Vísir


Vísir - 21.12.1972, Qupperneq 7

Vísir - 21.12.1972, Qupperneq 7
7 cTVIenningarmál Ólafur Jcmsson skrifar um bókmenntir: Skapari sjólfs sín Jóhannes \'. Jensen: LANUIÐ TVNDA Sverrir Kristjánsson þýddi Bókaútgáfa Menningarsjóðs 11172. 142 bls. Fyrir löngu, einum 25 árum eða þaðan af lengur, þýddi Sverrir Kristjánsson sögu Johannesar V. Jensen um Jökulinn. Sagan kom út i ,,l i sta m a n n a þi n g i " Helgafells — og var mesta og merkasta tilraun til að koma á framfæri erlendum skáldmenntum i vönduðum íslenzkum búningi. Jökullinn kom út á dönsku árið 1908 og var fyrsta bók i nafn- toguðu verki höfundarins um leiö mannkyns aftan úr fyrstu forn- eskju fram til siðmenningar. Den lange rejse, Langleiðir eða Leiðin langa. Þvi var ekki lokið fyrr en árið 1921. Og sjálfur upphafsþáttur verksins kom ekki til fyrr en undir lok þess, 1920. Lengra liöur þó á milli átaka við hina islenzku þýðingu verksins þótt ætla mætti að unnt hefði verið að koma Leiðinni löngu allri á islenzku á þeim árum, sem liðin eru siðán Jökullinn kom út — ef það hefði þótt brýnt. Hvað um það: nú er upphafsþáttur sögunnar, Landið týnda, kominn út i þýðingu Sverris Kristjáns- sonar. ,,Þessi sagnabálkur er sköpunarsaga mannsins i heiönum stil. Grunntónn skáld- sögunnar er sá, að maðurinn er ekki skapaður, heldur er hann skapari sjálfs sins. Hann verður maður fyrir eigið atgervi. Hann fær ekkert að gjöf,” segir Sverrir Kristjánsson i eftirmála þessarar litlu bókar. Den lange rejse er eins konar skáldleg túlkun á þróunarkenningunni, sköpunar- sögu mannsins eins og hún horfði við náttúruvisindum 19du aldar. Landið týnda segir frá hinum fyrsta manni, frumþjóð manna sem er að greinast frá öpunum i trjánum og öðrum dýrum frum- skógarins, nær valdi á eldinum og þar með sinu eigin hugaral'li, öðlast hinn fyrsta Irumstæða skilning á stöðu sinni i sköpunar- verkinu. Þangað má rekja upphaf allra visinda og verklegrar menningar, trúarbragða, skáldskapar og lista. Loga sem eldinn fann, kom frumþjóðinni til manns, honum er að lokum fórnað eldinum, sjálfur verður hann eldguð, hin fyrsta mannlega guðsmynd. i lok sögunnar falla l'yrstu snjókorn til jarðar, leggst hinn fyrsti jökull á krúnu eld- fjallsins Gunnungs sem gnæft hefur yfir. svið sögunnar. Þar hefst hin fyrsta þolraun mannsins á jörðinni. Margt þykir nú sjálfsagt forn- fálegt og úrelt orðið i náttúru- fræði og menningarsögu Johannesar V. Jensen i þessu verki. Hinu er þar l'yrir ekki að neita að hinar stórskornu frá- sagnir hans af lifi hinna fyrstu manna og heiminum sem þeir byggja eru svipmiklar og skáld- lestur einnig vegna hinnar mergjuðu og hreimmiklu islenzku þýðingar þeirra. Sjálfum er mér i barnsminni sagan um Jökulinn. Af þeirri reynslu trúi' ég þvi mætavel að einnig Landið týnda geti reynzt unglingum góð bók og herdómsrik á marga lund: ekki aðeins vegna lræða sinna, sköpunarsögunnar sem þar er sögð, heldur lyrst og fremst vegna hinnar skáldlegu upp- málunar hennar. l>að er ekki til að vanþakka þýðingu Sverris Kristjánssonar né útgálu þessarar bókar ef Sígildar bækur á hagstæðu verði Romain Rolland: Jóhann Kristófer. Allt verkið, fimm bindi. — Verð ób. kr. 1.650, ib. kr. 2.250, skb. kr. 3.250. Maxim Gorki: Barnæska min, Hjá vanda- lausum, Háskólar minir. — Verð ib. kr. 1.500. Martin Andersen Nexö: Endurminningar. Tvö bindi. — Verð ib. kr. 800. Pástovski: Mannsævi. Fjögur bindi. — Verð ób. kr. 1.200, ib. kr. 1.440. Jónas Hallgrimsson: Kvæði og sögur. Forlátaútgáfa, bundin i alskinn. — Verð kr. 650. Grimur Thomsen: Ljóðmæli. Forlátaútgáfa, bundin i alskinn. — Verð kr. 900. Benedikt Gröndal: Dægradvöl. — Verð ób. kr. 350, ib. kr. 500, skb. kr. 750. Þórbergur Þórðarson: íslenzkur aðall. — Verð ób. kr. 490, ib. kr. 640, skb. kr. 830. Ævisaga Árna Þórarinssonar. Tvö bindi. — Verð ób. kr. 1.220, ib. kr. 1.560, skb. kr. 1.800. öll ljóð Jóns Helgasonar i tveim • bókum. — Heildarverð ób. kr. 550, ib. kr. 750. öll IjóðSnorra Hjartarsonar i tveim bókum. Heildarverð ób. kr. 620, ib. kr. 720, skb. kr. 880. Við sagnabrunninn. Sögur og ævintýri frá ýmsum löndum. Alan Boucher endur- sagði. Helgi Hálfdánarson þýddi, Barbara Árnason gerði myndir. Verð ób. kr. 590, ib. kr. 740. Þúsund og ein nótt. Fyrsta bindi. — Verð ib. kr. 880. Longus: Dafnis og Klói. Verð ób. kr. 250, ib. kr. 400. MÁL OG MENNING, Laugavegi 18, ___ Reykjavík. Bækur Máls- og menningar og Heimskringlu 1972 Þórbergur Þórðarson: Frásagnir. — Hinar styttri frásagnir meistarans i einni bók. — Verð ób. kr. 650, ib. kr. 850, skb. kr. 1050. Magnús Stefánsson (örn Arnarson): Bréf til tveggja vina. — Verð ób. kr. 420, ib. kr. 580. Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn I. (Bi, bi og blaka, Álftirnar kvaka). — Verð ób. kr. 480, ib. kr. 650. Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn II. (Ég læt sem ég sofi, Samt mun ég vaka). — Verð ób. kr. 480, ib. kr. 650. Ólafur Jóhann Sigurðsson: Ilreiðrið. (Skáldsaga). — Verð ób kr. 500, ib. kr. 680. Vésteinn Lúðviksson: Gunnar og Kjartan, siðara bindi, (skáldsaga. — Verð ób. kr. 600, ib. kr. 780. Þorsteinnfrá Hamri: Veðrahjálmur. (Ljóð). — Verð ób. kr. 440, ib. kr. 580. Hannes Sigfússon: Norræn ljóð 1939-1969. Safn nútimaljóða eftir 40 skáld frá Noregi, Danmörku, Sviþjóð og Finnlandi. — Verð ób. kr. 800, ib. kr. 1000. Lazarus Irá Tormes. Sigild spænsk skemmtisaga frá 16. öld. Guðbergur Bergsson þýddi og ritaði eftirmála. — Verð ób. kr. 440, ib. kr. 600. Albert Mathiez: Franska byltingin, fyrra bindi. Loftur Guttormsson þýddi. — Verð ób. kr. 680, ib. kr. 880. Karl Marx og Friðrik Engels: Kommúnista- ávarpið. (Pappirskilja). Þýtt og gefið út af Sverri Kristjánssyni. — Verð kr. 300. David Horowitz: Kalda striðið. (Pappirs- kilja). Verð kr. 300. Myndlist / Matisse. — Verð ób. kr. 140. Endurprentun: Romain Rolland: Jóhann Kristófer I-III. — Verð ób. kr. 330, ib. kr. 450, skb. kr. 650. í umboðssölu: Grallarastjarnan (Barnabók). — Verð kr 220. VERÐIÐ ER TILGREINT ÁN SOLUSKATTS maöur spyr hvort og hvers vegna brýnt sé að koma þessari sögu, eða þá Leiðinni löngu i heild, út á islenzku. Það má til gamans minna á annan danskan rit- hölund, litlu yngri en Johannes V. Jensen, Albert Dam sem um áttræðisaldur ruddi sér til rúms á meðal hinna allra fremstu rit- höfunda i Danmörku. „Skilderier" og „Rids" hans i bókum lrá seinni árum eru eins og Leiðin langa á sinum tima ,, sköpunarsaga mannsins” altan úr öróli alda og fram til nútima. Og þessar sögur eru fyrst og Iremst meðal allra merkustu verka i dönskum samtiðarbók- menntun. En likast til þarf að biða þess i mannsaldur eða tvo að þýðendum og útgefendum vitrist það að verl sé að þýða Albert Dam á islenzku. Kristmann sendir fró sér skáldsögu Það hefur til þessa þótt frétt, þegar Kristmann Guðmundsson kveður sér hljóðs. Brosið heitir nýútkomin bók eftir hinn nýja heiðursflokksmanrt i listamanna- stiganum. Skáldsaga þessi gerist i sjávarþorpi um siðustu aldamót. Foreldralaus börn búa i kofa á jarðarskika lorsjárlaus og litiis megnug. Yfirvöld taka þau i for- sjá sina og skipta upp heimilinu. Ekki virðast herrarnir ýkja kristilega þenkjandi. ,,i þessari skoruvik voru einnig menn og konur, sem ekki féllust á skoðanir valdhafanna og héldu i hönd með krökkunum, sem brugðust ekki trausti þeirra”, segir á bókar- kápu i kynningu á bókinni. Það var Prentsmiðja Jóns llelgasonar, sem gaf Brosið út. Laxness ritar um starfsbrœður llalldór l.axncss liefur skrifað drjúgum um ýmsa starfsbræður sina. Greinar hans i þessum efnisflokki hafa nú verið gefnar út af Bókaútgáfu menningarsjóðs. Bókin ber heitið Af skáldum og skrifar Nóbelsskáldið hér um Stephan G. Stephansson, Jónas Hallgrimsson, Tómas Guð- mundsson, Stefán frá Hvitadal, Jakob Jóh. Smára, Einar H. Kvaran, Indriða á Fjalli, Sigurjón F’riðjónsson, Jón Helgason, Hall- grim Pétursson, Jóhann Jónsson, Davið Stefánsson, Sigurð Nordal, Þórberg Þórðarson, Jón Sveins- son (Nonna), Halldór Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmund Böðvarsson, Stein Steinarr og Steingrim Thorsteinsson. Bókin er 209 siður, vel út gefin og prýdd teiknimyndum af listamönnun- um.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.