Vísir - 06.04.1973, Page 10
10
Visir. Föstudagur 6. april. 1973
Visir. Föstudagur 6. april. 1973
11
í\
m %
„KRÍTIK".
O
Þetta mun vera
stœrsta verk
Kjarvals, 217x405
sentimetrar.
O
Myndin var til
skamms tíma í
Irafossstöðinni
við Sog.
O
Móluð 1946.
O
Myndin var
keypt á
uppboði1954.
„LIST KJARVALS ALVEG
NOfíU ÁFENG" - Rt,b.l»!í vi4 "Okkrasýningaraesti
f W r% m m Mw a syningunm i Miklagarði
■ >
LÓMAGNÚPUR. Ein af mörgum myndum Kjarvals þaðan. Hún var keypt síðastliðið úr af einstaklingi hér í borg
Thor Vilhjálmsson, skáld.
Aö minu áliti cr Kjarval margþætt-
astur og tilbrigöarikastur islenzkra
myndlistarmanna og þaö cr dá-
samlegt aö eigu þess kost aö sjá svo
margar myndir hans hér. Annars
er ástæöan fyrir þvi aö ég kom
hérna núna aö ég var eitthvaö
slappur og niöurdreginn og vildi
leita mér aö andlegum krafti og
viöurværi meö þvi aö skoöa vcrk
meistarans.
Viö val á myndum eftir Kjarval
eru auövitaö óskaplega margir
möguleikar, óneitanlega sakna ég
mynda, sem ég heföi gjarnan viljaö
sjá, en þaö er stórkostlegt aö eiga
þess kost i framtiöinni aö geta
komiö hingaö og skoöaö svo mörg
verka hans á sama staö.
Ég var aö heyra þaö, aö jafnvel
ættu aö veröa hérna áfengis-
veitingar, en aö minu áliti er list
Kjarvals alveg nógu áfeng og meö
hcnni þarf ekkert áfengi.
Edda G. Rowland, húsmóðir
búsett í Kanada.
Ég hef búiö erlendis 10 siöustu ár
og var nú ekki farin aö hugsa mikiö
um myndlist áöur en ég fór út. Ég
er mjög hrifin af myndum Jó-
hannesar Kjarvals og sérstaklega
landslagsmyndum hans, þær
minna mig töluvert á verk eftir
nokkra fræga kanadiska málara,
þó myndefniö og þaö sem myndirn-
ar sýna okkur sé náttúrlega gjör-
ólikt. Annars held ég aö skoöanir
fólks á myndlist séu miklu ein-
staklingsbundnari erlendis, þar
sem ég þekki til, heldur en hérna
heima.
Þaö er eitt, sem mikiö er aö auk-
ast erlendis, og ég tel aö mætti taka
til eftirbreytni. Þaö er aö hvetja
fjölskylduna alla til aö koma á
sýningar og hafa þá eitthvaö fyrir
börnin og jafnframt reyna aö
kynna þeim myndirnar. Þau sjá
nefnilega miklu meira út úr þessu
heldur en viö.
Kristján Á. Norðdahl, nem-
andi í Verzlunarskólanum.
Þaö hefur nú viljaö þannig til aö ég
hef veriö aö vinna svolitiö hérna i
nágrenninu undanfariö og ég er bú
inn aö koma hérna fjórum eöa
fimm sinnum. t hvert skipti sé ég
eitthvaö nýtt úr myndunum.
Auðvitaö er tnaöur misjafnlega
hrifinn af þeim en ætti ég að segja
eitthvaö um þaö hvaö mér finnst,
þá eru það landslagsmyndirnar,
sem hrifa mig meira heldur en
fantasíurnar, ég fæ eins og meira
út úr þeim.
Haraldur Ellingsen, við-
skiptafræðingur
Mér finnst mest um vert hjá
Kjarval, að hann hefur kennt okkur
að lita á landiö og náttúruna i nýju
ljósi. íslendingar, við sem höfum
gengiö á hrauni i ellefu aldir, við
uppgötvuðum ekki fyrr en með
hjálp Kjarvals hvern fegurðarfjár-
sjóð viö eigum. Það er þó alls ekki
þannig að hann sýni okkur tómt
hraun.
Einnig álit ég, að listamenn geti
orðið þekktir á ýmsan hátt, en
Kjarval hefur orðið frægur af list
sinni einni og þvi hefðu listdómarar
eða aðrir engu breytt um.
Sverrir Haraldsson, list-
málari
Sýningar á myndum Kjarvals
eru að minu áliti alltaf góðar. Auð-
vitað eru verk hans misgóð, en
hans beztu verk eru stórkostleg og
eru i minum huga fullkomlega
jafngóð verkum mestu meistara
heimsins i málaralist. Persónulega
er ég ekki alveg ánægður með
valið, en ég veit að úr geysilegu var
að velja og i þvi ræöur auövitaö
skoðun og smekkur hvers og eins.
Mikill og frjór listamaður eins og
Kjarval var, honum liggur svo
mikið og margt á hjarta i einu,
sem hann verður aö koma frá sér.
Kannski eru myndir hans hér
þannig til orönar þegar hann hefur
brugðið á leik en siöan ekki fullunn-
ið myndirnar. Annars er ég ekki
ánægöur með birtuna og loftið I
húsinu. Birtan er ekki næg og loftiö
er of yfirgnæfandi. Aö skoöa góö
listaverk i lélegri birtu er slæmt.
Á KJARVALSSTÖÐUM
Skip mitt er kotniö aö landi, var
einhvern tima haft eftir Kjarval:
var þaö annars ckki mynd eftir
hann sem nefndist þessu nafni?
Gaman væri ef hiö sama yröi sagt
um Jóhannes Sveinsson Kjarval
sjálfan þegar opnaö liefur veriö
hiö veglega myndlistarhús á
Miklatúni sem annars vegar cr
helgaö minningu listamannsins.
eir sem einhvern tima hafa
komiö t.a.m. I Munchsafniö i
Osló, og þarf þó ekki þann saman-
burö til, geta nú gert sér I hugar-
lund á Kjarvals-sýningu i mynd-
listarhúsinu nýja, hver menn-
ingarstofnun væri tilkomin i
Reykjavik ef hér heföi þessa dag-
ana veriö opnaö réttnefnt Kjar-
valssafn.
„Persónulegur ferill lista-
manns sem starfar langa ævi er
að sinu leyti smækkuö mynd af
listsögu þjóöar”, segir Ilalldór
Laxness i grein um mat okkar á
Kjarval I sýningarskránni: „Til
skilnings veröur að skipa þvi
saman sem saman á i langri
þróun, aldurgreina einstök verk
og stilskeiö, skipa hlutunum niöur
i afmörkuö timabil, svo skiljist
hvaö er undanfari hvers, og
hlutirnir skýrist hver út frá
öörum, eöa að minnsta kbsti geri
ekki hver annan óskiljanlegan
cins og hlýtur aö veröa ef maöur
viröir æviverkiö fyrir sér allt i
einum graut”.
A efri árum Kjarvals var oft og
einatt stofnaö til sýninga á
inyndum hans lionum til heiöurs.
A áttræöisafmæli lians áriö 1965,
var aö minnsta kosti efnt til
tveggja slikra sýninga lista-
manninum til lofs og dýröar.
önnur þeirra var i gamla lista-
mannaskálanum: þaö var þar
sem lýst var ákvöröun borgar-
yfirvalda að byggja það hús sem
nú stendur á Mikiatúni. Þar var
samfylkt uokkrum stórvirkjum
Kjarvals, landslagi á oliu,
nokkrum þeim myndum sem
sknpnö liafn hugsjón lands og
náttúru sem oröin er órofa þáttur
i islcnzkum mcnningararfi. En
hin sýningin var i sýningarsal
Menntaskólans I Reykjavik. Þar
var þess freistað aö rekja aö
uokkru einn þráöinn I list
Kjarvals, sjávarminniö I verkum
hans i vöku og draumi.
Areiöanlega var hvorug þessi
sýning þess umkomin, enda varla
til þess ætlazt af þeim að þær
„gcrðu skil” æviverki Kjarvals.
Þar var hins vegar lýst meö
óvenju skýru móti tveimur aö-
greinileguni sjónarmiöum á list
hans.
Eitthvað svipaö veröur uppi á
teningi á hinni fögru og fjöl-
breyttu Kjarvalssýningu á Mikla-
túni þótt skilin séu ekki eins skýrt
dregin I þetta sinn. En þar
er annars vegar sýnt allstórt
og fjölbreytt safn oliumálverka
úr einkaeign frá fornri tiö og
nýrri á ævi hans. Hins vegar er
sýnt i hinu tilkomandi Kjarvals-
safni, austanvert I húsinu, safn
mynda i eigu Reykjavíkurborgar,
nokkrar oliumyndir frá ýmsum
skeiðum á ævi Kjarvals og a 11-
mikið safn mynda i minniháttar
efni, að inestu eöa öllu leyti gjöf
listamannsins til borgarinnar.
Þótt sýningin þyki fögur er hinu
ekki aö neita aö hún leiöir ævi-
verkið fyrir sjónir „allt i einum
graut”.
f grein sinni i sýningarskránni
vikur Halldór Laxness á meöal
annars aö þeirri furöu sem
mörgum þykir, aö myndir
Kjarvals áttu aldrci innangengt á
heimsmarkaö myndlistar, þykja
sumar ekki einu sinni vegg-
rúmsins verðar til lengdar á þeim
stöðum utanlands sem þær hafa
þó orðið uppifastar. En hvað sem
dagsprísum líöur á alþjóölegum
listm arkaöi var Jóhannes
Kjarval alla ofanverða ævi sina
sannkallaður þjóömálari tslend-
inga. Ef nokkur ævi- og listferill
spannar sögu islenzkrar
myndlistar þá er þaö saga
Kjarvals. Nú tekur þjóðsagan um
manninn sjálfan, „meistara
Kjarval” að fyrnast þegar hann
er allur. En myndir hans höfum
viö á meöal okkar — ef og þegar
þær sjást.
Þegar hér er komiö vakna
menn upp við það hversu van-
kunnandi við i rauninni erum um
sögu Kjarvals, rök og þróun listar
hans, myndirnar sjálfar þar sem
þessi saga geröist og geymist.
„Enda get ég sagt fyrir mig, sem
þó hugsaði oft um Kjarval”, segir
Halldór Laxness, „aö ég þekki list
hans ekki einu sinni nóg til aö
skýra hvaö veit upp og hvaö niður
i þessu tröllaukna verki, hvaö er
fast hjá honum, og af hverju er
sprottið það sem einlægt heldur
áfram aö koma manni á óvart I
fari hans”.
Samt er furöu langt siöan fyrst
var farið aö tala um Kjarvals-
safn, Kjarvalshús — en þegar hús
eftir
r
Olaf Jónsson
var loksins risiö vildi lista-
maðurinn ekki þiggja vistina þar
Enn i dag er hvergi til safn
Kjarvalsmynda i opinberri eigu
sem geri list hans skil né lýsi sögu
og þróun hans,geri æviverk þjóö-
málarans aðgengilegt nýjum
kynslóöum. En þaö góöa fólk sem
fengiö hefur myndir hans undir
hendur um ævina eöa þeirra börn
og barnabörn „eiga” samt ekki
verk Kjarvals. Þau heyra þjóö-
inni til.
aö er vist ekki vert að hefja
eftirtölur af gleðilegu tilefni.
Þegar manni veröur hugsaö til
listam annaskálans úr mynd-
listarhúsinu nýja er sem betur fer
ljóst aö veður geta skipazt í lofti i
menningarlifi ekki siður en á
öörum sviðum mannlífsins. t
listamannaskálanum var um
langt skeiö aöal-vettvangur
Islenzkrar myndlistar, ekki bara
málverkasýninga I Reykjavik,
eins og brátt mun verða á Mikla-
túni. En listasafn rikisins býr
sifellt við alltof þröngar kringum-
stæður til að anna þeim verkum
sem þvi eru ætlandi, og enn I dag
er ekki einu sinni til samfelld
saga islenzkrar myndlistar.
Gleöileg tiöindi úr nýju mynd
listarhúsi minna lika á þaö sem
vangert er við islenzka myndlist,
ekki bara list Kjarvals — að gera
hana til frambúöar aögengilega
þeim almenningi sem á hana.
Áttundi hver íslendingur
hefur þegar séð sýninguna
— og hópar koma hingað utan af landi
Kjarvals-
sýningin
„Þaö hefur ekki veriö tekin nein
formleg ákvöröun um nafn á
Myndlistarhúsinu, talaö hefur verið
um Kjarvalsstaöi en um þaö veröur
liklega ekki neitt ákveöiö á næstunni
og kannski er bezt aö láta málið
ráöast og lofa fólkinu sjálfa aö
ákveöa nafniö.” Þetta sagöi Birgir
tsleifur Gunnarsson borgarstjóri, er
viö spuröum hann um nafngift á nýja
Myndlistarhúsinu viö Miklatún.
Aö sögn Alfreös Guömundssonar,
forstöðumanns hússins, en hann var
mikill vinur Kjarvals og stóð fyrir
mörgum af sýningum hans, hefur
aösókn aö sýningunni veriö mjög
góð, og hafa um 24.000 manns séö
hana. Um siöustu helgi komu um tólf
þúsund gestir.
Auk almennra gesta hafa margir
hópar komið úr skólum borgarinnar
og nágrenninu. Hingað kom jafnvel
hópur nemenda frá Isafirði.
Hugmyndir eru um aö halda hér
margs konar listsýningar. Ekki er
búið að taka ákvörðun um hverjar
þær verða á næstunni, nema ákveðið
er, að hér verði kinversk listiðnaðar-
sýning, sem hefjast mun um 20.
þessa mánaöar.
1 salnum, þar sem myndir i eigu
Reykjavikurborgar eru sýndar,
munu i framtiðinni birtast margar
aðrar myndir eftir listamanninn,
bæöi teikningar og málverk.
Þessar myndir hafa komizt i eigu
borgarinnar á ýmsan hátt. Arið 1968
gaf Jóhannes Kjarval Reykjavíkur-
borg allar teikningar eftir sig, sem
voru i hans eigu.
Núna eru sýndar 74 af þessum
teikningum en þær eru miklu fleiri
og verða hengdar upp jafnóðum og
lokið verður við að lagfæra ýmsar
skemmdir, þannig aö teikningarnar
séu sýningarhæfar. Aö þvi vinnur
mjög hæfur bandariskur sér-
fræðingur, Frank Ponzy, aö nafni, en
hann er nú búsettur hér á landi.
Málverkin hefur borgin ýmist
keypt eöa henni hafa verið gefin
verkin af ýmsum aðilum.
Við ræddum við Valtý Pétursson
listmálara, en honum var falið
ásamt Kjartani Guöjónssyni, list-
máiara, að velja myndirnar, sem
sýndar eru.
Valtýr sagði okkur, að vegna
veikinda Kjartans hefði valið að
mestu hvilt á sér. Þegar velja ætti
myndireftir Kjarval væri úr geysi-
miklu að velja og hægt væri aö velja
út frá mörgum sjónarmiðum.
Auövelt væri þvi að gagnrýna slikt
val og væri vafalaust gert. Akveðið
heföi verið að hafa þetta ekki yfir-
Myndlistarhúsiö á Miklatúni.
Alfreö Guömundsson
litssýningu, sem gæfi samfellda
mynd af listþróun meistarans,
heldur hefði verið tekin sú stefna að
reyna að hafa hér myndir,
sem ekki hefðu komið fyrir augu al-
mennings áður eða sjaldan. Engar
myndir væru úr opinberum söfnum
og aöeins fáar af hans þekktustu
verkum. Almennt gekk mjög vel að
fá myndir lánaðar til sýningar,
aðeins einstaka aöili neitaði að láta
verk sem óskað var eftir af hendi.
Þetta átti við um þann hluta þeirra
sem eru i einkaeign en um
myndirnar, sem eru i eigu
borgarinnar er það að segja, aö þar
er aðeins nokkur hluti af Kjarvals-
myndum borgarinnar, það er aö
segja þær myndir, sem komnar eru i
sýningarhæft ástand.
Ætlunin er að sýningin standi til 15.
april. -ÓG.