Vísir - 13.09.1973, Qupperneq 4
4
Vísir. Fimmtudagur 13. september 1973
EVRÓPUKEPPNIN í
HANDKNATTLEIK
Valur-Gummersbach
FORSALA
AÐGÖNGUAAIÐA HEFST í TJALDI
VIÐ FERÐASKR. ÚTSÝN
í AUSTURSTRÆTI
í dag kl. 12,30
ATH. FJÖLDI SELDRA MIÐA
ER INNAN VIÐ
3000
TRYGGIÐ YKKUR ÞVÍ MIÐA
STRAX í DAG
ÞAKKLÆÐNING
Bjóðum upp á hiö heimskunna þéttiefni fyrir sprungur,
steinþök, asfalt, málmþök, slétt sem báruð. Eitt bezta við-
luðunar- og þéltiefni, scm völ er á fyrir nýtt sem gamalt.
Þéttuin húsgrunna o.fl. 7 ára ábyrgð á efni og vinnu í
verksamningaformi.
Fljót og góð þjón-
usta. Uppl. i sima
26938 kl. 9-22 alla
daga.
alcoatin^s
þjónustan
Stúlka óskast
til starfa ó afgreiðslu Vísis
Uppl. um starfið gefur afgreiðslustjóri kl.
10-12 fyrir hádegi næstu daga.
VÍSIR
Hverfisgötu 32.
Nouðungaruppboð
á prjónavél, talin eign Alis hf., verður haldið aö Lang-
holtsvegi 111, fimmtudag 20. september 1973 kl. 10.30.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
á 2 fatapressum, sem taldar eru eign Efnaiaugar Vestur-
bæjar hf., verður haldið að Vesturgötu 53 fimmtudag 20.
september 1973 kl. 15.30. Greiösla viö hamarshögg.
Borgarfógctaembættið i Reykjavik.
Umsjón Þórarinn
Jón Magnússon
Burt Lancaster
— sem innan skamms nær
sextugu — hefur verið falið að
fara með hlutverk Mósesar i
sjónvarpsmynd, sem á að
gera um boðorðin tiu, og fer
myndatakan framitsrael og á
ttaliu. — Núna loksins get ég
sætt mig-viö að vera eins
konar tvifari Charlton Heston,
segir Burt. En svo sem
kunnugt er, fór Heston með
hlutverk Mósesar i þeirri
vfðfrægu kvikmynd, sem gerð
var um boðorðin á sinum
tima.
Nina van Pallandt
afþakkaði nýlega aðalhlut-
verk i kvikmynd þar sem
Michael Caine er i aðalkarl-
hlutverkinu. Ástæðuna segir
hún vera þá, að henni falli
ekki i geð nektarsena, sem
þau Caine áttu að eiga saman i
myndinni.
Kennarar
i USA eru nemendum sinum
sjálfsagt mjög að skapi um
þessar mundir. Þeir hafa
ákveðið að hefja verkall á
næstudögum til að leggja
áherzlu á launakröfur sinar. 1
borginni Detroit einni saman
ertalið.aðum 10.500 kennarar
hætti kennslu meðan á verk-
fallinu stendur.
Karl Gústaf,
sá sænski, fékk fyrir allnokkru
bréf frá 6 ára gamalli stúlku.
Bað hún Karl um að aðstoða
þann litla bæ, sem hún bjó i,
við að fá byggða bráðnauö-
synlega brú. Brúin var vigö
fyrir fáeinum dögum, — að
Karli Gústaf viðstöddum.
Mary Pickford
81 árs gömul kvikmynda-
stjarna hefur verið rúm-
liggjandi i marga mánuði.
Hún er ekki beinlinis veik, en
fullyrðir, að hún geti aldrei
framar farið á fætur.
Herramaðurinn hér á myndinni fyrir ofan er enginn smákarl,
hann er konungur og ber það mikilfenglega nafn Wally
Umbugurri. llann yfirgaf nýverið þegna sína stutta stund til að
skoða sig um i áströlsku milljónaborginni Perth. Málaður i
öllum regnbogans litum og í mittisskýlu, gyrtur belti úr manns-
hárum, spigsporaði hann um borgina dagiangt. Vakti hann
skiljanlega hina mestu athygli vegfarenda.
SKOP
Kvenmaður hafði falliö i
höfnina.
Fullorðinn maður átti leið hjá.
Það var ekki öörum en honum
til að dreifa, og þar sem hann
ekki kunni að synda, reyndi
hann aö ná til kvenmannsins
með regnhlíf sinni.
Eftir árangurslausar til-
raunir tókst kvenmanninum að
stynja upp:
— Ég er hrædd um, að þetta
komi ekki að gagni. Ég er hvort
sem er löngu orðin gegn-
blaut..
— Ég á aldrei i neinum erfið-
leikum með að skipuleggja
sumarfriið mitt. Konan min
ákveður hvert skal halda, for-
stjórinn minn segir mér hvenær
og bankinn hversu lengi....
Pétur hafði verið i dýra-
garðinum með föður sinum og
vildi skýra móður sinni frá þvi
helzta, sem fyrir bar:
— Ég sá voða stóran fíl. Hann
safnaði aö sér grasi með halan-
um.
— Nú og hvaö gerði hann svo
við það?
— Það þori ég ekki að segja..
— Ég ætla alls ekki að vera
uppáþrengjandi, ungfrú Jórunn.
Ef þér eruð ekki til I það, þá fer
ég bara i buxurnar aftur!
•
Og þá er það saga af tveim
ónefndum stórkaupmönnum,
sem bjuggu hliö við hlið. Þeir
reyndu að ganga hvor fram af
öðrum i flottheitum. Báðir höfðu
þeirbúiðhús sln öllum hugsan-
legum þægindum, og fyrir utan
hús þeirra voru einkasund-
laugar, tennisvellir, hesthús
með dýrustu reiðhestum, og
rándýra bila áttu þeir aö sjálf-
sögðu.
Svo var það einn daginn, aö
annar stórkaupmaöurinn tók
eftir þvi, að hinn var kominn
meðsveraloftnetsstöng áeinka-
bifreið sina. Aha! Simi! Þegar i
stað fékk hann sima i sina bif-
reið og ennþá sverari loftnets-
stöng i Kádiljákinn sinn.
Og svo var það einn
daginn, að stórkaupmennirnir
áttu leið saman eftir
hraðbrautinni inn i borgina. Þá
hringdi Jagúar-eigandinn i
keppinaut sinn:
— Halló, félagi, þetta er Berti!
— Já, blessaður vertu...heyrðu,
viltu aðeins biöa — ég þarf að
svara i hinn slmann!
Það er alltaf fróðlegt að llta i
orðabækurnar. Hér eru þrjú
sýnishorn úr einni slikri:
Vitsmunavera: Maður, sem
notar fleiri orð en nauðsynlegt
er til aö segja meira en hann
veit.
Hugvitssamur: Maður, sem
skrifar um nokkuð, sem hann
skilur ekki, og tekst að láta lita
svo út sem það sé kennaranum
að kenna.
•
Heimili: Staður þar sem hluti
fjölskyldunnar biður, þar til
hinn hluti fjölskyldunnar kemur
heim með bílinn.