Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 12
12
Visir. Föstudagur 6. april. 1973
Eyjakrakkar i
Noregsreisu
Þau Vilhjálmur Garðarsson og
Arnfriður Einarsdóttir, 12 ára
gömul Eyjabörn, fengu óvænta
ferð til Noregs i vikunni, fóru á
mánudaginn og komu aftur i gær.
Komu þau þar fram i barnatima
sjónvarpsins vegna fjársöfnunar i
Noregi i sambandi við fyrirhug-
aða sumardvöl barna úr Eyjum i
Noregi. Noregsferðirnar nefjast
um miðjan júni og lykur i byrjun
september. Hafa islenzku flug-
félögin boðið Norsk-islansk sam-
band að gefa helming flugfar-
anna. A myndinni með þeim
Vilhjálmi og Arnfriði eru Bergljót
Rósinkranz, fyrsta flugfreyja um
borð i vélinni sem þau flugu með,
og flugvélstjórinn, Jón Magnús-
son.
Q ■
Loðnunni eða
kuldanum að kenna?
Talsvert mörg tilfelli kvefsóttar
hafa komizt á skýrslur borgar-
læknis að undanförnu, 92.vikuna
11.-17. marz samkvæmt skýrslum
aðeins 7 lækna, sem létu heyra frá
sér, en vikuna á undan voru 105
kvefsjúklingar hjá 16 læknum.
Læknar eru margfalt fleiri en
þetta og eflaust láta fæstir
sjúklinganna lækna heyra frá sér.
Hvort þetta er kuldanum eða
loðnureyknum, sem sumir telja
óheilnæman, aö kenna, skal ekki
fullyrt um.
I shijridi
Allar konur eru
fallegar
En sumar eru pínulítið
of stórar, sumstaðar.
Komið til okkar og við
munum hjólpa ykkur
að nó burt aukakílóum,
Megrunarkúrar byrja
10. april
Hringið strax.
«Bezta sauna
og massage
i Reykjavík!»
Bingó i
sjónvarpinu
Þeir eru ekki i vandræðum að
finna sér nýstárleg fjáröflunar-
brögð Ljónamennimir. Þeir i Ægi
eru nú að fara af stað með bingó i
auglýsingatimum sjónvarpsins.
Má þá búast við að einhverjir fari
að horfa á auglýsingarnar.
Númerin verða dregin fyrirfram
hjá borgarfógeta. Spjöldin verða
aftur á móti seld hjá félögum i
Lionsklúbbnum Ægi og i ýmsum
verzlunum i Iteykjavik og kosta
300 krónur. Vinningur verður bif-
reið að verðmæti um hálf milljón
króna. Ebeneser Asgeirsson
kaupmaður i Vörumarkaðnum,
er formaður klúbbsins og mun
aðalútsala spjaldanna verða i
verzlun hans.
AA kynnir starfsemi
sina
fyrir Selfyssingum
,,Til fundarins er ekki boðað i
áróðursskyni i venjulegri merk-
ingu þess orðs. Að baki okkar
standa engin félagsleg eða fjár-
hagsleg öfl. AA-samtökin eru full-
komlega óháð félagslegt
fyrirbæri og markmið AA-manna
er bara eitt: Að lifa lifinu án
áfengis og hjálpa öðrum, sem
vilja losna út úr vitahring of-
drykkjunnar”, segja AA-menn i
bréfi til Selfyssinga en á Selfossi
ætla þeir á morgun að kynna
starfsemi sina i Tryggvaskála kl.
3 siðdegis.
Veiddu loðnu af
bátabryggjunni
Það var auðveld veiði fyrir þá
nyrðra á dögunum, þegar loðna
gekk inn i smábátadokkina við
Höpnersbryggju. Dagur segir að
bakari einn og tómstunda-
sjómaður, Sigurður B. Jónsson
hafi ásamt fleirum tekið sig til og
lokar hafnarmynninum með nót,
— og verið kátir. Kilóið af kven-
loðnunni er keypt á 7 krónur, — en
karlinn er verðminni óg fer á 1.76
kr. kilóið. Segir Dagur að þarna
hafi verið um að ræða einar 100
tunnur af loðnu, — sem vitaskuld
þurfti ekki annað en að háfa úpp.
##
Ekki meiri vorkunn en
Vestmannaeyingunum",
— segir Björn Jónsson, sem tapaði 40
þús. krónum
„Mér er ekki meiri vorkimn
heldur en Vestmannaeyingun-
um. ÍCg hugga mig við það og
eitthvað verður maður að hugga
sig við”, sagði Björn Jónsson
þegar við ræddum við hann, en
Björn, sem cr á áttræðisaldri
varð fyrir þvi óláni að tapa
hvorki meira né minna en 40
þúsund krónum i fyrradag.
,,Ég fór og keypti fisk i
Suðurveri, og gekk siðan niður
eftir Hamrahliðinni og niður i
Bogahlið, þar sem ég er
búsettur. Ég tók upp veskið i
fiskbúðinni, og siðan setti ég það
niður i vasann, að þvi er mér
fannst, og hélt siðan út. Þegar
ég kom heim var það ekki til
staðar, en ég held ég megi telja
það vist að ég hafi tapað veskinu
rétt eftir að ég kom út úr búð-
inni.”
„Þetta voru mánaðarlaun
sem voru i veskinu ásamt meiru
en svo var einnig ökuskirteini og
fleiri skirteini. Auðvitað munar
mann um þetta, það munar alla
um þessa upphæð.”
Veski Björns er brúnleitt, og
nú er aöeins að vona að einhver
skilvis finnandi komi veskinu til
Björns eða lögreglunnar.
— EA
Ánœgð með
það allt
saman!!!
Kannski þarfnast þessi
mynd engra skýringa, en
okkur þykir þó ekki saka að
láta þess getið, að stúlkan,
sem við sjáum hér svo vel,
heitir Stephanie McLean.
Hún er frá London og hefur
andlit sem minnir á Twiggy —
en likama, sem er þvi fjarri.
„En ég er hæsÞ ánægð með
maga minn, brjdst og þykkan
bossa”, segir hún orðrétt. Og
hún bætir þvi við, að hún telji
fullvist, að hún sé ábyggilega
ekki ein um það.
Hún segir að sér leiðist þær
ljósmyndafyrirsætur, sem
virðast vera farnar þegar þær
hafa snúið i mann hjiðinni.
„Nei, má ég þá biðja um al-
mennilegar kynbombur á borð
við Sophiu Loren, Anitu
Ekberg og Marlyn Monroe.
Það eru stúlkur af okkar tagi
sem karlmönnum geðjast bezt
að”, segir þessi ágæta fyrir-
sæta.
„Bitillinn” John Lennon og
kona hans, hún Yoko Ono veifa
hér „embættislegum” hvitum
flöggum (en þetta eru þjóðfánar
NUTOPIU, en það er nýtt þjóð-
land, sem þau tilkynntu tilvist á,
þegar þau héldu biaðamanna-
fund i New York fyrir fjórum
dögum).
Þau tilkynntu einnig um röð
af lagalegum málaflækjum og
málssóknum sem gerðu honum
kleift að dvelja i Banda-
rikjunum i nokkur ár. Lennon
var skipað að fara úr landi i
Bandarikjunum i fyrri viku, eða
vera gerður brottrækur vegna
þess að hann er talinn af yfir-
völdum „óæskilegur” vegna
dóms er hann hlaut i Bretlandi
1968 fyrir óleyfilega eign á
hassi.
„Nutopia” að þeirra sögn
land þar sem allir geta orðið
borgarar. Þetta væri land
„NEI” fólks, þar þarf ekki
vegabréf, og þar eru engin lög
sett af skrifstofuveldinu, og þar
af leiðandi yrði þetta stærsta
þjóð veraldar.
Hið alhliða tákn, hvíta
flaggið, alþjóðlegt tákn um
uppgjöf, Einnig kæmi fáni
„Nutopiu”, sér vel eins
og Lennon notaði hann, sem
vasaklútur.