Vísir - 06.04.1973, Síða 20
VÍSIR
Föstudagur 6. apríl. 1973
INNBROTí
NESTI
— Þjófurinn náðist
Snemma i morgun, um klukk-
an fimm varö ökumaöur, sem leiö
átti framhjá Nesti á Ártúnshöföa,
var viö aö þar mundi einhver
óvelkominn vera aö athafna sig
inni. Hann geröi lögreglunni aö-
vart og kom hún á staöinn og náöi
hún manninum, sem annaö hvort
hefur Ifklega ætlaö aö ná sér I
sigarettur eöa eitthvaö f svang-
inn.
— ÓG.
Hvaðan koma gjaldeyristekjurnar okkar?
SJÁVARÚTVEGUR GEFUR
MINNA EN HELMINGINN
Mörgum kemur vist
á óvart sú frétt, að
sjávarafurðir gefi
okkur minna en
helminginn af gjald-
eyristekjum okkar.
Þannig hefur þetta þó
verið að undanförnu.
Yfirleitt er einbllnt á
útflutninginn á vörum, þar sem
hlutur sjávarútvegs hefur
heldur minnkaö en er þó nálægt
80%. Sjávarafuröir gdfu hins
vegar 49,5% af gjaldeyris-
tekjum áriö 1971, þegar öll
gjaldeyrisöflunin er skoðuö.
Hlutur þeirra hefur rýrnaö
siöan meö aukningu iönaöar,
túrisma og fleiru.
Ariö 1971 fengum viö 59% af
gjaldeyri meö vöruútflutningi
og 41% meö „þjónustu.” Sam-
göngur gáfu 21.5% alls, og
Varnarliöiö 1400 milljónir i
gjaldeyristekjur sem var 6,3%.
Ferðalög gáfu þaö árið 555
milljónir, sem var 2.5%.
Sjávarútvegurinn stóð undir
49,5% af gjaldeyristekjunum og
83,9% af útflutningi á vörum.
Þaö áriö skilaði hann rúmum
ellefu milljöröum króna í gjald-
eyri.
Er því sizt veriö aö gera litiö
úrmikilvægi sjávarútvegs, þótt
á réttar staðreynir viö gjald-
eyrisöflun sé bent.
Útflutningur iðnaðarvara gaf
áriö 1971, 7,2% af öllum gjald-
eyristekjunum, en land-
búnaöurinn lét sér nægja aö
gefa 1,8% af tekjunum.
Gjaldeyristekjur, sem inn komu
þaö áriö, voru alls rúmir 22
milljaröar króna.
Þessar tölur eru í nýútkomn-
um Hagtölum iðnaðarins, sem
Félag islenzkra iönrekenda gef-
ur út. -HH.
SNILLDARVEÐRIÐ A AÐ HALDAST
— segja veðurfrœðingarnir
ÁLAGNINGARLAUS
MATUR, EN EKKI
VÍNVEITINGAR
— Gullfoss vistaður samtímis til skíðaferðar
og sólbaðsferðar
Gullfoss er aö vakna af vetrar-
dvalanum og innan skamms
siglir hann af staö til Isafjaröar
meö skíöaiökendur, en aö þvi
búnu heldur hann í Spánarferö
meö sóldýrkendur. En þaö er
sama hvort um er aö ræöa skiöa-
fólk á isafiröi, eöa Spánarfara,
séu þeir farþegar Gullfoss fá þeir
sama mat aö boröa —
tollfrjálsan.
Má þaö óneitanlega teljast at-
hyglisvert, aö hægt sé aö koma
því i kring aö skiöafólk á Isafirði
geti boröað ótollaöan mat sé þaö
farþegar með Gullfossi á meöan
aörir skiöaiðkendur boröa
kannski þaö sama, en meö fullri
álagningu.
Hefur Visir fregnaö, aö þeir
tollveröir, sem fylgdust meö þvi,
er skipiö var búiö vistum til ferö-
arinnar, hafi gagnrýnt þetta
fyrirkomulag, sem er þó ekki á
neinn hátt ólöglegt.
En þó þvi sé þannig háttaö, aö
Gullfoss geti boöiö farþegum sin-
um ótollaöa erlenda matvöru á
meðan skipiö liggur i höfn á Isa-
firöi, má ekki selja ótollað vin.
Þess er vandlega gætt.
Eru vingeymslur skipsins inn-
siglaöar áöur en lagt er upp i
ferðina og er skipinu gert skylt aö
kaupa öll vinföng af áfengisútsöl-
unni og selja meö sömu
álagningu og vinveitingastaöirn-
— ÞJM.
ír.
Veöurfræöingurinn sagöi
okkur aö þaö liti vel út meö
veöur um helgina og skiðafólk
gæti fariö aö sækja I sig veörið.
Spáin fyrir morgundaginn er sú
sama og I dag, gerir ráö fyrir
rólegri noröanátt um allt land,
smáéljum á stöku staö fyrir
norðan en sólskin hér sunnan
lands og svolltiö frost. Sennilega
helzt þetta veöur Hka á sunnu-
daginn.
Sem sagt, nú fara allir, sem
vettlingi geta valdiö á skiöi eöa I
gönguferöir eins og skóla-
stúlkurnar úr Kreiöholtsskóla,
sem viö hittum uppi I Bláfjöllum
um daginn.
Sklöaáhugafólkiö okkar er
annars öllu heppnara en t.d. I
Noregi þar sem snjóleysiö er
farið aö þjaka menn, sem sjá
ekki fram a' aö geta brunað
niöur brekkur um þessa
páskana, ef vorið heldur áfram
innreiö sinni af sama hraöa og
undanfariö. -ÓG.
GETA FENGIÐ LEYFI TIL
• •
LANDGONGU
Almannavarnanefnd Vest-
mannaeyja vill aö gefnu tilefni
lýsa þvi yfir, aö reglur þær um
takmörkun á feröum fólks um
Hcimaey og þar á meðal reglur
um landgöngubann skipshafna
eru einungis settar af öryggis-
ástæðum, og ciga ekkert skylt viö
Bjargoð þurrum af kili
— Öryggisgrindverkið kom að óvœntum notum
þvi eins og kallað er. Skipstjórinn
sló af, en ég var að losa um bauj-
una á grindverkinu, þegar hann
byrjaði aö hallast á bakboröa.
Sjór komst i ganginn bakborðs-
megin. Báturinn hélt siðan áfram
aö siga á hliöina þar til honum
hvolfdi,sagði Markús. Viö vorum
svo heppnir, að ég hafði látiö
setja öryggisgrindverk ofan á
lunninguna á sinum tima. Grind-
verkið, sem er búið til úr vatns-
rörum, reyndist hin ágætasta við-
spyrna, þannig að viö komumst
þurrirá kjöl. Þegar Knarrarnesiö
kom á vettvang skömmu siöar og
bjargaði okkur,gátum við gengið'
þurrum fótum af kili yfir I bát-
inn, nema skipstjórinn, sem fór i
sjóinn. Knarrarnesið gat lagzt
alveg að okkur.
Katrin GK 80 flaut um stund.
Reynt var aö draga bátinn inn.
Hópsnesinu frá Grindavik tókst
að koma taug á milli, en báturinn
sökk skömmu siðar. Báturinn
var smiðaður i Bátalóni i Hafnar-
firði 1970,11 lestir og var metinn á
fjóröu milljón króna. _ VJ.
Þaö er meö öllu óskiljanlegt af
hverju bátnum hvolfdi. Veöriö
var prýöilegt og gætilega var far-
iö af skipstjóranum, sagöi
Markús Þorgeirsson, útgeröar-
maöur og skip brotsmaöur á
vélbátnum Katrinu GK-901 viðtali
viö Visi í morgun. Bát hans
hvolfdi og sökk i gærmorgun I
Sandvik, sunnan viö Reykjanes.
Við vorum byrjaöir aö leggja
netin og vorum búnir að snúa á
fréttir um þjófnaö og gripdeildir I
bænum, sem birzt hafa I
fjölmiðlum. Nefndin harmar aö
þessu tvennu hefur verið blandaö
saman.
Þá vill nefndin taka fram, aö
þeir sjómenn sem lögleg erindi
eiga á Heimaey geta aö sjálf-
sögöu fengið landgönguleyfi,
enda afli þeir sér nauösynlegra
skilrlkja.
LEYNIUTVARPSSTJORUNUM MISTÓKST
AÐ NÁ SAMBANDI VIÐ MAGNÚS TORFA
vilja fó Reykjavíkurborg til að taka þótt í rekstri leyniútvarpsstöðvarinnar
Piltarnir sex, sem gert hafa
tilraunir meö útvarpsútsend-
ingar á höfuöborgarsvæöinu og
sent út i loftiö nokkrar ólöglegar
dagskrár, hafa ódrepandi áhuga
á aö komast aö samkomulagi
við yfirvöld um rekstur þessar-
ar „útvarpsstöövar”. En illa
tókst þeim til, þegar þeir geröu
sina fyrstu tilraun til að ná tali
af menntamálaráöherra.
Magnúsi Torfa Ólafssyni.
„Við hringdum i ráðuneytið til
að fá komiö i kring viðtali við
ráðherrann, en urðum frá aö
hverfa þegar þess var krafizt,
að við segöum til nafns áöur en
okkur væri gefiö samband viö
hann”, sagði einn „útvarps-
stjóranna” i viðtali við Visi.
„Það sem við óttumst er, að
viö verðum sóttir til saka fyrir
ólöglegt athæfi og þvi erum við
ekki reiöubúnir til aö segja til
nafns, eins og gefur að skilja”,
hélt hann áfram. „Vildum viö
tryggja það, að þannig færi
ekki, ef við kæmum fram i
dagsljósiö til að ræöa mál okkar
við rétta aðila”.
Segjast piltarnir hafa gengið
úr skugga um þaö, að útvarps-
sendingar þeirra náist um allt
stór-Reykjavikursvæðið, en
lengra ná útvarpssendingarnar
ekki. „Þvi hefur okkur komið til
hugar, að Reykjavikurborg
mundi taka þátt i kostnaöinum
af rekstri stöövarinnar, en
kostnaðurinn þarf ekki að vera
svo mikill”, segja áhugamenn-
irnir.
Ýmsar hugmyndir aðrar hafa
þeir, sem þeir vilja leggja fyrir
yfirvöld. „Viö erum sannfæröir
um að mestur hluti borgarbúa
er þvi fylgjandi, að sérstakri út-
varpsstöö verði komiö á lagg-
irnar, sem flytur létta tónlist 12
tima á sólarhring”, segja
piltarnir að lokum.
Og nú er aö fylgjast með þvi,
hvernig næsta tilraun þeirra
félaga til að komast i samband
við ráðandi aöila tekst til.
— ÞJM.