Vísir - 27.10.1973, Side 3
Visir. Laugardagur 27. október 1973
3
Fjallkirkjan komin í þýðingu Gunnars sjólfs:
VINNUR STÖÐUGT AÐ
ÞÝÐINGUM CIGIN VCRKA
„Markmiö bókanna er alls ekki
sjálfsævisaga," sagði Gunnar
skáld Gunnarsson á blaöamanna-
fundi i gærdag hjá Aimenna bóka
félaginu og hafnaði því brosandi,
að Uggi, höfuöpersóna Fjallkirkj-
unnar, væri hann sjáifur. Hins
vegar kvað Gunnar margt likt
með Ugga og sér, en markmið
bókarinnar væri að sýna lifið eins
og það vaná þessum tima.
Gunnar Gunnarsson hefur
undanfarin ar setið við allóvenju-
leg störf, þýðingar á eigin bókum
úr dönsku yfir á móðurmálið. A1
menna bókafélagið hefur siðan
gefið út. „Hér er frumútgáfa bók-
anna að þvi rr.arki, að við fáum
þetta höfuðverk Gunnars i hans
eigin gerð, hans endanlegu
gerð,” sagði Baldvin Tryggvason
framkvæmdastjóri AB i gærdag á
blaðamannafundinum.
Nú eru komin út 7 bindi af lik-
lega 20-25 bindum, sem koma
eiga út i ritsafni Gunnars
Gunnarssonar, fjögur hafa komið
út á árinu fyrst Saga Borgar-
ættarinnar, en i gær komu á
markaðinn Fjallkirkjan i 3 bind-
um, hið glæsilegasta verk, og
ekki var vanþörf á þvi, þvi verk
Gunnars i eldri útgáfum eru með
öllu ófáanleg.
Gunnar kvaðst einkum hafa
stytt tvö siðari bindi sögunnar, og
kvað hann það ekki hafa verið
ýkja erfitt að vinza úr henni.
Um þessar mundir vinnur
Gunnar að þýðingu á Sælir eru
einfaldir, en annars liggur allt of
mikið ógert, sagði Gunnar, sem
hóf þýðinguna kvöld eitt, og á
Nú reynir ó söfnuðinn
„Flestir kórfélagar fagna
þessari nýbreytni, þó þeir eldri
hefðu ef til vill viljað halda
áfram eins og áður. En með þessu
móti hafa bætzt við 10-15 nýir kór-
félagar,” sagði Jón Stefánsson
organisti i Langholtskirkju,
þegar við ræddum við hann, en
nýbreytni hefur nú verið tekin
upp i kórsöng þar i kirkjunni.
Fyrir stuttu skrifuðum við frétt
um kirkjukóra og hversu erfitt
væri að fá nýja félaga i kórana.
Jón skrifaði einmitt grein um það
i blað organista.
Kórsöngnum er breytt á þann
hátt, að i stað alls kórsins munu 5-
6kórfélagar mæta i messu hverju
sinni. Munu þeir leiða
almennan safnaðarsöng, en allur
söngur verður einraddaður.
Gert er ráð fyrir þvi, að allur
söfnuðurinn taki nú þátt i
söngnum, og til þess að auðvelda
það verða sálmalögin lækkuð og
tóni og textum dreift með nótum
til kirkjugesta.
Jón sagði, að kór kirkjunnar
kæmi nú til með að syngja við
guðsþjónustu einu sinni i mánuði
og við hátiðarguðsþjónustur.
Verða þá flutt einhver valin
kirkjutónverk. Hann sagði, að
gaman væri að reyna i fram-
tiðinni að halda konserta i kirkj
unni, þar sem gestir gætu komið
ókeypis inn, og væri þá hægt að
hafa konserta á þeim verkum,
sem kórinn hefði sungið áður.
Kórinn mun einnig koma fram
á öðrum samkomum safnaðarins,
og það má geta þess, að enn er
hægt að bæta við röddumk sér-
staklega i tenór og bassa.
Sem dæmi um erfiðleika hjá
ýmsum kórum nefndi Jón, að einn
kirkjukór hefði auglýst i tvo
mánuði eftir fólki, en fyrir viku
hafði aðeins ein umsókn borizt.
EA
sama tíma og þýðingin hófst reið
jarðskjálftinn i mikli yfir landið.
Talsvert af ýmiss konar efni
eftir skáldið liggur enn óprentað
m.a. leikrit sem Gunnar kvaðst
hafa gefið Andrési bormar á sin-
um tima, og bókar um tsland.
sem er á dönsku. Fyrsta bók
Gunnars, Vorljóð, kom út fyrir
67árum i Danmörku, svosjámá,
aðferillhans erlangurog
góbur. -JBP-
Norskir stuðla
að endurreisn
bókasafnsins
í Eyjum
Norðmenn ætla enn að styðja
við Eyjaskeggja i endurreisn
Vestmannaeyja og hafa nú
hugsað sér að stuðla að endur-
reisn bókasafnsins þar.
Fremstur i flokki þar er
tslandsvinurinn K.M.Havig i
vinabæ Selfoss i Noregi Arendal.
Meiningin er að stuðla að sölu
bókar Guðmundar Danielssonar,
Sonur minn Sinfjötli, og renna
15% af hverju eintaki, sem selt
verður, til uppbyggingar bóka-
safnsins i Eyjum.
„Ég hitti rithöfundinn
Guðmund Danielsson, þegar ég
heimsótti vinabæ Arendal,
Selfoss, á siðasta ári”, segir K.M.
Havig i viðtali i norsku blaði. „Nú
hefur Danielsson beðið mig um að
vera svo vinsamlegan að styðja
að þvi, að bók hans fái góða sölu i
Sörlandsfylki. Bókin hefur verið
þýdd á norska tungu, og 15% af
sölunni fyrir hvert eintak renna
til bókasafnsins i Eyjum”.
K.M.Havig mælir siðan með
þessari bók, sem segir meðal
annars frá mörgum þekktum
persónum. Hann leggur siðan til,
að bókasafnið i Arendal fái sin
eintök af bókinni i safnið, og
1 stingur upp á þvi, að haldin verði
Islandssýning að þvi tilefni.
—EA
Þau fyrstu í
fiskvinnsluna
eftir gosið!
Þeir láta ekki að sér hæða i
Eyjum. Bæjarlifið lifnar þar
stöðugt við, og þeir eru jafnvel
farnir að skera fisk i frysti-
húsunum. Reyndar hefur ekki
nema ein fiskvinnslustöð hafið
starfscmi sina á ný, cn það er
Vinnslustöðin, sem er eitt af
stærstu frystihúsum landsins.
Nú hefur verið unnið i
Vinnslustöðinni í þrjá daga, en
þá lönduðu þrir bátar fiski. Lík-
lega hefur fæsta grunað, að fisk-
vinnslan kæmi til með að hefjast
svo fljótt eftir gosið, en ekki er
ráð nema i tima sé tekið, og þau
á myndinni eru ein af þeiin
fyrstu, sem brjóta isinn i
Eyjum. -EA
◄