Vísir


Vísir - 29.08.1973, Qupperneq 6

Vísir - 29.08.1973, Qupperneq 6
6 vísir Útgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: sröumúla 14. Simi 86611 ('v.llnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr> 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Vitnisburður Þórarins Þórarinn Þórarinsson alþingismaður og rit- stjóri Timans lýsti yfir stuðningi við 200 milurnar á forsiðu Timans i gær. Hann var einn af fulltrú- um íslands á fundum hafsbotnsnefndarinnar i Genf. „Mjög er athugandi, hvort ísland á ekki að setja fljótlega lög um 200 milna efnahagslögsögu, enda þóttþau kæmu ekki strax til framkvæmda”, segir Þórarinn. Þórarinn segir svo frá stöðunni á fundum hafsbotnsnefndarinnar: ,,Þótt störfum hafsbotnsnefndarinnar hafi miðað hægt, hefur það einkennt þau, að fylgið við 200 milna efna- hagslögsögu hefur sifellt aukizt. Frá fundi nefndarinnar, sem haldinn var i Genf i fyrra, hef- ur til dæmis orðið sú breyting, að riki eins og Nor- egur, Kanada, Nýja-Sjáland og Ástralia hafa bætzt i hóp 200 milna rikja... Þess vegna bendir allt til þess, að 200 milurnar sigri á ráðstefnunni, en það getur hins vegar tekið sinn tima, að fullt samkomulag náist um þær... Ef nægileg sam- staða næst með rikjunum, sem vilja 200 milna efnahagslögsögu, verður sókn þeirra ekki stöðv- uð. Þau hafa lika valdið i sinum höndum. Þau þurfa ekki annað en að segja, að þau muni taka sér 200 milna efnahagslögsögu, ef ráðstefnan fer út um þúfur vegna andstöðu vissra stórvelda og fylgifiska þeirra. Þá verða 200 milurnar alþjóða- lög hvort eð er”. Þetta segir Þórarinn Þórarins- son. I beinu framhaldi af heimkomu Þórarins lýsti Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra yfir þvi i sjónvarpsþætti i gærkvöldi, að athuga bæri, hvort Alþingi ætti ekki að samþykkja 200 milur sem lög næsta vetur. Þessar yfirlýsingar tveggja forystumanna Framsóknarflokksins gefa til kynna, að stjór narliðar séu að komast úr sporunum. Tregða þeirra til að viðurkenna yfirburði 200 milna stefn- unnar og nauðsyn þess, að íslendingar skipi sér hið skjótasta i sveit 200 milna þjóða, hefur átt rætur að rekja til flokkshagsmuna. Þeir höfðu einblint á 50 milur og ekki séð lengra. Þeir vildu ekki viðurkenna skammsýni og urðu þess vegna berir að enn meiri skammsýni en ella hefði orðið raunin. Menn úr ýmsum stjórnmálaflokkum, sem ræddu landhelgismálin i sjónvarpsþætti i gær- kvöldi, virtust á einu máli um, að ástandið nú, einu ári eftir útfærslu i 50 milur, væri ekki viðun- andi. Ekkert kom þó fram, sem benti til skjótra breytinga. Forsætisráðherra sagði jafnvel, að við mættum búast við þriggja eða fjögurra ára striði. Stjórnarsinnar héldu þvi einnig fram i þættin- um, að 200 milur yrðu ekki orðnar alþjóðalög fyrr en i fyrsta lagi árið 1975. En ætli forsætisráð- herra sér að standa i baráttu fyrir 50 milna land- helgi i 3-4 ár enn, verður komið árið 1976 eða 1977. Vitnisburður Þórarins Þórarinssonar eftir heim- komuna frá fundi hafsbotnsnefndarinnar sýnir einmitt, hversu ólánlegt það er að einblina á 50 milurnar. Vissulega höfum við fært landhelgina i 50 milur, og vissulega skulum við knýja þar fram sigur. En hitt skiptir öllu, að við fáum 200 milur eins fljótt og það er unnt. Stjórnarliðar eru komnir úr sporunum, og þess er að vænta, að þeir stigi skrefið til fulls, en ekki bara til hálfs. — HH. Visir. Miðvikudagur 29. ágúst 1973. Geggjun eða niðurríf ..eða œttjarðarást? mmmm Umsjón: Guðmundur Pétursson Hverjum á að trúa? Hver segir satt og hver lýgur? — Þessar sigildu spurningar leita að mönnum, þegar þeir heyra tvennar sögur sagðar af sama hlutn- um. Þegar eðlisfræðingur- inn Andrei Sakharov varar Vesturlönd við að fara of geyst i afvopnun- ina eftir skilmálum So- vétrikjanna, sem gæti leitt til þess ,,að afvopn- aður heimurinn stendur frammi fyrir Rússlandi gráu fyrir járnum og háskalegu”, eins og hann orðaði það. Þá eru á sama tíma aðrir aðil- ar, sem halda þvi fram að Sak- harov sé að reyna að spilla fyrir afvopnuninni og bættri sambúð vesturs og austurs. „Niðurrifs- starfsemi, undirróður”, eru heit- in, sem ummælum Sakharovs eru gefin. Ef hið siðara væri satt, og það sem trúa ætti, gæti vaknað með ’ mönnum skilningur á þvi, hvern- ig stendur á þessari ös á geð- veikrahælum Sovétrikjanna, þangað sem þeir hafa farið um- vörpum þessir „niðurrifsóðu aðil- ar”. — Æði og geðveiki er hið eina, sem gæti þá skýrt athafnir Sakharovs, Solzenitsyns og fleiri slikra, sem háfa dirfzt að gagn- rýna stjórnvöld sins lands. Eða hvað annað gæti komið þeim til að kalla yfir sig reiði yfirvalda og of- sóknir, eins og þeir vitandi vits eru að gera? Það skilst ekki nema haft sé i huga, að áratugum saman hafa þessir menn og aðstandendur þeirra, vinir og vandamenn, búið við slika undirokun, að hún hlýtur að knýja þá fyrr eða siðar til þess aö reyna að risa upp gegn henni, aður en hún sligar þá alveg. Það er þess konar geggjun, sem rekur Sakharov, einn þeirra vis- indamanna, sem gerði vetnis- sprengjuna fyrir Rússa, og Solzehnitsyn, nóbelsverðlauna- höfundinn til þess aö halda með viku millibili sinn hvorn rabb- fundinn með erlendum blaða- mönnum. Hafði þó Sakharov fengið ræki- lega aðvörun um, að „rikið gæti ekki til lengdar þolað samvinnu hans við niöurrifsöflin, og að hann yrði aö láta sér skiljast það.” Eða þá Solzhenitsyn, sem hefur ekki fengið verk sin útgefin i föð- urlandi sinu vegna vanþóknunar yfirvalda á efni þeirra. Honum hafði verið meinaö að njóta nóbelsverðlaunanna. — Þegar hann féllst á að svara skriflega fyrirspurnum tveggja vestrænna blaðamanna núna um helgina, var það sams konar fifldirfska og Sakharov sýndi meö þvi að halda blaðamannafund á miðvikudag- inn. Solzhenitsyn hélt þvi fram, að lifi hans hefði veriö ógnað. Hann sagði, að verði honum varpað i fangelsi eða hann drepinn, „þá mun meginhluti verka minna verða birtur.” „1 föðurlandi minu gerist ekk- ert, án vitundar og vilja KGB (öryggislögreglunnar). — Og þar sem ég hef ekki i fjölda mörg ár orðið alvarlega veikur, ek aidrei bifreið, og er algerlega andvigur sjálfmorðum, þá geta menn verið 100 prósent vissir um, að það er að undirlagi KGB, ef ég læt lifið, eða hverf.” sagði Alexander Solzhenitsyn, og bætti við: „En það verð ég að segja, að dauði minn mundi ekki verða gleðitiðindi þeim, sem trúa þvi að hann mundi benda enda á skrif min. Erfðaskrá min verður opn- uð, ef ég hverf, og minn hinzti vilji verður þá framkvæmdur. Þá verður megin hluti verka minna birtur, hluti, sem ég hef veigrað mér við að gefa út öll þessi ár". Þetta hljómar, eins og væri það klippt út úr reyfurum um ein- staklinga, sem tekizt hefur að forðast hefndir mafiunnar með þvi að koma fyrir á „öruggum stað umslagi með upplýsingum um starfsemi hennar.” Fréttamennirnir spurðu Sol- zhenitsyn um þessi óútgefnu verk, en hann vildi að svo stöddu ekki fara nánar inn á efni þeirra. Hann skýrði þeim frá þvi, aö hann hefði rekizt á tálmanir, þegar hann ætlaði að afla sér gagna og upplýsinga á söfnum fyrir frekari skrif. — „Vaganorv, yfirmaður hérðassafnsins i Tam- bov, neitaði mér um að fá að sjá 55ára gömul dagblöö. Nýlega var gerð áköf leit og athugun á þvi, hver hefði leyft mér að ganga að efni þvi, sem ég notaði 1963, þegar ég skrifaði um fyrri heimsstyrj- öldina.” Solzhenitsyn sagði ennfremur, að ungur bókmenntafræðingur, Gabriel Superfin, sem hafði að- stoðaö hann viö upplýsingaöflun- ina á söfnum, hefði verið hand- tekinn i kjölfar játninga þeirra Ykair og Krashin, sem nú er rétt- að yfir þessa dagana. „Þessi ungi maður var ákærður fyrir „sér- lega hættulegt afbrot gegn rik- inu,” sem getur varðað alit að 15 ára fangelsi," sagði Solzhenitsyn. Hann gat einnig sagt frá áminningum, sem vinur hans, Alexander Golov, hafði sætt, en hann hafði 1971 komið að KGB-mönnum við innbrot i sveit- arkofa skáldsins. Solzhenitsyn er meinað að búa i Moskvu hjá seinni konu sinni og tveim börnum þeirra. Hann leigir sér sveitakofa yfir sumarið — Siðan vék hann að öðru atriði við fréttamennina, sem kannski gef- ur nokkra skýringu á þvi, hvi fjöl- miðiar sovézkir hafa að mestu leyti leitt Watergatemálið hjá sér: „Um nokkurra ára bil hefur enginn i minni fjölskyldu átt svo- leiðis simtal eða einfaldlega sam- tal innan dyra, án þess að það hafi verið hlerað,” segir Solzhenitsyn. „Við erum farin að venjast þvi, að geta ekki ræðzt við — hvort eð er að nótt eða degi — án þess að hlýtt sé á okkur. — Þegar segul- spólur þeirra eru á enda, þá slita þeir vafningalaust simtölum okk- ar, til þess að setja nýja spólu á, rétt meðan viö hringjum aftur.” Varðandi Watergatemálið i Bandarikjunum, sagði Solzhenit- syn: „Það er dálitið einkennilegt, að heyra um þrætur annars stað- ar, um hvort forsetinn hafi heim- ild til að beita hlerunum til að vernda hernaðarleyndarmál lands sin. Og maður, sem hefur látið slik leyndarmál leka til fjöl- miðla, gengur frjáls úr réttar- salnum. Á meðan er hver maður, sem hér lætur i ljós öndverða skoðun við þess opinbera talinn sekur, án undangenginna réttar- halda. Hlustunarbúnaði er komið fyrir i ibúðum hans — ekki af leið- toga landsins. heldur af venjuleg- um foringja i KGB."

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.