Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 5
Y'isir. Laugardagur 4. ágúst 1973.
5
ERLEND MYNDSJA
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Haturs-
ganga
Til blóðugra átaka kom í
Dallas í Texas fyrir nokkru,
þegar mótmælaganga
mexikanskættaðra
Ameríkana leystist upp í
óeirðir.
Um 2000 manns var i göngunni,
sem efnt var til vegna þess að tólf
ára gamall unglingur af
mexikönskum ættum var skotinn
til bana, handjárnaöur i aftursæti
lögreglubils.
Lögregluþjónninn hafði veifað
skammbyssu sinni framan i
drenginn, tekið igikkinnog látið
smella á tómu skothylki, og
endurtekið sama leikinn, en þá
reið skot af. Situr lögregluþjónn i
gæzluvarðhaldi og málið er i
rannsókn.
En öll lögregla Dallas liggur
undir ámælum vegna þessa
atviks, og sést á myndinni hér við
hliðina, hvernig hug menn bera
þar til lögreglumanna. Sýnir hún
göngumenn ráöast að lögreglu-
þjóni og berja hann til óbóta.
Pwlwffl ■ æ % inn
jm
_ iasv víi ?í
Yfirheyrður
YVatergatenefnd Bandarfkja-
þings hefur þessa vikuna yfir-
heyrt tvo „aðalmenn” Water-
gatemálsins, þá forsetaráö-
gjafana Ehrlichman og Halde-
man. Hér á myndinniað ofan
situr Haideman frammi fyrir
Howard Baker og Sam Ervin og
svarar spurningum um
vitneskju sina i Watergate-
málinu.
Það hefur þótt gæta nokkurs
minnisieysis hjá þessum
tveimur fyrrverandi embættis-
mönnum, þegar þingmennirnir
gengu hart að þeim að rifja upp
ýmis atvik málsins. En báðir
voru þó sammála um það, að
framburður John Deans, sem
bar það að forsetanum hefði
veriö kunnugt um hieranirnar,
væri markleysa.
Farnir
Hér á myndinni við hliðina
gefur að iita einn siðasta hópinn
úr friðargæzlusveit Kanada-
manna leggja af staö frá Saigon.
Eins og kunnugt er, þá hafa
Kanadamenn dregiö sig úr al-
þjóðlega eftirlitsráðinu.
Sex mánuði voru þeir aðilar að
friðargæzlunni I Vietnam, en eftir
að hafa lýst þvi yfir, að þeim
þætti störfin I eftirlitsráðinu ekki
heim
fara heim og saman við hlut-
leysistefnu Kanada i alþjóða-
málum, voru þeir ófáanlegir til
þess að framlengja dvöl sinni.
Einn Kanadamaður beið bana,
þegar Vietvong skaut niður þyrlu
friðargæzlunnar, og tveir
kanadiskir liðsforingjar voru nær
tvær vikur fangar Vietvong og N-
Vietnam, eftir að þeir höfðu verið
handsamaðir á eftirlitsferð.
Skilaði
Orslit þjóðaratkævðagreiösl-
unnar I Grikkiandi um siðustu
helgi komu að visu ekki aiger-
lega á óvart, en þó höfðu menn
vart búizt við þvl, að her-
foringjastjórnin nyti stuðnings
3,8 milljóna kjósenda, meðan
rúm milijón var á móti.
Papadopulos forseti sést hér
stinga sinu „jái” I kjörkassann,
en nú hafa leiðtogar fyrri rlkis-
stjórna i Grikklandi kært
kosningarnar fyrir hæstarétti
fjtti'
og krafizt þess, að þær verði
ógiltar.
Á meðan á undirbúningi
þjóöaratkvæðagreiöslunnar
stóð, voru linuð ögn tökin á fjöl-
miðiunum og stjórnarandstöðu-
blöðum ieiöst aö gagnrýna
(vægilega þó) stjórnina. En
núna hefur hið opinbera hafið
mál á hendur þrem stjórnar-
andstööublööum fyrir skrif
þessi.