Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 4. ágúst 1973. VÍSIR Útgefandi:-Reykjaprent hf. ) Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ( Ritstjóri: Jónas Kristjánsson j Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson 1 ( Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ) Augiysingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ( Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 j Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 ( Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 fT.lfnur) j Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands \ I lausasölu kr. 18.00 einfakiö. / BLaöaprent hf. \ Milliliðurinn er mikilvægur Enginn talar um vegi, flugvel^ og hafnir sem / óþarfa milliliði. Fáir sjá eftir þvi, að fjármunir ) eru notaðir til að afla bila, flugvéla og skipa. 1) Þetta eru allt saman viðurkennd samgöngutæki, (( aðferðir við að koma fólki og vörum sem skjótast // frá einum stað til annars. Allir vita, að öflugar ) samgöngur, þótt þær kosti mikið fé, eru horn- j steinar efnahagslegra framfara. ( Saga efnahagslegra framfara er jafnframt / saga þróunar samgangna. En að minnsta kosti i j jafnmiklum mæli er hún saga verzlunar. Verzlun \ er sú tegund samgangna, sem mest áhrif hefur / haft, öldum og árþúsundum saman. Tilkoma ) verzlunar i fyrndinni gerbreytti þjóðfélags- j háttum og lagði grundvöllinn að efnahagslegum ( framförum. Verzlunin gerði mönnum kleift að / sérhæfa sig i atvinnuháttum og auka framleiðni j sina. Sérhæfingin bætti vinnubrögðin og hefur ( alla tið verið einn helzti hvati tækniþróunarinnar. / Milliliðurinn er mikilvægur, hvort sem hann er ) i verzlun eða öðrum samgöngum. Það er ekkert íj óþarft við milliliði, þótt þeir framleiði ekki vörur. (( Það er hreinn barnaskapur að skipta atvinnu- // vegum i undirsöðuatvinnuvegi, sem framleiði ) vörur og séu nytsamlegir, og aðra atvinnuvegi, j sem ekki framleiði neitt og séu þess vegna að ( meira eða minna leyti óþarfir. En barnaskapur / af þessu tagi er furðu útbreiddur hér á landi. ) Jón Sigurðsson skildi nauðsyn og mikilvægi \ vezlunarinnar eins og margar ritgerðir hans ( sýna. Hann taldi frjálsa, innlenda verzlun vera ) eina helztu forsendu þess, að Islendingar gætu j myndað sjálfstætt riki. Staðreyndin er nefnilega \( sú, að verzlun stuðlar atvinnuvega mest að // eflingu efnahags hverrar þjóðar. Verzlunin er )) sjálfur hjartasláttur atvinnulifsins. \j Verzlunarmenn eiga ekki að þurfa að láta bjóða íi sér að vera taldir annars flokks matvinnungar i /) þjóðarbúinu. Þeir eiga að geta borið höfuðið hátt, j þvi að störf þeirra eru ein hin mikilvægustu i ( þjóðfélaginu. Þetta mega menn gjarna hugleiða / nú um helgina, — á fridegi verzlunarmanna. j Menn ættu að hætta að tala um milliliðagróða ‘ j eins og illa fengið fé. Menn ættu að hætta að nota / kennslubækur i reikningi, þar sem verzlun er ) talin óþörf iðja. Reikingsdæmið um kaup- j manninn, sem kaupir vöru á tiu krónur, selur ( hana aftur á ellefu krónur og er talinn græða eina / krónu, er dæmi um frumstæðan hugsunarhátt i j garð verzlunar. En þetta er börnunum kennt enn j þann dag i dag. ' ( Milliliðir kosta vitanlega peninga. Það þarf fé / til rekstrar verzlunar eins og annarra j samgangna. Þetta fé er ekki notað til að fram- ( leiða áþreifanlegar afurðir, fisk eða kjöt. En það / er samt langt frá þvi, að þessi kostnaður fari i ) súginn. Það sjáum við bezt með þvi að bera j saman þjóðir, sem leggja misjafna áherzlu á ( verzlun. Þær þjóðir, sem minnstu verja til / verzlunar, eru fátækastar alla. En þær, sem ) leggja mesta vinnu og fyrirhöfn i verzlun, hafa j mestu þjóðarframleiðsluna og mestan auðinn. ( I þjóðfélagi nútimans er ekki hægt að telja ) verzlunina annars flokks atvinnuveg, er sjúgi fé j og fyrirhöfn frá svokölluðum undirstöðuatvinnu- (( vegum. Það er ekki hægt að hugsa sér neinn at- // vinnuveg, sem væri réttar nefndur undirstöðu- )) atvinnuvegur en einmitt verzlunin sjálf. — JK. )) llllllllllll MÐ M'M Umsjón: Guðmundur Pétursson „Miðstjórn sam- einingarflokks alþýðu Þýzkalands, rikisráð þýzka alþýðulýð- veldisins...gerum kunn- ugt með dýpsta söknuðu, að félagi Wlater Ulbricht lézt i dag, mið- vikudaginn 1. ágúst 1973....” Að loknum lestri þessarar tilkynningar hóf austur-þýzka út- varpið að leika sorgar- lög i stað venjulegrar dagskráratriða. BIÓÐFLEKKAÐUR MÚRINN - HANS MINNISVARDI A Vesturlöndum var það vfðast látið fylgja tiðindunum um lát hins gráskeggja kommúnistaleið- toga Austur-Þýzkalands, að hans helzti minnisvaröi væri Berlínar- múrinn. Berlinarmúrinn flekkaöur blóði þeirra 150, flóttamanna sem austur-þýzkir landamæraverðir hafa skotiö á leið úr hnappeldu kommúnismans til meira persónufrelsis vesturins, er ekki sá minnisvarði, sem menn vildu helzt vita að minnti á tilveru sinnar persónu. En múrinn er of áberandi mannvirki og hefur varpað of stórum skugga á fréttir siöasta áratugs, til þess að nafn Ulbrights fái notið annarrar birtu Þeir munu enda vera til, sem telja það hæfi manninum, er svo einarðlega studdi ihlutunarstefnu Rússa i Tékkó- slóvakiu, "áð hann sendi með þeim austur-þýzkar hersveitir til aðstoðar við að berja niður þá léttúðugu frrálslyndisstefnu, sem Dubcek og hans nótar höfðu vakið upp. „Vei Þýzkalandi, ef þessi maður kemst til valda” sagði fræagasta kommúnistakona Þýzkalands, Klara Zetkin, heitin, á þriðja árarug þessarar aldar. „Litiö I augu honum og sjáið bara ráðabruggiö ogóeinlægnina” — Þetta var við upphaf valdaferils Ulbrichts. Eftir stormasama og viðburðarika ævi á vettvangi, þar sem einungis þeir hæfustu og haröfylgnustu gátu staöiö af sér hreinsunar flóðöldur byltingar- innar, lézt Ulbricht af hjarta- krankleika áttræður að aldri. Hann hefur átt við hjartasjúkdóm og slaka heilsu að striða, siðan hann vék fyrir aðalritara flokksins, Erich Honecker i mai 1971. Þeir, sem vissu, að hann hafði orðið fyrir hjartaslagi fyrir tveim vikum, létu sér ekki endalokin koma á óvart. En fyrr þennan miðvikudag hafði hann þó sent forseta Sviss, Roger Bonvin, heillaóskaskeyti i tilefni þjóö- hátiðardags Svisslendinga og lét þar i ljós óskir um aukin samskipti i milli þjóða þeirra. Það hefur litið borið á Ulbricht siðan hann dró sig i hlé fyrir Honecker, en ekki var það þó að hans vilja. Það er orðið kunnugt, að hann féllst aðeins á að draga sig i hlé að kröfu Rússa, þegar ljóst var, að atkvæði mundu falla gegn honum i miðstjórninni, ef kæmi til úslita- orustu. Þegar hann var viðstaddur opinbera fundi, siðasta árið bar hann allar þær orður, sem honum höföu verið veittar um ævina, og gerði sitthvaö það, sem hann gat til þess að vera meira áberandi.. Ulbricht hófst til valda á árunum 1945-50 og var orðið óumdeilanlegur leiðtogi austur-- þýzka kommúnistaflokksins 1950. Eftir dauða Stalins 1953 var enginn óhultur, en Ulbricht visaði frá sér sendinefnd, sem Malenkov hafði sent til Austur-Þýzkalands i liðsbón um það leyti, sem valda- taflið var teflt af hvað mestri grimmd I Kreml. Sá leikur átti eftir að koma Ulbricht að góðu haldi, þegar Malenkov valtúr sessi og Krusjóf fór með sigurinn af hólmi i valdastreitunni. Rússar sendu Ulbricht skrið- dreka til fulltingis sem böröu niður uppreisn verkalýös Austur- Berlinar i júni 1953. Misheppnaðar efnahagsaðgerðir, vaxandi dýrtið höfðu þrengt að hinum vinnandistéttum, og þegar Ulbricht kallaði á enn meiri afköst og aukna framleiðni, án þess að bæta kjörin, sauð upp úr. Eftir að þessi uppreisnartilraun hafði verið bæld, niður, tengdist Ulbricht og Austur-Þýzkaland Rússlandi enn fastari böndum...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.