Vísir - 22.12.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 22.12.1972, Blaðsíða 17
Visir. Föstudagur 22. desember lí)72 17 u □AG | Q KVÖLD Q □AG | Q KVÖLD | Q □AG | Þeir klæöa sig vel þessir, þó að heitt sé um jólin i Jerúsalem, og ekki er þeirn um, að tekin sé mynd af þeim. Það er raunar sérstakur trúflokkur heittrúaðra gyðinga, sem vilja aldrei láta taka af sér mynd. Mikiö er um pílagrima i Jcrúsalem á jólunum, og fara þeir oft að grátmúrnum fræga, sem sést i bak- grunni þessarar myndar. Fjallað verður um Jerúsalem i Sjónaukanum i kvöld. Sjónvarpið kl. 21,50 í kvöld: Sjónaukinn Sjónaukinu er einn þeirra þátta, sem fjalla oftast um mál, sem ný eru af nálinni, og þvi er ekki hægt að geta þess i útgefinni dagskrá, hvað verður á boðstól- um hverju sinni. Dagskráin er prentuð viku fram i timann og efni Sjónaukans er i fyrsta lagi ákveðið til fullnustu daginn áður en þátturinn er sendur út. Þar sem fólk vill gjarnan vita, hvað flutt verður i sjónvarpinu, þegar það skipuleggur fritima sinn, höfum við á Visi reynt að afla okkur upplýsinga um efni þátta, sem ekkert stendur um i dagskránni, nema nafn þáttarins. Þeir, sem vinna við gerð sjón- varps- og útvarpsefnis skilja nauðsyn á þessari þjónustu og eru allir af vilja gerðir til að veita upplýsingar. Við spjölluðum við Eið Guðna- son og inntum hann eftir efni Sjónaukans i kvöld, og fengum við eftirfarandi upplýsingar: Fyrst verður rætt við sovézka sendiherrann i tilefni af 50 ára af- mæli Sovétríkjanna sem rikja- sambands, og Ágúst Sveinsson bóndi í Asum segir frá jólum i sveit, þegar hann var ungur. Ágúst er 86 ára og hinn ernasti. Erlendis frá verður sýnd filma frá Jerúsalem, og Jón Hákon Magnúsaon mun ræða um borgina eins og hún er á jólum. Fleira af efni Sjónaukans er ekki endanlega ákveðið. Taldi Eiður þó, að fjárlögin yrðu rædd og sennilega fenginn einn maður, sem er fylgjandi stjórninni, og einn stjórnarandstæðingur. —LÓ Sjónvarp kl. 21,00: Að baki fóstbrœðra Einhvern tfma höfum við öll séð hrottalega, spennandi, sögulega eða fyndna myndaflokka i sjón- varpinu. Við höfum fylgzt með af áhuga og reynt aö missa ekki af neinum þætti i þeim myndaflokki, sem er okkur aö skapi. En höfum við nokkurn tima hugleitt, hvernig þessi myndaflokkur varð til? Sennilega íiafa fæst okkar hugsað út i það. Við veitum þættinum athygli okkar i hálfa klukkustund og stöndum siðan upp og förum aö hugsa um eitt- hvað annað. En það eru menn og konur til, sem hafa eittárum ævi sinnar i aö veita okkur þá skemmtun, sem við erum búin að gleyma um leið og við erum hætt að horfa. Slikur maður er framleiðandinn Robert S. Baker, sem eyddi þremur árum ævi sinnar i að setja saman þáttinn um Fóst- bræðurna. Þeir, sem hann hefur valið i aðalhlutverkin i þáttum sinum, eru engir kálfar á leiklistar- brautinni — Tony Curtis og Roger Moore Þetta er fyrsti sjónvarps- myndaflokkurinn, sem Tony Curtis leikur i, og hann hefur þetta um það að segja: „Nú á ég algerlega nýjan feril fyrir höndum með lágmarks- áhorfendafjölda, sem nemur 350 milljónum manna, (þættirnir hafa verið seldir til a.m.k. átján landa). Þetta verður alveg ný reynsla fyrir mig, og ég hlakka til hennar.” Þarsem Tony Curtis er glöggur maður, sér hann, að hann hefur öll tromp á hendinni i sambandi við þessa þætti, þvi að þeir eru afar vinsælir, enda keypti hann sér fimm hæða hús i London, svo að varla hefur hann tapað mikið á þessu! Roger Moore er orðinn reyndur liðsmaður við gerð sjónvarps- Roger Moore, Tony Curtis og Jennie I.inden slaka á meðan hlé er gert á upptöku eins þáttanna um Fóstbræður. efnis. Þegar hann lék i Fóst- bræðrum, hafði hann þegar leikið i fjórum myndaflokkum: Ivanhoe, The Alaskans, Maverik og Dýrlingnum, sem við höfum séð hér. Vinnan við Fóstbræðraþættina hefur verið hálfgerðar svaðilfarir á stundum. „Ékki eins erfitt og að grafa skurð”, segir Roger,” en krefst mikils likamlega og er andlega þreytandi.” 1 hvert skipti, sem Roger hefur lokiö við að leika i sjónvarps- myndaflokki, segir hann: „Aldrei geri ég þetta aítur”,en hingað til hefur alltaf tekizt að fá hann til að leika i einum enn eftir miklar for- tölur. FÖSTUDAGUR 22.des- ember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgiinhæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Herdis Egilsdóttir les frumsamið ævintýr um jólasveininn með bláa nefið. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á m illi liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.45: Ten years after leika og syngja. Frétt- ir kl. 11.00 Tónlistarsagan: Endurt. þáttur Atla Heimis Sveinssonar. Tónleikar: Alfred Brendel leikur Pianósónötu nr. 7 i D-dúr op. 10 nr. 3 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurtregmr. Tilkynningar. r# m i« s....r 'A u Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þetta verður að mörgu leyti erfiður dagur, annriki og vafstur og allt á siðustu stundu, en kyrrist þó eitthvað þegar á liður. Nautið,21. april-21. mai. Það litur út lyrir að þú verðir að fara að öllu með gát til að varast. deilur og ósamkomulag heima fyrir og virðist litið munu til þurfa. Tviburarnir,22.mai-21.júni. Gerðu það sem unnt reynist til að koma i veg fyrir að þú lendir i timahraki. Einhver velviljaður sýnir hug sinn með góðum greiða. Krabbinn.22. júni-23. júli. Annrikisdagur og eins vist, að margt fari i vafstur og sjálft sig. Reyndu skipulag á hlutunum, en óvist að þvi verði við komið. Ljóniö.24. júli-23. ágúst. Það kemur sér vel fyrir þig i dag, að þú átt góða að, annars er hætt við að margt yrði á seinni skipunum. Annars nota- drjúgur dagur. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Allt virðist geta gengið sæmilega i dag, einkum er á liður, en vissara fyrir þig að hafa gát á peningamálunum, svo ekkert komi á óvart siðar. Vogin, 24. sept.-23. okt. Það er ekki fyrir að synja, aö þér komi eitthvað mjög skemmtilega á óvart i dag, og ef til vill að þú minnist þess lengi með ánægju. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Annriki mikið, og það sem lakara er, það er hætt við að þungt verði yfir þér einhverra hiuta vegna, að minnsta kosti i bili. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þú getur komið ár þinni vel fyrir borð i dag og á óvæntan hátt, ef til vill að þú verðir fyrir nokkurri heppni i þeim viðskiptum. Stcingeitin, 22. des.-20. jan. Þú munt fagna góðum fréttum I dag, eða óvæntri og skemmti- legri heimsókn. Það virðist ganga á ýmsu i kringum þig, en láttu það ekki á þig fá. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Það litur út fyrir að þú þarfnist aðstoðar og að þú fáir hana, betri og gagngerri en þú þorðir að vona. Kvöldið getur orðið ánægjulegt. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Vafstur og annriki fram eftir en ánægjulegur dagur, er á liður, og eins liklegt, að gagnstæða kynið eigi sinn þátt i þvi. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 Við sjóinn.Jóhann Guö- mundsson efnaverkfræðing- ur talar um nýjungar i fisk- vinnslutæk jum (endurt.). 14.30 Siödegissagan: „Siðasta skip suður” cftir Jöknl Jakobsson.Höfundur ies (5) 15.00 M iðdegistónleikar: Söngliig. Liane Jespers syngur lög eftir Debussy. DietrichFischer-Dieskau syngur liig eltir Hugo Wolf. 15.45 I.esin dagskrá næstu vikn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregriir. Tilkynn- ingar. 16.25 l’opphornið 17.10 Lestur úr nýjum barna- bókiim 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Fréttaspegill 19.45 Þingsja • Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00. Sinfóniskir tónleikar a. Hljómsveitin Filharmónia leikur „Fingalshelli”, for- leik op. 26 eftir Mendels- sohn,- Otto Klemperer stj. b. Josef Suk og Tékkneska fil- harmóniusveitin leika Fiðlukonsert i g-moll op. 26 eftr Max Bruch; Karel Ancerl stj. c. Elly Ney og Filharmóniusveit Beriinar leika Pianókonsert nr. 2 i B- dúr eftir Brahms; Max Fiedler stj. 21.30 „Jesús og .lóhannes skir- ari", bókarkafli cftir llend- rik VVillem van Loon.Ævar R. Kvaran llytur eigin þýö- ingu. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Útvarps- sagan: „Strandið” eftir llunncs Sigfússon.Erlingur E. Halldórsson les (10) 22.45 Létt músik á siökviildia. Bengt Hallberg leikur ásamt íélögum. b. Stein Ingebrigtsen, Inge Lise, Sverre Faaberg o.fl. syngja með norskum hljómsveit- um. c. Iavar og Eivind Böksle syngja visur eftir Vilhelm Krag. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Föstudagur 22. desember 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og anglýsingar 20.35 Fagur fiskur i sjó Sjávarlifsmynd frá Bahamaeyjum. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.00 Fóstbræður. Brezkur ■ sakamála- og gaman- myndaflokkur. Glataði soiiurinn. Þýöandi Krist- mann Eiðsson. 21.50 Sjónaukinn Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.50. Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.