Vísir - 24.09.1973, Side 1

Vísir - 24.09.1973, Side 1
VÍSIR 63. árg. —Mánudagur 24. september 1973. —219. tbl. 70 trésmiðir í sjálfboðavinnu í nótt! Strax í nótt var byrjað aö skipuleggja vinnuflokka til þess að gera við skemmdirnar, sem urðu i óveðrinu. Trésmiðafélag Reykjavikur augiýsti eftir mönnum tii sjálfboðavinnu og snemma i morgun voru allt að 70 manns búnir að gefa sig fram og farnir að vinna viðs vegar um bæinn við viðgerðir. Mestar urðu skemmdirnar i Arbæjarhverfi og Breiöholti. Fauk mikið af spýtum, plönk- um, bárujárni og öðru og braut rúður. Einnig urðu töluverðar skemmdir á nokkrum Viðlaga- sjóðshúsum, sem voru i smið- um. Lögreglan skipulagði þessa neyðarhjálp og var reynt að láta ganga fyrir gluggaviðgerðir og annað i ibúðarhúsum, þar sem fólk var inni. Blaðið fékk þær upplýsingar á skrifstofu Tré- smiðafélags Reykjavikur i morgun, að mikið vantaði á, að nægilegur vinnukraftur hefði fengizt i þessar viðgerðir, og yrði haldið áfram að auglýsa eftir mönnum i allan dag. —ÞS SKKI JMH HVASST í 30 ÁRl Gert ráð fyrir hvassviðri eða stormi í dag, en öffu vœgari í nótt Vindhraðinn um 200 km á klst. þegar hvassast var í Rvík. Ekki hefur orðið svo hvasst i Reykjavik sem var i nótt siðan fyrir um það bil 30 árum. Það var á striðsárunum, og komst vindur þá upp i 108 hnúta. Þetta sögðu veðurfræðingar, þegar við röbbuðum við þá i morgun, en i nótt komst vindur alveg upp i 108 hnúta sem sam- svarar um 200 kflómetra hraða á klukkustund, en meðalvindur var 72 hnútar. Þetta jafngildir allt að 12 vindstigum, en ekki er mælt i stigum eftir að vindur fer i 64 hnúta. 1 hnútur samsvarar einni sjómilu eða 1850 metrum. Versta veðrið virtist vera um klukkan korter yfir eitt, og stóð það til klukkan tvö. Eftir það fór vindur að ganga niður. 1 dag er gert ráð fyrir hvassviðri eða stormi i Reykjavik, en ekki verð- ur eins hvasst og var i nótt. Vind- ur fer siðan smám saman að ganga niður. 10-12 hnútar voru viða á Vestur- landi, en vindur var hægari aust- an til. Veðurfræðingar sögðu, að erfitt væri að gera sér grein fyrir þvi, hvort versta veðrið hefði ver- ið á Reykjavikursvæðinu, þar sem hér væri alltaf og stöðugt fylgzt með mælum, en annars staðar væri litið á mælana sjaldn- ar, stundum aðeins á 3ja tima fresti. Ekki er gert ráð fyrir, að felli- bylurinn Ellen heimsæki fleiri landsmenn að sinni, en gert er ráð fyrir, að hann fari framhjá Aust- fjörðum, norður hafiö og svo vestur. Smám saman minnkar svo kraftur Ellenar. —EA Slit stjórn- mólasambands yfirvofandi Eftir ásiglingar Breta á laugardag er búizt við slitum á stjórnmálasambandi við Bretland. Sendiherrann ,,má” nú fara heim. Sjá leiöara á bls. 6 og myndir bls. 3. Víða var raf- magnslaust Háspennustaurar brotnuðu og selta á rafmagnslínunum Stöðugar truflanir urðu á raf- magni á öllu Suðvcsturlandi i nótt og var rafmagnslaust á stórum svæöum frám tii morguiis. Brotn- iiðu háspennustaurar, plötur fuku á rafmagnslinur, svo að þær slitn- uðu, og mikil sclta hefur sctzt á cinangrun á flestum rafmagns- linum á þcssu svæði. Þá uröu miklar truflanirá sima af völiliim veðursins og var cnn i inorgun sainbandslaust við nokkra staði, llcfur sfmalinum viða slcgið saman, cn ckki Var talið i morgun, að langan tfma myndi taka að gcra við það. Þá varð vatnslaust i Brciðholtshverfi i nótt. þar scm dælustööin stöðvað- ist vegna rafmagnslcysis. 1 morgun var unnið að þvi að kanna bilanir á rafmagnslínum á Suðvesturlandi, en mikiö salt fylgdi rigningunni i nótt, og hefur 'selta setzt á einangrun á mörgum rafmagnslinunum. Þá brotnuðu tveir turnar i Búrfellslinunni i nótt, og einnig brotnaði há- spennustaur á Arnarnesi og lagð- ist linan .þar niður. Varð allur Garðahreppur rafmagnslaus frá þvi klukkan 2 i nótt og til 9 i morgun af þessum sökum. Þá varð tvivegis rafmagnslaust i Reykjavik i nótt, og á stórum svæðum i Mosfellssveit var raf- magnslaust i alla nótt. Mjög erfitt var um vik viða við viðgeröirnar vegna óveðursins. A Suðurnesj- um var viöa rafmagnslaust fram til hálf niu i morgun. Þá urðu bilanir á rafmagnslinum austur i sveitum og var verið að kanna þær i morgun. Ekki er vitað enn, hversu mikið tjón hefur orðið af þessum sökum, en gera má ráð fyrir, að gifurleg vinna sé við viö- gerðir á rafmagnslinum og mannvirkjum vegna veðursins. —ÞS Veðurofsinn í nótt olli ýmsum spjöllum. Við Hávallagötu 15 rifnuðu þrjú tré upp með rótum. Eins og sjá má eru þetta engar smáhríslur enda komnar hátt á fertugsald- urinn. I vesturbænum og víðar urðu töluverð spjöll á trjám og öðrum gróðri. Steinunn gamla sðkk í Sand- gerði í nótt Margir bátar stórskemmdust I höfninni i Sandgerði i nótt. Einn bátur, Steinunn gamla, sökk i höfninni og sást ekki nema i masturstoppana á honum i morg- un. John Hili, lögregluþjónn I Sand- gerði sagði að ekki væri kunnugt um hvernig Steinunn gamla sökk. Mjög mikill sjógangur var i höfninni i Sandgeröi I nótt. og erfitt að eiga við bátana. -ÓH. w ¥ r w W NITJAN ARA PILTUR LEZT BÍLSLYSI Á ÓSH — bifreiðin fór niður snarbratta skriðu 19 ára gamall piltur af semfór út af Oshlíðarvegi Barðaströnd lézt í bílslysi ^ blindbeygju. aðfaranótt sunnudags- Pilturinn var ásamt tveimur . félogum sínum á leiö frá Bol- ln,; . , . .. ungarvik til Isafjarðar. Þegar Hann var farþegi 1 bll/ bfllinn kom i blindbeygjuna á ILÍÐARVI óshliöarveginum, fór hann út af. Hann valt niöur 60 til 70 metra langa snarbratta grjót- skriöu og niður I flæðarmál. Pilturinn sem lézt, kastaðist út úr bilnum á miöri leið niður skriðuna. Félagar hans tveir siösuðust litillega. Þeim tókst EGI aö komast upp á veginn aftur og tilkynna slysið til lögreglunn- ar á Isafiröi. Hliðin, þar sem billinn fór út af, er mjög brött, og gekk piltunum erfiölega að kiifra upp hana. Þeir gátu til- kynnt frá Hnifsdal um slysið. —ÓH MYNDIR OG FRÉTTIR AF ÓVEÐRINU-BLS. 2, 3 OG 24

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.