Vísir


Vísir - 06.04.1973, Qupperneq 8

Vísir - 06.04.1973, Qupperneq 8
SKOLAUÐ FELAGSLIÐ Er það ástœðan fyrir falli Þórs á Akureyri í körfuboltanum? Þrátt fyrir það, að ekki séennþá hægt að fullyrða alveg fyrirvíst, að Þór frá Akureyri, sé örugglega fallin niður i 2. deild í körfuboitanum, þá eru yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Það er því ekki úrvegi að staldra að- eins við og hugleiða hverjar ástæðurnar eru fyrir því að þetta eina lið utan höfuðborgarsvæðis- ins, sem leikir hefur í 1. deild falli úr deildinni. Óneitanlega er nokkur eftir- sjá af liöinu og útbreiösla og kynning á körfuboltanum al- mennt nýtur ekki góös af þessu. Segja má, og það meö réttu, að vangaveltur um, af hverju eitt lið fellur úr 1. deild, séu yfirleitt gagnslausar — þvi að ástæöan sé sú að liðið sé þá bara svona lélegt — og samkvæmt reglun- um á lélegasta liðið að falla. En af hverju er Þórsliðið svona lélegt i vetur? Liöið hefur staðið sig með sóma mörg undanfarin ár. Að visu flutti Guttormur Ólafsson, sem leikið hafði með liðinu og þjálfað það, til Reykjavikur en varla hefði það átt að riða liðinu að fullu. t liðinu voru margir ungir og efnilegir piltar, sem hefðu getað haldiö merkinu hátt á loft. En hvað skeöur? — Verulegur hluti þeirra leikmanna, sem með liðinu léku i fyrra, ákveður að leika ekki með þvi þennan veturinn. — Þar af voru tveir beztu leikmennirnir Þorleifur Björnsson og Jón Héðinsson. Nú eru menn að sjálfsögðu fullkom- lega frjálsir að ákveða með hvaða liöi þeir leika ef þeir að- eins tilkynna það á réttan og löglegan hátt og má alls ekki blanda þvi inn i meginatriði þessarar greinar. Ýmsar ástæö- ur liggja yfirleitt að baki þvi, þegar leikmenn ákveða slik félagaskipti og venjulega hefur það þau ein áhrif að misjafnlega sterkir leikmenn flytjast á milli félaga og málin jafna sig eftir skamma stund. 1 þvi tilfelli, sem hér um ræð- ir, gegnir aftur á móti töluvert öðru máli. Piltarnir, sem gegnu úr Þór geröu það til þess að leika með íþróttafélagi Mennta- skólans á Akureyri, en með þvi leika aðeins nemendur úr þeim skóla. Lið tMA lék i 2. deild á þessu keppnistimabili og tók þátt i úrslitaleiknum um sæti i 1. deild á næsta ári, gegn Borgnes- ingum, sem unnu. Nú er það svo eðli málsins samkvæmt, að skólalið eins og lið IMA eru mjög misjöfn af gæðum frá ári til árs. Lið, sem gott er i dag, getur hreinlega verið gufað upp næsta ár o.s.frv. Telja má þvi nokkuð öruggt, að skólalið standi stutt við i deildinni og sú uppbygging sem verður i kring- um þau verði að litlum notum. Hér á landi hefur iþróttastarf- ið byggst i meginatriðum upp á félögum, sem ekki eru tengd neinum skólum föstum böndum. íþróttafélögin hafa verið öllum opin og innganga og keppni ekki háð neinu, nema almennum skilyröum um inngöngu i slfk frjáls og opin félög. Annars staðar hefur iþrótta- starfið að verulegu leyti bygg'.zt upp i kringum skólana, til dæm- is i Bandarikjunum. Vafalaust er það kerfi ekkert verra heldur en það fyrirkomulag, sem hér hefur verið haft, bæði hafa sina kosti og galla. Þegar aftur á móti er farið að blanda saman báðum kerfun- um, skólaliðunum og hinum opnu iþróttafélögum, er hætt við þvi að heldur fari að syrta i álinn, miklar sveiflur geta þá orðið, á milli ára á getu ein- stakra liða og sérstaklega hefur komið núna fram á Akureyri hve afdrifarikt þetta getur ver- ið i minni bæjarfélögum —- þar getur þetta hreinlega gert út um framtið heillar iþróttagreinar á staðnum —. Sérstaklega er þetta athyglisvert, þar sem á Akureyri er annað félag, sem hefur körfubolta á stefnuskrá sinni og leikmennirnir hafa alls ekki verið neyddir til þess að leika með Þór eða leika ekki neitt þó svo að ÍMA hefði ekki verið með keppnisréttindi. Það er þvi fullkomlega tima- bært að hugleiða, hvort ekki sé rétt að endurskoða réttindi skólaliða til þátttöku i opinber- um meistaramótum. Það skal ekki dregið i efa, að á sinum tima, þegar veitt var heimild til þess af fSt, hafi verið góðar og gildar ástæður fyrir hendi — en spurningin er þessi — eru aðstæðurnar ekki orðnar veru- lega breyttar i dag? — óg. Svíar og Sovétmenn eru einir ósigraðir og Kreinn úrslitaleikur verður milli þjóðanna á HM í isknattleik Efstu liðin i HM i is- knattleik, Sviþjóð og Sovétríkin, lentu i erfiðum leikjum i gær i Moskvu, en sigruðu þó bæði með minnsta mun. Sviar léku við „erkifjendurna ” Finnar og lengi vel leit út fyrir sigur Finna. Þeir unnu fyrstu lotuna 1-0, siðan varð jafnt 0-0, en I þeirri siðustu tóku Sviar sig saman i andlitinu. Sigruðu 3-1, og lokamarkið skoraði Alberg tveimur mín. fyrir leikslok. Sviar skoruðu sem sagt öll mörk sin i siðustu lotunni — nákvæmlega eins og gegn Tékkum. 1 gærkvöldi léku Sovétrikin við •• Keppnin á HM i isknattleiknum hefur oft veriö tvfsýn einkum þó, þegar Sviar unnu tékknesku heimsmeistarana. Efri myndin er af fyrra marki Svia — Dan Söder- ström (nr. 123) er i góðu færi og markvörðurinn Holecek fær ekki vörnum við komið. Myndin til hliðar er frá leik Tékka við Pól- verja. Það er Tadeush Kachik, Póllandi, (nr. 15) , sem reynir aö skora, en Jiri Holecek og Peter Ademec eru til varnar fyrir Tékka. Nú er hœgt að gulltryggja sig! — Körfuknattleikurinn um helgina Um helgina verða þrir leikir i 1. deild körfu- boltans. Á laugardaginn klukkan 16.00 leika HSK og Valur i íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þó flestir telji, að Þór frá Akureyri falli niður, er hvorki HSK eða Valur fullkomlega með trygga stöðu i deildinni og reyna þvi örugglega bæði af fremsta megni að vinna sigur i leiknum. Að þeim leik loknum leika siðan UMFN. og Ármann. Bæði liðin eru örugg með sæti sitt i deildinni eiga hins vegar ekki möguleika á þvi að sigra. Skemmtilegt verður þó að fylgjast með þvi hve mikið Davið Dewany i Njarðvlkurlið- inu, skorar. Hann hefur gert flestar körfur allra leikmanna i fyrstu deild, þó hann hafi leikið tveim leikjum færra en flestir þeirra. A sunnudaginn klukkan 19.00, leika stúdentar og HSK. Mikið er I húfi fyrir HSK en stúdentarnir hafa tryggt sér veru i deildinni næsta' keppnistimabil. —ÓG Víðavangs- hlaup ÍR í 58. sinn! Viðavangshlaup 1R mun fara fram i 58. sinn á sumardaginn fyrsta, sem nú ber upp á skir dag. Keppnin er opin öllum og er keppni karla og kvenna. Karlar keppa um einstaklings- verðlaun auk sveitakeppna í 3ja, 5 og 10 manna sveitum. Konur keppa um einstaklingsverðlaun auk sveitakeppni 3ja manna sveitar. Þátttökutilkynningar þurfa að berast i siðasta Iagi þann 14. april til þjálfara ÍR-inga, Guðmundar Þórarinssonar. Fjórða Hljóm- skólahlaupið Hijómskálahlaup 1R fer fram i 4. sinn á þessum vetri sunnudag- inn 8. april. Hlaupið hefst á sama stað og vant er i Hljómskálagarðinum og hefst kl. 14.00. Hlaupið er eins og áður opið öll- um, sem vilja spreyta sig i góðum félagskap. Keppendur eru beðnir að koma eigi siðar en kl. 13,40 til nafnakalls og númeraúthlutunar. Eftir reynslu fyrri hlaupa munu allir keppendur hafa komið i mark um kl. 14,20. Ármenningar í Miklatúnshlaupi Ármenningar efna til fimmta Miklatúnshlaups á morgun, laugardag, og hefst það kl. fjögur. öllum er heimil þátttaka, en keppni i þessu hlaupi hefur verið skemmtileg og náð miklum vinsældum. tékknesku heimsmeistarana fyrir fullu húsi i Moskvu. Það var harður leikur, en sovézku leik- mönnunum tókst að tryggja sér sigur 3-2. Leikur þeirra við Svia verður þvi hreinn úrslitaleikur. Fyrsta lotan var jöfn 1-1, siðan unnu þeir sovézku 1-0, og allt var á suðupunkti I siðustu lotunni. Sovétrikin komust I 3-1 saman- lagt, en þegar niu min. voru eftir skoruðu Tékkar 3-2. Siðan var sovézkum leikmanni visað af velli, en ekki tókst Tékkum að nýta það. Og harkan jókst — loka- minúturnar voru tveir tékkneskir leikmenn utan vallar. Það breytti engu — þeim sovézkú tókst ekki að skora, enda léku þeir meira upp á að halda markinu yfir. Siðustu lotunni lauk þvi með jafn- tefli 1-1.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.