Vísir


Vísir - 11.01.1973, Qupperneq 2

Vísir - 11.01.1973, Qupperneq 2
2 Visir. Fimmtudagur 11. jamiar 1973 TÍSIBSm: Hvaöa áhrif hefur skamm- degiö á yöur? Itagnar Jónsson: Eg tek það bara rólega. Eg held að allir þurfi að sofa meira, en hjá mér er skapiö svipað. Anna Daniclsdótlir, húsmóðir: bað hefur mjög mikil áhrif á mig, ég verð öll þyngri, og ekki get ég neitað þvi, að svolitið fer það i skapið á mér. Ég er meira fyrir sólina. ticir Jóscfsson, öryrki: Skammdegið fór vel i mig i ár, það var svo gott veður. Ég gel ekki sagt, að ég hafi fundið l'yrir þvi núna, en ol't áður hefur það haft vond áhrif á mig. bað má raunar segja, að ég sé sólarbarn. Margrct ólafsdóttir. ncmi: bað hefur hvorki mikil né slæm áhrif á mig, en ekki neita ég þvi, að ég er kátari á sumrin. Eirikur Ögmundsson, öryrki: baö fer bara vel i mig. Ég er kannski heldur lélegri að vakna á morgnana, en skapið er alveg jafngott. Marius Haraldsson, húsvörður: Bara ágæt áhrif. Mér finnst siður en svo verra að vakna á veturna. Ég vakna raunar alltaf klukkan sjö á morgnana. 84 misstu ökuleyfið œvilangt — ökuleyfissviptingar í Sakadómi sl. ór voru 533 að tölu Ölvun viö akstur hefur aukizt mjög undanfarin ár, hvaö sem þessari aukningu tilfella ölvunar við akstur veldur. i Sakadómi hefur vegna skorts á starfsfólki ekki verið gert neitt heild- aryfirlit um ökuleyfissvipt- ingar á síöasta ári. bórður Björnsson yfirsaka- dómari hcfur tekið lauslega saman tiilu þessara tilfella árið 1972. A sl. ári voru 472 dæmdir i Sakadómi fyrir ölvun við akstur. Voru það dómar, þar sem ekkert annað hrot var fyrir hendi en ölv- un við akslur, cngin slys eða brot á hcgningarlögunum. bess ber að gæla, að þótt sami maðurinn sé kærður þrisvar fyrir ölvun við akstur og tekin af honum blóð- prul'a jafnoft, er það oft, að öll til- fellin eru dæmd i einu i Sakadómi og kemur þvi sem einn dómur i yfirliti dómaf'jölda á árinu. Ökuleyfissviptingar cða svipt- ing réttar til að iiðíast ökuleyfi á árinu 1972, voru 5:13. Af þessum 533 voru 98 sviptir ökuleyfi eða létlindum til þess að öðlast það varðhald vegna ölvunar við akstur. Flestir þessara 197 voru dæmdir i 10, 15, 20 og 30 daga varðhald. Af þessum 197 voru 8 menn dæmdir i 00 og 90 daga varðhald. i tilfellum þessara átta manna var, fyrir utan ölvun við akstur, einnig um bilstuld að ræða. Varðhaldsrefsingu er beitt, er um itrekað brot er að ræða, eða áfengismagnið i blóði viðkomandi aðila fer yfir visst stig. Flcstir þeirra varðhaldsdóma fyrir ölvun viö akstur, sem kveðnir hafa veriö upp á undan- förnum árum, hafa ekki komið til framkvæmda, heldur hefur þeim vcrið brcytt i sektir. Var dómun- um breytt i sektir vegna skorts á plássi i fangelsunum. Á árinu 1971 voru 600 ökuleyfis- sviptingar gerðar i Sakadómi, eða svipting á rétti til að öðlast ökuleyfi. bar af voru 84 sviptir ökuleyfi eða réttindum til að fá það ævilangt. — bM ævilangt. i þessari tölu felast bæði dómar og sættir. bá eru hátt i 300 mál, sem liggja fyrir Sakadómi. Eru þessi mál á mismunandi stigum, sum ófyrirtekin, önnur langt komin og i sumum aðeins dómurinn ófall- inn. Á siðasta ári hafa 197 veriö dæmdir i óskilorðsbundið varð- liald. I-angflestir og nær allir þessara 197 hafa vcrið dæmdir i Æ fleiri eru teknir fyrir meinta ölvun við akstur og færðir til blóðprufu. ökuleyfissviptingar vegna ölvunar við akstur skipta hundruðum ár hvcrt. LÉLEGT HÚS GÆTI ÚTRÝMT VANDAMÁLUM FÉLAGSADSTODAR! b.K. hringdi: ,,Mig tekur svo sárt tií þess, hverja fyrirgreiðslu manneskja, sem ég þekki, hefur fengið hjá Malbikið undir veðri komið hinu opinbera, og mig langar til þess að láta það koma fram. bessi kona býr i lélegu húsnæði og er með eitt barn, sem vegna kulda i ibúöinni hefur oft þurft lækninga með. Reyndar hefur konan orðið fyrir því áfalli að þurfa að horfa á eftir öðru barni sinu, 9 mánaða gömlu, sem missti heilsuna — einvörðungu vegna heilsuspillandi húsnæðis, en það var á öðrum stað og i öðru byggð- arlagi. brisvar hefur konan leitað á náðir bæjarins og sótt um húsnæði á vegum hans og ailtaf fengið loforð um úrlausn. En sið- an ekki söguna meir. Ekkert hefur skeð. En núna siðast varð ég vitni að þvi, að hún fór enn sama bónar- veginn i fyrradag, og þá var henni visað frá, vegna þess að hún hefði ekki haft fimm ára búsetu i Reykjavik — sem var alveg rétt, þvi að hér hefur hún aðeins búið i þrjú ár. En núna er hún á götunni, þvi að henni hefur verið sagt upp 20. þessa mánaðar. Mér finnst þetta alveg átakan- legt. — Snerta þessi hörmulegu kjör konunnar mennina ekki neitt? Er það stefna þeirra að svipta fólk allri von um að lifa eins og manneskjur, en láta það bara veslast upp i eymd og volæði, og rétta þá fyrst hjálpar- hönd, þegar það er orðið of langt leitt til þess að þvi verði bjargað? beim finnst það kannski sniðug lausn á vandanum að biða i nokkur ár, þar til konan hefur uppfyllt búsetuskilyrðin. Á þeim tima yrði vandamálinu ÚTRÝMT af hinu heilsuspillandi húsnæði, og eitt eða tvö rúm á sjúkrahúsi mundu duga — eða horn i kirkju- garðinum.” HRINGIÐ I síma86611 KL13-15 (II skrifar: ,,Vegna þessara orða eins les- enda ykkar, sem drap á malbik- unina i Kópavogi, langaði mig til að koma nokkrum orðum að, þvi að hann gerir ekki of mikið úr vegagerðinni eða þeim, sem að gatnamálunum standa. — Mér er nokkuð kunnugt um þetta, þvi að ég hef sjálfur unnið við þessa malbikun. t fyrsta lagi er þaö misskilning- ur — eða öllu heldur hrein vit- leysa, hjá bréfritaranum, þegar hann heldur, að malbikinu sé ekið köldu i holurnar. bað er ekki hægt að nota kalt malbik, heldur veröur það að vera að minnsta kosti við bræðslumark. bað, sem veldur þvi, hversu illa malbikið tollir i holunum, er eink- um tvennt. B. hringdi: ,,Ég hef komið inn i mörg frystihús hér á Islandi, en aldrei hef ég séð neitt, sem likzt gæti þvi, er sjónvarpið var að sýna núna i vikunni. t sjónvarpsmyndinni mátti sjá t fyrsta lagi þyrfti að loka við- komandi götu fyrir umferð um einhvern tima, eftir að viðgerð hefur farið fram. En umferðar- þunginn krefst þess, að götunum sé haldið opnum, svo að umferð- inni er alltof snemma hleypt á viðgerða kaflann. 1 öðru lagi á veðráttan drjúga sök á þvi, hve endingarlitil við- gerðin venjulega reynist, þegar hún er gerð að vetrarlagi. Ef við- gerðin ætti að endast til frambúð- ar, þyrfti aö fylla i holuna i tvennu lagi — fyrst setja undir- lag, sem þyrfti tima til að jafna sig, og siðan efra slitlagið. En til þess þurfa aðstæður að haldast þurrar, og það þarf ekki að gera þvi skóna um þetta leyti árs. bað er enginn vinnufriður til sliks umbúnaðar vegna veðursins.” fyrirmyndarhreinlæti i frysti- húsarekstri, en hvar myndatöku- maðurinn hefur rekizt á það — skil ég hreinlega ekki. Nema hann hafi tekið brot úr myndinni i einu frystihúsi, annað atriði úr öðru frystihúsi, og það þriðja....o.s.frv.” I Hármissir eða mann orðsmissir Klin Gunnarsdóttir skrifar: ,,Mikil er nú dýrkunin á öllum sviðum, þegar ekki mátti birta nafn hnifstungumannsins svo- kallaða. Ég vildi óska honum, að hann yrði aldrei fyrir meiri óvirð- ingu en þeirri. Mannorðið er ekki það mikils virði hjá mörgum, að það þykir ekki vega upp á móti, að þessir lubbar séu snoðklipptir. beim þykir greinilega hármissirinn sárari en mannorðsmissirinn. bað er nú samt skoðun min, að það yrðu færri vandræðaungling- arnir, ef þeir sæju nöfn sin birt. bað er engum gott gert með þvi að dylja nöfn þeirra. Eins og mál- um er komið, er alltaf hægt að fremja afbrotin i skjóli þess, að það veit enginn, hver þar er á ferð. bað ætti að vera krafa borgara, að nöfn þeirra yrðu tafarlaust birt, og réttast væri að leysa upp þetta nýja Kópavogsheimili og senda drengina til sjós.” Fyrirmyndarfrystihús

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.