin. Bókin fjallar um ungan pilt, sem vex upp i ósköp venju- legu umhverfi. Piltur þessi verður siðan forystumaður i kliku ungs fólks, sem hefur sett sér það markmið að breyta þjóðfélaginu, „sprengja eitt- hvað”. Hugmyndin að sögunni er lik- lega að einhverju leyti til orðin vegnaatburðarsem gerðist fyrir nokkrum árum, en þá stálu nokkur ungmenni einmitt sprengiefni i Kópavogi og höfðu eitthvað i huga sem er sambæri- legt við sögupersónur Þráins. Visir náði ekki að hafa sam- band við Gylfa Gislason sem fjallar um myndlist i Gluggan- um, þannig að við getum ekki frætt lesendur vora um hvað Gylfi er með á boðstólum. — LÓ. FIMMTUDAGUR 21. desember 13.00 v frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Búnaðarþáttur. Hjálmar Finnsson fram- kvæmdastjóri Áburðar- verksmiðju rikisins talar um áburðarmálin. (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Siðasta skip snður” eftir .lökul Jak- obsson. Höfundur les (4) 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistariiátið i Berlin i sept. s.l. Christiane Edinger leikur Partitu i d-moll i'yrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Anthony Newmann leikur 'a sembal „The Quadran Pavan" eftir John Bull og Krómatiska fantasiu og fúgu eftir Bach. 16.00 F'réttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 6.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga harnanna: „Egill á Bakka" eftir Jolin Lie.Bjarni Jónsson islenzk- aði. Gunnar Valdimarsson les (2) 17.45 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál . Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.40 Glugginn. Umsjónar- menn: Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.20 Leikrit: „Jólaævintýri” eftir Finn Methling (áður útv. i des. 1960) Þýðandi: Hannes Sigfússon. Leik- stjóri : Klemens Jónsson Persónur og leikendur: Sögumaður .Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Baltas- ar .Þorsteinn ö Stephensen, Melkior.. Lárus Pálsson, Kaspar.. Jón Aðils, Þjón- ustustúlkan.. Jóhanna Norðfjörð, Maria.. Herdis Þorvaldsdóttir, Jósep.. Jón Sigurbjörnsson , Heródes.. Róbert Arnlinnsson, 1. eng- ill.. Margrét Guðmunds- dóttir, 2. engiil.. Helga Bachmann,3. engill.. Arndis Björnsdóttir, 1. hirðingi.. Valur Gislason, 2. hirðingi.. Baldvin Halldórsson,3. hirð- ingi.. Ævar Kvaran, Þjónn Heródesar.. Bessi Bjarna- son,Raddir i höll Heródesar, Valdimar Lárusson, Briet Héðinsdóttir og Margrét H. Jóhannsdóttir. 21.25 A bóka m arkaðinum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. A hóka- markaðinum — framhald. 22.45 Manstu eftir þcssu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. jr ■«.> VÍSIR flytur lýjar fréttir visir MUNID RAUDA KROSSINN *£* * * spa Spáin gildir fyrir föstudaginn 22. des. Ilrútsmerki, 21. marz-20. april. Margt bendir til að þetta geti orðið góður og nytsamur dagur strax frá morgni. Mun gamall og góður kunningi eiga sinn þátt i þvi. ÍPf m w Nt Nautsmerki,21. april-21. mai. Einhver óvissa er hvilandi yfir fyrri hluta dagsins, og þvi öruggara að fara þá gætilega að öllu. Upp úr hádeginu virðist allt öruggara. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Þó að eitthvað virðist tvisýnt i fyrstu, þá bendir allt til að dagurinn geti orðið notadrjúgur, ef þú hugsar vel aðgerðir og ákvarðanir. Krahhiun.22. júni-23. júli. Eitthvaðsem þú hefur kviðið að ekki mundi hafa sinn framgang, kemst á svo góðan rekspöl i dag, að viðhorfið gerbreyt- ist. Ljóniö, 24. júli-23. ágúst. Reyndu að veita við- nám annarlegri hneigð til að fara þá leið i ein- hverju máli, sem þú veizt fyrir að ekki muni tak- ast og að önnur sé færari. Meyjan,24. ágúst-23. sept. Einhverjar breyting- ar verða á högum þinum i dag eða á næstunni. Kannski ekki stórvægilegar, en hala þó sin áhril' og afleiðingar. Vogin, 24. sept.-23. okt. Útreikningar þinir og áætlanir virðast ætla að standast, að minnsta kosti nokkurn veginn. Það mun hafa mjög svo jákvæð áhrif á lifið. .c ^ V41 u Diekimi,24. okt.-22. nóv. Það litur helzt út fyrir aðeinhver hneigð eða freisting, sem þú hélzt þig hafa sigrast á, geri vart við sig, sterkari en nokkru sinni. Bogmaðurinn.23. nóv.-21. des. Það litur út fyrir að þú verðir, óvæntra alburða vegna, að bregða þér úr hversdagshamnum og bregða fyrir þig gamalli kunnáttu. Steiiigeitin,22. des.-20. jan. Maður, sem þú hefur haft andúð á lengi, kann nú að koma þannig fram að álitið gerbreytist. Er þarna sennilega um að ræða gagnstæða kynið. Vatnsheriun, 21. jan.-19. febr. Óvæntir atburðir verða til að auka að mun á annrfki þitt, sem var þó nóg fyrir. Reyndu að skipuleggja vinnu þina eins og þér er unnt. Fiskarnir,20. febr.-20. marz. Þaö litur útfyrir að þú hafir teflt á tæpasta vaðið hvað peningamálin snertir, og kunnir nú að súpa af þvi seyðið að einhverju leyti. „ALGJÖR SVÍVIRÐA" „Þetla er algjör svivirða, stjórn sjónvarpsins á að segja af sér og útvarpsráð lika”, sagði kona ein, þegar Ashton fjöl skyldan birtist ekki á sjónvarps- skerminum á sinum venjulega timaá þriðjudaginn. Margir voru vafalaust sammála konunni, að minnsta kosti i þvi tilliti að vilja ekki missa af Ashton. Þessi vinsæli sjónvarpsþáttur hefur nú verið á dagskrá með smá hléum i bráðum eitt ár. Viða erlendis er sýningum á honum að ljúka, eins og til dæmis I Dan- mörku. Við getum huggað okkur við að önnur menningarþjóð finnst, sem ekki eru búin að sjá meira af Ashton en við, það eru Sviar. Þeir eru aðeins á eftir okkur, en kunna þó að draga á okkur ef mörgum þriðjudögum verður slejjpt úr. Leikararnir úr Ashton fjölskyldunni eru ánægðir með samstarfið við hvern annan, og eru lika hrifnir af myndaflokkn- um eins og hinn almenni áhorfandi. Fólkið á myndinni er óþarfi að kynna, en myndin er tekin i sam- kvæmi, sem Ðanir héldu leikurunum til heiðurs.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.