Vísir


Vísir - 13.11.1973, Qupperneq 1

Vísir - 13.11.1973, Qupperneq 1
63. árg. — Þriðiudagur 13. nóvember 1973 — 262. tbl. Kaffibrúsakarlar um ástalíf Ragnheiðar — sjá bls. 13 Haukar komust í eina skiptið yfir eftir að leik- tíma lauk! Sjá íþróttir í opnu Símanum og Hafnar- fjarðarvegi kennt um Umferðartruflun á Hafnarfjarðarvegi, svo og ólag á simakerfinu sökum álags, olli þvi að menn frá Rafmagnsveitum ríkisins komust ekki suður I Voga til að tengja Hafnarfjörð við varakerfið. Komustekki fyrr en seint og um siðir. „Rafmagnsveitur rfkisins vilja auðvitað láta sina menn, sina sérfræðinga, eiga við eigin tæki, og tengingin er þannig verk, að sér- fræðinga þarf til”, sögðu þeir hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, en rafmagnstruflanir af völdum snjóbleytunnar á sunnudagskvöldið oliu Hafn- firðingum óþægindum — „það er eins og allir rjúki i simann um leið og rafmagn- ið fer af, og þá fer allt kerfið úr skorðum", sögðu þeir hjá Rafveitu Hafnarf jarðar. — GG. Sjá frétt á baksiðu Ennþá í felum eftir 28 ár Á Filippseyjum er leitaö japansks hermanns, sem hef- ur farið þar huldu höföi i skóg- unum siöan siöari heims- styrjöldinni lauk eða i 28 ár. Hann og félagi hans skutu upp kollinum i október i fyrra og þá náði herflokkur stjórnarinnar öðrum þeirra, en hinn slapp i skóginn. Sjá bls. 5. Búinn að vera? Hin ráma rödd Tom Jones, sem hefur reynzt svo óskap- lega vinsæl undanfarin ár, er nú á þrotum. A söngferðalagi um Bandarikin nýlega sprakk hann hvaö eftir ann- að og varö að hætta söng sin- um. Það litur ekki vel út með þetta goö svo margra, hann viröist hreinlega búinn aö vera sem söngvari. — Sjá bls. 4. Landhelgismálið: Þingmenn gáfust upp klukkan fjögur í nótt Þingmenn biðu, mis- munandi þolinmóðir, og nóttin ieið. Til stóð að greiða atkvæði um land- helgissamningana við Breta. En margir tóku til máls. Menn fóru að tinast heim. Loks, klukkan f jögur i nótt, gáfust þingmenn upp og frestuðu atkvæða- greiðslunni til klukkan tvö í dag. Gert er ráð fyrir, að samn- ingurinn verði samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Tal- ið er, að Bjarni Guðnason og nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, hugsanlega 6-7 greiöi atkvæði á móti. A fundi þingflokks sjálfstæðis- manna i gær var mörkuð sú af- staöa, að flestir þingmenn flokks- ins myndu greiða samningunum atkvæði sitt til þess fyrst og fremst að binda enda á hættulega deilu, þótt flokkurinn teldi, að unnt hefði verið að ná betri samn- ingum, ef á annan veg hefði verið staðið að málum. Nokkrir þing- menn flokksins telja ágalla samningsins svo mikla, að þeir munu greiða atkvæði á móti. Umræður stóðu meö fullu fjöri i gærkvöldi og i nótt, og deildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á samningana. Þessir töluðu á kvöld- og næturfundin- um: Þorvaldur G. Kristjánsson (S), Lúðvik Jósefsson (Ab), Ell- ertSchram (S), Ólafur Jóhannes- son (F), Benedikt Gröndal (A), Jón Arnason (S), Bjarni Guðna- son, Pétur Sigurðsson (S), Hanni- bal Valdimarsson (SF), Geir Hallgrimsson (S), Matthias Bjarnason (S), Sverrir Her- mannsson (S), Matthias A. Mathiesen (S), Karvel Pálmason ÞAU YNGSTU KUNNA AÐ META ÞAÐ. Snjórinn og sú veörátta sem nú rlkir, er svo sannarlega vel þegin hjá yngri kynslóöinn. Þeir eldri kannski kvarta og kveina yfir hálku og slabbi og yfir þvi aö þurfa aö vaða snjóinn I hné, en krakkarnir kunna að nota sér það. Vetrariþróttirnar eru að hefjast af fullum krafti. Menn eru farnir aö hugsa til hreyfings á skiöum, jafnvel skautum, og sleðarnir hafa veriðdregnir fram Idagsljósið úr kjöllurum og geymslum. Þessa skemmtilegu og fjörlegu mynd tók ijósmyndarinn á Miklatúni I gærdag. _ EA/L'ó B Ferðalangarnir fundnir — sjá baksíðu SKÍÐA- FÆRIÐ 'OPNAST' í DAG VIÐ REYKJA- VÍK — engin aðstaða á Akureyri eða ísafirði ennþá Langþráður dagur rennur upp fyrir marga I dag. Aðstaöa til skiðaiðkunar hefur nú loks skapazt I nágrenni Reykjavlk- ur, og mjög gott sklöafæri er til dæmis i Hveradölum, eftir þeim upplýsingum sem blaöið hefur aflað sér. i dag veröur lyftan opnuð I Hveradölum, og flóðlýst verður þar I kvöld sem og öll næstu kvöld. Þeir I Hveradölum búast við talsverðum mannskap, cnda er sannarlega tími til kominn að bregða sér á sklði. Enn hafa engir reynt að renna sér á skiðum við skálann, að undanskildum tveimur, sem reyndu I gær. Nóg cr af snjón- um, enda snjóaöi ekki svo lítiö i fyrradag. Sömu sögu viröist vera að segja um Bláfjöll. En ekki er aöstaöan sú sama I öllum landshiutum. Enn er ekk- ert tækifæri fyrir Akureyringa eða isfiröinga til dæmis að þeysast á skiöum niður brekkur, að minnsta kosti ekki almenn- ing. Hins vcgar hafa skíðafélög og þauivanir sklðamenn reynt að æfa sig svolitiö. T.d. var æf- ing hjá skiðafélaginu á Akureyri á sunnudag. Ekki er nægur snjór á Akur- eyri, og aðeins föl á jörðu á isa- firði, en þeir sem við röbbuöum við á báðum stöðum, sögðu að „Fólk væri örugglega fariö að bíða eftir tækifærinu”. — EA.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.