Vísir - 06.04.1973, Síða 3

Vísir - 06.04.1973, Síða 3
Visir. Föstudagur 6. april. 1973 3 KJARVALSHÚS LISTAVERKAMIÐLUN OG ÍBÚÐ FYRIR ERLENDAN LISTAMANN — Það eru uppi hug- myndir um, að i húsinu verði deild úr Lista- safni íslands. Á hún að sjá um útlán á verkum safnsins og einnig þeim verkum, sem keypt eru sérstaklega til útlána. í húsinu er ibúð og er ætlunin,að i henni gefist erlendum listamönnum kostur á að dvelja. Er þá reiknað með, að islenzkur listamaður dveljist á sömu kjörum i heimalandi gestsins. — Þetta sagði Knútur Hallsson, skrifstofustjóri i menntamálaráðuneytinu, okkur, er við spurðum hann um, hvað gera ætti við „Kjarvals- húsið” á Seltjarnarnesi. En það var á sinum tima byggt á vegum rikissjóðs og Seðla- bankans og var ætlað sem ibúð og vinnustofa fyrir Jóhannes S. Kjarval. Af einhverjum ástæðum flutti hann aldrei i húsið, og einu notin, sem af þvi hafa verið, eru, að þar var eitt sinri haldin sýning á nokkrum verkum hans. Útlánadeildin myndi einkum sjá um miðlun verka til opin- berra stofnana, svo sem skóla og sendiráða, og á þann hátt væru stöðugt i gangi farand- sýningar, þar sem listaverkin yrðu flutt til og önnur kæmu i staðinn. Frágangi byggingarinnar er ekki að fullu lokið, en aðallega mun það vera ýmis frágangur við hina fyrirhuguðu lista- mannsibúð, sem ólokið er. Einnig mun littekt hússins ekki hafa farið fram. Að sögn Knúts Hallssonar er ekki alveg ljóst, hvort formlega er búið að afhenda Listasafni einnig vantar fjárveitingu til gerðir eru um að verði þar, geti rikisins húsið til notkunar og þess, að sú starfsemi, sem ráða- hafizt. —ÓG Hér biður Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi, sem vonandi á að koma að notum sem bústaður fyrir erlenda iistamenn, sem gista iandið. Ekki bara landgrœðsla á afmœlinu Grundvöllur lagður að landsins byggð „Stcfna ber að því sem höfuðmarkmiði, að á ellefu hundruð ára afmæli byggðar á ts- landi, liggi fyrir grundvöllur er geri islenzkri þjóð kleift að marka sér byggðastefnu næstu fram- tiðar.” Það verður þá ekki aðeins land- græðsla, sem landsmenn hefja til virðingar næsta ár, ef samstarfs- nefnd Vestfirðinga, Austfirðinga og Norðlendinga fær ráðið. Þessar tillögur voru ræddar i morgun á fundi nefndarinnar með þingmönnum þessara landshluta. Fyrir Alþingi liggja nú tvær til- lögur um byggðamál frá einstök- um þingmönnum. Nefndin vill samræma tillögurnar á þann veg, að þingmannanefnd verði falið að vinna að mótun alhliða byggða- stefnu. Þá sé einnig þörf á skjót- um aðgerðum til að komast hjá vaxandi röskun byggðar. Sam- starfsnefndin leggur að þing- mönnum að við upphaf næsta þings þurfi að liggja fyrir laga- frumvörp um slikar breytingar, og verði það einnig verkefni þing- mannanefndarinnar að sjá til þess. „Stjórnsýsíustofnun rikisins” eða ráðuneyti verði sett á laggirnar, þar sem fjallað verði Ein Polýfónstúlknanna er hér að útbúa skreytingar fyrir kaffisölu, sem halda á um helgina. Öll spjót eru höfð úti til að aura saman fyrir Stokk- hólmsferðinni. (Ljósm. Björgvin Pálsson). um mótun og framkvæmd byggðastefnu og skipulagsmál. Landshlutasamtök sveitarfélaga fái löggildingu. Mikilvægt sé að flytja einhverjar opinberar stofnanir út á land og útibú og deildir, þar sem það á við. Rétta þurfi hlut fólks i þéttbýli úti á landi i umhverfismálum almennings, svo að umhverfi geti orðið sambærilegt við það, sem ibúar höfuðborgarinnar búa við. Jafnræði ibúa landsbyggðarinnar og Stór-Reykjavikur i húsnæðis- málum verði tryggt, aukið fé renni til byggðarmála og fleira. -HH. „Maður hefur gott af að kynnast öðru", segir Borgar Garðarson sem í haust heldur út til Lilla teatern „Ég hyggst halda út i haust og fylgjast meö starfi Lilla teatern i Helsingfors. Ég sótti um að fá að komast til þeirra og fylgjast með hjá þeim. Ég hef staðið i bréfaskiptum við þá nú seinni- partinn f vetur, og nú hefur ver- ið gengið frá þessu. Og ef ailt gengur upp þá fer ég i haust. En það eru ýmsir spottar lausir ennþá, og þá kannski sérstak- lega peningahliðin.” Þetta sagði Borgar Garðars- son leikari, þegar blaðið ræddi við hann I morgun, en Borgar er að öllum líkindum fyrsti islenzki leiklistarmaðurinn, sem heldur út til Lilla teatern i Helsingfors, þó að margir stundi nám i þvi sama fagi annars staðar á Norðurlöndunum. „Ég hef hugsað mér að dvelja úti a.m.k. næsta leikár, og það gæti jafnvel orðið lengri timi. Þetta er að minum dómi eitt það skemmtilegasta leikhús á Norðurlöndum og að þvi er mér virðist hefur þaö skemmtilega aðferð að verkefnunum, að minnsta kosti er árangurinn ótrúlega góður.” En aðferðin sjálf að verkefninu, það er nú það sem ég ætla að fara að kynna mér.” „Ég tel að þetta muni koma mér að góðu gagni, og þó að Is- land sé ágætt, og engir sérstakir eftirbátar, þá er það alltaf eyja, og maður hefur alltaf gott af þvi að kynnast öðru.” „En þetta getur orðið anzi skemmtilegt, og ég vona að ég komist þetta, en ég veit reyndar ekki hvort ég byrja að leika þar, að minnsta kosti ekki strax. Það er tvennt ólikt, þó maður tali sæmilega sænsku að fara upp á svið og leika.” —EA Borgar Garðarsson, leikari. Um 80 til hljómplötu- hljóðritunar í Svíþjóð Mesti hópur, sem fer utan þeirra erindagerða Fullvist má telja, aö ferð Polý- fónkórsins til Stokkhólms i sumar sé stærsta hópferð isienzkra list- flytjenda til einnar hljómplötu- hljóðritunar. Verða þaðekki færri en 80 til 90 manns, sem fljúga utan þessara erinda. „Við munum leigja okkur eigin flugvél til ferðarinnar og leggja upp 5. júni”, sagði Ingólfur Guð- brandsson, stjórnandi Pólýfón- kórsins. Honum ætti að veitast auðveltaðskipuleggja ferðina, en hann rekur sjálfur ferðaskrifstofu svo sem kunnugt er. „Upptakan fer fram i hljóm- leikahöll i útborg Stokkhólms”, útskýrir Ingólfur: „Salurinn þar er frægur fyrir góðan hljómburð, og þar hefur fjöldi hljómplötu- hljóðritana verið gerður. Kórinn mun verja þar fjórum fyrstu dögunum til æfinga einvörðungu. Siðan er ætlunin að hljóðrita tvær stórar hljómplötur, sem við munum gefa út upp á eigin spýtur”. Æfingar standa yfir hér heima þessa dagana, en meðal annars efnis, sem á plöturnar á að fara, er „Stabat Mater” eftir Palestrina, sem er tveggja kóra verk, og svo modetta eftir Bach. Þá verða einnig á efnisskránni ný tónverk eftir islenzk tónskáld, þar á meðal Þorkel Sigurbjörns- son, Gunnar Reyni Sveinsson og Jón Asgeirsson. Það gefur auga leið, að hljóm- plötugerð af þessari stærðar- gráðu er kostnaðarsöm. Hefur kórinn þvi þurft að nota ýmsar fjáröflunarleiðir eins og t.d. kaffi- sölu og happdrættismiðasölu. Og svo er fyrirhugaður flóa- markaður að Hallveigarstöðum á laugardag, sem ætti sömuleiðis að gefa eitthvað af sér. —ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.