Vísir - 23.01.1973, Síða 13

Vísir - 23.01.1973, Síða 13
Vísir. Þriðjudagur 23. janúar 1973 13 „Hvað liggur á? Bezt bíða og hjálpa til..." Fjölmiðlar landsins hafa á að skipa vösku liði fréttamanna. Þeirsiðustu þeirra voru aö leggja af staö til Eyja þegar fyrstu lögreglumennirnir höfðu loksins oröið sér úti um flugvél. Sú var þá fullhlaðin hljómlistartækjum ein- hverrar popp-hljómsveitarinnar og þurftu lögreglumennirnir sex að byrja á að bera tækin inn i hús, áður en hægt var að setja sætin i vélina. Þegar liðið lagði af stað með Sigurð M. Þorsteinsson yfir- lögregluþjón fremstan i flokki var klukkan að veröa hálf-fimm. ☆ Skömmu siöar lögðu tólf lögreglumenn af stað frá Reykja- vik til Eyja meö Guðmund Her- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjón, fremstan. A einhvern óskiljanlegan hátt mistókst að hafa flugvél tilbúna fyrir lögregluna, eins og þeim hafði þó verið heitið eftir að ljóst var hvað var á seyði. Við komuna til Eyja (með mönnum Sigurðar klukkan 4.55) blöstu fyrst við tveir hópferða- bilar, sem komnir voru með fólk af elliheimilinu og sjúkrahúsinu. Um 30 manna hópar hvor um sig. Þá voru þyrlur varnarliðsins þegar byrjaðar fólksflutninga til lands. A sjúkrahúsinu var staddur Einar Valur Bjarnason yfir- læknir. Hann var hress i bragði, enda hafði honum tekizt fljótt og vel að koma sjúklingum öllum upp á flugvöll. Starfslið sjúkra- hússins var þó enn á sjúkrahúsinu og gerði áætlun um að sækja i heimahús þá, sem vitað var að ættu erfitt um vik vegna veikinda. „Hvað ég ætla að gera af mér núna þegar þaö mesta er af staðið? Ég ætla beint heim og slappa eilitið af og skola niöur nokkrum Thule, sem ég keypti af heilan kassa I gær,” svaraði Einar Valur spurningu blaða manns. Hann kvað fjölskyldu sina vera lagða af stað með bátum til lands. ☆ Úti fyrir rigndi niður vikri og lá að minnsta kosti l.sentimetra lag á iörðinni. Var allt orðið svart og — ÞJM lýsir ferð um Hei maey í morgun helzt liktist það þvi, að ganga eftir malargötu að stika eftir gangstéttunum og marrið lét ein- kennilega i eyrum. Niður af sjúkrahúsinu stendur lögreglustöðin. Þar var þröngt á þingi. Lögreglumennirnir 18 frá Reykjavik, voru þar á ferli inn og út og sömuleiðis hjálparsveitar- piltar, sem flestir höfðu yfir einkabifreiðum að ráða. Lögreglan kvað alla sirenu- bilana fjóra hafa verið senda um götur bæjarins með sirenuvæli og sömuleiðis hafi tveir lúðrar al- mannavarna verið látnir gjalla, en þeir lúörar eru helzt notaðir þegar stórbrunar eru. Otrúlega margir voru enn i heimahúsum þegar lögreglu- menn fóru i ibúðarhverfin og börðu uppá þar sem búast mátti við aðeinhverjir væru ennþá inni. Fjórir Frakkar stóðu úti fyrir lögreglustöðinni og áttu bágt með að leyna þvi, hversu órótt þeim væri innanbrjósts. Þeir sögðust hafa unniö i Eyjum siðustu tvær vikurnar, en litist núna ekkert á blikuna og vildu koma sér burt af þessu landi hið fyrsta. ☆ Klukkan aö verða hálf sex var álitið að eitthvað um 50 til 60 prósent Eyjaskoggja væru farnir úr Eyjum. Þá var greinilegt, að megnið af konum og börnum höfðu komið sér af stað til lands, en enn var fjöldi karlmanna á ferli eða allt að tvö þúsund talsins. Fæstum fannst þeim liggja á að komast i burtu. Allir vildu þeir vera til taks ef á þyrfti að halda. Þurfti útvarpið að senda margar tilkynningar þess efnis, aö nauðsynlegt væri að fólksflutningar héldu tafarlaust áfram. En lengi stóðu hálftómar vélar á flugvellinum að biða eftir að geta fyllt og lagt af stað. Farangur manna var meö minnsta móti. Margir höfðu ekkert með sér, en flestir höfiSn Ljósin., Guömundur Sigfússon. Mikiö álag var á loftskeytastööinni i Eyjum í nótt eins og nærri má geta. Þaöan var kallað i báta og skip til að flytja fólk til meginlandsins. Hérna hafa þeir getað iitið upp til að horfa framan i myndavélina starfsmennirnir. Með þeim er Guðlaugur Gislason, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ljósm.: Bragi Guðmundsson. að — karlmennirnir í Eyjum vildu fœstir œða í land eins og skot. Skipanir þurfti til að koma þeim af stað látið nægja, að tina i tösku eða poka eitthvað af fatnaði, en annað var skilið eftir. Ljós var lika i fjölmörgum húsum og á stöku stað stóðu hurðir húsa opnar upp á gátt. Einhverjum hefur þó fundist liggja pinulitið á. ☆ ,,Fæ ég að geyma þessa tösku hérna hjá ykkur?” spurði úlpu- klæddur piltur og sveiflaði tösku sinni innfyrir dyr lögreglu- stöövarinnar. ,,Ég sæki töskuna svo áður er fer — einhvern- tima á eftir. ' „Mig langar til að hinkra að- eins og sjá hvort ég geti ekki eitt- hvað hjálpaö,” sagði hann við blaöamann Visis. Hann sagðist vera austan af landi, en vera við nám i stýrimannaskólann i Eyj- um. „Ég bý á heimavist skólans ásamt fimm öðrum. Einn þeirra vakti mig klukkan tvö og þá var herbergið uppljómað af bjarman- um. Og þegar ég leit út horfði ég beint i sprunguna. Eins og dá- leiddir horfðum við strákarnir á hana opnast áfram niöur i sjó. Það var hrikalegt.” Nú bar sr. Benedikt Arnkells- son að. Hann var aö ieita eftir ferð á flugvöllinn. Hjálparsveit- arpiltur bauðst til að aka honum og blaðamaður Visis tók sér far með þeim. A leiðinni á flugvöllinn var komið við hjá KFUM, þar sem sr. Benedikt átti tösku og tvo stóra kassa. „Ég var ekki búinn að vera hér nema i tiu daga og þvi litiö búinn að taka upp af farangri minum,” sagöi hann. „Ég var i fasta svefni á hæðinni fyrir ofan sjómannastofuna, þegar með- hjálparinn kom og vakti mig um klukkan tvö. Þá mátti heyra gný- inn frá sprungunni, en ég taldi þaö i fyrstu vera mjög hávaða-. saman brimgný. Þannig lét það i eyrum.” Hjálparsveitarstrákurinn sagð- ist hafa verið vakandi og verið við bókalestur þegar ósköpin dundu yfir. Kortéri seinna var hann byrjaöur aö aka um göturnar með félaga sina úr hjálparsveitinni, sem höfðu nóg að gera við að ræsa fólk og aðstoða það við að komast áfram. ☆ Lögreglunni fóru að berast til eyrna fréttiraf innbrotum i vérzl- anir, en i miöbænum var alit með kyrrum kjörum þegar blm. Visis fór þar um með tveim lögreglu- mönnum. öðrum úr Reykjavik, hinum úr Vestmannaeyjum. I nokkrum verzlunum og fyrir- tækjum voru eigendurnir enn á stjái klukkan að verða sjö. Þannig sat t.d. eigandi stærstu húsgagnaverziunarinnar i dýpsta hvildarstólnum i verzluninni og talaði i rólegheitunum i sima. Annar var að dunda við að setja hengilás á hurðina inn i verzlun- ina, en hurðinni hafði nokkru áður verið sparkað upp af ókunnugum. Þrir rónar eigruðu um miðbæ- inn og virtust undrandi á öllu til- standinu. Og þeim fannst af og frá að fara úr Eyjum. „Það er ekki nokkur minnsta ástæða til þess,” fullyrtu þeir og héldu áfram að spásséra. Þegar blm. Visis kom á flug- völlinn klukkan hálfátta, var Fokker að leggja þaðan upp og sömuleiðis Jolly Green-þyrla varnarliðsins. Nóg pláss var fyrir aila. Blm. valdi þyrluna ásamt sjö eða 8 fullorðnum mönnum, sem tóku atburðum rólega. Gamall heildsali byrjaði á að bjóða i nefið eftir að hafa verið tjóðrað ur niður og þegar þyrlan var komin á loft gekk brjóstbirta af flösku á milli manna. Hvaða læti út af einu gosi i Heimaey? _þJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.