Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 24
Laugardagur 4. ágúst 1973.
Hreinsun
kirkjugarðsins
í Eyjum hofin
Mokstur og
hreinsun ó
hrouni við
Fiskiðjuna
og ísfélagið
hafin
Haliti cr nú hreinsun á kirkju-
garhinum i Eyjum. Var byrjaft á
þvi fyrir stuttu og er byrjaft aft
hrcinsa frá hliðinu, sem flestum
er orftift kunnugt eftir myndum af
þvi, sem birzt hafa siðan gosift
hófst.
Erfitt er að hreinsa kirkju-
garðinn, þar sem mjög varlega
verður að fara, og gengur
hreinsunin þvi nokkuö seint.
Einnig er hafin hreinsun á
svæðinu i kringum Fiskiðjuna og
ísfélagiö i Eyjum. Er þar verið að
hreinsa hraun og reyna að koma
þvi frá. Byrjað er að hreinsa við
Strandveginn og hreinsað austur
eftir honum, og hafa nú 7-8
metrar af hrauni verið
hreinsaðir.
Nokkuð erfitt er að hreinsa og
moka hrauninu frá, en þó
auðveldara en búizt hafði verið
við, þar sem hraunið er mikill
mulningur og malbikið kemur
heilt undan þvi.
Unnið er nú i húsum við
kyndingar og annað slikt, og svo
stendur undirbúngingur
þjóðhátiðar sem hæst.
—EA
dons ársins
„Vinsælasti dansinn i
haust verður liklega
Can Can sem bæði ung-
ir og gamlir dansa.
Þótt hann likist gamla
Can Can er hann ekki
nærri eins erfiður. Svo
eru alltaf breytingar i
popdönsunum með
nokkurra mánaða
fresti, en ýmsis beat
dansar eru mjög
vinsælir núna”, sagði
danski dansmeistarinn
Lennie Fredie Peder-
sen, sem hefur verið að
kenna islenzkum dans-
kennurum.
Er þetta í fyrsta sinn, sem
haldinn er visir að dans-
kennararáöstefnu hér á landi,
en til þessa hafa Islenzkir dans-
kennarar orðið að fara til út-
landa til þess aö kynna sér
nýjungar I danskennslu.
Lennie er hér með konu sinni,
Heidi og tveimur börnum Þetta
er I annað sinn sem þau hjónin
koma hingað til lands. Það eru
kennarar i dansskóla Hermanns
Ragnars og Sigvalda, sem hafa
notið kennslu Lenie undanfarna
daga, en hann mun fara utan i
dag. Kona hans verður hér
a.m.k. viku i viðbót. Þau hjónin
hafa hlotið margvisleg verðlaun
fyrir frammistöðu sina i dansi.
Lennie var að kenna Henný
Hermanns og Erni Guðmunds-
syni og þau sýndu okkur m.a.
Can Can með miklum tilburð-
um. „Islenzku danskennararnir
eru mjög duglegir”, segir
Lennie um leið og hann sýnir
þeim, hvernig eigi að sveifla
fætinum I Can Can.
Can Can
— segir danski
dansmeistarinn Lennie
Fredie Pedersen sem
er hér að kenna
íslenzkum
danskennurum
Þetta eru visindalegar aftferftir, enda dansinn miklu meira, en gaman hjá þessu fólki. Danski dans-
meistarinn gefur góft ráft, og örn fylgist gaumgæfilega meft fótahreyfingum Hennýar.
Héðan fer Lennie að kenna 250
danskennurum viðsvegar frá
Norðurlöndunum á námskeiði
samnorræna danskennarasam-
bandsins, en faðir hans er
stjórnandi þess. Þau Lennie og
Heidi hafa verið unglinga-
meistarar, Danmerkurmeistar-
ar og Evrópumeistarar á dans-
meistaramóti meginlands
Evrópu 1968 og 1969.
— ÞS.
visir
Pólskur sjómaður
fluttur meðvitundarlaus
til Reykjavíkur
Eldar slökktir
af vaskleik
Pólskur sjómaður var i gær
fluttur meö þyrlu varnarliösins af
skipsfjöl til Reykjavikur á
sjúkrahús. Maðurinn var
meðvitundarlaus og ekki vitað
hvað var að honum. Leitaði
Slysavarnarfélagið til varnar-
liðsins um hálf tvö i gær og sendi
varnaliöið þegar flugvél, til þess
að finna skipið Siðan fór þyrla á
vettvang, en skipift var um 85
milur suður af Keflavik. Var
þetta pólskur togari, Virgo að
nafni. Var sigið niður á skipsfjöl
og maðurinn hifður um borð i
þyrluna. Var siðan flogið til
Reykjavikur og lent um kl. 4 og
manninum þegar i stað komið á
sjúkrahús.
—ÞS
tslendingar virftast ekki láta
sér bregða þótt komi upp eldur
nalægt þeim.
I gærdag kom upp eldur á
þremur stöðum i Reykjavik, en i
öllum tilfellunum stóö fólk sig
vasklega, og tókst aö slökkva
eldinn áður en slökkviliðið kom
á vettvang
Eldur kviknaöi i verkstæði i
Skeifunni, en menn brugðu
skjótt við og náðu að slökkva.
1 Kópavogi kviknaöi i út frá
lögsuðutæki. Höfðu menn, sem
voru að logsjóða misst tækið
niður. Komst loginn i tvista, og
logaði talsvert. Tókst þeim þó
að slökkva áður tjón hlaust af.
Einnig kviknaði i .feitispotti,
en ekki breiddist eldurinn út.
Slökkviliðið var þvi alveg óþarft
i öllum tilfellum, þ.e.a.s. eftirá.
—ÓH
Vísispiltur í umferðarslysi
Ungur Visissölupiltur varft fyr-
ir því óhappi klukkan rúmlega 15 I
gærdag, aft lenda fyrir bifreift.
Atburðurinn varö á gatnamót-
um Pósthússtrætis og Tryggva-
götu, I þann mund, sem Ulf Tóm-
asson en það heytir pilturinn, ætl-
aði að ganga yfir Tryggvagötuna.
Vörubifreið stóð við gangstétt-
arbrúnina og ætlaði Ulf aftur fyr-
ir hana. Er hann var kominn út á
götuna fannst honum vörubifreiö-
in vera gangsett og vera að fara
af stað og hörfaði frá. Lenti hann L
þá fyrir litilli fólksbifreið, sem
kom þar.
Ulf féll i götuna og missti með-
vitund en rankaði fljótlega viö
sér. Hann var fluttur á Slysadeild
Borgarspitalans til rannsóknar
en fékk aö þvi búnu að fara heim
til sin. Virðist Ulf, sem er 11 ára,
hafa sloppið viö öll alvarleg
meiösli, er aöeins nokkuð marinn
á vinstra fæti.
—ÓG
Þór blótað á
Drag-
hálsi
,,Vift ætlum aft blóta Þór i
fyrsta siiin og þetta verftur
væntanl. okkar stærsta blót til
þessa. Vift eigum von á fjölda
erlendra og innlendra frétta-
manna upp á Dragháls á sunnu-
dagskvöld, þegar sjálf blót-
veizlan hefst”. sagfti Ingi
Hansen einn þeirra ásatrúar-
manna, sem ætla að blóta um
helgina.
Ekki er gert ráö íyrir að dýri
verði slátrað til heiöurs Þór Það
veröur við túnfótinn hjá alls-
herjargoðanum Sveinbirni
Beinteinssyni á Draghálsi, sem
blótið fer fram og er búist viö
miklum mannfjölda til blótsins,
eða amk. nokkrum tugum auk
fréttamanna. Þegar eru nokkrir
ásatrúarmenn farnir upp á
Dragháls, en flestir munu gista i
tjöldum á túninu. Blótveizlan
sjálf hefst á sameiginlegri
máltið þar sem kindakjöt
verður á borðum. Þá verður
drukkinn áfengur mjöður. ,,Þvi
miður megum við ekki brugga,
svo þetta veröur svona hálf-
geröur kokkteill” sagði Ingi.
Mikið hefur verið ritað um
islenzka ásatrúarsöfnuðinn á
Noröurlöndunum og hafa Sviar
Asatrúarmcnn eiga von á marg-
menni — Ingi Hansen.
stofnað sérstakan ásatrúar-
söfnuð. —ÞS