Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 2
Vlsir. Laugardagur 4. ágúst 1973. lÍSRSPTO Finnst yöur Verzlunarmanna- helgin vera aö ganga út i öfgar? Hannes Friösteinsson, frv. sjó- maöur og skipstjóri: — Ekki beinlínis. Þessi óregla er aö visu ekki góö, en vildi maður ekki ein- mitt hafa þetta svona á sinum fyrri dögum. Við höföum ekki á móti þvi aö glatt væri á hjalla. Gunnar Steinn Pálsson, knatt- spyrnumaöur: — Nei, nei, ég er hrifinn af drykkju um Verzlunar- mannahelgina. En þaö eru aö vísu öfgar, aö veriö sé að eyða tugum milljóna um þessa helgi. Mér finnst þetta vera jákvæðast •hjá hjólhýsaeigendum. Ég frétti, aö þeir ætluðu að safnast saraan á Laugarvatni, og þar sem þetta er allt ágætisfólk, ætla ég aö tjalda þarna. Álfþór B. Jóhannsson, fulitrúi: Það er langt siöan, og þar er brennivinið mesta bölið. Aftur á móti er mér sama þótt fólk eyöi peningum i þetta, ef þaö hefur efni á þvi. Asta Björnsdóttir, starfsstúlka á Vifilsstööum: — Ég hef ekki hugsað mikiö um þetta, enda aldrei farið út gr bænum um Verzlunarmannahelgi. En ég held, aö það sé of mikið fylliri um þessa helgi. Hjalti Rögnvaldssoii, atvinnulaus leikari: — Það held ég ekki. Ég hef gengið i gegnum þetta allt saman sjálfur, og held ég mundi sakna þess, ef það hyrfi. Gestur Guöfinnsson, blaöa- maöur: — Siður en svo. Þaö er ágætt að fá svona fridag á miðju sumri. Aö visu má eitt og annað segja um fylliriið og eyðsiuna, en þetta er einmitt kjörið tækifæri til að feröast. Það er lfka mjög gam- an á þessum árstima. „Vertíðin að hefjast einu sinni enn" * — Fjölmennt á Umferðarmiðstöðinni í gœrkvöldi, en flestum leizt illa á veðrið. ,,Ég ætlaði nú að fara i Galtalæk upphaflega, en svo var ég svikin um flöskuna, svo að ég ákvað að fara bara i Ilúsafell. Við förum þangað nokkur saman og erum bara með svefnpoka. Við treyst- um á það að komast i tjald þegar við erum komin i Húsafell”. Þetta sagöi ungur piltur sem við röbbuöum við i gærkvöldi úti á Umferðarmiðstöö, en þar var aldeilis margt um manninn. Rútuferðir á útisamkomurnar vlðs vegar um landið voru að hefjast, og klukkan 8 áttu nokkrar rútur að leggja af stað i Húsafell. Ekki vildi fyrrnefndur piltur láta nafns sins getiö, en hvað um þaö, það vildu þeir Gunnar, Ragnar og Páll sem við hittum fyrir framan eina rútuna. „Við erum að fara i Húsafell, og þar ætlum við að vera alla helgina. Við förum saman 9 strákar. Kvenkynið bætist bara i hópinn þegr viö komum á stað- inn!” „Við fórum reyndar i Húsa- fell I fyrra og þá var leiöinlegt. En það virðast bara allir ætla aö fara þangað núna”. Það virðast margir ætla i Húsafell til þess aö eyöa þar helginni, en við hittum lika nokkra sem eru á leið I Galta- læk. Strax I gærdag fór að verða fjölmennt á Umferðarmiöstöð- inni og þær I afgreiðslunni og miðasölunni sögðu að nú færi erfið helgi I hönd. „Vertiðin væri rétt að byrja einu sinni enn”. Ekki leizt þeim beinllnis vel á veðrið krökkunum, sem voru að leggja land undir fót. Þeir litu til . lofts og uröu þungir á svip þegar þeir sáu skýin á himnum. „Hvort við búumst við miklu fyllerii”, sagði einn piltur. sem við hittum að máli. „Þaö er ómögulegt að segja. En það veröur örugglega leitað mjög vel á öllum. Nú ef einhverjir þurfa aö koma vini inn á svæöið, þa fara þeir sennilega úr rútun- um áöur en þeir koma inn á það. Þá geta þeir gengið meö það eftir einhverjum krókaleið- um....” — EA. Það er eftirvænting I svip unga fólksins á myndinni, sem var tekin fyrir utan Umferöamiöstööina um miðjan dag I gær. Hví ekki ísland ? LESENDUR M HAFA /Ám ORÐIÐ HRINGID í síma86611 „Kæra blað: Ég sá i sjónvarpinu hér I USA „Miss Universe”-keppnina i gær- kveldi. Var henni sjónvarpað beint frá Grikklandi. Þátttakend- ur I keppninni voru frá 61 landi, en enginn frá Islandi. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Hver er ástæöan fyrir þessu? Ég fæ Visi sendan að heiman reglulega, svo ég mundi sjá svar- iö, ef þið svarið þessari spurningu minni. Með fyrirframþakklæti, Jóhann Ármannsson USA. P.S.: Ég held því ennþá fram, að islenzkar stúlkur séu með þeim fegurri i heimi.” Svar: Þessari spurningu Jóhanns svaraði Einar Jónsson, umboðs- maður keppninnar fyrir tslands hönd, á þann veg, að Islenzka stúlkan, sem átti að taka þátt I keppninni hafi orðiö veik á siðustu stundu og þvl orðið að hverfa frá keppni. Engar aðrar alþjóðlegar fegurðarsamkeppnir eru um garð gengnar þaö, sem af er þessu ári, en þátttaka is- lenzkra stúlkna I hinum keppnun- um er þegar I undirbúningi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.