Vísir - 06.04.1973, Síða 2

Vísir - 06.04.1973, Síða 2
2 Vísir. Föstudagur 6. april. 1973 vtansm: Munið þér sakna þáttanna um Ashton-fjölskylduna þegar þeim lýkur? Jón llákonarson, skipasmiða- nemi. Varla, ég hef litið fylgst með þeim, þvi ég er oftast á hand- boltaæfingu hjá Vikingi á þessum tima. Annars voru þeir ágætir, sem ég sá. Anna Þorvaldsdóttir, húsmóð- ir. Það i'er alveg eftir þvi, hvað kem- ur i staðinn Ég hef horft á þá þætti, sem ég hef getað og var ekkert orðin leið á þeim, þvi þeir breyttu svo mikið um efni. Sjöfn Sigþórsdóttir, nemandi i Armúlaskóla. Ég hef nú litið horft á þessa þætti en mér hafa fundizt þeir skemmtilegir, sem ég hef getað horft á og liklega sakna ég þeirra og vildi gjarnan fá svipaða þætti i staðinn. Vignir Friöþjófsson, stýrimað- ur. Það held ég tæplega, maður er farinn að horfa á þetta meira af vana en áhuga. Ég er sem sagt orðinn frekar leiður á þessu og min vegna mætti gjarnan koma eitthvað fjörugra og liflegra, þeg- ar fjölskyldan hættir. Sigurður Þórir, kennari I Þor- láksh öfn. Nei, nei, ég horfi aldrei á þessa þætti nú orðið enda kann maður þessa dellu utan að. Ég er yfirleitt heldur litið hrifinn af sjónvarpi. Vigdis ósk Sigurjónsdóttir, vélsetjari. Nei, ég vinn þannig vinnu — vaktavinnu — að ég get ekki horft á þáttinn og sakna hans þess vegna ekki neitt. LESENDUR HAFA ORDIÐ Var ekki hœgt að flytja trén? ,,Ég mótmæli þeirri ráðstöfun stjórnvalda að fara svona með gömlu trén við inngang Land- spítalans. Ég geri ráð fyrir, að það sé vegna byggingarfram- kvæmdanna sem þau hafa verið kubbuð niður. Þarna sá ég að verki verkamann á vegum spitalans.En þessi tré eru mikil- væg i hugum fólksins. Var ekki hægt að flytja þau?”. Náttúruverndarmaður. Nemendurnir gerðu nú samt „innrós Tryggvi Thorstensen, dyra- vörður, Armúlaskóla skrifar: ,,Ég undirritaður vona, að þér getið birt eftirfarandi isambandi við aðfarir nemenda úr Voga- skóla, vegna komu þeirra og hina svokölluðu ,,1. apríl-göngu” þeirra að Armúlaskóla. Þeir telja sig ekki hafa gert „innrás” i skólann. Þetta eru helber ósann- indi og mun ég standa við það hvenær sem er og hvar sem er. Nemendur Vogaskóla ruddust inn I Armúlaskólann með alls konar #/ meginatriðum. Og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka honum hversu mildilega hann tekur á öllum málum, sem upp koma innan skólans hverju sinni. Að lokum vil ég skora á nem- endur Vogaskóla að endurskoða mat sitt á allri framkomu sinni. Ekki bara í þessu tilfelli, heldur um alla framtíð, þvi ég hygg að þessi framkoma þeirra sé frekar gerð I hugsunarleysi en af ill- kvittni”. TILLITSLEYSI ópum og yfirgangi, svo að starfs- fólk skólans fékk ekki við neitt ráðið. Ég neyddist til að biðja um að- stoð lögreglunnar, sem brá skjótt við og drengilega, enda voru nemendur Vogaskóla fljótir að hverfa á brott við komu lögreglu- manna. Ég vil meina, að þeir sem hér koma við sögu úr Vogaskóla, séu óuppdreginn skrill og beri að refsa þeim við hæfi og eftir mati dómbærra manna. Þó skal tekið fram, að það eru ávallt til heiðarlegar undantekn- ingar i málum eins og þeim, sem um er fjallað hér. Og þá eru það ummæli skólastjóra Ármúlaskóla i Visi sama dag 4. april, hr. Magnúsar Jónssonar. Ég tel að ummæli hans fái staðizt i öllum „Einn sem varð of seinn” skrifar: ,,Ég varð sannast að segja for viða á þeim ökumönnum sem voru að þvælast fyrir umferðinni á Hafnarfjarðarveginum núna i dag (fimmtudag). Það er gott og blessað að vera bjartsýnn og trúa þvi að vorið sé komiö og snjódekkin séu bezt geymd inni i skúr. En þessir sömu menn verða að gera sér það ljóst, að þegar snjóar eins og núna, og umferðin gengur verr vegna hálku, þá verða þeir sem eru á bilum, sem eru alls ekki búnir til aksturs i hálku, að gjöra svo vel og færa bila sina út fyrir veginn og biða þess að vegagerðin komi og beri annaðhvort sand eða salt á veginn, svo þeir geti haldið áfram. Það er ekkert annað en þrjózka og tillitsleysi að sitja áfram i bilnum spólandi kruss og þvers og halda þar með niðri þeim sem hafa bila sina vel búna til vetrar- aksturs, en komast bara ekki áfram vegna þeirra tillitslausu.” „Fá öfíugrí byssur og beita þeim" ,Hneykslíð d Hcrfravfjarðarslóðanum, Einn „sárreiður ökumaður" leit inn á ritstjórnina um kaffileytið i gær: „Maður hefur nú ýmislegt heyrt misjafnt um „kerfið” svo- kallaða, það opinbera. En öll framkoma vegagerðarinnar i sambandi við Hafnarfjarðar- troðninginn fyllir mælinn. t gær eftir hádegi fór aðeins að blása á Arnarnesinu og það var ekki að sökum að spyrja — bilarnir fóru að spóla þvers og kruss og ekkert gekk eða rak. En vegagerðin með sandbilana lét á sér standa, of lengi fannst flestum ökumönnum a.m.k. Nú er það svo, að veður- fræðingar hafa ráðlagt okkur að taka nagladekkin af, „vorið er komið og grundirnar gróa” o.s.frv., en engu að siður dengir snjónum yfir okkar af sama kappi og fyrr og ökumenn margir afar illa búnir undir snjóinn. Gæti nú ekki „kerfið” haft ein- hvern neyðarútbúnað til taks i Garðahreppi eða Hafnarfirði, ef svo fer að Arnarnesið teppist. Þetta er nú eini spottinn milli Reykjavikur og Suðurnesja og ærið mikilvægur. Ég tel þetta hneyksli eins og nú er i pottinn búið”. Þessi myna var tekin fyrir nokkru siðan, þegar umferðaröngþveiti myndaðist viö Arnarnesið. í gær myndaðist svo sem svo oft áður algjört öngþveiti þarna í brekkunni, og komst ekki i lag fyrr en eftir drykklanga stund er borinn var sandur i brekkuna. „Rikisstjórnin verður fljótlega að taka af skarið i landhelgis- málunum. Ef til vill ætti að fara þess á leit við alþjóðadómstólinn, að sett verði lögbann á veiðar Breta og Vestur-Þjóðverja i land- helginni. Ef það þýddi ekki, ætti að fá öflugri byssur á varðskipin og beita þeim, ásamt þvi að land- helgisbrjótar séu teknir, hvar sem til þeirra næst, færðir til hafnar og lögsóttir Augljóst er, að Bretar hafa að minnsta kosti aukið sóknina á Islandsmið eftir útfærsluna og þeir munu halda þvi áfram meðan núverandi linka rlkir. Það þýðir, að klippingar duga ekki til að stöðva þá. Ennfremur hafa Englendingar margsinnis keypt sér stundarfrið með málæði um samningavilja og áróðri i þvi sambandi. Þetta hafa þeir oft tið- kað i sambandi við aðra. Alþingi ætti að stuðla að þvi, að landhelgismálið verði nú þegar tekið föstum tökum og sendimenn okkar kallaðir heim frá Bretlandi og V-Þýzkalandi og jafnframt verði kaupum á vörum frá þessum löndum haldið i algeru lágmarki, meðan núverandi ástand varir. Það er ekki hægt að verja þetta aðgerðarleysi okkar til fram- búðar gagnvart góðum viðskipta- þjóðum, sem virða 50 milurnar I verkl Sjómaður

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.