Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 13
Visir. Kintintudagur 2 . (U'seniher Lögregluyfirvöld eru ekki alveg frábitin því aö sækja aöstoð til iniöla. A.m.k. hefur Gerard Croiset i Utrecht i iiollandi nóg aö gera fyrir lögregluna, ekki aðeins i heimalandinu, heldur og viða um heim. Miðill þessi hefur hlotið fádæma frægð fyrir að geta visað á fólk, sem hefur týnzt. Fyrir 2-:t árum var sýndur i sjónvarpinu hér þáttur um miðla og kom Croiset þá mjög við sögu. Ein hókanna á jólamarkaðnum er Ilugsýnir Croisets, sem Ævar Kvaran islenzkaði, en bókin er eftir Jack Harrison Pollack. Eftirfarandi er gott dæmi um hæfileika Croisets, en kaflinn er tekinn beint úr bókinni: „Stúlka frá Haag á svipuðum aldri strauk að heiman af öðrum ástæðum til annars lands. Þann 18. desember 1958 fór átján ára gömul dóttir hjónanna A. van der Meiden, Alberdingk Thymstraat 94 i Haag allt i einu að heiman. Lögreglan biður miðil- inn sífellt um aðstoð ,,Við vissum ekki hvert hún fór”, sagði faðir hennar. „Við gerðum lögreglunni þegar við- vart, en hún gat ekki gefið okkur neinar upplýsingar. Við hjónin vorum að velta þvi fyrir okkur hvort hr. Croiset kynni að geta orðið að liði”. Hann hringdi til Croisets dag- inn eftir að dóttir hans hvarf. „Verið alveg rólegur”, sagði Croiset sefandi. „Ég sé dóttur yð- ar að ferðast fótgangandi á leið- inni til staðar þar sem vetrari- þróttir eru stundaðar i Austur- riki. Ég sé hana i fylgd með stúlku á sama aldri. Það er ekk- ert að dóttur yðar. Þér munuð heyra frá henni innan þriggja daga”. Þrem dögum eftir þetta samtal hringdi lögreglan i Haag til van der Meidens og tjáði honum að dóttir hans væri heil á húfi i Austurriki. ,,Það fór allt nákvæmlega eins og hr. Croiset sagði”, sagði fað- irinn i skýrslu til Dularsálfræði- stofnunarinnar þann 3. febrúar 1959. ,,En að hún væri að ferðast fótgangandi var ekki alveg rélt, þvi hún fór með lest. Hins vegar rauf hún ferðalagið með lestinni hvað eftir annað. Það kann að vera að túlka megi slikt 'sem hún hafi ferðast eitthvað fótgángandi. Stúlkan sem var með henni var gestur hénnar og þær hafa oft far- ið út saman. Dóttir mintfór til Zell am See til þess að svi|fa%t um eítir vinnu við iþróttahótélin. Ég kom með hana heim frá Salzburg á jóladag”, í mati sinu á þessari einu villu Croisets var Tenhaeff prófessor vitanlega harðari i gagnrýni sinni en hinn þakkláti faðir. Hann sagði: „Að stúlkaníerðaðist með ýmsum lestum og etoppaði viða var ranglega túlkað af Croiset sem hún ferðaðist fótgangandi”. Dulrænar bókmenntir eru i miklu úrvali á markaði þessa stundina og má þar meðal annars nefna bók Þórarins Jónssonar frá Kjartansstöðum, Valdiö dulda, en hér greinir hann frá dulrænni reynslu sinni. Vikurútgáfan gaf bókina út, eins og bókina um Croiset. Draumar, skyggni og vitranir heitir bók frá Erni og örlygi, og er hér fjallað um Edgar Cayce sem var frægur lyrir skyggnigáfu sina. ---^rvSmurbrauðstofan \£- -------- BJORNINN Niálsgata 49 Sími ‘5105 Reynslan er raunhæfust Hönnun LAMY-kúlupennans er frábær. Virðið LAMY vandlega íyrir yður, takið yður hann i hönd, og þér munuð verða sammála Alþjóðadómnefndinni, sem kvað upp þennan dóm um LAMY-kúlupennann: Hönnun er frábær og framtiðarleg. LAMY-kúlupennar fást i 7 litum og 8 verðflokkum. Höfuðkostir LAMY-kúlupennans eru. að þeir eru allir, án tillits til verðflokka, með samskonar risafyllingu og síveltikúlu, sem gjögtir aldrei. Innihald hverrar LAMY- fyllingar dugir í 10 km. Bolur LAMY-kúlupenn- ans er úr afbragðsefninu MAKROLON. Auk ýmissa tækni-nýjunga ma nefna hið óvenjulega sveigjuþol haldarans, þá er LAMY-kúlupenninn nú öllum þeim.kostum búinn, að öruggt má telja. að hversu vandlátur sem hver einstaklingur kann að vera i vali sinu á ritföngum, þá getur vart hjá því farið að hann finni það sem hann er að leifa að: LAMY-kúlupennan. LAMY — KÚLUPENNI ÞEIRRA. SEM KUNNA AÐ VELJA. LAMY Laugavegi 178 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Grétú fylgir Irmu gegnum eftirstríðs- árin í Evrópu í nýrri bók sinni Irma, konan sem margir munu liafa kynnz.t i bók Grétu Sigfúsdóttur, Bak viö byrgða glugga, er söguhetjan i nýrri bók skáldkonunnar, Fyrir opnum tjöldum. Sagan fjallar um örlög hennar eftir að styrjöldinni lýkur og gerist i Noregi eins og fyrri hókin. Á hernámsárunum i Noregi hafði Irma orðið ástfangin af þýzkum hermanni og gefizt hon- um á vald, en þar með hefur hún ekki aðeins kallað yfir sig andúð og fyrirlitningu, heldur einnig stoínað i hættu hjónabandi sinu og sálarfriði. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar gefur hina nýju bók Grétu út. Umhverfi sögunnar eru brunarústir Evrópu eftirstriðsár>r,na og þar upplifir Irma hraknmg milli andstæðustu örlaga unz sagan skilar henni að lokum heilli i höfn, eða hvað? KULTAKESKUS OY

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.