Vísir - 23.01.1973, Síða 4

Vísir - 23.01.1973, Síða 4
4 Vísir. Þriðjudagur 23. janúar 1973 — með tvœr hendur tómar heimsœkja 4-5 þúsund Vestmannaeyingar Reykjavík eftir ógnþrungna nótt Þyrla varnarliðsins lendir á Reykjavikurflugvelli i morgun með sjúklinga af sjúkrahúsinu i Vest- mannaeyjum. Sjúkiingunum var komið fyrir i Borgarsjúkrahúsinu i Reykjavik. (MYND: Boggi) lentu i nótt, mátti sjá fjölda vina og ættingja Vestmannaey- inga og gamla Eyjaskeggja mætta á flugvellinum til að taka á móti fólkinu, sem varð að flýja heimili sín og heimabæ svo skyndilega og óvænt að nætur þeli. I farþegaafgreiðslu Flug- félagsins var mannþröng við flugbarinn, litil stúlka með tvær brúður, svefndrukkin augu og föl á vangann eftir svefnlausa nótt. Fólk með alvörusvip og spurningu i augum. ,,Hvað ger- ist?” Það veit enginn. Það er ekki að undra þótt fólki sé órótt innan- brjósts. En fólkið er stillilegt og tekur örlögunum af einstöku æðruleysi. Rósemin hefur lika orðið þess valdandi, að björgun- arstarfið hefur gengið ótrúlega vel. En vitaskuld á veðrið i nótt, sem var alveg einstaklega gott, sinn stóra þátt i þvi lika. Með tvær hendur tómar, að heita má, heimsækja 4-5 þúsund Vestmannaeyingar Reykjavik. Þessi heimsókn þeirra er ekki gerð af góðu, en áreiðanlega munu höfuðborgarbúar reyna að láta gestunum liða sem allra bezt meðan þeir þurfa að hafa skjól hér undan hrammi náttúru- aflanna, sem vonandi verður ekki lengi. Flugfélag Islands helgaði Eyja- farþegunum alla sina þjónustu og aflýsti áætluðu innanlandsflugi i dag á meðan Vestmannaeyingar þörfnuðust véla félagsins. Var óskað eftir þvi i tilkynningum i útvarpinu i nótt, að farþegar og aðrir hringdu ekki i félagið nema brýn nauðsyn bæri til. Suður á flugvelli voru forráða- menn félagsins mættir i nótt og störfuðu ásamt öðrum starfs- mönnum að skipulagi loft- brúarinnar við Eyjar. Þarna stóðu þeir örn Ó. Johnson, for- stjóri , og ýmsir yfirmenn og opnuðu flugvéladyr fyrir farþeg- um, sem nýlentir voru, en stjórnarmenn F.l voru og mættir á staðnum. Einskipafélagið sendi þrjú skipa sinna til Eyja strax i nótt, en hætt var við að senda Gullfoss, eins og til stóð fyrst i stað. ,,Við vitum ekki hversu margir farþegarnir eru orðnir”, sagði Sverrir Jónsson deildarstjóri á flugvellinum i morgun, en hér var um neyðarflutninga að ræða og þvi ekki talið og vegið i vélarnar eins og venjan er. ,,Það var aiinars heppni i óheppni að veðrið skyldi vera svona gott”, sagði Sverrir, ,,þvert ofan i spána sem gefin var fyrir Eyjarnar, suð- vestan rok og rigning ”. Sverrir kvað félagið hafa farið 4 ferðir með farþega frá Eyjum um nóttina og morguninn, en 5. og 6. ferðin biði þá á flugvellinum i Eyjum. Var fólksstraumurinn þá orðinn hægari og tregða við að yfirgefa byggðina. —JBP— Farþegarnir úr fyrstu vélinni koma á Reykjavikurflugvöll um sex-leytið I morgun. Nokkur hundruð Eyjamenn komu með flugvélum, en langflestir fóru meö Eyjabátum til Þorlákshafnar og þaðan með strætisvögnum til Reykjavikur (Ljósm. BG) undirlagður af björgunarstarfi frá þvi siðla nætur. Flugfélag Is- lands kallaði út starfslið sitt upp úr 3 og um 4 var farið að fljúga næturflug til flugvallarins i Eyj- um, sem þegar var farinn að láta á sjá vegna ösku og grjóts, sem settist á norðurenda brautarinn- ar. Fokker Friendship vélarnar voru sendar og Dc-3 flugvél, sem kom frá Grænlandi, átti að fara og sækja fólk á Vestmannaeyja- flugvöll, eftir að búið var að taka skiðin af henni. Vinir og vandamenn Eyja- manna höfðu greinilega fengið fréttir af þeim ógnum, sem steðj- uðu að i Eyjum, og viða um borg- ina mátti sjá ljós i gluggum seinni hluta nætur. Simalinur á milli voru mjög ásettar á timabili i nótt og nær ógerningur að ná sam- bandi á milli lands og Eyja. Fréttin hefur þvi borizt manna á milli i Reykjavik, enda þótt flestir hafi eflaust frétt um gosið, þegar þeir vöknuðu og hlustuðu á morg- unfréttir útvarpsins. Strax og fyrstu flugvélarnar Kaðir l'ærir litlu dóttur i iiryggi og skjól frá hinuni ógnvænlegu jarðeld- um, sem kvikuuðu i Eyjum, meðau ibúar voru i fastasvefni. Og sú litla hal'ði að sjáll'sögðu tekið með brúðurnar sinar. ,,Ég held hann Einar Ágústsson ælti að konia scr aftur heim frá Amcriku og þakka varnarliðinu heldur fyrir að vera hérna”, sagði einn Vestmannaeyinganna, sem steig á land úr þyrlu varnarliðs- ins um (i-leytið i morgun fyrir framan Loftleiðahótelið. Og sannarlcga komu stóru þyrlurnar i góðar þarfir, þcgar bjarga þurfti sjúku fólki frá Sjúkrahúsinu i Vcstmannaeyjum I nótt. Reykjavikurflugvöllur var LOFTBRÚ MYNDUÐ STRAXí NÓTT

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.