Vísir - 13.09.1973, Síða 8
Vlsir. Fimmtudagur 13. september 1973
Það þarf heljarkrafta til ! ! —
Sigurði Steindórssyni lyft hátt á
loft, þegar Steinar Jóhannsson
jafnaði fyrir Keflvikinga.
Skiijanlega var fögnuður mikili
hjá varamönnum Keflavikur-
liðsins — skammvinnur fögnuð-
ur þó, þvi Fram sigraði i leikn-
um. Ljósmynd Bjarnleifur.
Hafsteinn Guðmundsson, formaöur tþróttabandalags Keflvikinga, hélt inn i búningsherbergi Fram
eftir leikinn og óskaði leikmönnum liösins til hamingju meö sigurinn. Hér tekur Hafsteinn I höndina á
fyrirliöa Fram —Jóni Péturssyni, en það var einmitt Jón, sem skoraði fyrsta mark Ieiksins. Ljósmynd
Bjarnleifur.
Lokaspyrna
fœrði Hol-
landi sigur
— Panik í hollenzka landsliðinu í HM-
leiknum við Noreg í gœrkvöldi
— Holland vann 2-1 í Osló
Hollendingar áttu i
hinu mesta basli með
Norðmenn i Osló i gær-
kvöldi i undankeppni
heimsmeistarakeppn-
Markvörðurinn skoraði
hjá landsliðsverðinum!
— en það nœgði
Alec Stepney, mark-
vörður hjá Manch. Utd.,
sem leikið hefur i enska
landsliðinu, skoraði eina
mark liðs sins i gær-
kvöldi á Old Trafford —
skoraði úr vitaspyrnu
hjá enska landsliðs-
markverðinum Peter
Shilton. En ekki nægði
það United, sem tapaði
enn einu sinni — nú
sinum fyrsta leik á
heimavelli á keppnis-
timabilinu. Leicester
Manch. Utd. ekki — liðið tapaði fyrir Leicester á heimavelli
sigraði 2—1 með
mörkum Keith Weller og
Mike Stringfellow.
Leikmenn Derby voru i miklum
ham i gærkvöldi gegn meisturum
Liverpool. Framkvæmdastjóri
liösins, Brian Clough, hafði
skammað leikmenn sina
blóðugum skömmum eftir slakan
leik þeirra gegn Everton á
laugardag — sem Derby vann þó
— og það virtist hafa áhrif.
Derby-liöið var óþekkjanlegt
gegn hinu Liverpool-liðinu og
sigraði með 3—1. Þeir Roger
Davies, Roy McFarland og Kevin
Hector skoruðu mörk Derby i
leiknum.
Orslit urðu annars þessi i gær-
kvöldi.
1. deild
Derby—Liverpool 3—1
Manch.Utd,—Leicester 1—2
Newcastle—Ipswich 3—1
Norwich—Southampton 2—0
2. deild
Cardiff—Oxford 5—0
Fulham—Blackpool 0—0
Sheff.Wed.—WBA 3—1
3. deild
Bournemouth—Aldershot 3—0
Watford—Wrexham 2—0
4. deild
Bradford—Rotherham 2—1
Chester—Workington 1—0
Crewe—Swansea 0—0
Exeter—Darlington 3—0
Gillingham—Scunthorpe 7—2
Lincoln—Peterbro 1—1
Sex umferðum er nú lokið i 1.
deild og þar er Leeds efst meö 12
stig. Burnley er i öðru sæti með 10
stig og siðan koma miðlandaliðin
Derby, Leicester og Coventry
með niu stig.
Newcastle fór létt með Ipswich
— hefur unnið báða leikina gegn
Anglia—liöinu. Markakóngurinn
McDonald skoraði tvö af mörkum
Newcastle i gær. Þá vann
Norwich mjög athyglisverðan
sigur gegn Dýrlingunum — og
hlaut þvi þrjú stig i leikjunum við
þá.
Eftir slaka byrjun Arsenal
virðist nú ýmislegt að ske þar.
Þjálfari liðsins, Burtenshaw,
sagöi stöðu sinni lausri i gær.
Forráðamennirnir samþykktu
það strax að hann færi frá
félaginu — og ekki aðeins það,
heldur réðu þeir samstundis
Bobby Champell, þjálfara QPR
til sin.
innar og það var ekki
fyrr en á lokaminútu
leiksins, að hollenzka
liðið tryggði sér sigur i
leiknum 2-1 með marki
miðvarðarins Barry
Julshoff. Hollenzka
liðið, sem sigrað hafði
Norðmenn með i 9-0 i
fyrri leik landanna, var
beinlinis i panik loka-
kafla leiksins — óttinn
við að tapa stigi virtist
hafa mjög slæm áhrif á
leikmenn liðsins.
Á 73.min. leiksins hafði Harry
Hestad jafnað fyrir Noreg mark,
sem Johan Cruyff hafði skorað
fyrr i leiknum. 19.728 áhorfendur
trúðu varla sínum eigin augum og
spennan var gifurleg. 37 hol-
lenzkir blaðamenn voru á
leiknum og höfðu þeir flestir
simaö heim til Hollands, að hol-
lenzka liðið hefði tapað þýöingar-
miklu stigi i keppninni við Belga
um úrslitasætiö I riðlinum. En svo
kom siöasta minútan. Hollend-
ingar fengu aukaspyrnu — knött-
urinn barst af norskum varnar-
manni til Barry Julshoff, sem
spyrnti viðstööulaust á markið.
Og án þess Geir Karlsen gæti lyft
höndum i norska markinu lá
knötturinn bakvið hann i markinu
eftir þetta mikla þrumuskot.
Norðmenn eru i sjöunda himni
með leik sinna manna og segja
liöið hafa sýnt ótrúlega framför
frá stórtapinu I Hollandi. Framan
af siöari hálfleiknum áttu Hol-
lendingar I vök að verjast.
Liðin skiptust á að sækja I byrj-
un leiksins, en smám saman fór
hollenzka liðið að ná betri tökum
á leiknum. Sótt var upp hægra
megin i norsku vörninni og gefið
fyrir. Geir Karlsen áleit sig hafa
knöttinn — en misreiknaði sig þar
illa. Allt i einu „dúkkaði” Johan
Cruyff upp og skallaöi i mark —
eiginlega af fingurgómum norska
markvarðarins og frá „ómögu-
legum” vinkli. Undir lok hálf-
leiksins voru Norðmenn heppnir
að fá ekki á sig fieiri mörk — Jan
Birkelund bjargaði á marklinu,
og þversláin tók ómakið af Geir
Karlsen einu sinni. Þá skoruðu
Hollendingar, en markið var
dæmt af vegna rangstöðu.
Aðalmenn norska liðsins voru
miðverðirnir Svein 'Gröndal frá
Raufoss, sem lék nú sinn fyrsta
heila landsleik, og Jan Birkelund.
Geir Karlsen átti i nokkrum erfið-
leikum i markinu framan af, en
náði svo að sýna stórleik. Af
öðrum leikmönnum hæla Norð-
menn mest Jan Christiansen á
miðjunni, og Tom Lund i framlin-
unni.
Bikarmeistarar Fram 1973 — ásamt forustumönnum félagsins. Efri röö frá vinstri. Alfreð Þorsteinsson, Hilmar Viggósson, Guðgeir Leifsson, Erlendur
Magnússon, Tómas Kristinsson, Þorbergur Atlason, Sigurbergur Sigsteinsson, Ómar Arason, Asgeir Eliasson, Agúst Guömundsson Þorkell Þorkelsson og
Sigurður Friðriksson. Fremri röð frá vinstri. Guðmundur Jónsson, Baldur Scheving. Gunnar Guðmundsson, Jón Pétursson, Marteinn Geirsson, Elmar
Geirsson, Eggert Steingrimsson, Rúnar Gislason, Atli Jósafatsson og Simon Kristjánsson. Ljósmynd Bjarnleifur
Sigurganga Keflvíkinga
rofnaði á úrslitastund!
— Fram varð Bikarmeistari KSÍ eftir framlengdan leik
Guðjón
dœmdi
víti á
Liege!
Guðjón Finnbogason,
dómari frá Akranesi, sem i
gær dæmdi leik Ards frá
Norður-irlandi og Standard
Liege frá Belgiu i UEFA-
keppninni, dæmdi víta-
spyrnu á belgiska liðið, scm
skorað var úr. Það var sigur-
mark Ards, sem vann injög
óvæntan sigur þarna i Bel-
fast 3-2.
Standard l.iege er lið As-
geirs Sigurvinssonar og má
telja vist að það komist
áfram i keppninni, þrátt
fyrir tapið i Belfast i gær. Að-
eins eins marks munur var
irunum i vil og Ktandard á nú
heimaleikinn eftir.
Auk Guðjóns, sem dæmdi
leikinn. kotnu þarna fleiri is-
lendingar við sögu. Þeir
Rafn Hjaltalin, Akureyri og
llinrik Lárusson, Fram,
Hnuverðir I leiknum.
Staðan í
riðlinum
Eftir lcik Noregs og Iiollands i
3. riðli undankeppni heims-
m eist a ra kcppninna r í knatt-
spyrnu i Osló í gærkvöldi, er stað-
an nú þannig i riölinum.
Það var ekkert að gera
annað en að halda áfram og
framlengja — annar úrslita-
leikur milli liðanna hefði
varla getað farið fram fyrr
en eftir nokkrar vikur, sagði
Eysteinn Guðmundsson,
dómari, sem dæmdi úrslita-
leik Fram og Keflavikur i
Bikarkeppni KSÍ í gær. Nú
var slæmt að hafa ekki flóð-
ljós á Laugardalsvellinum.
En framlengingin fór fram
og i lokin stóð Fram uppi
sem sigurvegari i keppninni
2-1 — öll mörkin skoruð i
framlengingunni — ágætur
sigur Framara gegn hinum
sterku Keflvikingum, en
óslitin sigurganga liðsins
siðan i april rofnaði nú á
úrslitastund.i Þannig er
knattspyrnan — þegar mest
liggur við gengur stundum
litið.
Það má deila um það hvort rétt var
aö framlengja leiknum — maður
greindi varla leikmenn úr stúkunni
siðari hluta framlengingarinnar. Auð-
vitaö má segja, að ófært sé að leika við
slikar aðstæður, en sjónarmið dómar-
ans er skiljanlegt. 1 hans valdi var
ákvörðunin að framlengja eða fram-
lengja ekki. Hans eins. Enginn lagði
fast að honum að framlengja ekki — þó
nokkrir létu i ljós, að það væri
vonlaust. „Auðvitað átti að byrja
leikinn fyrr — það mátti alltaf reikna
með þessu” sagði Eysteinn enn-
fremur, og ég álit, að leikurinn hefði
átt að hefjast hálftíma fyrr. Þá hefði
þetta bjargazt nokkurn veginn.
En það verður ekki snúið aftur.
Sigur Fram i leiknum var að mörgu
leyti verðskuldaður. Leikmenn liðsins
léku af krafti —létu það aldrei á sig fá,
þó flestir teldu þá hafa litla möguleika
I leiknum. Nokkrir áttu stórleik —
einkum Marteinn Geirsson, sem var
bezti maðurinn i leiknum — geysilega
sterkur i vörninni — og ekki nóg með
það. Hann skoraði sigurmark leiksins.
Þorbergur steig ekki rangt niður fæti i
leiknum — varði mark Fram með
miklum ágætum. Grip hans og úthlaup
voru frábær. Vörnin i heild átti góðan
leik — Sigurbergur traustur á miðj-
unni með Marteini, og bakverðirnir
Agúst og Ómar betri en oftast áður i
sumar. Þegar Guðgeir Leifsson kom
inná, þegar stundarfjórðungur var af
siöari hálfleik, breyttist sóknarleikur
Fram til hins betra. Raunverulega
óskiljanlegt hvað Guðgeir var lengi á
varamannabekkjum. Eftir horn-
spyrnur hans komu bæði mörk Fram.
Hins vegar léku ekki allir leikmenn
Fram vel — siður en svo. Mikil von-
brigði voru i sambandi við Elmar
Geirsson. Hann náði sér aldrei á strik
— og settu Keflvlkingar þó ekki sér-
stakan mann á hann. Nei, hann var
ekki hundeltur eins og oftast áður en
náöi sér bara ekki á strik.
En hvað með Keflvikinga? — Hvað
brást hjá þeim? — Það var fyrst og
fremst framlinumennirnir. Þeir náðu
sér ekki á strik gegn sterkri vörn
Fram, og þar með fór mesti brodd-
urinn úr liðinu. Vörnin var sterk —
þetta var fyrst og fremst leikur
varnarmannanna. Þorsteinn
Ólafsson á þó sök á fyrra marki Fram
— einu mistök hans i leiknum. Eftir
hornspyrnu Guðgeirs á 2. min. fram-
lengingarinnar skallaöi Guðni Kjart-
ansson knöttinn. Hann fór beint upp i
loftið og Þorsteinn hljóp út úr marki
sinu — ætlaði að slá knöttinn frá, þegar
hann kom niður aftur. En Þorsteinn
varð of seinn — komst ekki að — og Jón
Pétursson stökk hæst og skallaði yfir
varnarmennina. A marklinunni var
Astráður — reyndi að skalla frá — en
knötturinn kom rétt undir þverslá og
Ástráði mistókst að bjarga, þrátt fyrir
góða tilraun. Úthlaup Þorsteins var
þarna misheppnað — á marklinu hefði
hann varið léttilega.
Sex minútum siðar tókst Keflavik að
jafna. Hjörtur Zakariasson náði knett-
inum úti á hægra kanti — eftir mistök
Framara — lék aðeins áfram og gaf
fyrir — fasta spyrnu, rétt innan vita-
teigs. Þar kom Steinar aðvifandi —
eldsnöggt hljóp hann á móti knett-
inum, sneri þó ekki að markinu, og
spyrnti viðstöðulaust neðst i mark-
horniö. Hreint gull af marki — og sýndi
vel hve Steinar er hættulegur — sleppi
hann augnablik.
A 13. min. framlengingarinnar fengu
Framarar aftur horn, sem Guðgeir
tók. Knötturinn barst til Asgeirs Elias-
sonar, sem lék upp að vítateignum, og
spyrnti siðan mjög fast á
markið.Þorsteinn gerði mjög vel i að
verja — en hann hélt skiljanlega ekki
knettinum, sem fram fór af honum
beintupp. Og þá sýndi Marteinn hörku
sina. Aðþrengdur af varnarmönnum
brauzt hann inn á marklinuna og
skallaði i mark. Svo var krafturinn
mikill,- að sjálfur þeyttist hann i
markið — rakst á markstöngina og lá
óvigur um stund. En hann lét þaö ekki
á sig fá — stóð upp skömmu siöar og
hélt áfram eins og ekkert hefði i
skorizt. Siðari hluta framlengingar-
innar var komið myrkur — maður rétt
greindi leikmenn. Þaö hélt ég að
mundi koma Keflvikingum til góða,
þar sem þeir höfðu einnig vindinn sér
til aöstoðar. Það reyndist þó ekki — og
Framarar stóðu uppi sem sigur-
vegarar.
Þetta var ekki neinn stórleikur — til
þess var taugaspennan hjá leik-
mönnum of mikil. En spenningurinn i
framlengingunni gerði þaö að verkum,
aö leikurinn verður minnisstæður —
þrátt fyrir allt. Eysteinn
Guðmundsson dæmdi leikinn yfirleitt
ágætlega.
Holland 5 4 1 0 24-2 9
Belgia 4 3 10 10-0 7
Noregur 5 2 0 3 9-14 4
tsland 0 0 0 « 2-29 0
Tveir leikiir eru eftir. Beigia og
Norcgur leika i Belgiu 31. október
— cn úrslitaleikurinn verður svo
milli Hollands og Belgiu i
Amsterdam hinn 18. nóvember.
Þorsteinn ólafsson, markvörður
Kefl vikinga, grípur knöttinn
öruggum höndum i leiknum I gær-
kvöldi. Aðrir leikmcnn á myndinni
eru frá vinstri Guðni Kjartansson,
Marteinn Geirsson, sem skoraði
sigurmark Fram i leiknum, lljört-
ur Zakariasson, GIsli Torfason, Er-
letulur Magnússon og Jón Péturs-
son. Ljósmynd Bjarnleifur.