Vísir


Vísir - 15.08.1973, Qupperneq 4

Vísir - 15.08.1973, Qupperneq 4
4 Vísir. Miðvikudagur 15. ágúst 1973. Dáleiðsla í stað - skorín Mikiö hefur verið rætt og ritaö um nálastungudeyfingar á siöustu árum, og hafa æ fleiri læknar I Inga-Lisa og Basil skömmu eftir aögeröina. VEGG-OG LOFTKLÆÐNINGAR Har Avioarsalan sf CARTSIDE MILLS, MILLIKENPARK, RENFREWSHIRE, SCO svœfingar: upp ósvœfð og ódeyfð- Evrópu og Amerlku reynt þessa ævafornu aðferö til þess aö deyfa eöa lækna sjúklinga. Jafnframt þvi sem nálastunguaöferöin hefur veriö viðurkennd hér á Vestur- löndum, hafa æ fleiri gefiö sig að dáleiöslu i þvi skyni aö deyfa eöa lækna sjúklinga. Hefur verið reynt að nota dáleiðslu við t.d. barnsfæðingar með mjög góðum árangri. bað segir sig þó sjálft, að með þess konar „deyfingu”, sem er fólgin i þvi að hvila hugann og likamann og að fá fólk til þess að flytja hugann frá þvi ástandi, sem likaminn er i, getur t.d. fæðandi kona ekki fylgzt með þvi, sem er aö gerast i likama hennar. Hefur verið reynt að fara eins konar milliveg og fá konuna til þess að slappa algerlega af, án þess að taka hugann frá fæöingunni sjálfri. Gengur þetta aö sögn ákaflega misjafnlega og er komið undir þvi, hvernig fæðingin sjálf gehgur og hversu vel konan er undirbúin, likamlega og andlega. Hins vegar hefur verið reynt að gera minniháttar uppskurði með dáleiðslu og gefizt ótrúlega vel. Auðvitað er fullkomið svæfingar- tæki haft til staðar, en fótaað- gerðin, sem gerð var á 58 ár gam- alli konu i Uppsölum fyrir skömmu, tókst svo vel, að hvorki þurfti að nota deyfingu eða svæf- ingu. Það var Basil Finner lækn- ir, sem er sérfræðingur i svæfing- um og dáleiðslu, sem stjórnaði dáleiðslunni á frú Ingu-Lisu Olgerfeldt. „Fullkomna afslöpp- un fær maður hjá 90% af sjúkling- unum, en 10% geta ekki náð henni, þrátt fyrir langa þjálfun”, segir Basil. Inga-Lisa var skorin mörgum skurðum i báða fætur vegna æöa- hnúta án þess að nokkur deyfing kæmi til. Aðeins örstuttu eftir uppskurðinn var hún komin til fullrar meðvitundar, og hún seg- ir, að sér hafi fundizt hún vera á ferðalagi allan timann. „Ég fann aldrei til, enda hefði ég þá áreiðanlega látið frá mér heyra”, segir hún. Inga-Lisa hefur verið i mörg ár i dáleiðslu hjá Basil. „Ég var ákaflega skjálfhent og leitaði til hans til þess að fá bót á þvi. Það gekk mjög vel, og ég hef verið i stöðugri dáleiðsluþjálfun hjá hon- um. öðruvisi hefði þetta aldrei getað gengið”, segir hún enn- fremur. Basil tekur fólk vara við þvi að reyna dáleiðslu án langrar þjálf- unar og mikillar þekkingar. „Þetta er visindagrein, en ekki sölugaldrar”, segir hann. — ÞS. Ingu-Lisu fannst hún vera á feröalagi á meöan á uppskuröinum stóö. ELIZABETH TAYLOR liður engan skort, þó hún sé farin frá Burton. Fyrir leik sinn i siðustu kvikmynd sinni „Nightwatch” fær hún ekki minna en 28 milljónir islenzkra króna. Kvikmyndin kostaði að allri gerð i kringum 900.000 dollara — en framleiðendurnir nudda saman höndum brosandi út undir eyru, þvi mynd með Liz Taylor er meira gróðafyrir- tæki einmitt núna en nokkru sinni fyrr, að þeirra áliti.... MARCELLO MASTROIANNI, sem við sáum i siðustu „mánu- dagsmynd” Háskólabiós, tekst næst á við hlutverk i kvik- myndinni „Hvað”? sem þeir Joseph Levine og Carlo Ponti eru að hefjast handa við um þessar mundir. LIV ULLMANN velur sér ekki fylgdarmenn af lakara taginu. Núna upp á sið- kastið hefur hún sézt við hátið- leg tækifæri i fylgd með Kali- forniustrák að nafni Edmund Brown jr„ sem er sonur fyrr- verandi rikisstjóra. Hann hefur farið með Liv um alla Norður- Kaliforniu, en meðfram sam- bandi sinu við Brown hefur leikkonan farið með hlutverk i kvikmyndinni „Húsfreyja Zandys”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.