Vísir


Vísir - 23.01.1973, Qupperneq 2

Vísir - 23.01.1973, Qupperneq 2
2 Visir. Þriðjudagur 23. janúar 1973 vfeism: Telduö þér æskilegt, að mörgum skemmtistöðum yrði safnað saman á einn stað eða f eina götu? Oisli I'álsson, framkvæmda- stjóri: Ja, þvi ekki það. Þá væri auðveldara fyrir fólk að komast á milli, og það mundi spara fólki peninga i leigubila. Arni l’. I.und. bóndi: Það skiptir mig litlu máli ég er bóndi noröan af Sléttu og skemmti mér prýði- lega i Reykjavik eins og hún er. En hér cr þröngt að dansa fyrir bónda að norðan. úlafur Vigfússon, nemi: Það hel'ði i för með sér einn kost, og það er að skemmtistaðirnir væru þá ekki inni i miðju ibúðarhverfi og eins er það gott fyrir fólk, sem vill labba á milli. Að öðru leyti veit ég ekki, hvort það væri æski- legl. Kolbrún Sigurgeirsdóttir, starfs- stúika á Landspitalanum: Ég held að það væri ekki æskilegt. Það yrðu allt of mikil læti i kring- um það. Sieurður Bjarnason, lögreglu- þjónn:Það væri áreiðanlega gott. Mér hefur dottið þetta i hug áður. Það mundi til dæmis auðvelda löggæzluna, þvi að fólk rápar mikið á milli staða og ekur jafn- vel drukkið á milli vinveitinga- húsanna. Hrafnbildur Ingólfs, snyrtisér- fræðingur: Nei, það álit ég ekki til bóta. Þá væru allir á sama stað og fólk þyrfti að fara lengra til að komast á staðina heldur en nú, þegar fólk fer á þann stað, sem er næstur heimili þess. ISLENDINGAR FURÐU I Jk |k|I I H|l n — eru stöðugt í efstu LANULIrllf sœtunum á skýrslu WHO islen/.k kona á fyrir h.öndum lengra lif en flestar kynsystur bcnnar úti i heimi. Aðeins norskar konur lifa lengur, segja skýrslur Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar WHO, sem ný- lega komu út. Islenzkir karlar eru lika ,,á verðlaunapalli” i þessari alþjóðlcgu „keppni” , en þar eru það sænskir karlar, sem slá islen/.ka út með nokk- urra vikna lengri meðalaldri. I.iklega ber skýrsla WHO beilbrigðisþjónustu okkar gott vitni, enda þótt oft sé kvartað undan ófullkominni heilbrigðis- þjónustu, ekki si/t úti á landi. Kikasta land vcraldar, Baiula- rikin, er mjög altarlega á mer- inni i þessum efnum, cr um og undir miðju á lista 33 þjóða, sem slofnunin hefur i fórum sinum. I.istinn yfir þjóðirnar 33 litur aiinars þannig úl: KARLAR Meðalaldur við dauða 1. Sviþjóð 71.8 2. tsland 71.6 3. Noregur 71.3 4. Holland 71.0 5. Danmörk 70.8 6. Grikkland 70.7 7. Sviss 70.1 8. Búlgaria 69.3 9. Japan 69.3 10. Kanada 69.1 11. Malta 68.9 12. England og Wales 68.7 13. N-trland 68.5 14. Italfa 68.4 15. Frakkland 68.2 16. Nýja Sjáland 68.1 17. Þýzkaland 67.7 18. Belgia 67.6 19. Astralia 67.5 20. Tékkóslóvakia 67.4 21. Lúxembúrg 67.2 22. Pólland 67.1 23. Ungverjaland 67.0 24. Skotland 66.9 25. Austurriki 66.6 25. Bandarikin 66.6 27. Finnland 65.9 28. Panama 65.4 29. Ceylon 63.8 30. Venezuela 63.5 31. Colombia 59.0 32. Mauritus 58.9 33. Chile 58.7 KONUR Meðalaldur við dauða 1. Noregur 76.9 2. tsland 76.7 3. Holland 76.6 4. Sviþjóð 76.5 5. Sviss 75.8 6. Kanada 75.7 6. Danmörk 75.7 6. Frakkland 75.7 9. England og Wales 74.9 10. Japan 74.5 11. Grikkland 74.4 12. Astralia 74.2 13. Nýja Sjáland 74.2 14. Bandarikin 74.1 15. ttalia 74.0 15. Pólland 74.0 17. Belgia 73.9 17. Þýzkaland 73.9 19. Tékkóslóvakia 73.8 20. Finnland 73.6 20. Lúxembúrg 73.6 22. Austurriki 73.5 22. Búlgaria 73.5 24. N-lrland 73.4 25. Skotland 73.1 26. Malta 72.4 27. Ungverjaland 72.1 28. Panama 68.9 29. Venezuela 67.7 30. Ceylon 66.1 31. Chile 64.7 32. Mauritus 62.6 33. Colombia 62.4 Það er engin ástæða til að vera með sút, — að vera fæddur á Is- landi þýðir það, að möguleikarnir fyrir þig eru miklir á að ná langlifi og góðri heilsu. Vill láta greiða Lesendur JSl hafa /JjjXorfáf Heiðar (íuðbrandsson, fisksali: „Vegna skrifa i dagblöðum og frétta i útvarpi vil ég sem fisksali taka fram, að umrædd lausn á vanda þeim, sem fisksölumálin eru kornin i, getur ekki komið til álita, þó að vilviljaðir menn vilji leysa vandann með þvi að skikka hluta flotans til að landa fisk i Reykjavikurhöfn, þá leysir það takmarkaðan vanda. , t fyrsta lagi kæmu þær ráðstaf- anir til litilla nota, vegna þess hversu langt er á miðin, til að mynda hafa trollbátar sótt á mið- in fyrir sunnan land, jafnvel aust- ur fyr'r Eyjar. Og sá fiskur, sem þangað er sóttur, er orðinn sex til sjö daga gamall, þegar hann kemur á land, og þvi lélegt hráefni fyrir fisksala. Eina leiðin, og sú, sem fisksalar hafa bent verðlagsráði á, er hækkun álagningar frá þvi sem nú er, vegna þess að i fjölda ára hefur verðlagsráð rýrt álagningu á fiski og talið að sama krónutala nægði. Saumaklúbburinn vill sjá, „Hvað er í kassanum? /# Sigriður bringdi fyrir nokkrar vinkonur i saumaklúbb: „Getum við ómögulega fengið að sjá aftur gamlárskvöldsþátt- inn — „Hvað er i kassanum?"? Allt an'nað virðist endurtekið. en þrátt fyrir þrábeiðni márgra fær maður ekki að sjá þennan þátt, sem þótti svo ágætur.” Tíeyringar vefjast fyrir Kristin bringdi: „Er það virkilega svo að kaup- menn taki ekki lengur við tieyr- ingum fyrir greiðslu? Eg var að senda út i verzlun áðan peninga til greiðslu, en þá neitaði afgreiðslustúlkan að taka við þeim og sagði, að þeir væru ekki gildir.” Vissulega eru tieyringar fullgild- ur gjaldniiðill. enda sagði við- koniandi kaupmaður okkur, að þetta hlyti að vera misskilningur afgreiðslustúlkunnar. — Þegar bann gætti að, kom i ljós, að hún hafði haft i niiklu aö smiast og gat ekki tekið við tieyringunum þá stundina. en veitti þeiin viðtöku siðar, þegar henni gafst betra næði til að telja þá. niður fisk Fyrir nokkrum árum var nóg að eiga gamlan bilskrjóð til aö flytja fisk neðan frá höfn að búð- unum, og hafa skúr eða smáskot til að selja fiskinn jafnóðum. En núna erum við flestir með dýrar búðir með frysti- og kælitækjum auk annars dýrs útbúnaðar og stóra og dýra bila, sem taka 3-4 tonn, til flutninga á fiski, sem fæst kannski einu sinni eða tvisvar i viku, og þá þarf hann að keyra 6- 12 hundruð kilómetra leiö eftir honum. Væri ekki ráð að greiða niður fiskinn eins og kjötið? Það kæmi betur fyrir stærri og efnaminni fjölskyldur. Litið kostaði fiskur- inn með sömu niðurgreiðslu og kjötið. Það væri gaman að heyra álit húsmæðra, áöur en öllum fisksöl- um i Reykjavik verður lokað með tölu, eins og komið hefur til tals.” Hver skrifar Helenu? Kftirfarandi bréf barst okkur frá Lakselv i Noregi: „Ég heiti Helen Eriksen og ég bý lengst i norðri i Noregi, i bæ er heitir Lakselv. Ég er 16 1/2 árs og er i gagnfræðaskóla. Ég skrifa til ykkar i von um að verða ekki fyrir vonbrigðum á ný. Ég skrif- aði nefnilega Morgunblaðinu og baö þá að vera svo góða að reyna að hjálpa mér með að finna is- lenzkan pennavin. En ég hef aldrei heyrt neitt frá þeim, ekkert bréf. Mig grunar, að það hafi þurft peninga. Getið þið hjálpað, þótt ég borgi ekki? Ég er full af áhuga fyrir Sögu- evnni, íslandi, það er land dags- ins i dag. ég vildi gjarna kynnast landinu betur með þvi að skiptast á bréfum við tslending. Helzt vildi ég skrifast á við strák, 16-20 ára eða svo, en vitaskuld er ekk- ert að þvi að skrifast á við stelpur lika. Ahugasvið mitt er mjög vitt, allt frá tónlist til mannkynssögu, stjórnmálum til leikhúss, tungu- mála, trúarbragða, náttúru og lista alls konar. Ég skrifa bæði ensku, þýzku og norsku (bókmálið og eins nýnorskuna, sem likist meir is- lenzku), finnsku og öll hin Norðurlandamálin,” segir Helen, og hér er heimilisfangið hennar, og áreiðanlega verða margir les- enda til að senda henni bréf: Helen Eriksen, Box 132, 9700, Lakselv, Norge.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.