Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 10

Vísir - 04.08.1973, Blaðsíða 10
Umsjon: Steinar Berg Vlsir. Laugardagur 4. ágúst 1973. Einrí af beztu og sérstœðustu söngvurum heims Fyrir neðan allar hellur Þaö hafa löngum fariö af þvf sögur, að úti I Vestmannaeyjum væri starfandi hljómsveit, sem gæfi beztu rokk-hljómsveitum meginlandsins ekkert eftir. En þetta voru bara sögur. Þaö sannaðist, þegar Logar neydd- ust til aö koma yfir sundiö vegna gossins fyrr á þessu ári. Þeir léku þá nokkrum sinnum I Reykjavik og margur fóru til að sjá þessa sögufrægu hljómsveit. Víst komu þeir á óvart, en ekki vegna gæðanna, heidur vegna þess að þeir sönnuöu áþreifan- lega, aö þeir voru bara vcnjuleg Naniana/How Do You Do — hljómsveit, sem haföi Iftiö aö gera f hina höröu samkeppni. sem cr rikjandi á Reykjavikur- svæðinu. Nú eru þeir búnir aö gefa út plötu, blessaðir. Þó ég hafi ekki búizt viö miklu frá þeim, þá er þetta fyrir neöan allar hellur. Sennilega hef ég eftir allt of- metiö þá. Bæöi lögin eru eftir Gylfa Ægisson. Annaö þeirra „Minning um mann” er sæmi- legt allir — geta sungiö — meö lag, en hitt „Sonur minn”er þaö ömurlegasta, sem nokkur is- lenzk popp-hljómsveit hefur gert i áraraöir. Þaö, sem i fyrsta lagi gerir þessa plötu svona lélega, er upptakan. Ef hlustaö er á plötuna i góöum hljómtækjum, kemur út hljóm- buröur, sem minnir i einu og öllu á batterisgræjur af ódýr- ustu gerö. Ég skil ekkert i þvi, hvernig þeim datt i hug aö senda þetta svona frá sér, þvi aö „Minning um mann” heföi get- aö veriö boölegt islenzkum markaöi, ef lagiö heföi veriö unniö af meiri alúð og ef ekki kæmi þessi upptaka til. Og þú Amundi, ég hélt, að þú værir aö stuðla að framför í Islenzkri popp-tónlist, eins og t.d. með út- gáfu plötu Jóhanns G. Jóhanns- sonar. Nei, Logar hefðu betur falið sig i Eyjum, meöan gosið stóö yfir og sleppt þessari plötu, þvi nú hafa þeir tapaö orðstirnum, en það er meira en Einar riki tapaöi. Trúlega hugsa einhverj- ir, af hverju er upptökumaðurin ekki skammaöur. Nú, þeir sem að plötunni stóöu, máttu vel vita, aö hverju þeir gengu, þegar þeir létu taka plötuna upp i Klúbbnum á hin mjög svo ófullkomnu upptökutæki Péturs Steingrimssonar. Og þegar út- koman lá ljós fyrir, heföu þeir átt aö hætta viö allt saman eöa reyna aftur. Svona vinnubrögð borga sig aldrei. Kœr endurminning Carpenters: Now & Then. Þetta er skemmtileg plata og sennilega það bezta, sem þau systkinin hafa gert. Þaö er hliö 2., sem gerir plötuna ólika ööru, sem þau hafa gert. Sú hliö hefst á hinu gullfallega „Yesterday Once More”, en textinn i þvi lagi fjallar um hina gömlu góðu daga þegar músíkin var eingöngu ætluö til yndisauka, en engar „pælingar” þurfti fcla- ö skilja það sem fram fór. A eftir „Yesterday Once More” kemur syrpa meö nokkrum þessara gömlu góöu laga. Carpenters meöhöndla þessi lög af mikilli snilld og tilraun þeirra til að endurvekja þessi gömlu lög, heppnast fullkom- lega. Þetta hlýtur þvi að vera öllumþeim, sem voru upp á sitt bezta fyrir 10-12 árum kær- komin endurminning. En ekki bara þeim. einnig ættu þeir sem muna ekki svo langt aftur aö hafa gaman af, þvi allt er þetta sett upp i formi útvarpsþáttar og svo eru þessi gömlu lög alls ekki oröin eins rykfallin og ein- hverjir gætu freistast til að' halda. Um hliö 1. er minna aö segja, þar er aö visu aö finna ágætis lög, en þau standast ekki samanburö við þaö sem er aö finna á hinni hliöinni. Já, þaö er svo sannarlega rétt sem þau systkinin segja „Every Sha-'la - la: la/Every Wo-o-wo-o/Still Shines. Gœti orðið stórt nafn aftur Spencer Davis Group: Gluggo Hin gamla Spencer Davis Group var vissulega ein bezta rokk hljómsveit sins tima, og margt, sem þeir gerðu þá, stendur enn þá með þvi bezta, sem gert hefur veriö I rokk- músikinni. Munið þið bara eftir lögum eins og I’m a Man, Gimme Some Lovin og Keep on Running”. Já, þeir voru góðir, en þvi miður lagði hljómsveitin upp laupana, þegar Stevie Win- wood hætti, enda var hann sá, sem allt snerist um. En nú, mörgum árum seinna, er komin ný Spencer Davis Group og þar eru tveir af upp- haflegum meðlimum hljóm- sveitarinnar Peter York og Spencer Davis sjálfur, og auk þriggja nýrra manna. „Gluggo” fyrsta plata hljómsveitarinnar er ágætis tilraun og sýnir að Spencer Davis Group gæti vel oröið stórt nafn aftur. Tónlistin er alls ekki langt frá þeirri tón- list, sem fyrri útgáfa hljóm- sveitarinnar spilaði. Nú er bara að biöa og sjá hvort hljómsveit- in getur staðið við þau loforð sem hún gefur á þessari plötu og sent frá sér fleiri lög eins og „Catch You on the Reebob”, sem er tvimælalaust bezta lag plötunnar. Ef svo er, þá ætti framtiðin að blasa björt við Spencer Davis s Group. Van Morrison: Hard Nose The Highway Þarna er á fcröinni frábær plata, eins og viö er aö búast þegar Van Morrison á i hlut. Já, það er skritiö, aö hann skuli ekki vera frægari hér en raun ber vitni. t Bandarikjunum er ný Van Morrison plata, bókuö gullplata. Jæja, hvaö um þaö, þiö sem ekki hafiö heyrt um Van Morrison, hérna er ykkar tæki- færi. „Hard Nose The Highway” er skref fram á við hjá Van Morrison. Það er söngur hans, sem heiilar mig mest, en hann er tvimælalaust einn af beztu og sérstæðustu söngvurum þessa heims. Lagasmiöar hans eru einnig frábærar. Sérstaklega eru textar hans margir gerðir af miklu innsæi. Platan hefur að geyma marga góöa hluti en fyrir mér eru hápunktar hennar „Autum Song” og „The Great Deception”. En þar eru tveim ólikum viöfangefnum gerð skemmtileg skil. Einkum er ég hrifin af mynd- inni sem hann dregur upp i „The Great Deception”, þar sem hann sýnir nokkra misbresti þessa hverfula heims. „Did you ever hear about the rock and roll singers/Got three or four Cadillacs/Saying power to the people, dance to the mus- íc/Want you to pat him on the back”. En þess ber að geta að Van Morrison er ein af þeim fáu rokkstjörnum sem tekizt hefur að halda sig viö jörðina þrátt fyrir frægöina. Ég vil taka þaö fram, aö þó aö mér finnist tvö ofannefnd lög bezt núna, þá gæti þaö átt eftir að breytast þvi allt annaö efni plötunnar gefur þessum lögum litiö og sennilega ekkert eftir er timar liða. Að lokum vona ég, að „Hard Nose The Highway” veröi fleir- um ánægjuefni en bara að- dáendum Van Morrison, þvi hann hefur margt að segja meö músik sinni, bæði tónum og textum. Góður, en einhœfur John Denver: Farwell Andromeda. John Denver er alls ekki neinn nýgræðingur i músikheiminum. Hann er búinn að vera lengi á ferli, en fyrst núna er hann að vinna sér álit meöal almenn- ings, sem söngvari og laga- smiður. Þetta er önnur plata hans, eftir að hann varö virki- lega frægur. En það varð hann fyrr á þessu ári þegar lagið „Rocky Mountain High” og LP plata með sama nafni ruku upp vinsældarlista vestanhafs. „Farwell Andromeda” kemur engum á óvart, sem hlustað hefur á LP plötuna „Rocky Mountain High”, þvi að báðar plöturnar eru gerðar eftir sömu formúlu. Fallegar melódiur, sem Denver syngur hárri röddu, og hljóðfæraleikur, sem að mestu byggist á kassagitarleik hans gjálfs. „Farwell Andro- meda” er samt betri og heil- steyptari plata en sú sem á und- an var. John Denver er góður, en helzt til einhæfur fyrir minn smekk. En fyrir þá sem gaman hafa af „soft” músik og eiga ekkert með John Denver, er þetta tilvalin plata. Þvi eins og ég sagði, þá er hann góður á sinu sviði. En ég vona bara að það svið verði breiðara þegar næsta plata hans kemur út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.