Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 21.12.1972, Blaðsíða 3
Vfsir. Kimmtudagur 21. dcsember 11172 3 Hiröarnir á Betlehemsvöllum, en það voru nemendur Vogaskóla sem sýndu helgileik. við undirleik Sigriðar Sveins- dóttur. Það voru ýmis islenzk lög sem Rut söng. Hátiðinni lauk með þvi að nemendur Vogaskóla sýndu helgileik. Skólastjóri Voga- skóla, Helgi borláksson, ávarpaði viðstadda áður en helgileikurinn hófst. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson hélt jólahugvekju að loknum helgileiknum. Á meðan á kaffidrykkjunni stóð rabbaði fólkið saman, söng og fékk bækur lánaðar sem voru á boðstólum, til að lesa yfir jólin. Stemningin var hin bezta og heyra mátti á fólkinu, að það hefði notið þessarar hátiðar, nú sem alltaf áður. & Bjarni Guðmundsson frá Hörgs holti var á fagnaðinum og hlustar hér á sönginn. Hvernig á aö vera hægt að halda jól án þess aö hafa fyrst fariö I kirkju til aðfá allar upplýsingar um fæðingu Jesú —og allt það? Börnin af harnaheimilum borgarinnar voru færð i allan sann- leikann um þá hluti i gær i Neskirkju, Langholtskirkju og Bústaöakirkju. Þau á myndinni hér að ofan fóru I siðastnefndu kirkjuna — og þótti tilheyra að taka af sér lopahúfuna og regn- kápuna, á meðan jólaboðskapurinn var fluttur. Æ FLEIRI JÓLATRÉ J J Allt að verða UT A LAND saa*. ..Það er um greinilega aukningu að ræða frá fyrri árum, raunar verður salan meiri ineð hverju áriiiu, sem liður, en mér finnst salan á jólatrjánum liafa gengið fljótt og greiðlega". Þetta sagði Kristinn Skæringsson hjá jólatréssölu l.andgræðslusjóðs is- lands. Kristinn kvað aukninguna sennilega vera meiri úti á landi en i borginni. Fólk, sem ekki hefur fengið sér tré i stofuna áður tekur nú upp á þvi. Það hefur einnig færzt mjög i vöxt, að keypt væru stór tré til að hafa á torgum i kauptúnum. Mest af þeim jólafrjám, sem Landgræðslusjóður selur að þessu sinni, eru erlendis frá, þó voru seld tæplega 4 þúsund tré, sem vaxið hafa i islenzkri mold. Krislinn sagði að sér virtist að þróunin i jólatréskaupum væri bæði i þá átt að meira væri keypt og einnig að fleiri vildu stærri tré. Verðið er mjög mismunandi eftir stærðum en það lætur nærri að metrinn af minni trjánum kosti tvö hundruð og fimmtiu krónur. Kristinn’ Skæringsson sagði enníremur, að hann byggist fast- lega við að öll jólatrén yrðu seld upp fyrir jól, ösin hefði verið meiri en áður, en náð yfir heldur styttri tima. Hami náði sér i jólatré þcssi strákur, en bætt er við, að þeir, sem hafa orðið á eftir lioiium með aö drifa sig i jóla- tréskaupin, liafi ekki getað valið úr cins og hann. Það er Ifklega alveg laukrétt að láta krakkana velja jólatrén, enda liafa fullorðnir ekkert vit á sliku. Þó er nú vissara, að pabbi eða mamma séu einhversstaðar nálægt, þvi að þau hafa jú budduna i sinum vasa og svo vita þau lika betur, hvaö loftið i stofunni er liátt, en þaö'er ekki liægt að ætlast til þcss, að þcir, sem hafa mest gaman af jólalrjánum, séu að hugsa út i svoleiðis smáatriði. „Hátíð Ijóssins" - af stað í myrkrí Verðurguðirnir tóku i gær litið tillit til þess, að jólin eru hátið ljóssins — liátið barnanna, og sviptu Ijósunum af ,,litlu jólum” nokkurra barna- heimila borgarinnar, sem lialdin voru i Bú- staðakirkju i gærdag. Þá voru tvö eða þrjú barna- heimili ókomin til kirkjunnar og litið annað farið að gera en að syngja jólalög, á meöan þeirra var beðið. „Jesús er bezti vinur barn- anna....” var sungið fullum hálsi. Og þegar svo allir voru komnir og bekkurinn orðinn þéttsetinn, hófst aðalgamanið: nefnilega brúðu- leikhús ,,með englum, jesúfólki og allt’’ — ja, nema kannski jóla- sveinum. Þetta er nefnilega leik- rit um fæðingu Jesús. Sögumaður var Hrefna Tynes, skátahöfðingi og barnavinur, en brúðuleikhúsið var smið æskilýðsstarfs Reykja- vikur, og sýndu smiðirnir sjálfir — og framleiddu englasöng og klukknahringingar eftir pöntun sögumanns. ,,Þetta er annar barnahópur- inn, sem við tökum á móti i dag hingað i kirkjuna,” tjáði séra Ólafur Skúlason blaðamanni Vis- is. ,,f morgun mættu hingað um 600 börn til skólaslita, og i kvöld veröur væntanlega einhver barnafjöldi lika. Þá verður nefni- lega æskulýðsfélag kirkjunnar meö kvikmyndasýningar og ýmislegt annað skemmtiefni.” Og nú þurfti séra Ólafur að taka við af Hrefnu Tynes. Hún hafði lokið sinum þætti jólastundarinn- ar, og nú ætlaði presturinn að ávarpa börnin. ,,Ég ætla bara að hafa þetta fá orð,” sagði hann við börnin, fullur skilnings á þvi, að kornungir kirkjugestir geta ekki setið langtimum kyrrir. Þegar séra Ólafur hafði lokið máli sinu og börnin sungið eftir- lætislagið þessa stundina „...•.bróðir bezti”, hélt hver hópur til sins barnaheimilis. Þeim var ekið á milli i hópferða bilum. Veðurofsinn var svo mikill i gær, að þau heföu að öðrum kosti verið likleg til að takast á loft. En kirkjuferðinni hefði ekki má'tt aflýsa fyrir nokkurn mun. — ÞM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.