Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 20
vísm Fimmtudagur 21. desember 1972 Brutuzt inn á fjóra staði í nótt Lögreglan handtók i nótt tvo pilta, lti ára gamla, eftir aö þeir höiöu brotizt inn og gert til þess tilraunir á fjórum stöðum i borg- inni. Annar þeirra hefur áður komizt i kast viö lögin, en þeir viöurkcnndu innbrotin strax. Brutuzt þeir inn i Tizku- skemmuna, Laugavegi 66, og stálu þar skiptimynt, sem reyndar var ekki há upphæð, en þeir gerðu tilraunir til þess sama i Hvannbergsbræðrum, i Bóka- verzlun Lárusar Blöndál og Karnabæ. Einnig reyndu þeir að brjótast inn i tannlæknastofu að Skólavörðustig 2. Það var ekki fyrr en við nánari könnun, sem upp komst um siðastnefndu staðina, en að þvi er lögreglan tjáði blaðinu, gátu þeir sem fyrr segir litlu sem engu sto lið, en aðallega urðu skemmdir af tilraununum. Málið er nú i saka- dómi Aðspurð að þvi, hvort ekki væri erfiðleikum bundið fyrir þá, sem freista þess að komast inn fyrir læstar dyr, að fá dyrunum upp lokið, svaraði lögreglan þvi til, að svo væri ekki, þar sem á flestum stöðum er aðeins venjulegur dyraumbúnaður, sem auðvelt getur verið að sigrast á, en mun færri fyrirtæki eða verzlanir hafa þjófakerfi i húsakynnum sinum. —EA Árásarmanns- ins enn leitað Enn er lcituö aö manni þeim, scm réðst að Ingibjörgu Ólafs- dóttur fyrir nokkrum dögum og slakk hana meö hnifi. Blaðiö haföi saniband viö rannsóknar- lögrcgluna I morgun, en þá haföi lcitin enn ekki boriö árangur. t frétt i blaðinu i gær var sagt frá rauöum amcriskum bil sem sézt hafði til um svipað leyti og stúlkan varð fyrir árásinni viö Ferjubakka. Hafði kona komið auga á hann og kvaöst ekki hafa séð hann þar áður. Það skal tekið fram aö bifreið þessi er ekkert i samhandi viö máliö. ingibjörg hefur verið flutt af gjörgæzludcild, og er liðan hennar talin eftir atvikum góö. —EA Ljósmœður lœra hjúkrun, — og nýr skóli stofnaður til hjúkrunarkennslu Tuttugu og þremur Ijós- mæðrum hefur vcrið gefinn kostur á aö stytta sér leið i gegnum hjúkrunarnám . Þetta var gert bæði af þcirri ástæöu, að skortur er á hjúkrunarmenntuðu fólki og einnig, aö ekki hefur verið nægileg atvinna fyrir Ijósmæður. Ljósmæöur höfðu farið fram á, að fólki úr þeirra starfsgrein yrði gert kleift að Ijúka nánii i hjúkrun, mcö styttum námstima. Forstööu fyrir þessu námskeiði hafði Maria Pétursdóttir, hún hefur nú einnig verið ráðin skóla- stjóri nýs hjúkrunarskóla, sem starfa mun i tengslum við Borgarspitalann og tekur inn sina fyrstu nemendur næsta haust. Skólinn mun heita „Nýi hjúkrunarskólinn”, og verður hann til húsa i Grensásstöð Borgarspitalans til að byrja með. Borgarstjórnin i Reykjavik hefur gefiö lóð undir skólann við Borgarspitalann og er framtiðar- staður hans þar. —LÓ Töskuþjófurinn kominn í Bankabók með 70 þúsund krónum og bankalykill í töskunni, auk 20 þúsundanna ,,Það er stærsta atriðið, að þjóf- urinn verði geymdur það dyggi- lega, að hann komist ekki i að gera hvorki mér n,é öðrum slikt aftur”, sagði Guðmundur Guð- mundsson, innheimtumaður i Smjörliki hf., i viðtali við blaðið i morgun, en sem kunnugt er var stolið frá honum 20 þúsund krón- um i peningum, og hefur þjófur- inn nú fundizt. Var hann fluttur i vörzlu lögreglunnar vegna ölvun- ar, en þá kom i ljós, að þetta var sá er tók upphæöina frá Guð-. mundi. „Það var meira i töskunni en 20 þúsund krónur”, sagði Guðmund- ur ennfremur. „Þar var banka- bók 18 ára sonar mins og i henni sumarhýran hans, 70.000 krónur. Einnig var bankalykill að hólfi. Ég lét þá strax vita i bankanum út af bankabókinni, og þeir lokuðu henni, en það hefur alveg farizt fyrir hjá mér að láta vita um lyk- ilinn.” Guðmundur sagði, að þegar hann var að leggja inn stóra upp- hæð fyrir Smjörliki ht og taka út sinar 20000 krónur i Útvegsbank- anum, hefði hann strax orðið var við eftirför. Grunaði hann mann- inn um að hafa staðið úti við gluggann og séð til sin, þegar hann stakk peningunum i tösk- una. „Óvist er hvenær Guðmundi verður bættur skaðinn, en þjófur- inn var búinn að eyða þýfinu og er þar að auki eignalaus. „Þetta er alveg nógur skaði fyrir mig”, sagði Guðmundur, ,,en ég veit ekki, hvernig ég fæ hann bættan. Ég held þó, að fyrirtækið hérna ætli eitthvað að hjálpa mér við að bæta hann.” — EA Þessir voru á leiðinni frá Dalvik til Ólafsfjarðar þegar myndin var tekin nú i vikunni. Þeir kalla þetta skotfæri — þó að á einstaka stað hafi þeir þurft að moka frá á leiðinni. Annars er helzt ekki farið um óiafsfjarðarmúlann þessa dagana nema brýna nauðsyn beri til(vegna ótta við snjóflóð. BIÐU FÆRÐAR Á FIMMTA DAG Járnplötur á víð og dreif í rokinu í gœr! Gata lokaðist og bílar skemmdust Á afgreiðslu Flug- félagsins voru all- margir flugfarþegar farnir að daprast, þegar loksins i morgun fór að rofa til og flugfærð að lagast. Þá höfðu t.d. ísfirð- ingar setið þar frá þvi á sunnudag, en aðrir skemur. i öllu óveörinu, sem gekk yfir i gærdag, og þruinum og eldingum, sem þvi fylgdi, varð nokkuð tjón af viðs vegar. Mikiö var um fok, og járnplötur flugu um á við og dreif. i Arbæ fauk til dæmis'járn- plata i Vökuportinu svonefnda, eg lenti hún á bil, sem beyglaðist talsvert. i húsi við Vesturberg i Breið- holtinu fauk timburfleki inn um stofuglugga, brotnaði glugginn og flekinn lenti á gólfinu. Ekki hlauzt slys eða meira tjón af þrátt fyrir fjúkandi plötur og annað slikt. Verkalýðsfélögin, sem eiga nú i samninga viðræðum við íslenzka álfélagið i Straumsvik vegna nýrra kjarasamninga, hafa nú sett á yfirvinnubann til að reka á eftir að samningar vcrði gerðir. — Að þvi er Ragnar Halldórs- son forstjóri ÍSAL sagði i viðtali við Visi kemur þetta yfirvinnu- bann ekki sérstaklega við rekstur álverksmiðjunnar. Helzt gæti það komið við af- greiðslu skipa, en oft væri unnin yfirvinna til að flýta afgreiðslu 1 Hafnarfirði fauk járn af þaki húss við Vesturgötu siðla dags i gær, en olli engu slysi. Var gengið frá þvi i gær að koma járninu fyrir aftur og halda þvi niðri með grjóti. Alís staðar á landinu var all- hvasst og leiðindaveður á flestum stöðum. 1 Keflavik losnaði járn af tveimur ibúðarhúsum. Fór hluti járnplötu I bil, sem stóð þar i grennd, en ekki urðu miklar skemmdir á bifreiðinni. Á Akranesi fauk járn af þaki bakhúss hraðfrystihússins, þar þeirra. Yfirvinnubannið kemur þvi fyrst og fremst niður á Eim- skip, þar sem félagið yrði að láta skip sin liggja lengur i Straumsvikurhöfn meðan landað er upp úr þeim eða þau fermd. — Auðvitað getur komiðsérilla að geta ekki unnið yfir vinnu i verksmiðjunni sjálfri, en það er ekkertafgerandi, sagði Ragnar. Auk þessa yfirvinnubanns hafa verkalýðsfélögin ekki gripið til neinna sérstakra rót- tækra ráðstafana. Samningavið sem er fiskmóttaka og olli þvi að loka varð Hafnarbrautinni.i þrjá tima, á meðan gatan var hreins- uð. Járnplötur lentu á tveimur bilum, sem voru þar við húsið, og skemmdust bilarnir talsvert. i Vestmannaeyjum var ofsa- rok, 12 vindstig á Stórhöfða, og lentu nokkrir bátar i erfiðleikum á sjó, þó ekki miklum. Voru það einna helzt veiðarfæri og annað slikt, sem erfiðlega gekk að ráða við. Ofsarokið, sem var i gær, þykir þó'hvorki óvenjulegt né til- takanlegt i Eyjum. — EA ræður standa enn yfir án til- komu sáttasemjara, sem alltaf er til merkis um að eitthvað þokist áleiðis. Samningavið- ræður hafa að visu legið niðri siðan á laugardag, þar sem Hermann Guðmundsson, for- maður Hlifar þurfti að fara úr landi, 'en Hermann er helzti oddamaður verkalýðs félaganna, sem hagsmuna eiga að gæta i Straumsvik. Hans er von að utan i dag. Viðræður munu þvi væntanlega hefjast aftur á morgun . _VI Frá Umferðarmiðstöðinni hefur aftur á móti verið fært hvert á land sem er. „Mestur fjöldinn fór héðan á þriðjudag, strax og skólarnir höfðu gefið jólafri, og svo sjáum við fram á aðra eins traffik á morgun”, upplýsti afgreiðslustúlka á BSÍ Visi i morgun. Hún kvað ferðir vera skipu- lagðar til allra landshluta allt fram á Þorláksmessu. En á aðfangadag verður lengst farið austur i Vik. Þá verða lika ferðir um Suðurland og sömuleiðis farin ferð i gegnum Borgarnesið á Snæfellsnes. Svo aftur sé vikið að Flug- félaginu, má geta þess, að ófært hefur verið til Eyja i tvo daga. Einnig hefur verið ófært frá þvi um helgi til Sauðár- króks og ekki heldur verið flogið til Hornafjarðar eða Þingeyrar. Og i gærkvöldi varð ófært loftleiðis til Akur- eyrar og ekki vitað fyrir vist, hvort þangað yrði flogið i dag. Sömu sögu var að segja af flugi til Egilsstaða. En eins og fyrr segir, standa vonir til, að eitthvað sé að rofa til. Og i morgun var hægt að senda einar tvær eða þrjár vélar til isafjarðar — bnT.íg að þeir isfirðingar, sem voru farnir að sjá fram á að þurfa að halda jól sin á afgreiðslu Flugfélagsins, geta tekið gleði sina aftur. —ÞJM HENGJA BAKARA FYRIR (lUllf) Yfirvinnubann hjú ÍSAL )lvl IV kœmi fyrst og fremst við Eimskip

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.