Vísir - 21.12.1972, Page 12

Vísir - 21.12.1972, Page 12
12 Visir. Fimmtudagur 21. desember 1972 Hugljúfar og skemmtilegar barnasögur eftir Ólöfu Jónsdóttur, sem áður hefur sent frá sér margar frábærar barnabæk- ur, sem hafa hlotið miklar vinsældir. Litli Rauður og fleiri sögur, ef til vill sú bezta. PRENTVERK Bolholti 6 ef þér ætlið að gefa yður sjálfri gjöf... Farið þá eftir reynslu þeirra, sem hafa fengið sófa- borð og innskotsborð frá okkur. GÆÐIN HAFA SITT AÐ SEGJA VALHÚSGÖGN Ármúla 4 simi 82275 85375 rj----------- n i s^ijiii |Góð jólagjöf! Hún fékk sannarlega ágæta jólagjöf hún Disa Dóra Hall- grimsdóttir kennari á Sauð- arkrók. Rolf Johansen & Co. efndi til Winston-getraunar eins og við höfum skýrt frá, en Disa Dóra reyndist vera sú heppna, og á myndinni sést hún ásamt börnum sinum að reyna nýja bilinn sinn i Fiat-umboðinu, en billinn er Fiat 127. Kaupmaðurinn i Kjörbarnum á Sauðárkróki, sem afhenti vinningsseðilinn fær aftur á móti þau laun að fá tvær „sæluvikur” á Mallorca. (iripa i slag, þótt nóg sé nú um vinnu Siglfirðingar hafa haft nóg að gera það sem af er vetrar, og er það óneitanlega nýlunda. Hins vegar gefst þeim þó tóm til að gripa til spilanna öðru hvoru og i keppni nýlega vann sveit Boga Sveinbjörnssonar 4ra kvölda hraðsvéitakeppni, sem átta sveit- ir tóku þátt i. Aðalfundur Bridge- félagsins var og haldinn á dögun- um og var Jón Sigurbjörnsson kjörinn formaður. Sainið við A-Þjóðverja um áframhaldandi við- skipti Næstu 5 árin er gert ráð fyrir mjög auknum viðskiptum við A- Þjóðverja. Samningar um viðskipti fóru fram 5.-14. desember og er gert ráð fyrir að tslendingar selji á næsta ári til Þýzka alþýðulýðveldisins niður. suðuvörur fyrir 70 milljónir króna, 5000 tonn af fiskmjöli, 2000 tonn af freðfiski og ótiltekið magn af iðnaðar- og land- búnaðarafurðum. Frá Þýzka- landi koma svo vélar og tækbraf- magnsvörur, áburður (kali), matvörur, glervörur, vefnaðar- vörur, pappirsvörur, leikföng, hljóðfæri og fleira. Björgvin Guðmundsson var form. samninganefndar Islands en Christian Meyer frá utanrikis- ráðuneytinu í Berlin fyrir A-Þjóð- verjana. Gömul vinnubrögð á heimildarkvikmynd Undanfarin ár hefur verið unnið að töku heimildarkvik- myndar um atvinnuþróun á Suðurlandi og hefur fjár til fyrir- tækisins' verið aflað með frjálsu framlagi. Myndina tekur Vigfús Sigurgeirsson, en ráðunautar við tökuna eru þeir dr. Haraldur Matthiasson kennari á Laugar- vatni og Þórður Tómasson, safn- vörður I Skógum. Myndin á að sýna hin gömlu vinnubrögð og atvinnuhætti, sem nú eru horfnir eða að hverfa. Búið er að taka ýmsa þætti myndarinnar, mjólk og mjólkurmatargerð, ull og ullarvinnu, heyskap og kaup- staðarferð. 1 samráði við þjóðhá- tiðarnefnd var ákveðið að taka tvo þætti til viðbótar, vorstörf og eldiviðaröflun. Nú vantar nafn á myndina og er heitið 5000 krónum fyrir bezta nafnið. Formaður framkvæmdanefndarinnar er Stefán Jasonarson i Vorsabæ. Tveir nýjir deildar- stjórar skipaöir F jármálaráðuneytið hefur fengið nýja deildarstjóra, sem forseti Islands skipaði. Þeir eru Hörður Sigurgestsson, sérfræð- ingur, sem verður deildarstjóri i fjárlaga- og hagsýslustofnun frá 1. des. s.l. að telja og Þorsteinn Ólafsson, tiltölulega nýútskrif- aður viðskiptafræðingur, sem verður deildarstjóri ráðuneytis- ins. Á skauta innan um lilana i Afriku? Nokkrir tslendingar halda i óvenjulegan sumarauka 11. jan- uar n.k. Þeir halda með ferða- skrifstofunni Útsýn til Filabeins- strandar i Afriku, en norðurálfu- búar hafa sótt mjög þangað suður siðustu árin. Dvalizt verður i Abjidan, höfuðborg Filabeins- strandarinnar, en sú borg þykir frönsk i meira lagi, enda kölluð ,,Paris Afriku”. Að sögn þeirra i Otsýn er margt við að vera i þess- ari stóru borg, — það er jafnvel hægt að fara á skauta i glæsilegri skautahöll, ef menn nenna ekki að liggja i sólbaði i 25-30 stiga hita. JOLATRESSALA TAKIÐ BÖRNIN MEÐ í JÓLATRÉSSKÓGINN. ATH.: Jólatrén eru nýkomin, nýhöggvin og hafa aldrei komið í hús. Tryggir barrheldni trjánna. NÆLON- m NIT- MM RAUÐGRENI — BLAGRENI. POKKUN m | í w ■ SlMAR 3.ABXX * wnsr

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.