Vísir - 13.09.1973, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Fimmtudagur 13. september 1973
VÍSIR
Otgefandi:-Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Ayglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611 (7,llhur)
Askriftargjald kr. 360 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 22.00 eintakið.
Blaöaprent hf.
Vaknið nú, hrœsnorar
Rússneski rithöfundurinn Solzhenitsyn hefur
veitt vestrænum þjóðum verðuga ráðningu fyrir
hræsnina i samskiptum þeirra við Sovétrikin.
Vonin um viðskiptahagnað og friðsamlega sam-
búð austurs og vesturs hefur gert Vesturlanda-
búa ónæma fyrir vitneskjunni um grimmdarkerfi
Sovétrikjanna.
Vestræn stjórnvöld hafa sifellt vinsamlegri
samskipti við sovézk stjórnvöld og þykjast þvi
eiga erfiðara með en áður að ota frjálshyggju að
þeim. Vinsamleg samskipti út á við gera sovét-
stjórninni kleift að beita meiri hörku inn á við.
Þess vegna eru sovézkir frjálshyggjumenn
fórnardýr hinnar pólitisku hláku i samskiptum
austurs og vesturs.
Sænskir og danskir stjórnmálamenn hafa þor-
að að opna munninn út af nýstalinismanum i
Sovétrikjunum. Þeim hefur verið svarað harð-
lega og þeir sakaðir um að leggja stein i götu
friðarhreyfingarinnar i Evrópu. Og svo langt eru
Vesturlandabúar leiddir af friðardúfukvakinu, að
þeir taka mark á þessari óhugnanlegu röksemda-
færslu sovétstjórnarinnar.
Frjálshyggjumenn i Sovétrikjunum eru nú
miskunnarlaust sendir á svokölluð geðveikra-
hæli, þar sem þeir eru eyðilagðir með lyfjum.
Siðan eru þeir sendir i skriparéttarhöld, sem
vestrænir fréttamenn fá ekki að vera viðstaddir,
þar sem fórnardýrin játa glæpi gegn Sovétrikjun-
um og ljóstra upp um aðra hliðstæða glæpamenn.
Aðrir eru kerfisbundið sendir á þriggja ára fresti
i þriggja ára þrælkun. Syndir feðranna eru einnig
látnar koma niður á börnunum, sem eru rekin úr
skóla og vinnu.
Hinn frjálslyndi timi Krústjoffs er liðinn. Hinir
nýju valdhafar geta veitt villimannlegri stefnu
sinni fullkomna útrás, af þvi að þeir vita, að vest-
rænar þjóðir hafa meiri áhuga á að lækka útgjöld
til varnarmála og auka tekjur af viðskiptum við
Sovétrikin en að gæta hagsmuna lýðræðis og
frjálshyggju i heiminum.
Rússneski visindamaðurinn Sakkarof hefur
réttilega varað vestrænar þjóðir við of mikilli
bjartsýni i öryggismálum Evrópu. Hann segir
vigvætt og einangrað alræðisriki eins og Sovét-
rikin enn vera hættulegt nágrönnum sinum. Hann
þorir að segja það, sem margir vestrænir stjórn-
málamenn eru hættir að þora að segja af ótta við
að vera kallaðir kaldastriðsmenn.
Kjarkur Solzhenitsyns og Sakkarofs er eins og
rýtingsstunga i lélega samvizku vestrænna
þjóða. Kannski verða áminningar þeirra til þess,
að við förum að setja sovétstjórninni skilyrði fyr-
ir frekari hláku i samskiptunum. Við verðum að
reyna að hjálpa frjálshyggjumönnum Sovétrikj-
anna með þvi að beina öllum þunga almennings-
álitsins á Vesturlöndum gegn villimennsku sovét-
stjórnarinnar i garð þeirra.
Við verðum að vakna af svefni okkar og taka á
okkur ábyrgðarhluta af þvi, að hviliku helviti fyr-
ir frjálshyggjumenn hlákan hefur gert Sovétrik-
in. Ef við mætum sovétstjórninni af fullri einurð,
kann að koma i ljós, hvort hún leggur nægilega
mikið upp úr friðsamlegri sambúð til að þora að
leggja niður eitthvað af villimennskunni i mann-
frelsismálum.
—JK
BYLTINGIN HAFÐI
LEGIÐ í LOFTINU
llllllllllll
M)
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
„Sagði ég ekki, að
svona mundi fara”. —-
Þessi margþvælda
setning er nú á hvers
manns vörum, siðan
fréttir bárust af þvi, að
herinn i Chile hefði
bundið enda á tilraun
landsmanna til lýð-
ræðislegs kommún-
isma.
Enginn sá auðvitað
fyrir hin dapurlegu
örlög Salvadors All-
ende forseta, en bæði
i röðum vinstri og
Vöruþurrðin I verzlunum var slik, að taka þurfti upp skömmtun á
lífsnauðsynjum. Langar biðraðir á borð við þessa á myndinni urðu við
matvörubúðir. Var svo komið að heimingur verziunarinnar fór fram á
svörtum markaði að búðarbaki. Á þeim markaði hrukku 100% iauna-
hækkanir skammt. Ekki frekar en i 300% verðbólgunni.
viðurkenna á opinberum vett-
vangi, að hugsanlega hefðu
stjórn hans orðið á mistök i
þeim efnum. Eitt árið af þessum
þrem rikisstjórnarárum setti
Chile heimsmet i verðbólgu, en
hún nam 163%. Það met var
slðan slegið, þegar verðbólgan
komst samkvæmt áætlun sér-
fræðinga upp i 300%.
Vaxandi óánægja með
stjórnina og harðnandi and-
staða gegn henni leiddi til þess,
að Allende sá sig tilknúinn til að
taka fulltrúa hersins I stjórnina.
Þeir stóðu þó fæstir lengi við,
þegar þeim fannst Allende virða
að vettugi tillögur þeirra til
úrbóta. Fór enda svo, að þeir
sögðu flestir af sér embætti eftir
skamma veru i ráðherrastólun-
um.
Og svo virðist sem þau nánari
kynni, sem herforingjarnir
hlutu af Allende þann tima, sem
þeir störfuðu með honum i
stjórn, hafi verið siðasti drop-
inn, sem fyllti bikarinn svo að út
af fíóði. — Höfðu ekki nema tæp-
ar tvær vikur liðið frá afsögn
t.d. æðsta yfirmanns flughers-
ins, þar til byltingin var gerð.
Þegar þetta er skrifað i
gærdag, eru fréttir enn óljósar
af byltingunni og allt á huldu
um, hvernig til hefur tekizt. 1
Argentinu heyrðu menn út-
varpssendingar frá útvarpsstöð
einni á valdi hersins, og var þar
skýrt frá þvi, að einhverrar
andstöðu gætti i Santiago. Sættu
hermenn þar árásum leyni-
skytta. Var þó ekki frá þvi
greint, hve umfangsmikil þessi
andstaða væri.
Má sennilegt telja, að þar hafi
verið að verki einhverjir hinna
róttæku ungu manna úr vinstri
byltingarhreyfingunni, sem
gripið hafi til vopna. Úr annarra
röðum er varla að vænta nægi-
legrar andstöðu við herinn til
þess að geta staðið i skot-
bardögum.
Hvort þessi hreyfing er nægi-
lega öflug til að snúast gegn
hernum i allsherjar borgar-
arastyrjöld, leiðir timinneinn
ljós. Það hefur ekki boriö pað
mikið á þessum félagsskap, að
honum sé slikt ætlandi. A hinn
bóginn fullyrða kunnugir i
Chile, að meðlimir hans hafi
hlotið skæruliðaþjálfun og séu
nógu fjölmennir til að taka upp
baráttuna.
\llende iopinberri heimsókn i Moskvu, en þangað sótti hann efnahags-
ituðning fvrst framan af, þar til Rússum ofbauð hitin, sem þeir þurftu
ið moka i. Aður höfðu alþjóðafjármáiastofnanir tekið fyrir lán til Chile.
fremja sjálfsmorö (eftir þvi
sem fyrstu fréttir herma), en
gefa sig á vald byltingarhern-
um.
Með þessa byltingarsinnuðu
yngri menn I huga er eðlilegt, að
menn telji, að alvarlegasta af-
leiðing stjórnarbyltingarinnar i
Chile I fyrradag verði sú, að hin-
ir friðsamari úr þeirra röðum
fái ekki haldið aftur af þeim.
Hér eftir verði viðkvæðið: „Það
ætlaði Allende lika, en þiö sáuð,
hvernig fór fyrir honum!”
Þessa þykir meira að segja
þegar gæta hjá næsta nágranna
Chile. — Nefnilega Argentinu,
þarsem Juan D. Peron hefur átt
fullt I fangi með að reyna að
friða hina mannrænandi skæru-
liða. Stjórn peronista naut
stuðnings Allende, en hinir rót-
tæku ungu menn héldu þvi fram,
að loforð Perons um að bæjga
frá Argentinu „öllum áhrifum
heimsvaldasinna” mundu reyn-
ast loftið tómt.
Þeir úr röðum hægri manna,
sem segjast hafa séð byltinguna
i Chile fyrir, segja: „Að þessu
hlaut að reka. Allende var á
góðri leið með að teyma rikið i
algert öngþveiti”.
Efnahagsöngþveitið i landinu,
vöruþurrðin og samdrátturinn I
viðskiptalifinu var með slikum
endemum, að varla verður við
nokkuð jafnaö. óstjórnin i
fjármálunum var þannig, að
jafnvel Allende sjálfur varð að
kyngja þeim beizka bita að
hægri manna telja
menn sig hafa séð, að
hverju hlaut að stefna.
Stjórnarbyltingu.
Róttækustu stuðningsmenn
Allende höfðu hvatt hann til að
þagga niður i andstæðingum
sinum með valdi og senda á þá
vopnþjálfaða félaga úr vinstri
byltingarhreyfingu Chile
(skammstöfuð MIR), ef nauð-
syn krefði. Ahangendur þessar-
ar hreyfingar koma flestir úr
röðum háskólastúdenta. All-
ende hafði hins vegar hemil á
hinum ungu stuðningsmönnum
sinum, og hann hélt fast við
áform sin um að „leiða Chile
brautina til sóslalisma” — en þó
innan ramma stjórnarskrárinn-
ar.
En MIR og Byltingarher
alþýöunnari Argentinu (skæru-
liðasamtökin, sem staðiö hafa
að mannránunum þar), og
Tupamaros I Uruguay — sér-
hver þessi leynil. félagsskapur
trúir þvi, að hugsjónir marx-
ismans verði ekki til sigurs
leiddar, nema með blóðugri
byltingu. Og þeir segja: „Hvað
sögðum við ekki?”
Þeirra hetja er Che Guevara,
kúbanski skæruliðasérfræðing-
urinn, sem féll fyrir kúlum
stjórnarhermanna i Boliviu
1967. Við hliðina af mynd hans
stilla þeir nú myndinni af
Allende, sem neldur kaus að