Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 21. desember 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritsíjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Högum seglum eftir meðbyr Sigur íslendinga i atkvæðagreiðslunni á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna var enn ein- dregnari en sigurinn i efnahagsnefnd samtak- anna. Ekkert riki Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði gegn tillögu íslendinga um yfirráðarétt auðlinda. Og rikin, er studdu tillöguna, reyndust ekki vera færri en 102. í þetta sinn bættust i okkar hóp riki eins og Kanada, Ástralia, Nýja-Sjáland Spánn. Einn af helztu þáttum tillögunnar er. sá, að strandriki er talið hafa yfirráðarétt yfir hafinu fyrir ofan landgrunn þess. í nefndinni var gerð atlaga að þessum þætti tillögunnar, en hún mis- tókst hrapallega. Engin slik breytingartillaga kom fram á allsherjarþinginu sjálfu. Hins vegar var gerð tilraun til að fá þingið til að visa málinu til hafréttarráðstefnunnar, en sú tillaga var felld. Mikilvægi þessa sigurs verður seint metið til fulls. Sameinuðu þjóðirnar hafa sem heild lýst yfir eindregnum vilja sinum og það án nokkurs mótatkvæðis. Hafréttarráðstefnan getur þvi strax i upphafi byggt á forsendu þessarar vilja- yfirlýsingar og þarf ekki að eyða tima i deilur og samninga um yfirráðarétt strandrikja yfir haf- svæðum landgrunnsins. Ekki er siður mikilvægt, að alþjóðadómstóllinn i Haag neyðist óhjákvæmi- lega til að láta þessa eindrengu viljayfirlýsingu verða sér til leiðbeiningar, þegar hann tekur þorskastriðið til meðferðar. Vígstaða okkar er orðin svo sterk, að rikis- stjórnin ætti að snúa við blaðinu gagnvart alþjóðadómstólnum. Nú er vissulega kominn timi til að fara að verja og sækja málstað okkar á þeim vettvangi. Það var alltaf óskynsamlegt að hunza dómstólinn, en nú er það orðin hrein firra. Vígstaða okkar er ennfremur orðin svo sterk, að við getum dregið úr áherzlunni á sérstakt sarn- komulag við andstæðinga okkar i þorskastriðinu, Bretland og Vestur-Þýzkaland. Þessi riki hafa sýnt einstaka stirfni i viðræðunum um þetta deilumál, svo að þær eru nú i hálfgerðu strandi. Við skulum nú leyfa þessum tveimur rikjum að hafa frumkvæði að frekari viðræðum. Við skulum gæta þess um leið að gefa ekki eftir umfram það, sem þegar hefur verið gert. Rikisstjórnin á nú að fylgja sigrinum eftir með þvi að breyta um starfsaðferðir. Hún á að hefja málflutning fyrir alþjóðadómstólnum. Hún á að gera hinn sérstaka rétt strandrikis til auðæfa sjávarins á landgrunnssvæðinu að höfuðumræðu- efni sinu á alþjóðlegum vettvangi og vikja meira til hliðar umtali um 50 milurnar sem slikar. Og hún á að fá öflugt kynningarfyrirtæki til að hamla gegn þeim áróðri, sem Markpress stundar með góðum árangri á vegum brezkra togaraeigenda. Slik aðstoð hefur boðizt islenzkum stjórnvöldum. Eftir sigurinn/á allsherjarþinginu er vigstaðan önnur og miklu betri en áður. Við eigum að haga seglum okkar eftir hinum nýja meðbyr. Nixon er samur við sig Nixon Bandarikjaforseti hefur nú byrjað einn mesta lofthernað mannkynssögunnar i Indókina eftir að hafa rækilega villt um fyrir bandariskum kjósendum i forsetakosningunum i nóvember. Enn einu sinni hefur hann sýnt, að hann er litils trausts verður. Hörmulegt er, að hann skuli ekki láta strax af þessum loftárásum, sem eru glæpur gegn mannkyninu. Mao tekur „gamlan fjandmann”, forseta hinna „heimsvaldasinnuftu” Bandarikjanna, Nixon, i sátt. — Mao hcidur upp á 79 ára afmæli sitt eftir jólin. Mao formaður 79 ára en ekki af baki dottinn Annan i jólum veröur heims- ins, el/.ti, frægasti og dularfyllsti hyllingarmaöur, Kinverjinn Mao Tse-Tung 79 ára gamall, segir i skeyti frá John Rodcrick hjá frcttastofu AP i gær. Pað kann að vera af» gigtin sé farin aö hrjá hann, og aö hann geti ekki lengur lagt sér til munns kryddaöa rétti heimahéraðs sins, llunan, en af öllum fréttum að dæma er hann við ótrúlega góða hcilsu bæði likamlega og andiega. Þegar hann fellur frá — sem hlýtur að verða einhvern daginn — verður það Gróu á Leiti mikið áfall. Allt frá þvi 1920 hefur varla liðið svo ár, að það hafi ekki kom- ið upp kvittur um, að Mao för- maður væri látinn eða fallinn frá. En sem stendur er hann, að minnsta kosti á pappirunum, valdámesti maður 720 milljón manna þjóðar, og formaður stærsta kommúnistaflokks heims, sem telur 20 milljón félaga. Og á árum menningar- byltingarinnar 1966-69, sem hann hratt af stað til að hreinsa þjóðina af vaxandi tilhneigingu til borg- (( aralegs lýðræðis og kapitalisma — var Mao formaður nánast hálf- guð. Litla „Rauða kverið” hans var i hvers manns vasa og á allra vörum. Risavaxin málverk, stytt- ur og ljósmyndir gnæfðu yfir háa (( sem lága á milljón stöðum i rik- inu. Honum var lýst sem dýrlegu mikilmenni, gersamlega óskeikulum. En þeir dagar eru sem óðast að liða hjá, mest fyrir tilstilli Maos sjálfs, eftir þvi sem sagt er. Og þeir, sem leið hafa átt um Kina á þessu ári, segjast sjá miklu minni og færri merki Mao-dýrkunar, helduren i fyrra. Jafn hversdags- legir hlutir og almanök fyrir árið '73 bera vitni breyttum timum, skreyttað þessu sinni myndum af verksmiðjum og landslagi, i stað andlitsmynda af Mao eða til- vitnana úr Rauða kverinu. Á þeim aldri sem flestir eru farnir að halda sig við hæginda- stólinn fyrir framan arininn, heldur Mao sig enn við efnið. Að visu hefur dregið ögn úr mesta byltingarákafanum. Hann hefur látið litið að sér kveða, eftir stórátakið i menningarbylting- unni þegar hann skákaði mönn- um fram og aftur eins og á tafl- borði, æsti upp kinverska milljónasæginn og setti leikregl- urnar fyrir það háskatafl, sem siðan hefur verið teflt i Kina. Og nú orðið lætur hann hinn 75 ára forsætisráðherra, Cou En- Lai, vinna hin daglegu störf. Chou, ávallt jafn staðfastur og eljusamur, þrátt fyrir gifurlegán félags- og stjórnmálaeril. er það sem i viðskiptalifi væri kallað framkvæmdastjóri, meðan Mao er stjórnarformaður fyrirtækis- (( ins. Til Maos er leitað við hátiðleg tækifæri, eða þegar vandasamar ákvarðanir biða- framundan. Þótt Mao léti ekki sjá sig við 1. mai-hátiðahöldin eða á október- afmælinu á þessu ári, þá gaf hann tilveru sina rækilega til kynna, þegar Kina heimsóttu ýmsir stórhöfðingjar, eins og Nixon for- seti, Tanaka, forsætisráðherra Japan, Sri Lanka, forsætisráð- herra Bandaranaika, Bhutto, for- seti Pakistana o.fl. Klæddur grárri treyju tók hann á móti þeim með breiðu brosi og ljósmyndir, sem birtust af honum þannig við hlið gesta hans i „Dag- blaði alþýðunnar” i Peking, settu svo innsiglið á velþóknun rikisins á þgssum vináttuvott. Bóndasonur, sem lærði til kenn- ara og hefur siðan litið á sjálfan sig sem slikan, þá er Mao menntamaöur, sem hefur tekið sér stjórnmálaframann fyrir lifs- förunaut. Gæddur næmri tilfinn- ingu fyrir sögunni, sem hann tamdi sér á yngri árum við lestur sigildra kinverskra bókmennta, þá hefur hann ævinlega stefnt að bændaveldi. Ifann hefur séð Kina eins og það er — landbúnaðarþjóðfélag, þar sem bóndinn fer með lykil- hlutverkið, en ekki verkamaður- inn. Þar hefur hann greint á við miiiimii Umsjón: Guðmundur Pétursson kenmngar Marx, eins og Moskva túlkar þær. Þessi ágreiningur, samfara svo mjög alvarlegum mistökum i mótun stjórnarstefnunnar undir handleiðslu Moskvu á öðrum, þriðja og fjórða áratug þessarar aldar, skapaði svo klofning Maos og Rússa. Það var Mao, sem stuðlaði að samvinnuslitunum. „Þessum árum heilaþvottar, belgings og ringulreiðar var ætl- að”, segir Mao sjálfur „að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan byltingarfarveg”. A sumum sviðum varð árang- urinn jákvæður. Efnahagurinn stórvænkaðist, og flokkurinn stokkaði upp spilin. En mannrétt- indi voru fótumtroðin. I stað þess að móta fyrirmyndar Maoistann, sem var jafnfær um að vinna landbúnaðar- eða verksmiðju- störf og að axla byssuna eða skilja hina marxistisku heimsp., þá leiddu þessir sífelldu heila- þvottar ýmist til þýlyndis hjá þegnunum eða þá öfugt.. .til óánægju. Eftir þvi sem árin liði söxuðust niður raðir dyggustu fyrir- myndarfélaga Maos, sem fylgt höfðu honum alla hans byltingar- göngu. Friðartimarnir reyndust þeim örlagarikari en byltingarár- in. Einn þeirra fyrstu, sem hvarf fyrir ætternistapann, var Kao Kang, æðsti maður Mansjúriu, sem sagður var hafa fallið fyrir eigin hendi 1955. Fjórum árum á eftirhonum settihinn gamli vinur Maos, Pheng Teh-Huai, varnarmálaráðherra, sig á móti þeirri stökkþróun, sem herinn átti að taka i einni andrá. Hann var sviptur öllum embættum og stöð- um og varð núll i rikinu. Nokkru eftir það hvarf Mao sjálfur inni i myrkur ónáðar, i reynd nánast settur af, þótt svo væri ekki að nafninu til, en að þvi stóðu raunhyggjumenn flokksins með Liu Shao-Chi i broddi fylkingar. Hann tók við forsæti af Mao. Mao barðist aftur til valda 1965 og bar eldspýtuna að púðurtunnu menningarbyltingarinnar. Þegar hún var hjá liðin, hafði Liu verið stjakað til hliðar og ýtt i gapa- stokkinn, og þúsundir gamalla félaga Maos hurfu i duftið. Þeir sem sluppu óskrámaðir, voru þeir, sem álitnir voru holl- ustan uppmáluð: Lin Piao, varnarmálaráðherra og yfirlýst- ur arftaki Maos, Chen Po-Ta, hinn gamli ritari Maos, og tylft annarra. Þar á meðal Chiang Ching, eiginkona Maos og svo " hinn óbugandi Chou En-Lai. En þegar 1. okt. 1971 rann upp, voru Chen og Lin Piao horfnir af sjónarsviðinu. Seinna viður- kenndu Mao og Chou, það sem nánast allir höfðu gizkað á, að jafnvel elztu og nánustu vinir geta orðið að óvinum. En hvað það var, sem gerði Lin að fjand- manni Maos, hefur enn ekki verið látið uppi. Opinberlega var þá látið heita svo, að hann hefði „fengið sömu fluguna og Cæsar”. En hvað sem það var, þá galt hann fyrir með lifi sinu. Núna, nær áttræður að aldri, stýrir Mao ráði, sem beðið hefur mikið afhroð. Hann og Chou standa einir eftir af hinu alvalda fimm-manna ráði.Kang Sheng, sá fimmti i ráðinu, er sjúkur, gamall og óhæfur orðinn. 25 manna miðstjórnin er aðeins hálfskipuð eftir þær hreinsanir, sem fylgdu i kjölfar samsærisins, er Lin á að hafa stefnt gegn sinum gamla foringja. Hinir gömlu félagar úr byltingunni flestir horfnir, og hin- ir sem stóðu þá langt að baki þeim, komnir á fremstu bekki. En eftir löng ár byltingar, og hatrammrar baráttu gegn þessari stefnunni og hinum einstaklingnum og gegn þjóðum eins „heimsvaldasinnuðum” Bandarikjunum, og „hernaðar- sinnuðu” Japan, þá hefur Mao öðlast frið loks á elliárum sinum. Á þessum siðustu tólf mánuðum hefur þessi öldungur, sem eitt sinn sagði, að „hatur væri mikilvægara en ást”, brosað við sinum gömlu bandarisku og japönsku fjendum og þrýst hend- ur þeirra. Hann upplifir tima friðarhugsjóna, og birtu, sem hann hefur reyndar sjálfur hjálp- að við að móta. En hann hefur ekki alveg snúið baki við þessu „hatursboðorði”, þviaðenn getur hann hrósað þvi, að engar sættir hafa orðið með honum og Rúss- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.