Vísir - 11.01.1973, Side 13
Visir. Fimmtudagur 11. jamiar 1973 13
Lí OAG | D KVÖLO | Q DAG | D KVÖLO | Q DAG J
i hljóðvarpsþættinum „Glugginn” i kvöld kl. 19.25 ræðir Sigrún Björnsdóttir við Klemens Jónsson, ieik-
stjóra barnaleikritsins „Ferðin til tunglsins", sem frumsýnt verður 17. janúar næstkomandi. Klemens
hefur leikstýrt flestum þeim barnaleikritum sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt á undanförnum árum.
Myndin var tekin á æfingu i gærkvöldi.
Hljóðva rp
í kvöld kl. 19.25
HVAÐ ERI
GLUGGANUM?
i kvöld er „Glugginn” aftur á
dagskrá hiá hljóðvarpinu.
Guörún Helgadóttir spjallaði við
hóp fólks og spurði hvaö það hefði
lesið um jólin. Þaö verður
væntanlega fróðlegt að fá nokkra
innsýn i það.
Sigrún Björnsdóttir ætlar að
ræða um barnaleikritið „Ferðin
til tunglsins” og ef til vill fleiri
barnaleikrit. Einnig mun hún
rabba við Klemens Jónsson, leik-
stjóra, en enginn mun hafa verið
oftar leikstjóri barnaleikrita hjd
Þjóðleikhúsinu en hann. Sjálfsagt
kann Klemens margt skemmti-
legt til frásagnar úr sinu leik-
listarstarfi, og er þess að vænta,
að hann þegi ekki yfir þvi öllu.
Þá verður Gylfi Gislason að lik-
indum með einhvers konar við-
talsþátt. En við skulum bara ekki
gleyma að opna fyrir viðtækin,
þvi þetta er jú aðeins litið ágrip: i
kvöld fáum við allt i réttri röð!
LTH
Hljóðvarp í kvöld kl. 20.30
FLOKKURINN EÐA
SANNFÆRINGIN
i kvöld verður flutt leikritið
„Saksóknari hins opinbera" eftir
búlgarska ljóð- og leikritaskáldið
Georgi Djagarov.
Djagarov var áður þekktur
þingmaður i landi sinu og þótti
Ijóðskáld gott.
Leikrit það, sem nú verður flutt
i hljóövarpinu, var fyrst flutt á
sviði i Búlgariu árið 1964.
Þetta er ádeiluverk, og fjallar
það fyrst og fremst uni Stalins-
dýrkunina, uppgjör og viðbrögð
Austur-Evrópurikjanna gagnvart
Sovétstjórninni vegna hinna póli-
tisku mistaka fortiðarinnar.
i leikritinu er lýst hugarstríði
saksóknarans, þegar hann
neyðist til að saksækja gamlan
vin sinn, sem hann álitur sak-
lausan af þvi, sem hann er
ákærður fyrir. Hvort á hann
frekar að hlýða Flokknum eða
eigin sannfæringu?
Leikritið gerist i búlgarskri
sveitaborg á árunum 1955-6.
LTH
Aðalhlutverk i leikritinu fara þeir Rúrik Haraldsson og Pétur Einarsson með. Fyrir miðju á myndinni
er leikstjórinn, Baldvin Halldórsson.
ÚTVARP #
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.15 Við sjóinn. Ingólfur
Stefánsson ræðir við Jakob
Jakobsson fiskifræðing um
sild. (endurt. þáttur)
14.30 Sumardagar i
Suðursveit. Einar Bragi
skáld flytur fjórða og sið-
asta hluta frásögu sinnar.
15.00 M iðdegistónleikar.
16.00 Fréttir.
16.25 Popphornið.
17.10 Barnatimi: Ágústa
Björnsdóttir stjórnar.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál. Indriði
Gislason lektor flytur þátt-
inn.
19.2 5 Glugginn.
20.05 Samleikur i útvarpssal.
20.30 Lcikrit: „Saksóknari
hins opinbera” eftir Georgi
Djagarov. býðandi: Torfey
Steinsdóttir. Leikstjóri:
Báldvin Halldórsson
Persónur og leikendur:
Marko Voynov, saksóknari
hins opinbera, Rúrik Har-
■* Spáin gildir fyrir föstudaginn 12. janúar.
m
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Þú færð allerfitt
viðfangsefni til úrlausnar í dag og munt eiga
talsvert undir því komið, að það fari þér svo úr
hendi, að ekki verði að fundið.
Nautið,21. apríl,—21. mai. Allt bendir til, að þér
gangi margt að óskum i dag. Þér munu senni-
lega bjóðast hagstæðir samningar, eða önnur
tækifæri, sem þú ættir að notfæra þér.
Tviburarnir,22. mai—21. júni. Þú hefur i mörgu
að snúast i dag, og eins vist að sumt af þvi verði
út undan. Þú verður að reyna að skipuleggja
störf þin betur framvegis.
— ,rr_
1Rí
2t.
Krabbinn,22. júni—23. júli. Gættu þess að látast .*
ekki verða móðgaður við vissa aðila, sem þú J.
hefur beitt þvi bragði áður með góðum árangri,
en mundu sjá i gegnum það nú. I*
Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Hugkvæmni þinnar
verður þörf i dag, ef þér á að takast að ráða fram *l
úr aðkallandi vandamáli. Sennilega tekst þér
það, og svo að lengi verður minnzt. *I
Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Láttu ekki neinum *I
liðast að sóa svo fyrir þér timanum með þrasi og "■
þrugli, að þú getir ekki unnið þin störf, heldur ■£
segðu honum meiningu þina. .■
Vogin,24. sept.—23. okt. Það litur út fyrir að þú
gerir einhverjum góðan greiða i dag, sennilega
að meira eða minna leyti óafvitandi, og dregur
það ekki úr þinni gerð.
Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þetta er ekki neinn
happadagur fyrir þig, án þess þó að nokkuð mjög
neikvætt gerist. Það er samt einhver óráðinn
skuggi yfir deginum.
Boginaöurinn, 23. nóv.—21. des. Hafðu augu og í*
eyru hjá þér, þá kann þér að bjóðast tækifæri, %
sem þú hefur lengi vonazt eftir. Flanaðu samt !■
ekki að neinu og taktu vel eftir öllu.
Steingeitin,22. des.—20. jan. Láttu þig einkamál ?
annarra sem minnstu skipta og leggðu þig ekki i
framkróka við að gefa öðrum ráð, það er ólik- ’■
legt, að þvi verði vel tekið. ■"
Vatnsberinn, 21. jan.—19.febr. I dag virðist það ■"
vera þú, sem átt leikinn, og þar sem þetta er
tækifæri, sem þú hefur reiknað með, ætti þér ■"
ekki að vera neinn vandi að gripa það. "■
Fiskarnir,20febr.—20. marz. Taktu vel eftir öllu
ikringum þig i dag, annars getur farið svo, að af
þér verði haft i peningamálum. Það sakar aldrei
að vera á verði, hvort eð er.
aldsson. Nikolov, yfirmaður
leyniþjónustunnar, Pétur
Einarsson. Kossita, systir
Markos, Briet Héðinsdóttir.
Boyan, bróðir Markos,
Erlingur Gislason. Kostadin
Voynov, faðir Markos,
’Valur Gislason. Minka,
móðir Pavels, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir.
21.50 Ljóðfórnir. Elin
Guðjónsdóttir les úr ljóða-
flokki eftir Rabindranath
Tagore i þýðingu Magnúsar
Á. Árnasonar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. i
sjónhending. S v ein n
Sæmundsson talar við Jón
Eiriksson skipstjóra um
mannlif við sunnanverðan
Faxaflóa eftir aldamótin.
22.45 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Auglýsing
um lausar stöður i Myndlistarhúsinuá
Miklatúni.
Skrifstofustúlkur, sem störfuðu sina
vikuna hvor frá kl. 16.00 — 22.00.
Gæzlu- og ræstingamenn, er störfuðu sina
vikuna hvor kl. 22.00 — 8.00.
Til álita kæmi einhver breyting á vinnu-
tima frá þvi, sem að framan greinir.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
hússins Alfreð Guðmundsson á staðnum
15. og 16. janúarn.k. kl. 16.00 — 18.00.
Umsóknum skal skilað i skrifstofu borgar-
stjóra eigi siðar en 23. janúar n.k.
Stjórn Myndlistarhússins á
Miklatúni, 11. janúar 1973.