Vísir


Vísir - 11.01.1973, Qupperneq 16

Vísir - 11.01.1973, Qupperneq 16
VISIR Fimmtudagur 11. janúar 1973 Ríkisútvarpið greiðir tífalt meira í STEF en Kaninn Varnarliðið greiðir STEF 600 þúsund Flutningur islenzkrar pop- hljómlistar og þjóðlagasöngs hefur aukizt töluvert í Kefla- vikurútvarpinu á undanförnum vikum. Hafa gamlar hljómplötur með söng Savanna- triósins t.d. verið spilaðar baki brotnu, sem og lög Trúbrots, Svanfriðar og Náttúru. Má þar m.a. telja lagið ,,My Friend and I” sem varnarliðsmenn virðast hafa verulegt dálæti á. Til marks um þá hylli, sem is- lenzka poppiö er farið að njóta þar suðurfrá má geta þess, að aðfaranótt laugardagsins siðasta var meginparti nætur varið i að spila hljómplötur Náttúru og Trúbrots ein- vörðungu. Vinsældakeppni fór samtimis fram og var sérhverju lagi veitt stig af áheyrendum. Mun Náttúra hafa borið sigur úr bit- um fyrir lög sín af plötunni „Töfralykillinn”, sem nýlega kom á markaðinn. Með Trúbroti voru spilaðar plöturnar ,,..lifun” og „Mandala”. Eðlilega vaknar sú spurning hvað valdi þvi, að varnarliðið byrji svo skyndilega að spila is- lenzka hljómlist i svo rikum mæli. Hefur mönnum helzt komið i hug, að einhverjar hindranir hafi komið til vegna STEFS — hindranir sem nú hafi verið leystar. Svo er þó ekki. „Varnarliðsmenn hafa haft fulla heimild til að spila is- lenzkar plötur sem aðrar allt siðan 1956, en þá tókust samningar við þá um STEF- gjöld,” upplýsti Sigurður Reynir Pétursson, sem er lög- fræðingur Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. „Við höfum fram til þess árs átt i miklum erfiðleikum með að fá þá til að viðurkenna skyldu sina til að greiða sin gjöld fyrir flutninginn og lauk þvi stappi með málaferlum,” sagði Sigurður Reynir ennfremur. Hann kvaö það raunar ekki stóra upphæð, sem Keflavikur- stöðin greiddi fyrir tónlistar- flutninginn. Það væru ekki nema 600 þúsund á árinu. Kæmi þar til smæð stöðvarinnar. Til viðmiðunar má geta þess, að Rikisútvarpið greiddi á siðasta ári um 6,7 milljónir króna fyrir tónlistarflutning i útvarpi og sjónvarpi. -ÞJM. Þœr skorti samhljóm Þessar kirkjuklukkur hafa um skcið legið rétt fyrir innan giröinguna á Landakotstúninu. Þar liggja þær innan um járna drasl og eru aldcilis hættar að gcfa frá sér fagra hljóma. Þær voru raunar hættar að hljóma fagurlega áður en þær voru settar þarna á túnið, það var nú þess vegna sem þær voru teknar úr kirkjuturninum. Þessar tvær klukkur eru úr stáli, en hún stóra systir þeirra sem enn hangir uppi, er úr bronsi og hefur þvi staðið veðrið betur af sér. Þessar tvær minni voru komnar úr samhljómi. Ekki fara þær þó i sjóinn eða á haugana. önnur hringir liklega hjúkrunarnema inn i hinn nýja skóla þeirra við Grensásv., hin verður skólabjalla i ein- hverjum hinna almennu skóla. Þar sem bjallan er bara ein, er samhljómurinn ekki svo mikiö at- riði. -Ló. Og enn spá þeir suðaustan og rigningu „Suðaustan stormur og rigning fyrst...” Það er næstum eins og veðrið ætli engum frekari breytingum að taka hér eftir. Veðurfregnin hljómar eins i dag og hún gerði i gær, og hún hljómuöi áreiöanlega eins i fyrra- dag lika, jafnvel daginn þar áöur. Það er kannski ekki að furða þó aö mannfólkið sé ekki fullt af kæti þessa dagana. Það er ekki nóg með að skammdegismyrkrið hviR enn yfir með öllum sinum drunga heldur bætist suddi og þokuloft ofan á. Göturnar eru hálf eyði- legar, miðbærinn, sem stundum á það til að vera liflegur, er dapur- legur og litasnauður. Grátt ofan á grátt. Veðrið er lika aðal umræðu- efnið á slikum timum. A morgnana muldrar starfs- fólkið þegar þaö kemur til vinnu sinnar um það hversu erfitt sé aö vakna þegar regniö bylur á rúð- unum, og hversu andstyggilegt, það sé að þurfa að biða eftir strætisvagninum. Hárið, fötin, skórnir —- allt verður vott og óhreint. Það þýöir vist lika minnst að reyna að dressa sig eitthvað upp þegar veðurguöirnir sýna ekki meiri bliðu eða tillitssemi en raun ber -vitni. Gamla regnkápan og stigvélin eiga helzt við á pollóttum götunum, eða þá nógu hlý og stór úlpa, með hettu, sem INNFLUTT GRÆN- METI Á SAMA VERÐI OG INNLENT Verð rokkar þó til og frá Það vekur talsverða athygli þegar grænmeti sem flutt er erlendis frá kostar eftir alla flutningana það sama og grænmeti sem ræktað er innaniands. Fyrir jólin komu á markaðinn tómatar, sem voru innfluttir sjóleiðis frá Kanarieyjum. Þegar þeir voru komnir I verzlanir hér á landi, kostuðu þeir 161 kr. en islenzkir tómatar kosta 160 kr. kilóið. Blaðið hafði samband við Sölufélag garðyrkjumanna og spurði, hvernig á þessu stæði. Við fengum þær upplýsingar, að verð á tómötum svo og öðru grænmeti fari algjörlega eftir framboði og eftirspurn. Þann 12. des. kom einmitt sending frá Kanarieyjum á þessu fyrr- nefnda verði, en svo aðeins viku seinna kom önnur sending, og þá höfðu þeir tómatar, sem farið höfðu sömu leið, hækkað um 100 krónur. Annað grænmeti, sem innflutt er, svo sem gúrkur og fleira er nokkuð dýrara en það sem ræktað hér, nema blómkál sem flutt er inn frá ttaliu og Kanarieyjum og sveppir sem eru á svipuðu verði og innlend framleiðsla. Okkur var tjáð að grænmeti yrði flutt áfram inn i vetur, eða það sem eftir er vetrar, þó að ekki komi stanzlausar sendingar. Grænmeti verður þó yfirleitt á boðstölum, svo sem tómatar, steinselja, gúrkur sveppir og fleira. Veðrið rokkar gifurlega til og frá, og þó að þeim hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sé tilkynnt eitthver verð um leið og ein sending fer að stað erlendis frá, getur verðið hafa hækkað eða lækkað talsvert aftur, þegar sending nær loks til landsins. Þegar við spurðum að þvi hvort erlent eða innlent græn- meti félli i betri jarðveg hér- lendis hjá fólki, svöruðu þeir þvi, að það væri það innlenda, sem er fingerðara og bragð- meira og einnig ódýrara i flestum tilfellum. -EA. hægt er að draga langt fram yfir andlitiö. Svo dugir ekkert annað en að bíta á jaxlinn, bölva i hljóði og koma sér út úr dyrunum, út i regnið og storminn og stilla sér siðan upp i strætisvagnaskýlinu ásamt hinum. Þeir sem Visismenn sáu biða eftir þessu nauösynjafarartæki uppi i Breiðholti i morgun, voru lika hálf dapurlegir á svip. Reyndu að þrýsta sér að köldum veggjum og hornum skýlisins og vonuðu hvert með sér að vagninn kæmi nú sem skjótast. Svipurinn bar þess vitni, að veðrið félli ei i sérlega góðan jaröveg hjá þeim, þó að þau segðust svo sem sætta sig við þetta. En nóg um það, þó að þessa dagana sé næsta óbærilegt að hafa sig upp úr hlýju rúminu á morgnana og hefja nýjan dag i suddanum, þá kemur að þvi nú sem endranær að morgunskiman nær aö troða sér fram á milli dökkra skýjanna, sól hækkar á lofti og lif kviknar á ný. En látum okkur samt heyra veðurspána: Suðaustan stormur og rigning fyrst, lægir siðan, hiti 7-8 stig. -EA. „Uss, þetta er nú meiri suddinn". Liklega hafa fleiri hugsað svipaö i strætisvagnaskýlunum i morgun. 9 VINDSTIG I RIYKJAVIK I MOftGUN Suölæg átt er ríkjandi á landinu núna, og viða er hvasst og úrkomumikið. Hiti er þó víðast hvar ríkjandi, og að þvi er veðu rfræðinga r tjáðu okkur í morgun, er sá hiti sem nú hefur verið að undanförnu með hærri hita sem komiö hefur á þessum tíma. Enn hefur hitinn þó ekki slegið metið á samá tima i fyrra, að minnsta kosti ekki í lengd. En þá var vetur mildur ailt frá jólum. Hjá hjónunum i Nýjabæ er hvassast eða 9 vindstig. Þar er einnig kaldast á landinu, stendur á núlli. Vindstigin i Reykjavik mældust þó 9 i morgun, en nú er farið aö lægja. Talsverð úrkoma hefur verið, en mest úrkoma mældist i eftir Kvigindisdal i morgun nóttina, 11 mm. Að þvi er veðurfræðingar tjáðu 'okkur i morgun virðist vera svalara loft á leið til landsins. Erfitt hefur verið með flug á ýmsa staði, enda hefur átt verið 'óhagstæð og vindur of hraður. Það má geta þess, að i heila viku hefur vél frá Flugfélagi Islands átt að leggja upp i flug til Græn- lands með hjúkrunarkonu, póst og fleira, en ekki hefur verið hægt að leggja upp i flug i þessari viku sökum veðurs. — EA. Leiguíbúðir í Breiðholti Yfir 100 umsóknir 649 íbúðir í eigu borgarinnar nú Yfir 100 umsóknir hafa þegar borizt til Félagsmálastofnunar viðvikjandi þeim ibúðum, sem borginni var úthlutað i Breið- holtshverfi og auglýstar voru til leigu skömmu eftir áramót, að þvi er Gunnar Þorkelsson, fulltrúi hjá Félagsmálastofnun, tjáði blaðinu. Umsóknarfrestur er til 15 þ.m. Ibúðirnar eru i fjölbýlishúsi að Fannarfelli, og eru ibúðirnar 60 samtals i sex stigagöngum. íbúðir i eigu borgarinnar eru nú alls 649, að þvi er Gunnar sagði. Þar af 490 til frambúðar, en 159 til skemmri tima. Sumar þær umsóknir, sem borizt hafa, koma ekki til greina, þar sem viss skilyrði gilda, svo sem viðvikjandi búsetu, fjöl skyldustærð og fleira. Tekið er tillit til heilsufars við- komandi og sé um heilsuspillandi núverandi húsnæði að ræða, er umsókn viðkomandi tekin fram yfir. Aðspurður að þvi, hvernig kjör viðvikjandi leiguibúðirnar séu nú, svarar Gunnar þvi til, að það væri gamalt verð sem gilti, eða 36 kr. á hvern fermetra. Kvað hann það verð liklega breytast fljótlega, enda sagði hann þessi kjör eða þennan leigukostnað nokkuð óréttlátan samanborið við al- menning. Varðandi húsnæðisvandamál i borginni nú, sagði Gunnar þau standa nokkuð svipaö og á siöasta ári. Hann sagði vera erfitt um húsnæði og að þær 60 ibúðir, sem nú hefði verið úthlutað til borgar- innar, leystu hvergi nærri þann vanda, sem við er að etja i þeim málum. Hann sagði þó, að sér virtist sem meira væri um auglýsingar á húsnæði heldur en til dæmis fyrir áramót. En hvort þar væri um raunhæfa aukningu á húsnæði að ræða eða aðeins meiri kraft i fólki að fara með auglýsingar eftir jólin, kvaðst hann ekki viss um. —EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.