Vísir - 27.10.1973, Page 7

Vísir - 27.10.1973, Page 7
Visir. Laugardagur 27. október 1973 7 Borðaðu fyrir framan spegil! Þú þarft ekki að reikna út hitaeiningar i hverri matartegund, sem þú kemst i tæri við. Þú þarft ekki að fylgja neinum sérstök- um megrunarkúr. Hins vegar færðu tækifæri til þess að reyna örlitið á sjálfan þig, og þér er gefinn kostur á að fá fallegri likama og ef til vill betri heilsu. Ameriski læknirinn og sálfræðingurinn Frank J. Bruno, hefur unnið að nýrri aðferð til megrunar, sem hann hefur reynt á sjálfum sér. Hún gafst honum vel. Hvað getur þetta verið? Jú, hér er um að ræða mörg smá- atriði, sem hver og einn verður aö gera sjálfur. öll miða þau að þvi, að viðkomandi læri smátt og smátt að standast freisting- ar. Margir hverjir veigra sér við að fara í megrun vegna hinna mörgu reglna, sem fara verður eftir. Oft innihalda þeir megrunar- kúrar, sem upp eru gefnir, ákaflega dýrar fæðutegundir, og matreiðsla þeirra er oft flók- in og timafrek. Það gerir það lika að verkum, að sumt fólk, vill sem minnst vita af kúrun- um. Sálfræðilegar æfingar. Ef maður vill hætta slæmum ávana, þá er ágætt að verða sér þess vel meðvitandi, hver ávaninn er. Tökum sem dæmi stúlku, sem vinnur við vélritun. Hún skrifar gjarnan ,,go” i staðinn fyrir ,,og”. Bruno leggur til, að sú stúlka skrifi sömu vitleysuna, ,,go”, aftur og aftur. Hún á að æfa hana i fimm minútur þrisvar sinnum á dag i eina viku. A eftir finnur hún, að það er næstum ómögulegt að gera vitleysuna ómeðvitað. Hún er orðin sér svo vel meðvitandi um vitleysuna, að hún gerir hana ekki lengur. Nokkurn veginn þaö sama gildir um yfirvigtina. Borðaðu fyrir framan spegil Gerðu æfinguna á meðan þú ert eirí eða einn. Spegilinn set- urðuupp á matarboröið, þannig að þú sjáir þig vel. Borðaðu matinn fyrir framan spegilinn, og gerðu nákvæmlega eins og venjulega. Horfðu siöan á þig, meðan þú boröar. Taktu eftir öllum smá- atriðum. Borðarðu með munn- inn mikið opinn eða litið opinn? Tekurðu stóra eöa litla bita? Hvernig eru kinnar þinar á meðan þú borðar? Hvernig er undirhakan? Þú getur átt það á hættu, að þú hættir við mál- tiðina ef þú gerir þetta einu sinni. Eftirfarandi eru orð nokkurra sjúklinga, sem Bruno hefur haft með að gera: ,,Ég sá margfalda undirhöku mina i speglinum og hvernig ég leit út, þegar ég tuggði. Mér varð illt, og ég hætti við máltið- ina.” ,,Ég tók mjög stóra bita, ég skóflaði hreinlega i mig matn- um. Ég byrjaði að boröa hægar og setja minni bita upp i mig. Satt að segja varð mér ákaflega illa við, þegar ég sá sjálfa mig i speglinum. En eftir að ég borð- aði hægar, varð ég miklu fyrr södd.” Þú þarft ekki að reikna út kaloríur í fœðutegundum. Þú þarft ekki að fara eftir neinum sérstökum reglum. Hér eru aðeins nokkur súlfrœðileg atriði sem geta vanið þig af slœmum matarvenjum! Blundaðu— og borðaðu Æfingin gengur út á það að láta þig finna, hvernig maturinn er og hvernig hann smakkast. Og aö sýna, að það er útlit hans, sem lokkar mest, ekki sjálft bragðið. Lokaðu augunum, þegar þú byrjar að boröa, það er sama hvað þaö er. Borðaðu alla mál- tiöina með lokuð augu. Reyndu að taka vel eftir öllu, meðan á þessu stendur, og skrifaðu siðan niður á eftir, hvað þú hugsaðir. Einn skrifaði: ,,Ég borðaði súkkulaðibuff með kexbotni. Ég sá ekki litinn, en ég fann, að buffiö var lint og dálitið klistr- að. Kexið festist 1 tönnunum. A eftir var beiskt bragð i munnin- um á mér, og ég veit ekki, hvort mér hefði fundizt þetta gott, ef ég heföi aldrei séð súkkulaðibuff áður.” Borðaðu tvisvar sinnum hægar og not- aðu klukkuna. Taktu timann einhverju sinni og sjáðu, hvað þú ert yfirleitt lengi að borða eina máltiö. Reyndu siðan að breyta til og notaðu tvisvar sinnum lengri tima til þess að borða. Þú verður miklu fyrr mettari, og þú finnur betur, hvaða bragð er raunverulega að matnum, sem þú ert að borða. Eitt af mestu vandamálunum eru aukabitarnir á milli mála. Hér er æfing, sem ætti að geta hjálpað eitthvað til. í næsta skipti, sem þig langar til að borða eitthvað á milli mála, svo sem súkkulaðibita eða annað, taktu þá fram klukk- una og hugsaöu með þér, að þú biðir i 5 minútur með að byrja að borða. Þú getur jafnvel látið klukkuna hringja. Smátt og smátt geturðu lengt þennan tima. Þú hefur lært að biða i 5 minútur, og áður en var- ir geturðu beöið i 10, 15, 30 minúturog jafnvel miklu lengur eftir að fá eitthvaö að borða. Hugsaðu um allt það, sem þú getur gert við eina tertu. Nú færðu tækifæri til þess að lita á matinn til einhvers annars en að borða hann. Settu tertu, sem þig langar I bita af, fyrir framan þig. Það er einnig nauð- synlegt að geta litiö þannig á fæðuna, að hún sé til einhvers annars nýt en að borða hana. Horfðu nú á tertuna, hugsaðu um hana, en boröaöu hana ekki. Notaðu hugmyndaflugið til þess að sjá út, hvaö hægt væri að gera annað viö tertuna en borða hana. Siðan ákveður þú það sjálf eða sjálfur, hvort þig lang- ar til þess að borða hana að þessu loknu. Þvingaðu þig ekki til þess að standast freistinguna, en vittu, hvort löngunin hefur ekki minnkað mikið. Bakaðu köku og gefðu hana Bakaðu uppáhaldstertuna þina og vandaðu hana sem bezt þú getur. Gefðu siðan vini þin- um eða nágranna tertuna. Það er mikilvægt, að þú horfir á tertuna, finnir góða lyktina af henni og kunnir að meta hana, án þess að borða hana. Og ekki hugsa á þá leið, að þú getir feng- ið þér aðeins „agnarlitinn bita” og siöan geturðu gefið hana. Þá hefurðu tapað. Meiningin er, að þú'Tátir hana heila frá þér. Horfðu þig mettan. Gerðu æfinguna, þegar þú ert einn eða ein. Taktu einhverja fæðutegund, sem þér þykir reglulega góð, hvort sem það er sælgæti eða annað. Leggðu það siöan á fat og settu klukku fyrir framan þig. Við getum sagt, að þetta sé súkkulaðimoli, og nú skaltu horfa á hann i 5 minútur. Það skiptir ekki svo miklu máli, hvort þú borðar hann eða ekki aö 5 min. liðnum. Það. sem skiptir höfuðmáli, er tilfinning- in, sem kemur til með aö gripa þig. Það, sem gerist meö þennan súkkulaðibita, er það, að freistingin hverfur. Ef til vill tekst þetta ekki i fyrsta sinn, sem þú gerir æfinguna, en reyndu aftur. Ef æfingarnar enda alltaf á sömu leið, þ.e. að þú borðar allt- af súkkulaðibitann að liðnum fimm minútum, máttu aldeilis taka þig á. Reyndu þessar æfingar, og reyndu að venja þig af slæmum matarvenjum! — EA Sálfrœði- legar œfingar Kíildu I 5 miniitur, úður en þú hyrjar aft borfta llorfftu ú þig i spcgli, mcftan þú horftar og alhuguftu, hvaft þú scrft! I.okaftu augunum, meftan þú borftar eina máltíft og finndu, hvernig hún smakkast. Kakaftu tertu og gefftu hana, — án þess aft bragfta á henni!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.