Vísir


Vísir - 07.09.1973, Qupperneq 1

Vísir - 07.09.1973, Qupperneq 1
63. árg. —Föstudagur 7. september 1973 — 205. tbl. STOLIÐ SKILDINGA- BRÉF Á ÍSLANDIA? ■■■■■■■■■■■■■■HHiaiiHHBail „Bretland ætti lika að hafa 200 mllna landhelgi,” segir brezki ihaldsþingmaburinn Reed. ,200 mílur' — segir brezki þingmaðurinn Reed ,,Ég tel, ab 200 mílur séu skynsamlegt lágmark fiskveiði- lögsögu, en hún gæti orðiö meiri ef landgrunnið nær lengra,” segir brezki Ihaldsþingmaður- inn Laurence Reed, sem hingað er kominn I boði Sambands ungra sjálfstæðismanna. ,,Mál- staður tslands nýtur vaxandi stuðnings á Bretlandi, einnig innan þingsins. Mig hefur furð- að á þvl, hversu margir þing- menn styðja tslendinga, þegar maður talar við þá einslega. Þeir, sem styðja málstað ts- lands, eru I fyrsta lagi flestir fiskimenn, sem veiða við Bret- land, en þessi fiskimenn eru fleiri en úthafsfiskimenn. í ööru lagi styður oliuiðnaður- inn I vaxandi mæli þá kenningu, að lögsaga strandrlkja skuli vera sem stærst. Það fólk, sem býr við Ermasund, krefst þess af stjórninni, að hún færi land- helgina i Ermasundi út I mitt sundið. Meöal almennings nýtur sú skoöun mikils fylgis, að mál- staður tslendinga sé réttmætur, vegna þess hve háðir þeir eru fiskveiðum, og einnig að Bretar geti ekki nýtt ollulindir svo langt sem raun er I Noröursjó og barizt samtimis gegn tslending- um i landhelgisdeilunni,” sagði Reed ennfremur. Reed mun ávarpa þing SUS á Egilsstöðum um helgina. Hann er sérfræðingur I málum, sem varða nýtingu hafsins, og stuðn- ingur hans við málstaö ts- lendinga á rætur að rekja til jeirrar sérþekkingar, sem hann hefur á þessum málum. HH/ÞS SVIKU 172 ÞUSUND UT ÓR ÚTVEGSBANKANUM bankinn borgaði tvisvar út Þrlr piltar sviku fyrr I þessari viku út 172 þúsund krónur úr inm- stæðulausri sparisjóðsbók. Piltarnir náðu svo aö eyöa þessum 172 þúsund krónum á tæpum tveimur dögum. Þó keyptu þeir ekki dropa af brenni- vlni, hvað þá meir. Piltarnir voru i einhverjum erindagjöröum inni i bankanum, þegar maður fleygði sparisjóðs- bók til þeirra og sagði, að þeir mættu eiga hana. Þeir gripu bók- ina, en þá var búið að taka út úr henni 172 þúsund krónur, og þar að auki að gata hana til að gefa til kynna, að hún væri ónýt. Piltarnir fóru þó i rælni sinni aö reyna að ná einhverju út úr bók- inni. Einn þeirra skrifaði út- tektarseðil upp á 172 þúsund krónur og lagði hann inn ásamt bókinni. Siðan biðu þeir félagarnir, þangað til nafn pilts- ins var kallað upp, og þeir fengu nákvæmlega 172.202 krónur tald- ar fram á borðið. Þeir voru ekki lengi að taka saman peningana og hypja sig út úr bankanum. Siðan var tekið við að eyða fénu sem mest mátti, og voru þeir búnir með allt nema 1700 krónur i gærkvöldi. Þeir tóku sér leigubila út um hvippinn og hvappinn, fóru m.a. i leigubil upp á Akranes. ó eina úttekt A Akranesi fór lögregluna að gruna eitthvað, þegar piltarnir dreifðu fé.á báða bóga, og mun hún hafa tilkynnt það. Þegar piltarnir komu til Reykjavikur i gærkvöldi, handtók lögreglan i Hafnarfirði þá. Þeir höfðu eytt fénu i föt, gullúr, leigubila, og ýmislegt annað höfðu þeir keypt sér. t Hvalfirði keyptu þeir sér 20 brauðsneiðar, bitu einn bita i hverja þeirra og fleygðu svo afgangnum. Þegar farið var að athuga mál- ið i útvegsbankanum, en það var þar, sem „bankaránið” átti sér stað, komu mistökin i ljós. 1 sparisjóðsbókina var stimpluð út- tekt upp á þessar 172 þúsund krónur, en það hafði fyrrverandi eigandi bókarinnar tekið út. Aftur á móti fundust tvær úttektarnót- ur, báðar upp á sömu upphæð. Var sú seinni frá strákunum. Það virðist þvi vera sem ein- hver ruglingur hafi átt sér stað meðal starfsfólks bankans, og gjaldkerinn eða einhver annar talið, að ekki væri búið að borga þessa peninga út. Sparisjóðsbókin, sem tekið var út ur, er utan af landi. Hjá Útvegsbankanum fékk blaðið engar upplýsingar i morgun. Var sagt, að ekki: væri búið að kanna málið nógu náið, til að hægt væri að gefa skýringu. — ÓH. Enn einn árekstur og Bretasambandi slitið — segir forsœtisráðherra á Hallormsstað Ólafur Jóhannesson sagði I gærkvöldi að hann mundi leggja til við rikisstjórnina á þriðju- daginn, að stjórnmálasambandi viö Breta yrði slitið, ef þeir láta ekki af ásiglingum á hafinu við Island. Þrátt fyrir að flug Nimrod njósnaþotanna sé að áliti At- lantshafsráðsins ekkert við- komandi bandalaginu, sagðist forsætisráðherra krefjast þess, að aðildarþjóöir bandalagsins fordæmdu þaö. Ella hljótum viö að taka af- stöðuna til NATO til endur- skoðunar, segir i tillögu ölafs. öll fyrirgreiðsla af hálfu is- lenzkrar flugumferðarstjórnar verður væntanlega stöðvuð samkvæmt tillögu forsætisráð- herra á rikisstjórnarfundinum á þriðjudaginn. Sú þjónusta hefur verið veitt af flugöryggisástæð- um, en forsætisráðherra telur, aö slik þjónusta við njósnaflug- vélarnar sé ekki verjandi i ljósi siðustu atburöa i landhelgisdeil- unni. —ÓG Claudiu og Doug. Ljósm. G-S. Þau kynntust í öskunni í Eyjum Hún er frá Þýzkalandi, en hann frá Ameriku. Hann var búinn að vinna á moksturstæki við hreinsunina I Vestmannaeyjum i einn mánuö, þegar hún kom þangaö. Hún heitir Claudia Kaling, hann heitir Doug Bernas — og bæöi segjast þau trúa núna á ást við fyrstu sýn. Mest hefur verið af Þjóðverj- um I Eyjum, en sjálfboðaiiðar þaðan hafa verið 40 talsins. Næstir I rööinni eru Danir meö 36 sjálfboðaliða, en Bandarikin, Frakkland og tsland standa jafnt með um 30 hvert land. Af ööru þjóðerni má m.a. nefna Belga, Hollendinga, Gyðing, itala, Japana, Svisslendinga og Kanadamenn, en samtalseiga um 20 þjóðir sjálfboðaliða I Evi- um. —ÞJM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.