Vísir - 24.10.1973, Síða 7

Vísir - 24.10.1973, Síða 7
Vlsir. Miðvikudagur 24. október 1973. 7 cTVIenningannál Elísabet Gunnarsdóttir skrifar um myndlist: Kvika líðandi stundar Eins og oft á þessum tima árs er nú mikið um myndlistarsýningar i bænum. Hér verða tvær þeirra gerðar að um- talsefni, sýning Hrings Jóhannessonar i Nor- ræna húsinu og sýning Tryggva ólafssonar i Galleri Súm. Norræna húsið hefur því miður tekið upp þá stefnu að láta sýningar standa mjög stutt yfir, svo sýningu Hrings er nú að ljúka, en hún var opnuð hinn 13. þ.m. Á þessari sýningu eru 67 verk, teikningar og málverk, og geldur sýningin þess nokkuð, hversu misjafnar myndirnar eru. Heildarsvipurinn væri sterkari, ef nokkrar myndir hefðu verið teknar burtu. Annars eru það hinir sterku litir og hin mikla birta i myndunum, sem fyrst vekur athygli á sýning- unni. Hringur notar mikið sterka, hreina liti til að einfalda mynd- efnið og fá þannig aðalatriðin bet- ur fram. Eins og á siðustu sýningu eru myndirnar figúrativ- ar og raunsæjar, þótt á óvenju- legan hátt sé. Hann afmarkar oft eitt atriði sjónviddar okkar til að vekja á þvi athygli, eða þá að hann horfir á fyrirmyndina frá óvenjulegu sjónarhorni i sama tilgangi. Með þessari aðferð bein- ist athygli okkar að þeim hlutum, sem við umgöngumst daglega, en erum löngu hætt að sjá. Með þvi að sýna okkur umhverfið á þenn- an framandi hátt reynir hann að opna augu okkar fyrir þvi, sem er i kringum okkur. hinn eðlilegi spegill jarðarinnar. Erill og tækni nútima þjóðfélags hafa rofið þau tengsl, sem áður riktu milli manns og náttúru. Hringur notar oft speglun i myndum sinum . Bæði er hún skemmtilegt tæknivandamál i myndlist, og eins notar hann hinar tvær gerðir spegla, þann náttúrlega og hinn manngerða, sem tákn um andstæður. Lands- lag speglast i tæru vatni, slikt má enn sjá, ef við gefum okkur tima til þess. En ef við litum út um gluggann, tökum við ekki eftir fjöllunum, fyrr en við sjáum endurkast þeirra i speglinum, sem við höfum sjálf gert og sett á vegginn hjá okkur. t öðrum myndum sýnir Hringur ei aðeins skeytingarleysi okkar gagnvart umhverfinu, heldur einnig áhrif mannsins á það. Þetta gerir hann á mjög einfaldan hátt, eins og með myndinni af bflförum i nýfallinni mjöll. Hann notar einmitt oft bflinn i þessum myndum. Við erum orðin bilnum svo vön, köllum hann „þarfasta þjóninn” við hátiðleg tækifæri. Vald hans yfir okkur er það sterkt, að við leiðum aldrei hug- ann að þessum þjóni okkar og áhrifum hans fyrr en hann bilar eða bensinstybban ætlar að drepa okkur. Akvegir eru jafnvel orðnir að eðlilegu landslagi i okkar aug- um. Þennan sljóleika dregur Hringur fram i myndinni af blind- hæðinni, þar sem vegurinn og akstursstefnumerkið rjúfa hið eðlilega samhengi náttúrunnar. A hæðarbrúninni ber tvær andstæð- ur við himin, vöruflutningabifreið og skýhnoðra. Þótt Hringur taki viðfangsefni sem þessi fyrir i mörgum mynda sinna, er mikil birta og jafnvel bjartsýni yfir sýningu hans. Þessi bjartsýni á þó ekkert skylt við Tryggvi ólafsson: striösmynd. Getur nokkur sagt að Viet Nam komi okkur ekki við? ekki lengur timi til að njóta fegurðar lindarinnar. Það er ekki hægt að stöðva bilinn til að sjá, hvernig himinninn speglast i lygnum fletinum. tslendingar á leið norður i land gætu það, ef þeir nenntu, en hermaður i Viet Nam er dauður, ef hann reynir að gefa sig slikri rómantik á vald. Nokkurrar svartsýni gætir i þessum myndum Tryggva, t.d. „Fimm minútur yfir ellefu”. Þar geisar bardaginn enn, þó sú stund, þegar enn var hægt að hætta, sé liðin hjá. Við hlið her- mannsins setur Tryggvi upp skvisumynd. Hún stendur skæl- brosandi á bikinbaðfötum i lauf- þykkni ferðamannaskógarins. Að visu þarf hún ekki að berjast gegn ginandi fallbyssukjöftum, en hún er samt jafn varnarlaus og her- maðurinn. Bæði eru þau tæki, annað ihernaði, hitt i söluherferð. Hvorugt skilur það samband, sem er á milli starfa þeirra, en á veggnum á móti blasir við mynd af fjörugu partýi, þar sem matur er borinn á borð fyrir hóp striðal- ins, hlæjandi fólks. Það reynir að láta sem striðið sé óralangt i burtu, en græðir bæði á þvi að skvisubissnessnum, a. m.k. enn sem komið er, og það eina, sem það getur gert, er að éta, drekka og reyna að vera glatt, þar til yfir lýkur. Louis og napalm- maðurinn Andstæðan við þessa skugga- legu heimssýn Tryggva birtist i mynd hans af Louis Amstrong, sem skellihlær þrátt fyrir allar hörmungar heimsins. Þarna tefl- ir Tryggvi fram lifsgleðinni. Þetta er ekki stirðnað bros ljós myndafyrirsætunnar eða hrossa- hlátur þess, sem reynir að leyna þvi að jörðin brennur, heldur tákn hins óslökkvandi lifsvilja, sem ekkert fær drepið og enginn getur keypt, en einn er fær um að bjarga okkur út úr þeim ógöng- um, sem við erum komin i. Ekið hjá eftir Hring Jóhannesson: náttúran I spegli tækninnar. Maður og náttúra 1 mörgum myndanna teflir Hringur saman manninum — eða öllu heldur manngerðum hlútum — og náttúrunni. Stundum eru tengsl mannsins við náttúruna hrein, eins og minningin um að stiga berfættur út i kalt, vatn. Þar er maðurinn hluti af eðlilegri heild. Oftar stillir hann þó upp þessu tvennu sem afmörkuðum andstæðum, t.d. Imyndinni „Ekið hjá”. Þegar fólk geysist um jörð- ina I farartækjum nútimans, verður þvi oftar litið I þann tækni- lega fullkomna spegil, sem það hefur gert sér, en i lindina, sem það þýtur hjá, lindina, sem er glaðklakkaskap, heldur sprettur af vissu þess manns, sem veit, hvað hann er að gera og sýnir hlutina umbúðalaust eins og þeir eru. . Maður og þjóðfélag Sýning Tryggva Olafssonar í Galleri Súm er smærri i sniðum en sýning Hrings, en hefur mun hnitmiðaðri heildarsvip. Tryggvi sýnir þarna 24 málverk, sem kunna að virðast nokkuð yfir- borðskennd við fyrstu sýn vegna þeirrar tækni, sem hann notar, en eru mjög öguð i einfaldleika sin- um, þegar betur er að gáð. Tryggvi notar mjög aðferðir fréttablaða og auglýsinga við framsetningu hugmynda sinna, enda tekur hann viðfangsefni sin úr kviku liðandi stundar. Þar sem Hringur fjallar um samband manns og náttúru, tekur Tryggvi fyrir mannleg samskipti og það þjóðfélag, sem við búum við i dag. Fyrirmyndir hans eru ekki staðbundnar frekar en vandamál nútimans, og augnabliksmyndir sem hann bregður upp, hafa viðtækari þýðingu en þann tima, sem þær gerast á. Nútima tækni hefur gert það að verkum að enginn atburður hefur lengur staðbundin áhrif. Ahrifin eru að visu mismunandi lang- dræg, en enginn getur lengur sagt, að honum komi ekki við strið hinum megin á hnettinum. Styrjöldin i Víet Nam og i löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa áhrif á líf fólks norður á fs- landi. Málari, sem vill taka sam- félagslega afstöðu, getur ekki lát- ið sem atburðir sem þessir hafi aldrei gerzt. Nokkrar myndir Tryggva eru af frumskógarhern- aði, —hvaða skógur það er skiptir engu máli. Þarna njóta „heilög mannréttindi” ekki mikillar virð- ingar, en hermaðurinn, sem brýzt áfram um skóginn, er afkasta- mikil og sérhæfð morðvél. Hér er Mér finnst sú sigurvissa, sem Tryggvi setur þarna fram, vera sterkari i honum en svartsýnin. Hann bendir á, að við getum ekki lokað augunum fyrir þeim hætt- um, sem að okkur steðja að við verðum að takast á við þær og trú hans á, að mannkyninu muni tak- ast þetta, sést jafnvel á mynd hans af fórnarlambi napalm- sprengjunnar. Napalmmaðurinn er enn ekki dauður, þrátt fyrir þær ógnir, sem hann hefur orðið að þola. Og úr þvi að hann gefst ekki upp, hvers vegna ættum við þá að gera það? SOLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, sími 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. ^Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.