Vísir - 22.12.1972, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 22. desembcr 1972
7
gengislækkun”, allt öðruvisi en
aðrar gengislækkanir, en hún er
ekkert óvenjuleg að öðru leyti en
þvi, að þeir hafa aðeins skotið
vandamálunum á frest.
Hún er t.d. ekkert öðruvisi en
aðrar gengislækkanir að þvi leyti,
að upp hófst sama gjaldeyris-
braskið eins og venjulega.
Gallinn var aðeins sá, að þessi
rikisstjórn, ólöguleg i sniðum eins
og venjulega og illa verki sinu
vaxin, var miklu meira hikandi
en þekkzt hefur áður við gengis-
lækkanir og gaf fjármálamönn-
um og fyrirtækjum greinilega
heila viku til að braska með
gjaldeyri og eyða gjaldeyri á
gamla og ódýra genginu.
Ég held, að aldrei fyrr hafi
framkvæmd gengislækkunar tek-
izt jafnóhönduglega og nú. Þessa
einu viku björguðu kaupsýslu-
menn milljörðum króna i faktúr-
um. Og nú gerðist furðulegt fyrir-
bæri, að mönnum var leyft að
borga fyrirfram ógjaldfallna er-
lenda vixla, sem er eitt greini-
legasta táknið um gjaldeyris-
brask. bað hefur áður verið
stranglega bannað, að menn
greiði fyrirfram slika vixla. Þeir
eru dagsettir á ákveðnum degi,
og ætti þá að sjálfsögðu af að ráð-
ast, hvenær gengislækkunin skæri
á hnútinn.
Ég er ekki kannski viss um, að
hér sé beinlinis um gengisgróða
að ræða, þvi að ég geri ráð fyrir,
að hægt sé að hafa eftirlit með
þvi, að megnið af vörunum verði
þá selt á gamla verðinu. En gróð-
inn kemur samt fram i sam-
keppnisaðstöðu og að auðvelt
verður að umsetja vöruna á
gamla verðinu.
Gengislækkanir eru fyrirbæri,
sem er mikið rannsóknarefni i
okkar þjóðfélagi. Þær ráða senni-
lega mjög úrslitum um það,
hverjir verða ofan á i þjóðfélag-
inu. Þær steypa skyndilega i glöt-
un kaupsýslumönnum, sem ekki
eru nógu skjótir að bjarga sinu
skinni á þessari örlagastund. Þær
lyfta öðrum upp til auðs og vel-
gengni i margslungnu braski sinu
og svindli. Einn aðilinn situr jafn-
an eftir og verður að bita i hið
súrastá súra af öllum eplum og
taka á sig tapið, og það er verka-
lýður og launþegar, sem nú strax
tapa þriggja mánaða gengismun
á launum sinum, og eiga þó eftir
að tapa meiru, þegar kemur að
hinu beiskasta beiska, þegar
kjörin verða svo endanlega skert.
I hrunadansi gengislækkunar
kemur það lika fram, hverjir eru
voldugir og áhrifamiklir i þjóðfé-
laginu. Oft þarf að þrýsta á og
hafa áhrif, þegar örlagastundin
upp rennur. Það er t.d. alveg
makalaust, hve mikið fjármagn
kaupsýslustéttin gat allt i einu
haft i höndunum nú, þegar geng-
islækkun vofði yfir. Eitthvað af
þvi fjármagni hefur sennilega
verið dulið fjármagn, sem allt i
einu kom fram, og væri nú tæki-
færi til að kanna það og komast
fyrir rætur skattsvika. En lang-
mestur hlutinn hefur sennilega
verið fjármagn frá bankakerfinu,
og það væri þá sannarlega rann-
sóknarefni að kanna það, hverjir
fá það, þvi að það er ekkert nema
hreint gróðafjármagn.
Það er lika ein mjög áleitin
spurning, sem kemur upp i sam-
bandi við þetta, sem ef til vill
jaðrar við fjármálaspillingu. Það
er sterkur orðrómur um það út
um allt, að Samband islenzkra
samvinnufélaga hafi nú leyst út
vörur fyrir milljónatugasummur
og greitt fyrirfram ógjaldfallna
erlenda vixla fyrir aðrar
milljónatugasummur. Nú var það
fyrirfram vitað, að Sambandið
átti i nokkrum fjárhagserfiðleik-
um. Menn hljóta að spyrja,
hvaðan fékk Sambandið slikt
milljónafjármagn upp úr þurru,
hvilikt töfrabragð var leikið
þarna? Ekki skyldi hið volduga
Samband undir Framsóknar-
stjórn hafa fengið eitthvað af
fjármagni frá rikisbönkunum?
Og hvað ef svo er, eru rikisbank-
arnir þá beinir þátttakendur i
gjaldeyrisbraski?
Þetta er aðeins spurning, ég
verð auðvitað að yfirlýsa mig
komplett idiót, þegar á að fara að
rýna i frumskóg gengislækkunar
og lendi liklega alltaf i þeim hópi,
sem alltaf er að tapa. En samt
væri það æði forvitnilegt rann-
sóknarefni að kanna það, hvernig
sjálfir rikisbankarnir eru oft
beinlinis þátttakendur i gengis-
lækkunarbraskinu.
Þorsteinn Thorarensen.
cTWenningarmál
w
Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Pólitík skiptir máli
H.R. Trevor-Roper:
SÍÐUSTU DAGAR HITLERS
Jón R. Hjálmarsson islenzkaði.
Almenna bókafélagið 1972. 329
bls.
Bretar eru glúrnir. Til
að kanna og semja
skýrslu i striðslokin um
dauðdaga Hitlers valdi
brezka leyniþjónustan
einn hinn fremsta sagn-
fræöing sem nú er uppi i
Bretlandi. Og Trevor-
Roper er lika i meira
lagi leikinn rithöfundur:
saga hans um endalok
og hrun Þriðja rikisins
og ævilok Hitlers er æsi-
legri frásaga, fyrir nú
utan hve læsileg og lær-
dómsrik hún er, en
nokkur reyfarasaga á
jólamarkaðnum.
Að stofni til er þessi bók sem sé
skýrsla um siðustu daga og dauða
Adolfs Hitlers, samin til þess að
koma i veg fyrir að myndaðist
þjóðsaga um undankomu eða
pislarvætti hans sem orðið gæti
fótur fyrir nýrri nazistahreyfingu
eða viðhaldi hinnar gömlu. Fyrir
þessu efni gerir höfundurinn
grein i þremur siðari köflum
frásögunnar, atburðarásinni i
Berlin og Þýzkalandi frá 25ta
april til lsta mai 1945.
En saga hans er miklu meira
efnis. 1 fyrstu fjórum köflum
hennar lýsir hann aðdragandan-
um að óförunum, viðbrögðum
Hitlers og hirðar hans við ósigrin-
um sem fer i hönd og hinu þrot-
lausa valdatafli sem fram fór i
kringum Hitler allt fram á hans
siðasta andartak, og þó lengur.
Þvi að foringjar nazista hafa trú-
að þvi fram á siðustu stund að
veldi og flokkur þeirra mundi við-
haldast i einhverri mynd eftir
ósigurinn, þeir væru hinir einu
sem færir væru um að halda uppi
einhvers konar stjórn og skipu-
lagi i landinu, og þvi yrði ekki án
þeirra verið.
í Fróðárhirð
Jafnframt er saga Trevor-
Ropers eins konar yfirlit og úttekt
á sögu nazismans i Þýzkalandi,
útlegging þeirrar söguskoðunar
eða skilnings að gerræðisstjórn
leiði til gerspillingar yzt sem
innst, efst og neðst i samfélaginu.
Þannig séð er þetta saga um sið-
blindu heillar þjóðar. Þvi er ekki
vert að gleyma að sagan er samin
alveg i striðslokin — i þvi ljósi
verður að sjá hinn harða áfellis-
dóm sem höfundur lætur ganga
yfir sögulegum arfi þýzkra
stjórnmála og heimspeki sem
ávaxtaðist i þúsund ára riki
nazismans. Ekki þar með sagt að
sá dómur sé endilega rangur,
enda hefur höfundur enga ástæðu
séð til að endurskoða eða milda
hann.
Saga Þjóðverja auðkennist af
samfelldum pólitiskum mistök-
um, svo samfelldum að þau virð-
ast orðin að hefð — sem að sinu
leyti valda þvi að ný og ný mistök
virðast öldungis óhjákvæmileg,
segir hann. En eftir er að sjá
hvort saga Þýzkalands eftir strið
á eftir að breyta þessari harka-
legu söguskoðun: auka til
frambúðar nýjum þætti i pólitiska
sögu Þjóðverja.
Þegar hér var komið, siðla árs
1944 og siðan var- hernaðarstyrk-
ur Þýzkalands á þrotum, máttur
Ættarhöfðingjar i apasamfélagi: Himmler og llitler. — Myndin er úr
bók Trevor- Ropers, Siðustu dagar Ilitlers.
og dýrð valdhafa þess, en póli-
tiskur lifsmáttur þeirra, sem
hafði komið þeim til valdanna og
viðhaldið þeim var löngu þrotinn.
Átburðarásin sem Trevor-Roper
lýsir er nógu hrikaleg i sjálfri sér,
en hún er engu að siður aðeins
umgerð efnisins. Á sjónarsviði
sögu hans leika úrkynjaðir lodd-
arar sinn siðasta leik, umleiknir
sárbitru háði og fyrirlitningu
höfundarins. Apasamfélagið kall-
ar hann þá — og lýsingin á þvi
samfélagi sem réð örlögum
Þriðja rikisins er aðalefnið i bók
hans. Það samfélag laut til sið-
ustu stundar einum almáttugum
vilja, Hitlers sjálfs, og i og með að
hann var dauöur leystist draum-
heimur þeirra upp i brennandi
rústum Berlinar. Það er lýsing
þessa samfélags á þess hinztu
dögum, þegar eðli þess birtist af-
dráttarlaust, sem gerir bókina
um siðustu daga Hitlers svo
óhugnanlega og áhrifamikla af-
lestrar sem raun ber vitni. En það
er gáta sögunnar hvernig þvilikt
samfélag mannlegrar geðveiki og
spillingar gat komizt til valda i
Evrópu miðri — og þvi nær unnið
styrjöld sina til heimsyfirráða.
Gengi er valt.
Það var ekki þýzki nazisminn
né nazistar sem voru að þvi
komnir að vinna striðið, segir
Trevor-Roper: Það var þýzkur
iðnaður og þýzki herinn. Það sem
tapaði striðinu fyrir Þjóðverjum
var óheft einræðisstjórn nazista,
rótgróin i pólitiskri hefð lands-
manna.
Og sá maður sem harðastan
dóm hlýtur i sögu hans — það er
Albert Speer, hinn eini sem virð-
ist hafa á sér mannlega mynd i
þvi samfélagi úrkastsins sem
bókin lýsir. Þar stóð hann einn
uppi vegna siðferðis, vitsmuna og
hugrekkis sins. Hann er hinn
raunveruiegi pólitiski glæpamað-
ur i þessari sögu, segir Trevor-
Roper, hinn ópólitiski tæknimað-
ur sem seldi sig á vald gerspilltu
stjórnarfari. Hann sá og skildi
allt sem fram fór i kringum hann i
tiu ár við völdin — en hann að-
hafðist ekkert, trúr þeirri skoðun
að stjórnmál skiptu ekki máli.
Hann er i þessari sögu fremsti
fulltrúi þeirrar háskalegu heim-
speki sem umturnaði Þýzkalandi
og lá við að legði allan heiminn i
rúst.
Það er i stytztu máli lærdómur
þessarar sögu að ekki verði kom-
izthjá þátttöku i stjórnmálum, að
pólitik skipti máli. Hvernig sem
hann notast á jólabókamarkaðn-
um okkar i ár — siðustu gengis-
lækkunardögum þeirra Ólafs og
Jóhanns og Lúðviks, Hannibals
og Gylfa og þeirra.
Fé er falt.
Bók Trevor- Ropers um siðustu
daga Hitlers kom fyrst út árið
1947, en hefur verið gefin út
margsinnis siðan, þýdd á ýmsar
tungur, og hefur i minnsta kosti
tuttugu ár verið fáanleg i sára-
ódýrum útgáfum i vasabroti. Það
má ætla að velflestir lesendur
sem hafa umtalsverðan áhuga á
samtimasögu eða sögu nazis-
mans i Þýzkalandi sér i lagi,
þekki bókina fyrir a.m.k. ef þeir
eru læsir á ensku, en islenzk þýð-
ing og útgáfa hennar i ár sé eink-
um ætluð þeim sem ekki hafa tök
á að lesa hana á erlendu máli.
Hún er auk þess bók sem af mörg-
um ástæðum er likleg til að „gera
sig” á jólamarkaði, svo æsileg og
læsileg sem frásögnin er. en
nazisminn og striðið efni sem si-
fellt vekja áhuga.
En þvi miður er sagan ekki
svipur hjá sjón i sinum islenzka
búningi. Þýðingin virðist gerð eft-
ir gullinni reglu jólamarkaðar-
ins: að fylgja orðalagi og
setningaskipan frumtexta eins
náið og framast er unnt, en leggja
þá merkingu I málið sem
orðabókin gefur fyrst og fljótleg-
ast til kynna. Still Trevor-Ropers
er vafalaust vandmeðfarinn i
þýðingu —og þvi viðkvæmari fyr-
ir þvilikum kauðaskap. Og hér
eimir þvi miður ósköp litið eftir
af skýrleik og skerpu hans, hinu
fimlega háði sem alla tið auð-
kennir frásögnina og temprar sið-
ferðislega vandlætingu höfundar-
ins. Hin hraða, læsilega og
nákvæma frásögn verður klunna-
leg, óskýr og þar sem verst lætur
þvi sem næst óskiljanleg. En hér
er aðeins rúm fyrir örfá dæmi af
handahófi um orðfæri og aðferð
þýðandans.
Orö eru á islenzku til
í upphafi annars kafla er dálitið
snúin setning um sókn banda-
manna i ágúst 1944: ,,The rest ol'
thedrama — the pace of the cata-
strophe, the interrelation and
concatenation of events — was
determined by an external,
uncontrollable foree: the advance
ol' the Allied armies”. Er þetta
skiljanlegt á islenzku, án hlið-
sjónar af enska textanum?
Svona: „Það sem eftir var af
sýningunni — það er að segja inn-
byrðis skyldleiki og samtenging
atburðanna i aðför hins yfirvof-
andi hruns, — var allt ákveðið af
utan að komandi og óstýranleg-
um kröftum: sókn hersveita
bandamanna”.
Ekki tekst heldur alltaf að þýða
orðin „rétt” eftir orðabókinni
hvert og eitt. „All planning...was
an academic exercise”: „allar
áætlanir...voru...eins og heim-
spekileg ritgerö”, segir þýðancf-
inn, hvað sem hann á nú við með
þvi. Hanna Reitsch fór úr byrgi
Hitlers með sama hætti og hún
kom þangað — „i táraliaumi,
málæði, og aístæðiskenndum
upphrópunum”: „in a profusion
of tears, rhetoric and abstract
nouns”.
Um Göbbels segir á einum stað
(277): „Hann hafði mótað eigin
reglur. Árangur þeirra var eng-
inn. Sjálfstortiming var þvi rök-
rétt afleiðing hugsjónalegrar
gjöreyðingarstefnu hans”. Hér er
reyndar verið að gera lokaúttekt
á pólitík Göbbels ekki siður en
skapgerð hans: „He had worked
out his formula, the answer was
nought, and self-annihilation was
the logical consequence of his
ideological nihilism”. En það
skrýtna er að Göbbels, einn nán-
ustu fylgjara Hitlers, virðist njóta
ofurlitillar virðingar i frásögn-
inni: hann er a.m.k. sjálíum sér
trúr til hinztu stundar!
I lokakafla bókarinnar má lesa
svofellda söguspeki:
„Undir yfirborði einingar er
sérhver einræðisstjórn að veru-
legu leyti miðflóttakennd: Stjórn
hirðar leynir stjórnmálalegri
upplausn, þar sem afbrýðissamir
lénsmenn með einkaherjum og
tilstyrk hins opinbera semja á
laun og berjast stundum fyrir
opnum tjöldum fyrir erfðarétti
eða viðhaldi valds sins”.
Hver skilur þetta? Það merkir:
„Behind the facade of unani-
mity, all dictatorships are to a
large extent centrifugal: the rule
of a court conceals a political
anarchy in which jealous
feudatories, with their private
armies and reservations of public
resources, are secretly
bargaining, and may openly
fight, for the reversion or the
preservation of power”.
Hér lýstur mörgu saman. Það
kann ekki góðri lukku að stýra að
þýða orðrétt eftir orðabókinni,
political: stjórnmálalegur,
military: hernaðarlegur. Með þvi
móti verður t.d. „military
escort” að „hernaðarlegum
fylgdarmanni” og „geopolitics”
að „landfræðistjórnmálum ”,
Stjórnmálaleg upplausn er
a.m.k. hæpin þýðing á „political
anarchy”, en „reservations of
public resources” merkir ekki
„tilstyrk hins opinbera” né merk-
ið „reversion” „erfðaréttur”.
Og svo framvegis: þetta eru
bara dæmi þar sem bókin opnað-
ist til athugunar. En þar er af
nógu að taka fyrir áhugamenn
um málfar og stil á islenzku.