Vísir - 22.12.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 22.12.1972, Blaðsíða 3
Visir. ITöstudagur 22. desémlier ®B2 3 Mun ekki dvelja vestra segir Jóhann Svarfdœlingur og heldur Svarfdœlsk jól ó Dalvík ## „Ég er snarlifandi, og nú er ég hér fyrir norðan og hef hugsað mér að halda Svarf- dælingsjól hjá henni systur minni á Dalvik”, sagði Jóhann Svarfdælingur, sem árciðan- lega þarfnast ekki nánari kynningar, en Jóhann, sem kom til islands fyrir nokkru, dvelur hér ennþá og sem hann segir á Akureyri, eftir legu á Landspitalanum. ,,Það er allt óákveðið með, hvað ég kem til með að gera”, sagði Jóhann ennfremur. ,,Ég fer þó að minnsta kosti ekki til þess að dvelja vestra, þó ég skreppi þangað. Ekki veit ég heldur, hvað ég mun gera hér á Islandi. Hvorki hafa mér verið boðnar bankastjórastöð- ur né ritstjórastöður ennþá!” — Þér likar dvölin á islandi eftir dvölina vcstra? ,,Já, mér likar dvölin á ís- landi, en mér likar ekki snjór- inn eða kuldinn og ekki heldur pólitikin eða verðbólgan og allt það. En það er nú liklega vegna þess, að ég hef ekkert vit á þessu. Þeir ættu nú að vita þetta allt saman, þessir stóru fyrir sunnan, en ég er of .litill” til þess.” „Mér likar alls staðar á fs- landi, jafnvel úti i Grimsey. Ég kom þar, þegar ég var sjó- maður i gamla daga, og þau voru svo yndisleg vorin þar. Sjómaður var ég reyndar frá þvi eftir fermingu og fram að tvitugu, þegar ég fór út að leita mér að atvinnu. Já, maður er búinn að drepa marga þorska!” — Þú segist ætla að halda Svarfdælingsjól. Jólin hér eru liklegast dálitið ólik þeim i Ameriku? „Ja, ég man nú ekki annað en jólin hérna á meðan ég var barn, jólakertin og litla jóla- tréð. Þá var maður hamingju- samur um jólin, ef maður fékk svo mikið sem eitt kerti.” „Annars eru jólin i Ameriku ólik þeim hér að mörgu leyti. Jólanóttin er til dæmis ekki eins heilög þar og hér. Það er þá frekar jóladagurinn.” Og sem fyrr segir hefur Jóhann Svarfdælingur ekki ákveðið, hvað hann muni gera i náinni framtið, en jólin heldur hann fyrir norðan og dvelur hér á Islandi eitthvað áfram. —EA. Vindstigin bundu ekki hendur innbrotsþjófo Fátt eða ekkert fær hamið inn- hrotsþjófana. Jafnvel i illviðrinu i nótt voru þeir ckki aðgerðarlausir hér I höfuðborginni og brutust inn að minnsta kosti á fimm stöðum. Stórvirki unnu þeir þó hvergi. Mestu munu þeir hafa stolið i Lúllabúð við Hverfisgötu 59. Það- an stálu þeir 25 lengjum af siga- rettum — þvi tóbak er jú orðið svo dýrt. Þurftu þeir að brjóta rúðu i úti- hurð til að komast inn, en öðrum skemmdum ollu þeir ekki. Þetta var um klukkan sex i morgun, en um miðnætti i nótt var gerð tilraun til að komast inn i söluturninum við Vesturgötu 2. Voru innbrotsþjófarnir búnir að snúa sundur hengilás á fremri dyrum og byrjaðir að reyna að brjóta upp innri dyrnar, þegar styggð komst að þeim, og voru þeir horfnir burt, þegar lögreglan hafði verið kvödd á staðinn af bif- reiðastjóra, sem orðið hafði mannaferða var i söluturninum. Um klukkan eitt i nótt leituðu svo einhverjir skjóls i þeim ágæta vinnuskúr og mötuneyti, sem stendur við Asparfell i Breiðholti. Urðu nokkrar skemmdir af völd- um innbrotsins, en innandyra var ekki hreyft við neinu. Enda ekki mikið þar við hæfi innbrotsþjófa — ja, nema þá verkfæri ýmis konar, sem þeir þó létu kyrr liggja. Loks heyrði Visir getið um inn- brot i húsin við Laugaveg 2 og 27, en tókst ekki að afla upplýsinga um þau, áður en blaðið fór i prentun. Af viðtölum við lögregluvarð- stjóra annars staðar á landinu má ætla, að innbrotsþjófar ætli að taka jólin fyrr þar en i höfuðborg-. inni, þar sem Visir spurðist frétta. — ÞJM TILKYNNING frá Seðlabankanum Seðlabankinn vill að gefnu tilefni benda á, að samkvæmt 1. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 71/1966, er óheimilt að stofna til fjárskuld- bindinga i islenzkum krónum eða öðrum verðmæli með ákvæðum þess efnis, að greiðslur, þar með taldir vextir, skuli breytast i hlutfalli við breytingu á visi- tölum, vöruverði, verðmæti gulls, silfurs eða annars verðmælis, nema að fengnu leyfi bankans. Sérstaklega skal á það bent, að óheimilt er að miða greiðslur við verðmæti gulls eða annarra góðmálma. Þá er óheimilt, skv. 2. gr. nefndra laga, að stofna til fjár- skuldbindinga með endurgreiðslu miðað við gengi erlends gjaldeyris, nema um endurlán erlends lánsfjár sé að ræða, og að hin erlenda lántaka sé heimiluð lögum samkvæmt. /íg&k I jhVgr? f) Reykjavik, 20. desember 1972. SEÐLABANKI ÍSLANDS Ný 980 kr. Nýir I kjólartekftirmpp i d a f peysum, si og síöum kjólum. Smekkbuxur, blússur, angóru- húfur. ALLT á gamla verðinu Tízkuverzlun ungu konunnar Kirkjuh voli Sími 12114 Blessing klukkur Nýju gerðirnar I Mikið litaúrval Franch Michelsen úrsmiður Laugavegi 39 Hermann Jónsson úrsmiður Lœkjargötu 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.