Vísir - 13.09.1973, Page 13
Vísir. Fimmtudagur 13. september 1973
u □AG | Q KVÖLD | Q □AG |
AÐ ÞYÐA EINA MYND
— þýðandinn horfir á
hverja mynd a.m.k.
fjórum sinnum
„Það er afar misjafnt, hvað
langan tima það tekur að þýða
eina mynd fyrir sjónvarpið,”
sagði Kristmann Eiðsson I
viðtali við blaðið I gær.
Hann sagði okkur, að það gæti
tekið allt upp i 2 daga. Þetta fer
þannig fram, að fyrst er myndin
skoðuð og þýðandinn fær hand-
rit, það getur jafnvel verið
handrit leikstjórans með lýsing-
um á senum og svipbrigðum.
Þá fylgir einnig segulbands-
spóla, sem hlustar er á, þegar
heim er komið.
Byrjað er á að gera handritið
rétt, ef þess þarf. Stundum er
talið á segulbandinu svo óskýrt,
að það verður að marghlusta á
það.
Eftir þetta hefst fyrst sjálf
þýðingin, og er hún vélrituð upp
á sérstök textarúllublöð á þar
til gerða vél niðri i sjónvarpi.
Þetta gera þó ekki þýðendurnir
sjálfir.
Siðan er myndin skoðuð
tvisvar enn og textarnir sam-
ræmdir myndinni sjálfri. Ekki
má þetta vera of langt mál, þvi
að sumir lesa hægt eins og t.d.
sumt gamalt fólk Eins getur
verið, að nú komi i ljós eitthvað,
sem þýðandinn hefur ekki
komið auga á fyrr og mætti
Hérna sjáum við Kristmann Eiðsson stjórna hinni svokölluðu
textavél. .
betur fara. Er það þá lagað.
Prófarkalesarinn er auðvitað
lika búinn að fara yfir textann,
til þess að vita, hvort eitthvað sé
að.
Slðast er svo þýðandinn
viðstaddur útsendingu
myndarinnar Hann sendir út
textann með þvi að ýta á
hnapp, sem er tengdur svo-
kallaðri textavél. Þannig ræður
hann, hversu lengi textinn er á
skerminum hverju sinni.
-EVI.
Útvarpið í kvöld kl.
22,35: „Manstu
eftir þessu'
,ii
BALLOÐUR
,,Ég mun tala um ballöður og
rapsódiur, en ballöður voru
samdar við sagnakvæði og var
upphaflega dansað eftir þeim,
en það féll nú fljótlega niður,
sagði Guðmundur Jónsson
pianóleikari, sem sér um
þáttinn „Manstu eftir þessu.”
Meðal þess.sern við fáum að
heyra, eru fantasiur um
Greensleeves eftir Vaugham
Williams, og eins gerir Guð-
mundur ráð fyrir að taka
eitthvað af frönskum ballöðum,
t.d. ballöðu um Parisarkonur
eftir 15. aldar skáld, sem
Debussy samdi lag við. Ballöðu
eftir Chopin fáum við að heyra
og rapsódiu eftirBrahms i anda
þjóðlaga. Sennilega verða svo 1-
2 verk i viðbót flutt. -EVI.
13
*☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★.'
* **
C7 —
*
QLl
:í:
m
Tu
*
*2*
^ *
spa
Spáin gildir fyrir föstudaginn 14. september.
Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þú þarft að gera
þær ráðstafanir, að þú verðir ekki svikinn að
einhverju leyti um greiðslu fyrir eitthvað, sem
þú hefur tekið að þér.
Nautið, 21. april-21. mai. Ef til vill áttarðu þig
• ekki fyllilega á einhverjum breytingum, sem
orðið hafa á i kringum þig og snerta þig að
verulegu leyti.
Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það litur út fyrir,
að þú sért að ljúka einhverjum mikilvægum
áfanga og að þú megir vera fyllilega ánægður
með hvernig þér hefur tekizt.
Krabbinn,22. júni-23. júli. Þótt þú getir ef til vill
ekki látið þróun málanna i kringum þig afskipta-
lausa, er vissara fyrir þig að fara hægt i sak-
irnar.
I,jónið,24. júli-23. ágúst. Það er ekki óliklegt, að
einhverjar breytingar séu fram undan, sem geta
haft áhrif á þig og starf þitt, bæði beinlinis og
óbeinlinis.
Mcyjan,24. ágúst-23. sept. Það litur út fyrir, að
þú eigir skemmtilegan dag i vændum, jafnvel
svo, að hann verði þér minnisstæður lengi af
þeim sökum.
Vogin, 24. sept.-23. okt. Þú ættir ékki að fara að
öllum þeim ráðum, sem þér kunna að verða
gefin i dag, nema að vandlega athuguðu máli og
öllum aðstæðum.
I)rekinn,24. okt.-22. nóv. Þú ættir þegar að hefja
undirbúning að einhverju, sem þú helur tekið að
þér, það er ekki vist, að frestur til að ljúka þvi
verði langur.
Bogmaðurinn,23. nóv. -21. des. Vertu fljótur að
gripa gott tækifæri, en sannfærðu þig samt um
það áður, að það sé eins gott og það litur út íyrir
að vera.
Steingeitin, 22. des.-20. jan. Þú verður að kunna
hóf fljótfærni þinni, annars er eins vist, að þú
gerir einhverja skyssu, sem jainvel getur valdið
þér tjóni.
Vatnsbcrinn, 21. jan.-19. febr. Það litur út fyrir,
að fréttir, sem þér berast I dag, kunni að verða
dálitið óhagstæðar. Þær geta þó breytzt áður en
langt um liður.
Fiskarnir,20. febr.-20. marz. Góður dagur, jafn-
vel þótt nokkur seinagangur verði á hlutunum
framan af. Það er ekki útilokað, að þú fáir
skemmtilega heimsókn.
.■
S-É
Æ
¥
-Ú
★
★
-ft
¥
•3
★
-3
★
★
-3
¥
-3
¥
-3
★
-3
-k
■3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
¥
-3
„DREKINN"
Útvarpið í kvöld kl.
19,50: Leikritið
Þetta er frægt og mjög merki-
legt leikrit eftir rússneska
höfundurinn Evgeni Schwarz”,
sagði Stefán Baldursson hjá
leiklistardeild útvarpsins, en út-
varpið flytur I kvöld leikritið
„Drekinn” eftir Schwarz.
Höfundurinn skrifaði flest
leikrit sin á fyrri hluta þessarar
aldar. Hann skrifaði gjarnan i
ævintýralegum stil. Fyrir utan
„Drekann” eru einna þekktust
leikritið „Keisarinn klæða-
lausi”, sem styðst við ævintýri
H.C. Andersen, „Nýju fötin
keisarans” og „Snæ-
drottningin,” sem einnig er
skrifuð á sama hátt.
Leikurinn gerist i
ónafngreindu riki, þar sem
ógurlegur dreki ógnar ibúum
rikisins. Yfirmenn rikisins eru
handbendi drekans.
Nú kemur til sögunnar hug-
djarfur riddari, sem ákveður að
sigrast á drekanum. Gengur nú
á ýmsu.
Þrátt fyrir ævintýralega um-
gjörð, og að við fáum að heyra
kettii hunda og asna tala, þá
er þetta undir niðri skörp ádeila
á einræði.
Leikstjóri er Helgi Skúlason,
Róbert Arnfinnsson leikur drek-
ahn og Pétur Einarsson riddar-
ann.
Aður var þessu leikriti útv. i
april 1969.
-EVI.
ÚTVARP #
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Sumar-
friið” eftir Cesar Mar
Valdimar Lárusson les (9).
15.00 Miðdegistónleikar: Ru-
dolf Serkin og Sinfóniu-
hljómsveitin I Filadelfiu
leika Pianókonsert nr. 4 fyr-
ir vinstri hönd eftir Prokof-
jeff, Eugene Ormandy stj.
Filharmóniusveitin i Berlín
leikur „Vorblót”, ballett-
tónlist eftir Stravinsky;
Herbert von Karajan stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Popphornið
17.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál.Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.25 Landslag og leiðir.Sverr-
ir Pálsson skólastjóri á
Akureyri talar um Bárðar-
dal.
19.50 Leikrit: „Drekinn” eftir
Evgeni Schwarz. Þýðandi:
Ornólfur Arnason. (Aður
útv. I april 1969). Leikstjóri:
Helgi Skúlason. Persónur og
leikendur: Drekinn: Róbert
Arnfinnsson. Lancelot:
Pétur Einarsson. Karla-
magnús: Jón Aðils. Elsa:
Margrét Guðmundsdóttir.
Borgarstjórinn: Valur
Gislason. Hinrik: Arnar
Jónsson. Knötturinn: Borg-
ar Garðarsson. Asninn:
Valdemar Helgason. Garö-
yrkjumaðurinn: Karl Guð-
mundsson. Aörir leikendur:
Kjartan Ragnarsson,
Daniel Williamsson, Guð-
mundur Magnússon, Hall-
dór og Erlendur Svavars.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. EyjapistiII.
22.35 Manstu eftir þessu?Tón-
listarþáttur i umsjá Guð-
mundar Jónssonar pianó-
leikara.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Óskum eftir að taka á leigu
litla ibúð eða herb. sem fyrst. Simi 86066.
Halldór Jónsson hf.
Árbœjarhverfi
Ilúsnæði óskast fyrir tannlæknastofu. Til-
boð sendist Visi merkt ,,7130”.
Hðfum til sölu
eftirtaldar tegundir not-
aðra bifreiða á góðum kjörum:
Skoda 110 R Coupé árg. 1973.
Skoda 110 R Coupé árg. 1972.
Skoda 110 de luxe árg. 1972.
Skoda 110 de luxe árg. 1971.
Skoda 100 de luxe árg. 1971.
Skoda 100 de luxe árg. 1970.
Skoda 100 standard árg. 1971.
Skoda 100 standard árg. 1970.
Skoda Combi árg. 1970.
Vauxhall Viva árg. 1971.
Taunus 17m árg. 1970.
VW 1300 árg. 1972.
VW 1302 S árg. 1971.
Bifreiðarnar einnig fáanlegar með fast-
eignatryggðum skuldabréfum.
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUBBREKKU 44-6 S(MI 42600 KÚPAV0GI
☆ ★☆★ ; ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★ý