Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 4
4
Vísir. Laugardagur 27. október 1973
Auglýsing
um umferð í Hafnahreppi
í Gullbringusýslu
Hér meö er ákveðið, að frá og með 1. nóv. 1973 nýtur um-
ferö um Hafnaveg að nýju forgangsréttar fyrir umferð um
Stapafellsveg, þar sem vegir þessir skerast i Hafna-
hreppi.
Meö auglýsingu þessari eru úr gildi felld ákvæði auglýs-
ingar um umferð i Hafnahreppi frá 8. júni, 1972.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli.
Sýslumaðurinn 1 Gullbringu-
og Kjósarsýslu 17. okt. 1973.
Einar Ingimundarson.
Piltar — Stúlkur
Vantar duglega aðstoðarmanneskju
hálfan daginn eftir hádegi á skóladag-
heimili i Heiðargerði. Ágætt fyrir skóla-
fólk. Nánari uppl. i simum 33805 og 72984.
Rösk stúlka óskast
við afgreiðslu annað hvert kvöld frá kl.
6-12.30. Uppl. á staðnum, Laugavegi 86,
milli kl. 4 og 6.
Sendill óskast
2 klst. á dag, eftir hádegi. Ekki yngri en 14
ára. Upplýsingar á skrifstofunni.
Raunvisindastofnun Háskólans,
Dunhaga 3.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 14., 16. og 17. tbl. Lögbirtingablaös 1973 á
hluta IGarðsenda 9, þingl. eign Snjáfriðar M. Arnadóttur
fer fram eftir kröfu Kjartans R. ólafssonar hrl. o. fl. á
eigninni sjálfri, miðvikudag 31. október 1973 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 35., 38. og 41. tölublaöi Lögbirtinga-
blaðsins 1973 á eigninni Hraunkambi 5, Hafnarfirði, neðri
hæð, talin eign Ilafsteins Guömundssonar, fer fram eftir
kröfu Innheimtu Hafnarfjarðarbæjar, Iðnaðarbanka Is-
lands h/f og Ara tsberg hdl, á eigninni sjálfri þriðju-
daginn 30. október 1973 kl. 4.15 e.h.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 75., 77. og 78. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1972 á eigninni Faxatúni 25, Garðahreppi, þing-
lesin eign Magnúsar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Veð-
deildar Landsbanka tslands, Barða Friörikssonar hrl.,
sveitarsjóös Garöahrepps, Einars Viðar hrl. og Sveins H.
Valdimarssonar hrl.,á eigninni sjálfri miövikudaginn 31.
október 1973 kl. 1.45 e.h.
Syslumaöurinn I Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 47., 49. og 51. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1972 á eigninni Markarflöt 47, Garðahreppi, þing-
lesin eign Helga Þ. Jónssonar, fer fram eftir kröfu
sveitarsjóðs Garðahrepps, Jóns Arasonar hdl. og
Iðnaðarbanka tslands h /f á eigninni sjálfri miðvikudag-
inn 31. október 1973 kl. 2.30 e.h.
Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Hlustað á „leikrit" Ragnheiðar:
Er fölsun
hugsanleg?
Brynjólfur Sveinsson Skál-
holtsbiskup, Ragnheiður dóttir
hans, Daði Halldórsson prestur,
Valgerður veizlukerling, madd-
ama Helga Magnúsdóttir i
Bræðratungu, skólameistarinn i
Skálholti og margar fleiri löngu
liðnar persónur — þetta er hlut-
verkaskráin i þvi langa miðils-
tali.sem blaðamaður Vísis fékk
nasaþef af á heimili Stefáns
Eirikssonar á Akureyri á
fimmtudaginn var.
Það er vist frægt orðið, að
Guðrún Sigurðardóttir, miðill á
Akureyri, hefur bunað upp úr
sér miklu leikriti á segulbönd,
og samanstendur allt það efni af
samtölum og viðburðum, sem
eiga að hafa átt sér stað i
Skálholti i tið Ragnheiðar,
Brynjólfs og Daða.
Upp úr segulbandstalinu hef-
ur nú verið skrifuð bók i tveimur
bindum, og kemur það fyrra út i
næstu viku. Stefán Eiriksson,
kaupmaður nyrðra, skrifaði
bókina, og hann leyfði undirrit-
uðum að hlusta á stöku kafla,
valda af handahófi af nokkrum
hinna mörgu segulbandsspóla.
Engar spurningar —
ekkert má birta af
böndunum
Stefán tók það strax fram, að
hann vildi ekki, að stafkrókur
yrði hafður eftir dána fólkinu,
sem af spólunum talaði. Hann
neitaði lika að svara frekari
spurningum varðandi vinnu-
brögð eða efni bókar sinnar.
Reyndar hefur Stefán þegar
svarað ýmsu þvi, sem Visir hef-
ur spurt hann um, en hann seg-
ist vera hvekktur orðinn á
blaðaskrifunum og vill nú ekk-
ert segja — ekkert opinberlega,
og ætlar að biða útkomu bókar-
innar.
,,En”, segir Stefán, ,,þá er
mönnum frjálst að spyrja á
grundvelli þess, sem þeir hafa
lesið i bókinni. Af lesmáli henn-
ar hljóta menn að draga ýmsar
ályktanir, fá skoðanir og
spurningar vakna”.
Undirrituðum blaðamanni er
það ekki launung, að hann er
vantrúaður á, að dánir tali
gegnum lifandi manneskju, sem
hefur „andlega hæfileika”, eins
og það er orðað.
Og satt að segja fer þvi fjarri,
að sannfæring sé nú til staðar,
þótt „leikritið” á segulböndun-
um sé langt, nákvæmt, eflaust
sögulega rétt með allt farið og
flutningur miðilsins sérkenni-
legur.
Það er ekki rétt, að miðillinn
tali með röddum þeirra, sem
koma „gegnum” hana. Miðill-
inn breytir raddhljómi sinum
Stefán Eiríksson.
eftir þvi hver talar. Brynj-
ölfur biskup er t.d. mjög
ábúðarmikill. Hann hvessir
mjög röddina (miðillinn), þegar
hann talar við heimilisfólk sitt i
Skálholti, er einna likastur ólafi
Jóhannessyni i útvarpi. Rómur
Ragnheiðar er hins vegar blið-
ur, hár, mjór og geðþekkur, og
orðavalið einkar vandað og sett-
legt. Valgerður veizlukerling er
mæðuleg mjög, samt sem áður
uppfull af dramatik, furðu
höföingjadjörf, þegar hún ræðir
viö biskupinn, (skammar hann
raunar og átelur fyrir fram-
komu i garð dóttur hans, Ragn-
heiðar, og henni var á einum
stað, sem blaðamaðurinn fékk
aö hlýða á hana, tiðrætt um elli
sina og lasleika, minnti soldið á
Grasa-Guddu).
Nákvæmni — lang-
dregni
Eins og fram hefur komið, þá
samanstendur tal miðilsins af
mörgum senum, atburðir eru
tengdir saman með rödd sögu-
mannsins. Þegar miðillinn túlk-
ar sögumanninn, skólameistar-
ann i Skálholti, talar hún blátt
áfram og með óbreyttri rödd
sinni. Rétt eins og framhalds-
leikrit i hljóðvarpi.
Þessi samantengdu atriði eru
fjölmörg og viðburðir næsta litl-
ir, hins vegar eru dagsetningar,
veðurfar, og jafnvel húsaskip-
an, vandlega tiunduð — og hlýt-
ur sá þáttur upptökunnar að
gleðja sagnfræðinga.
Er fölsun möguleg?
Er hugsanlegt, að miðillinn
buni öllum þessum löngu, fjálgu
og mærðarfullu samræðum upp
úr sér? Getur það verið, að hún
læri hlutverkin utan að fyrir
fram, og tali siðan i belg og biðu
inn á bandið.
Það er erfitt að imynda sér
það. Og það hlýtur að viður-
kennast, að það hljóta að vera
merkilegir hlutir, sem fram
fara i höfði miðilsins, Guðrúnar
Sigurðardóttur.
Stefán Eiriksson benti á, að
þeir sem afneituðu þvi, að
framliðnir töluðu þannig gegn-
um miðilinn, þeir sem trúðu að
um fals af hans hálfu og fleiri,
væri að ræða, þeir yrðu nú að
færa rök að skoðunum sinum.
Ég tek undir það—en þá vakna
hinar alvarlegu spurningar,
sem Stefán svarar ekki — og
getur sennilega ekki svarað,
frekar en aðrir lifandi menn,
þótt hann hafi sinar skoðanir og
sterku sannfæringu: Til hvers
er Ragnheiður og það fólk að
koma nú fram á sjónarsvið lif-
andi Islendinga með sin löngu
liðnu og flestum gleymdu einka-
mál?
Er hún að friðþægja fyrir
meinsærið? Ef svo er, hvernig
getur hún öðlazt lausn frá sálar-
kvölum sinum með þvi að hella
þeim út yfir landslýð anno 1973?
Kemur hún opinberlega fram
I bók vegna þess að hún
vill koma hreinskilnislega
fram gagnvart söguskilningi og
vitund islenzkrar þjóðar? Hvað
kemur henni þá við sú þjóð, sem
lifir hér nú? Eru ekki liðin 310
ár?
Ef þetta eru framliðnir
— hverjir þá?
Þannig má vist spyrja i það
endalausa — og einhver spyr:
Ef þetta er framliðið fólk, loft-
andar, hvernig getur miðillinn
og aðrir vitað, hvort það er
„rétta” fólkið, sem talar i'gegn-
um hann? Getur ekki verið, að
glettnir draugar séu að gera
grin?
En svona má vist ekki tala.
Ekki hér á Islandi, þar sem
spiritisminn á sér svo marga
áhangendur, áhangendur sem
tala ekki um andatrú sina i létt-
um tóni.
Stefán Eiriksson segir að
segulbandsupptaka hans sé
einsdæmi i veröldinni. Hann
segir, að hún sé sönnunargagn
— að nú sé varla hægt að efast
lengur um tilvist annarra
tilveruplana. Og eitt er vist, nú
er ástæða til rannsókna.
— GG.
mmmmmmmmmmmmmmá
CKKIISMOLA I
BRCZKA TOGARA
— norskir verka
menn studdu
íslendinga
Verkamenn I fiskiðnaði i
Tromsö i Noregi hafa neitað að
skipa út is i enska togara, að þvi
er dagblaðið „Bladet Tromsö”
skýrði frá i frétt þann 6. október
s.l.
Þetta bann gegn þeim brezku
á að vera i gildi þar til Bretar
hafa viðurkennt 50 milna land-
heigi Islands með þvi að veiða
ekki innan hennar, segir blað-
ið.
Hingað til hafa einir þrir aðil-
ar i Tromsö selt brezkum is.
Haldinn var allsherjarfundur i
verkamannafélagi i Tromsö,
þar sem samþykkt var að lýsa
yfir stuðningi við baráttu Is-
lendinga, baráttu smárikis gegn
stórveldi, sem skirrist ekki við
að nota herskip til að ná fram
vilja sinum, segir norska blaðið.
Benda verkamennirnir i
Tromsö á, að vel geti svo farið,
að Norðmenn lendi i sömu að-
stöðu og íslendingar þann dag,
sem Norðmenn færa út sina
landhelgi. Þess vegna, segir
blaðið, er barátta íslendinga
einnig okkar barátta. Þess
vegna styðjum við baráttu Is-
lendinga fyrir tilveru sinni — og
sem stuðningsvott, neita verka-
mennirnir að skipa is út i brezka
togara. Mottó okkar skal vera:
Ekki ismola i brezkan togara
fyrr en Islendingar hafa sigraö i
striði sinu! — GG