Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 17
Visir. Laugardagur 4, ágúst 1973. 17 Litli, Ijóti andarunginn sem óx upp „Hún hefur nef sem aðeins fíll gœti sœtt sig við", hefur verið sagt um Barbra Streisand, sem líklega mun taka við hlutverki í kvikmynd Ingmars Bergman á nœstunni Að öllum likindum verður Barbra Streisand i hlutverki Hönnu Glavari i Kátu ekkjunni, sem ráðgert er að Ingmar Berg- man kvikmyndi bráð- lega. Að minnsta kosti virðast einhverjir samningar þar um, vera komnir á pappirana. „Ég get litið sagt um persónuna sjálfa”, sagði Ingmar Bergman, þegar sænskt timarit leitaði til hans og vildi nánari upplýsingar. „Við höfum ekki hitzt svo mikið ennþá, og þess vegna vil ég ekki segja nokkurn skapaðan hlut um hana að svo komnu. En ég get þó sagt það, að sem listamaður, á hún engan sinn líka ”. Ingmar Bergman gat þess lika, að hún væri sérlega vandlát. Ef henni heppnast ekki einstök atriði á æfingum og svo virtist sem erfiðlega muni ganga að ná þeim, segir umboðsmaður hennar: Það munu i mesta lagi 10 persónur i öllum heiminum taka eftir þvi, að einhvers staðar má finna galla”. „Einmitt þess vegna verðum við að fullkomna þetta”, segir Barbra. Barbra Streisand er af Gyðingaættum. Hún fæddist árið 1942 i Brooklyn i New York. Umhverfið var ekki eins og bezt hefði verið á kosið og fjölskyldulifið var bágborið. Faðir hennar var kennari við barnaskóla i hverfinu, en lézt þegar Barbra var aðeins 15 mánaða. Hún man ekkert eftir honum þar af leiðandi, en hins vegar minnist hún móður sinnar vel. Hún var heima við, lá oftast i rúminu og syrgði man sinn. Um tima lifðu þær mægður aðeins á peningaupphæðum, sem þeim voru sendar, þar sem bróðir Barbra barðist i striðinu. En dag einn tók striðið enda. Peningaupphæðirnar hættu að koma og þá varð móðirin að fara að vinna. Astandið á heimilinu lagaðist ögn við það, en skömmu siðar giftist móöirin aftur. Stjúpfaðirinn varð Barbra ekki til mikillar gleði. A meðan á þessum erfiðu árum stóð, voru grannarnir Barbra hliðhollir. Þeir önnuðust hana og gáfu henni að borða þegar móðirin var við vinnu. En siðar annaðist móðirin dóttur sina meir. Hún kenndi henni meðal annars að vara sig á strákum. Þeir myndu gera henni eitthvað, sem væri ljótt. En eins og Barbra sagði siðar: ,,,Hún þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég vildi helzt vera ein”. Eftir að hún fullorðnaðist hefur hún sagt: „Æska min var andstyggileg. Ég minnist þess til dæmis að ég fékk aldrei dúkku eins og aðrar stúlkur. 1 stað dúkku fann ég flösku, sem ég fyllti af heitu vatni og útbjó eins konar höfuð á flöskuna. Hún varð mér ákaflega kær og var alltaf volg eins og hún væri lifandi”. Þegar hún var 14 ára ók hún til Broadway og sá Dagbók önnu Frank. Þá fannst henni sem hún gæti gert alla hlutina betur en þeir voru gerðir á leiksviðinu. Það kvöld ákvað hún að verða leikkona. „En ég varð að verða sú allra bezta. Ég gat ekki aðeins verið ein af öllum hópnum. Til þess hef ég allt of stóran munn”. Hún hóf vinnu hjá leikhúsi, — bak við tjöldin, — og hún hóf nám við leiklistarskóla. Hún reyndi að breyta sér á ein- hvern hátt og hana langaði að skipta um nafn. Hún vildi heita Angelina Scaragnella. En hún breytti þó ekki nafni sinu, en felldi þess I stað a-ið úr nafni sinu Barbara og skrifaði sig Barbra. „Ég hef haldið nafni minu. Að miklu leyti til þess að sýna þeim sem áður þekktu mig i Brooklyn, og héldu að ekkert yrði úr mér, að svo varð nú samt”. Arið 1961 hóf hún að syngja viö næturklúbb, sem hét Bon Soir. Þar varð hún fljótt vinsæl og kannski ekki sizt vegna furðulegs klæðaburðar sins. Hún klæddi sig i ýmiss konar gömul föt sem hún fann. Sum lyktuðu jafnvel af möleitri. Bróðir hennar, Sheldon, sem sá stundum fyrir þvi að hún fengi að borða, var i þokka- legri atvinnu á skrifstofu og skammaðist sin fyrir systur sina. Hann bað hana jafnvel að ganga fyrir aftan sig á al- mannafæri. Nú eru timarnir breyttir. Barbra slær i gegn, hvar sem hún fer og hlutverk fær hún i tonnatali. Flestir muna hana einna bezt sem Fanny Brice i Funny Girl. 798 sinnum stóð hún á sviði i London og i New York og söng og lék i Funny Girl. Hún lék i kvik- myndinni og hún hefur sungið það hlutverk sitt inn á ótal breiðskifur. Og það eru heldur engar smá upphæöir, sem hún vinnur sér inn. En i litlum banka i Brooklyn liggja tvö þúsund dollarar. Það eru peningar, sem hún vann sér inn á uppvaxtarárum sinum. „Það finnst mér einu raunverulegu peningarnir, sem ég hef unnið mér inn. Einn daginn þegar ég er orðin þreytt á öllu saman, tek ég þá peninga út og læt mig hverfa. Um aðra peninga kæri ég mig ekki”. Barbra segir yfirleitt hluti, sem fólk á alls ekki von á. Stundum man hún alls ekki hvað hún segir og sér þá oft eftir þvi. Þess vegna á hún að hafa sagt um blaðamenn, sem tekið hafa við hana viðtöl og ef til vill haft eitthvað „ekki gott” eftir henni: Hvað veit maður nema að blaða- manninum hafi verið illt i maganum, staðið i rifrildi við konu sina eða haft höfuðverk þegar hann skrifaði þetta....” „A sviðinu er ég eitthvað”, er haft eftir henni. „I einkalifi minu er ég ekkert. Mér liður þó bezt að vera ein hjá sjálfri mér”. Það er ekki beinlinis hægt að segja, að hún sé frið. Sumir hafa lýst henni þannig að hún hafi ljótt bak, að það sé allt of langt á milli augna hennar, og aðhún hafi nef, sem aðeins fill gæti sætt sig við”. En þó hefur verið sagt: Hún var litill ljótur andarungi, sem óx upp og varð falleg. —EA Inginar Bergman: „Um persónuna vil ég ekkert segja, til þess hef ég hitt hana of sjaidan. En sem listamaöur á hún engan sinn líka ”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.