Vísir - 22.12.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Kiistudajíur 22. desember 1!)72
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn It. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Rltstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Si'mi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Ekki er allt gull...
Ef Visir hefði fyrir um það bil tveimur árum spurt (
almenning að þvi i skoðanakönnun, hvort hann teldi /
stóraukinn ferðamannastraum æskilegan eða ekki, )
er sennilegt, að allur þorri manna hefði svarað þvi (
játandi. En Visir framkvæmdi ekki slika skoðana- (
könnun á þeim tima, enda talið litilsvirði að spyrja /
um atriði, sem allir virtust i stórum dráttum vera )
sammála um. \
Nú hefur Visir hins vegar spurt þessarar spurn- (
ingar i skoðanakönnun. Niðurstaðan var birt i blað- /
inu á mánudaginn var. Þá kom það i ljós, að and- )
stæðingar stóraukins ferðamannastraums voru (
orðnir verulega fjölmennur hópur, 42% þeirra, sem /
svöruðu. Hinir, sem studdu stóraukinn ferða- )
mannastraum, voru 58%, og eru þvi enn i meiri- \
hluta. En það er ljóst, að skoðanir manna á þessu (
máli skiptast mjög i tvö horn. /
Á þessu ári hefur töluvert verið rætt á opinberum )
vettvangi um vandamál ferðamannastraumsins. (
Að mestu leyti hefur falizt i þessari umræðu gagn- /
rýni á einstefnu þjóðarinnar i þessu máli á undan- )
förnum árum. Menn hafa bent á skuggahliðar \
ferðamannastraumsins og varað við ýmsum hættu- (
legum afleiðingum af of miklum straumi ferða-1
manna. Þeir hafa lika bent á, hve mikil lifsgæði )
felast i þeim sérkennum landsins, sem ferða- \
mannastraumurinn byggist á, og hve mikils virði sé (
fyrir þjóðina að geta notið þessara lifsgæða sjálf. /
Áhrif þessara sinnaskipta eru ekki þau, að ný ein- )
stefna hafi tekið við af annarri, að það, sem áður (
var hvitt, sé nú orðið svart i hugum fólks. Umræðan í
hefur hins vegar stuðlað að raunsærra mati á /
kostum og göllum hinnar nýju og efnilegu atvinnu- \
greinar. Æ fleiri koma auga á, að meðalhófið er bezt (
i þessu efni eins og svo mörgum öðrum. /
Við eigum að auka ferðamannastrauminn, en)
ekki með stjórnlausum hætti. Við megum ekki rvra \
með átroðningi þau lifsgæði, sem við erum að selja (
ferðamönnunum. Og við verðum lika að hafa rými /
fyrir okkur sjálf úti i náttúrunni. Með gætninni \
náum við beztum árangri. (
Af tvennu illu...
Alþýðubandalaginu telur sér ekki henta að draga \
fjöður yfir þá staðreynd, að ráðherrar Hannibalista (
knúðu fram valið á gengislækkuninni fram yfir /
aðrar leiðir i átt út úr ógöngum efnahagslifsins, )
Ráðherrum Alþýðubandalagsins þykir að visu \
miður, að vera taldir hafa verið svinbeygðir i þessu (
máli og hafa látið undan af ótta við að missa ráð- /
herraembættin. En þeim þykir mikilvægara að )
létta af sér eins og mögulegt er ábyrgðinni á gengis- (
lækkuninni. /
Þeir vita, að margir stuðningsmenn þeirra geta /
alls ekki sætt sig við gengislækkunina, svo sem\
Alþýðubandalagið á Raufarhöfn, sem samþykkti (
vitur á þingflokk og miðstjórn flokksins fyrir hana. /
Og Alþýðubandalagið i Reykjavik hefur klórað i)
bakkann með ályktun, sem er eins konar afsökun á \
frammistöðu ráðherranna. í ályktuninni segir, að /
stjórnarsamstarfið megi ekki rofna, þar sem nú /
blasi við þau verkefni að tryggja 50 milurnar i \
reynd og koma hernum úr landi. Þessi atriði séu (
mikilvægari en efnahagsvandamál liðandi stundar, /
verðbólguvandinn, sem fylgir gengislækkuninni. /
Magnús og Lúðvik hafa sætt sig við ósigur i einni \
orrustu. En þeir ætla sér samt að vinna striðið. ((
llin uldna kempa Hannibal hafði
forustuna og ætti að taka við sæti
Ólafs.
Drengí-
lego
gert
piltar
i öllum |>cim miklu umræðum,
sem orðið liafa um gengis-
lækkunina um siðustu hclgi,
finnst mcr, að eitt aðalatriðið hafi
gleym/.t eða orðið útundan, og
það er, að rikisstjórnin hefur sýnt
alveg óvenjulega djörfung og
drengskap með þvi að fram-
kvæma gengislækkunina beint og
óhikandi.
Við skulum gera okkur grein
fyrir þvi, að þetta var mjög erfitt
spor fyrir hana að stiga, það var
niðurlægjandi og litillækkandi,
en hún steig það engu að siður
djörf og ákveðin, af þvi að þjóðar-
heill krafðist þess. Það er á erfið-
leikastundunum, sem menn sýna
það bezt, hvað i þeim býr, þá geta
menn flatmagazt niður i fyrir-
litninguna eða risið upp sem
mikilmenni gegn öllum stormum
og ádrepum.
Þessu hefði maður varla búizt
við af vinstristjórninni. Hún hefur
óneitanlega stækkað i þessari
djörfung sinni, að þora að horfast
i augu við veruleikann og taka
afleiðingunum af þvi, þó hún eigi
á hættu að fá yfir sig steypiflóð
andúðar.
Við vitum vel, hve erfitt einmitt
vinstri stjórnin átti með að stiga
þetta skref, þar sem þeir flokkar,
sem i henni sitja, hafa lengst og
mest fordæmt gengislækkanir
sem hagstjórnartæki. Þeir hafa
kallað gengislækkanir kúgunar-
tæki auðstéttarinnar gegn verka-
lýðnum. Og þeir hafa margsinnis
lýst þvi yfir, að vinstristjórn
myndi ekki fella gengið. Erfiðast
af öllum áttu kommúnistarnir
með að stiga skrefið, þeir hafa
talið sig sterkustu andstæðinga
gengislækkunar-arðránsins, og
aðeins voru nokkrir dagar siðan
þeir höfðu fortekið fyrir að
nokkur gengislækkun yrði. En
haninn þurfti ekki einu sinni að
gala þrisvar, tæpast galaði hann
nema einu sinni, og þá höfðu þeir
afneitað sinni fyrri trú og étið
ofan i sig hattinn sinn. Ég segi
þetta ekki til niðrunar, heldur
aðeins til að gera lesandanum
skiljanlegra, hve feikilegt afrek
það var hjá kommúnistum, eftir
allt sem þeir höfðu sagt, að gerast
nú postular gengislækkunar.
Þetta minnir bara hvorki meira
né minna en á Pál postula, þegar
hann var á leiðinni til Damaskus
og andi guðs kom yfir hann, eins
hefur andi gengislækkunar komið
yfir þá Magnús og Lúðvik, og eru
þeir hólpnir. Og það er verulega
fallega gert af Magnúsi, þegar
hann lýsir þvi skýrt og skorinort
yfir i blaðaviðtali, að hann skuli
bera fullkomlega á herðum sér
ábyrgðina af þessari gengislækk-
un.
Hitt var aftur á móti furðulegra
en orðum tjáist, að eitthvert
kommúnistafélag norður á Kópa-
skeri eða Raufarhöfn skuli leyfa
sér að risa upp á móti gengis-
lækkuninni og fara hörðum orð-
um um hana.
Þá vanta.r nefnilega þarna
norður á hjara veraldar á iskaldrí
strönd Norðurishafsins alla hug-
mynd um það, hvað hefði orðið, ef
ekki hefði verið gripið til gengis-
lækkunar. Þeir gera sér ekki
grein fyrir þvi, að allur báta-
flotinn var að stöðvast, hrað-
fyrstihúsin komin á tampinn,
allsherjar liðagikt hefði færzt um
allan þjóðarlikamann. Yfir vofði
strand og stöðvun. Þeir eru vanir
þvi þarna norðurfrá að hafa
árstiðabundið atvinnuleysi, þeir
imynda sér kannski, að það sé allt
i lagi, þó það verði árstiðabundin
stöðvun allra atvinnuvega
þjóðarinnar yfir svo sem einn
mánuð.
Nei, það tekur þvi ekki að anza
þessum heimalningum austur á
Melrakkasléttu. En ef þeir ekki
vilja taka þátt i gengis-
lækkuninni, hvi ekki að lofa þeim
að selja fiskinn sinn úr landi á
gamla genginu?
Það stendur þvi eftir sem fyrr
var sagt, að þessi gengislækkun
var drengilega gerð, piltar. Þið
völduð litillækkunina i staðinn
fyrir litilmennskuna. Hafið
heiður og þökk fyrir hetjudáðina.
En hitt er svo annað mál,
skuggahliðin á þvi öllu, ef maður
fer að hugleiða, — af hverju var
hún svo nauðsynleg þessi gengis-
lækkun? Svarið við þvi er ósköp
einfalt, hún var nauðsynleg vegna
þess að þessari stjórn hefur mis-
tekizt svo að segja allt, sem hún
hefur tekið sér fyrir hendur. Með
gengislækkuninni hefur hún ger-
samlega svikið eitt stærsta lof-
orðið sitt, sem sé það loforð að
fella ekki gengið. Það er ósköp
litilmótlegt hjá forsætisráð-
herranum, þegar hann er að
reyna að bera það af sér, að hann
hafi ekki lofað þvi að fella ekki
gengið, þegar hann reynir að
snúa út úr og segja, að hann hafi
aðeins meint það, að stjórnin
ætlaði ekki að fella gengið
sumarið 1971, þegar engum kom
gengislækkun i hug og allt var enn
i stakasta lagi.
Svona útúrsnúningar sæma alls
ekki manni i hans stöðu og eru eitt
af mörgu, sem rennur undir það,
að hann hefur nú bókstaflega
misst allt álit og traust. Fyrr
hefur hann verið vafrandi i svör-
um, en þessi yfirlýsing hans er til
svo háborinnar skammar, að
meðan stjórnin sjálf hefur
stáekkað i djarfri gengis-
lækkunarákvörðun sinni, hefur
höfuð hennar, sjálfur forsætisráð-
herrann, minnkað og dvinað
niður i svo sem ekki neitt. Þetta
segi ég, þó mér sé hlýtt til hans,
þessa gamla kennara mins og
viti, að hann er hjartagóður
maður. En það breytir þvi ekki,
að hann er orðinn alveg ómögu-
legur i þessari stöðu. Ég vildi nú
leggja til, öllum fyrir beztu, að
stjórnin yrði stokkuð upp og
Hannibal gerður að forsætisráð-
herra. Það er alveg augljóst, að
þó hann væri hér fyrir minnsta
flokknum, þá hafði hann alger-
lega leiðandi hlutverk i sliku stór-
máli sem gengislækkuninni. Það
er alveg furðulegt að sjá hann,
þessa öldnu kempu, taka forustu-
hlutverkið af hinum bljúga for-
sætisráðherra, sem ekkert sýnist
hafa vitað, hvað hann vildi.
Gengislækkunin var nauðsynleg
vegna þess að vinstri stjórnin
hefur farib illa með völdin i þetta
1 1/2 ár, sem hún hefur regerað.
Hún hefur lent i þá gryfju vegna
lýðskrumstilhneiginga að sóa og
sólunda gegndarlaust fjármunum
rikis og þjóðar, svo allt hangir nú
i bláþræði yfir blábrún.
Og gallinn er sá, að hún hefur
ekki enn leyst neinn vanda,
heldur kallar hún yfir okkur enn
stærri vanda eftir aðeins skamma
stund. Með þvi að halda visitölu
óskertri hefur hún aðeins tekið
sér þriggja mánaði’ vixil, sem
fellur einhvern timann i marz.
Þeir kalla þetta „Óvenjulega