Vísir - 15.08.1973, Qupperneq 1
63. árg. Miðvikudagur 15. ágúst 1973 — 185. tbl.
Nú verður öskutunnu-
vaktin leikur einn
— baksíða
Þeir hafa
frá ýmsu
að segja!
.Greinilega örva siðsumar-
hretin lesendur okkar til
dáða. Heil siða lesendabréfa
er dag eftir dag, og eitthvað
gengur af eins og gengur og
gerist. t dag er ma. vandað
um iþröttafrásögn hjá
Ómari I sjónvarpinu, og
ómar svarar á sinn hátt. Þá
kemur það fram að fleiri
bankar en Seðlabankinn hafa
barizt vegna Arnarhólsins,
en tapað þeirri orrustu. Eig-
andi sjáifsalans i Lækjar-
götu svarar fyrir sig vegna
framkominnar gagnrýni. Þá
segir lesandi frá mönnum,
sem leggjast svo Iágt að
stela af leiðum I kirkjugörð-
unum. — SJA NANAR BLS. 2
og munið að lesendaþáttur-
inn tekur við efni frá lesend-
um milli 13 og 15isima 86611.
¥
Sambandsleysið
í fjölskyldunni
er hœttulegt
Sambandsleysi milli aðila i
einni og sömu fjölskyidunni
er meira mein en margan
kynni að gruna. Með.þvi að
vera opnari og opinskárri I
afstöðu til hvors annars má
úr ýmsu bæta. En sérfræð-
ingar eru til, sem bæta úr
ágöllum sem þessum og
samkvæmt reynslu sérfræð-
inga við sjúkrahúsið að
Kleppi virðist fólk hér á landi
móttækilegra fyrir svo-
kallaðar fjölskyldumeðferð
en viðast hvar i heiminum og
hentar sú meðferð þvi vel
sem lækningaform. — Sjá
bls. 7.
-V
Strœtið á
að óma á ný
Austurstræti hefur löngum
ómaö af „bernskuglööum
hlátri” eins og Tómas kvað
forðum. Nú vill einn ungur
Reykvikingur, að göngugat-
an verðir lifguð upp með alls
kyns skemmtanahaldi, og
hefur hann i hyggju að leggja
fram hugmyndir sinar fyrir
borgarráö. — Sjá bls. 3.
*
Leið yfir
tvœr á einni
útsölunni!
— sjá baksíðu
Tekst útgerðarmönnunum
að loka áfengisútsölunni?
— atkvœðagreiðsla um lokun á Seyðisfírði nœsta vor
Viðskiptavinir áfeng-
isútsölunnar á Seyðis-
firði hafa sérstaka
ástæðu til að biða
spenntir eftir næstu
kosningum. Þá á nefni-
lega einnig að fara fram
atkvæðagreiðsla um
það, hvort halda eigi op-
inni þessari einu áfeng-
isútsölu á Austfjörðum.
„Ég skal ekki segja til um hug
manna almennt hér fyrir austan
en svo mikið veit ég, að þeir sem
skipta við mig, eru afdráttarlaust
andsnúnir lokuninni”, sagði
Bjarni Þorsteinsson, útsölustjóri
umræddrar áfengisútsölu, og hló
við þegar Visir ræddi viö hann I
morgun.
Tillagan um atkvæðagreiðsluna
kom fram i bæjarstjórn fyrir
nokkru. Bæjarstjórnarfulltrúinn,
sem bar fram tillöguna er út-
gerðarmaður, og lýsti hann
viðureign útgerðarmanna við
drukkna sjómenn og kvað hann
lokun áfengisútsölunnar geta orð-
ið útgerðinni að miklu liði.
Afengisútsalan á Seyðisfirði
hefur verið opin i áraraðir, en að-
eins einu sinni áður hefur komið
fram tillaga þess efnis, að henni
yröi lokað. Var flutningsmaður
tillögunnar þá einnig útgerðar-
maður, sem var að glima við
sama vandamál og kollegar hans
nú.
1 það skiptiö var tillagan um al-
menna atkvæðagreiðslu felld i
bæjarstjórn.
Enn sem komið er að minnsta
kosti, hafa engin félagasamtök á
Austfjörðum hafið áróöur fyrir
kosningarnar, en ekki þykir
ósennilegt, að svo fari þegar nær
dregur kosningunum.
Þess má aö lokum geta, að
áfengisútsalan á Seyðisfirði hefur
veriö lokuð á laugardögum frá
þvi um áramót. „Það kemur ein-
ungis til af þvi, að þá eru allar
aðrar verzlanir bæjarins lokað-
ar”, útskýrði útsölustjórinn i við-
tali viö Visi í morgun. — ÞJM.
Suðramenn verða dœmdir
— ef sannast ó þó að ófengið hafi farið um borð
Ekki er búizt viö, að nokkuð
finnist af smygluöu áfengi i
Suðra. Eins og sagt var frá fyrir
nokkru, gerði Tollgæzlan ýtar-
lega leit i skipinu, þegar það kom
til landsins. Var það vegna þess,
að skýrslur bentu til þess, að slikt
væri að finna. En þrátt fyrir
þessa mikiu leit hefur enn ekkert
fundizt.
„Þótt leitinni sé hætt, þá er
málinu samt ekki lokið”, sagði
Kristinn Ólafsson tollgæzlustjóri i
viötali við Visi.
„Við stöndum i þvi þessa dag-
ana að viða að okkur gögnum til
að fá frekari vitneskju um málið.
Eins og sagt hefur verið áður, var
vitaö upp á hár um, hvað mikið á-
fengi fór um borð i skipið. Það á-
fengi fannst hins vegar ekki. Við
erum að reyna að grennslast fyrir
um, hverjir hafi staðið fyrir
þessu”.
Kristinn sagði einnig, að ef svo
færi, að dómari teldi sannað, að
áfengi hefði farið um borð, þá
mætti búast við dómum i þessu
máli.
— ÓH.
HANN HLYTUR AÐ
VERA ÚTLENDUR!
Þennan náunga hittum við
niðri i Auslurstræti fyrir nokkr-
um dögum. Var það áður en
strætið var „opnað”. Hann stóð
þarna sallarólegur, studdi sig
við hjólið sitt, og las af ákafa.
Ekki vitum við hvað hann var
að lesa, en teljum líklegt að það
hafi verið einhver ferðamanna-
bæklingur. Menn i slikum
„múnderingum” sem þessi, eru
ekki óalgeng sjón i Reykjavík.
En undantekningalaust eru
þessir menn útlendingar. Geta
menn séð fyrir sér tslending
sem fer I stuttbuxur og hjólar
niður i bæ?
Ljósm.: BP
Mývetningar óttast eitrun í fugli
— sœnskur stúdent telur sig hafa fundið PCB eitur í öndum — ,Jel þetta mjög ólíklegt"
segir Finnur Guðmundsson — rannsóknir hefjast í sumar
,,Ég tel ákaflega
ósennilegt, að hér geti
verið um að ræða alvar-
lega eitrun i fuglum eða
öðrum dýrum, en við
munum rannsaka þetta
mjög bráðlega, til þess
að fá úr þvi skorið”,
sagði Finnur Guð-
mundsson fugla-
fræðingur í viðtali við
blaðið i morgun.
Mývetningar eru nú margir
mjög uggandi, þar sem sá orð-
rómur hefur komizt á kreik, að
eitrun sé I fuglum og fiski i Mý-
vatnssveit. Hafði sænskur stúdent
sagt frá rannsókn á öndum m .a. á
fundi á Akureyri og taldi hann sig
hafa fundið PCB eitur i fuglunum.
Er slikt eitur talið mjög hættu-
legt, og vart hefur orðið við það
viða þar, sem mikill málningar
eða plastiðnaður er. „Ég tel þetta
satt að segja mjög óliklegt, þar
sem enginn slikur iðnaður er á
þessu svæði og mér er heldur ekki
kunnugt um, hvernig þessi rann-
sókn fór fram”.
:,Nú hefur þú fylgzt mjög vel
með fuglalifi þarna íyrir norðan.
Hefur þú ekkert séð, sem bendir
til eitrunar i fugli við Mývatn?”
„Nei, ég tel mig ekki hafa neina
ástæðu til þessaö ætla, að svo sé.
En það er ljóst, að fyrst þessi orð-
rómur er kominn á kreik, verður
að rannsaka þetta mjög gaum-
gæfilega. Við höfum aðstöðu til
þess að gera það hér á landi, en
erum einnig i samböndum við
erlenda aðila, sem gætu aðstoðað
okkur. Mývetningar eru áhyggju-
fullir vegna þessa, og ég geri ráð
fyrir, að við munum reyna að
hefja rannsóknir á þessu strax
núna i sumar,” sagði Finnur_jis